Íslendingur - 18.11.1953, Qupperneq 4
íSLENDINGUR
Miðvikudagur 18. nóvember 1953
fíemur út
hvern miðvikudag.
Útgefandi: Útgáfufélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1
Sími 1375.
Skriffitofa og afgreiðala í Gránufélagsgötu 4, afmi 1354.
Skrif stof utími:
Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12.
Prtntsmiðja Björns Jónssonar hj.
Pólitísk ofsókn að austrænum
hætti
í útvarpsviStali, sem erindreki Sarabands ísl. samvinnufélaga,
Baldvin Þ. Kris'.jánsson, átti sunnudagskvöldiS 18. okt. í haust við
gamlan heiðursmann úr flokki samvinnumanna, spurði erindrek-
inn, hvers samvinnufélögin þyrftu helzt með nú. SvaraSi samvinnu-
maðurinn spurningunni á þá leið, að félögum riði mest á því að
losa sig úr tengslum við pólitíska flokka. KvaS erindrekinn þetta
„alveg rétt.“
Árum saman hefir einn stjórnmálaflokkur í landinu, Framsókn-
arflokkurinn kappkostað að nota samvinnusamtökin í sína þágu
undir því yflrskini, að hann væri pólitísk samtök samvinnumanna,
settur þeim til verndar gegn óvini. í skjóli þessarar staðhæfingar
hafa blöð flokksins verið alin á fjárframlögum frá samvinnufé-
lögunum, einkum gegnum auglýsingar, en Framsóknarmenn hreiðr-
að um sig í stjórnum þeirra og atvinnufyrirtækjum. ÞaS er hvergi
nærri vel séð innan samvinnufélaga, sem Framsóknarmenn stjórna,
ef starfsmenn félagsins eru tregir til pólitískra starfa fyrir Fram-
sóknarflokkinn eða aðhyllast ekki stefnu hans. Hafa SjálfstæSis-
menn oft á þetta bent, en allt slíkt heitir á máli FramsóknarblaSa
„rógur um samvinnusamtökin“!
Þessi framkoma Framsóknarmanna í samvinnufélögunum, sem
oft nálgast atvinnu- og skoðanakúgun, sýnir Ijóslega, að hér á
landi gengur enginn flokkur lengra í póíitískri heiftrækni en hann,
svo að varla verður jafnað við annað en sovézkan hugsunarhátt.
Iiefir þetta nú nýskeS komið glöggt í ljós, er þrír Framsóknar-
menn í stjórii Sambands Nautgríparæktarfélaga EyjafjarSar segja
upp ráðunaut sambandsins vegna þess, að hann hrasaði út af hinni
einu sönnu pólitísku línu flokksins og gerðist trúnaðarmaður nýs
stjórnmálaflokks. Slíkur atburður hefði