Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 02.09.1953, Blaðsíða 7

Íslendingur - 02.09.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. september 1953 ISLENDINGUR 7 M n storfsoB leihMs Akureyrar! Sú fyrirspurn hefir borizt blað- inu, hvernig standi á því, að ekk- ert hefir enn verið birt um starf- semi Leikfélags Akureyrar á kom- andi Ieikári. Blaðinu er ekki kunnugt um, að nein áætlun hafi komið frá félaginu um væntan- lega s‘arfsemi þess. Að því er bezt verður vitað er ekki búið að halda aðalfund enn, en írétt hefir það, að samkvæfnt lögum félags- ins eigi að halda aðalfundinn í tvennu lagi, fyrri helminginn í júnímánuði, en síðari helminginn í ágústmánuði. Leikfélag Akur- eyrar er á opinherum styrk bæði Þrátt fyrir allar ráðstafanir hrezku útgerðarmannaklíkunnar til að torvelda George Dawson dreifingu og sölu á íslenzkum tog- arafiski í Bretlandi, lætur hann engan bilbug á sér finna. Undir- býr hann móttöku fiskjarins af kappi og hefir þegar samið um flutninga á honum með járn- brautarleslum, afnot af sölutorg- um og valni. Mestum erfiðleikum veldur það honum, að togaraeig- endurnir hafa kornið því til leið- ar, að enginn þorir að selja hon- um is. Hefir hann reynt að kaupa hluti í Grimsby Ice Co. Ltd., en óvíst er, að stjórn félagsins taki það gilt, þótt hann hafi náð kaup- um á hlutabréfum í félaginu. Æflar að byrja urrt miðjan september. Dawson hefir látið Fishing News þá vitneskju í té, að hann muni bafa á boðstólum íslenzkan fisk í Bretlandi um miðjan sept- ember. Synjun á ís bafi að vísu tafið sig nokkuð, en sjálfur muni hann geta komið sér upp eigin ís framleiðslu á ca. 6 vikum. Það er íslenzk-brezka löndunar- félagið, Iceland Agencies, sem tekur að sér fisklöndunina íyrir Dawson, en það var sem kunnugl er stofnað skönunu eftir að lönd- unarbannið var sett á íslenzku togarana. Auðnaðist íélaginu að landa einum togarafarmi, en þá hótuðu brezkir útgerðarmenn að leggja togurum sínum og hræddu Grikklandssöfnunin Eins og kunnugt er gengst Rauði-Kross Islands fyrir fjár- söfnun til hjálpar hinum bjargar- lausu Grikkjum á Jónisku eyjun- um í ágúst. íslendingur og önnur blöð bæjarins veita framlögum viðtöku héðan úr bænum og ná- grenni. frá bæ og ríki, og telur almenn- ingur sig eiga kröfu á því að vita, hvernig starfsemi félags þessa verður háttað á næsta ári. Að því er bezt verður séð, er ekki unnt að halda löglegan aðalfund hér eftir, þar sem nú er komið fram í september. Væri fróðlegt að vita, hvað leikfélagsstjórnin hyggst fyr- ir. Geta opinberir aðilar veitt fé- lagi styrk, sem ekki hefir á að skipa löglega kosinni stjórn? Er með þessu ætlun núverandi leik- félagsstjórnar, að félagið fái hægt andlát? fiskkaupmenn frá að kaupa ís- lenzkan togarafisk. Formaður Iceland Agencies er Þórarinn Olgeirsson ræðismaður í Grímsby. RÚSSAR HALDA ENN ÞÚSUNDUM FANGA ÚR SÍÐARI HEIMS- STYRJÖLD GENÚA, 31. ágúst. — (USIS). Vestur-Þýzka stjórnin hefir af- hent Sameinuðu þjóðunum nöfn nálega 103 þús. þýzkra stríðs- fanga, sem Rússar hafa enn í haldi. Fangalistinn var afhenlur sér- stakri nefnd S. Þ., sem fjallar um stríðsfanga, sein heldur fund hér um þessar mundir. Verið er að undirbúa skýrslu, sem leggja á fyrir áttunda aðalþingið, sem kemur saman í New York þann 15. sept. Bcymstjórnin afhenti einnig íöfn 1.272 þús. þýzkra hermanna sem skráðir voru horfnir. — Vit að er að Rússar tóku flesta þessa 'rermenn til fanga, og álitið ei að margir þeirra séu énn á lifi i i'ússneskum fangelsum og þræla búðum. Skýrslan bætir því við a? minnsta kosti 750 þús. þýzkii borgarar hafi verið fluttir til Rúss 'ands. Af þessum er álitið að 134 þús. séu enn á lífi. Fanganefndin hefir ennfremur mó'tekið skýrslur frá ítölsku og iapönsku stjórninni er sýna að 63 þús. ítölum og 50 ])ús. .Japön- um er enn haldið föngum í Sovét. Ennfremur er vitað að Rússar lialda þúsundunr af Austurríkis- rnönnum, Rúmenum, Búlgörum, Grikkjum, Ungverjum og öðrum föngum. Auglýsíð í íslendingi Lífshættuleg óvar- kárni í akstri Hinn 7. júní síðastliðinn varð banaslys á Suðurlandsbraut ná- lægt Þvottalaugavegi. Gerðist það með þeim atvikum, er hér greinir: Áætlunarbifreið, R 1721, á leið í bæinn stanzaði á venjulegri við- stöð vagnsins til að hleypa út far- þegum. Út fóru hjón, ásarnt syni þeirra, dreng á fjórða ári. Með venjulegu bráðlæti barnsins hljóp drengurinn á undan foreldrum sínum, aftur fyrir vagninn og út á veginn. — í sama bili ók bif- reiðin R 3212 fram hjá. Varð drengurinn fyrir þeirri bifreið og beið bana. Þeir, 6em kynnst hafa umferð i stórborgum erlendis, hafa veitt því eftirtekt, að hvarvetna, þar sem áætlunarbifreiðir og strætis- vagnar stanza á viðkomuslöðum, til þess að hleypa út farþeguin, stanzar jafnframt umferð annarra bifreiða í nánd vagnsins, unz tryggt er að farþegar hafa forðað sér upp á gangstéttir eða úr allri hæltu af völdum umferðarinnar. Framannefnt slys og fleiri svip- uð, sem orðið hafa hér á landi, virðist benda til þess, að þessi sjálfsagða regla sé enn ekki orðin gildandi hér á landi. Slysin virð- ast gefa það til kynna, að hvorki bifreiðastjórum né öðrurn aðil- um, sem við umferðina starfa, sé það ljóst, hversu augljós slysa- hætta ge'.ur af því stafað, er vagn- ar aka á fullri ferð íram hjá á- ætlunarbifreiðum og strætis- vögnum, er numið hafa staðar. Ekki munu vera í lögreglusam- þykktum né umferðarreglum sér- stök ákvæði þetta varðandi. Og ekki minnist ég þess, að hafa heyrt aðvaranir er þelta varða frá Slysavarnafélagi íslands, meðal þeirra þörfu áminninga og brýn- inga, er það lætur úlvarpa við og við, lil þess að varna slysum. Ég hygg það vera í hæsta lagi tímabært, að kveða til hljóðs fýr- ir sérslakri aðgæzlu um þetta efni og eru þessar línur birtar til at- hugunar öllum þeim, sem hlut iga að máli. S. (Varðberg.) fil fréHarifara blaðsins Vinsamlegast sendið blaðinu fréttir af því markverðasta, er ^erist í héraðinu. HALLÓ! HALLÓ! Ungur reglusamur sjómaður ósk- ar eftir atvinnu í landi. Margs- konar atvinna kemur til greina, — hefir bílpróf.— Uppl. í síma 1464. HÚSEIGENDUR! Vil taka litla íbúð á leigu. Þarf helzt að vera á Syðri- Brekkunni. Sigurður Óli Brynjóljsson Krossanesi. Sími 1101 Enn eru hvnlirnir hjörg í bó Á dögum afa okkar og öminu eða langafa og langömmu, þótti hvalreki eitt mesta hnoss, sem soltin þjóð gat hugsað sér. Oft bjargaði það heiluin sveitum frá hungurdauða, ef dauðan hval rak á fjöru. Nú er ekki verið að bíða eftir því, að hvalina reki dauða til lands. Ilvalveiðastöðin í Hval- firði hefir dregið marga björg í þjóðarbúið að undanförnu. Hefir hún í sumar fengið um 250 hvali, sem að meslu leyti er langreyður (um 18—24 m. á lengd) en auk þess nokkur búrhveli og bláhveli. Mikið af hvalkjötinu er selt beint til neyzlu, einkum í Reykja- vík, en nokkuð fryst á Akranesi lil útflutnings, og kaupa Bretar það. Hafa á 7. hundrað tonn þeg- ar farið þangað. Spiki^ er hins vegar brætt í hvalstöðinni. ____*____ íþróttflhcppai Ahureyrnr ðð U. H. S. K. Ilin árlega keppni U.M.S. Kjal- arnesþings og í. B. A. verður háð hér á Akureyri n. k. laugardag og sunnudag. Keppnisgreinar eru: 100 m. lilaup, 400 m. hl., 1500 m. hlaup, 4 x 100 m. boðhlaup, há- stökk, langstökk, þrístökk, kúlu- varp, spjótkast, kringlukast. Kvennagreinar: 100 m. hlaup, langstökk, há- slökk, kúluvarp kringlukast. Tveir frá hvorum aðila keppa í hverri grein, og eru s‘igin reiknuð 5 fyrir fyrsta, 3, 2 og 1 stig. U. M. S. K. vann þessa keppni síðastliðið ár. Búast má við mjög jafnri og skemmtilegri keppni að þessu sinni. ____*____ Sveit Knúts Valmunds- sonar sigraði í kapp- róðrinum Laugardaginn 29. ágúst s. 1. ireyttu sex sveitir úr Æskulýðs élagi Akureyrarkirkju kappróð- ir á Akureyrarpolli. Róin var lama vegalengd og i fyrra (frá lugvéladuflinu að Höefners brvggju). Keppl var í þremur ddursflokkum. Glóamenn urðu hlutskarpari, — réru þeir ýmist jær eða nær landi. Foringi þeirrr er Jóhann Sigurðsson. Fyrst var sveit Knúls Valmundf sonar á 1.47.8 sek. (stýrim. Júlí- ts Bergsson). Onnur sveit Páls Magnússonar (liann réri þó ekki iökum veikinda) á 1.47.8 sek. (hér munar sáralitlu) stýrim. Óð- nn Valdimarsson. Þriðja sveit Stefáns Halldórssonar 1.48.6 sek. (stýrim. Kristján Óskarsson). — Sveit Knúts var úr öðrum aldurs- lokki og er það í fyrsta sinn sem sveit þaðan rær á beztum tíma. — >6 æfingarferðir voru farnar á látunum í sumar út á pollinn. — 'eður var gott meðan keppnin stóð yfir. Odýru sirzin eru komin aftur. Kosta frá kr. 8.40 mtr. Brouns-verzlun Sportsokkar Barnasokkar Barnaleistar Ungbarnafatnaður Brúðuföt. Brauns-verzlun Babygarn 6 fallegir litir, nýkomið. Brauns-verzlun Nylonsokkar frá kr. 25.00. Brauns-verzlun f gomni Maður nokkur var viðstaddur jarðarför, þar sem hann þekkti fáa viðstadda. Tók hann einn tali og spurði: — Hver er konan þarna í horninu hinum megin? — Það er húsfreyjan. — En maðurinn við liliðina á henni? — Hann er bróðir líksins. * Ivar gamli kom í fyrsta sinn í heimsókn til dóttur sinnar og engdasonar í Osló, og hafði jerð- ast með járnbrautarlest. Sagði hann svo jrá jör sinni: — Þegar ég kom inn í járn- brautarvagninn, var þar svo þröngl, að engu tali tók. En þá kom ég auga á hurð, en á henni stóð: .,Opið“. Ég flýtli mér þangað inn og þar var enginn. Þetta var lítið og smekklegt her- bergi, með mahogny-sœti í einu horninu. Ég settist þar og tók upp neslisbitann. Það var rúlla á veggnum með silkipappír til að þurrka sér um munninn með og spegill yfir. Það gelur ekki verið fínna í konungshöllinni. En þið hefðuð bara ált að sjá uppliiið á kerlingunum, þegar þœr voru að gcegjast inn og sáu, hvernig ég hajði komið mér jyr- r. Þœr blóð-öfunduðu mig, skjál- urnar! En ég sat kyrr, þangað til komið var hingað á stöðina. * Staðráðinn í að rjjtifa lönduiiarltannið Dawson heldur fast við fyrirætlanir sínar um sölu á ísl. togarafiski í Bretlandi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.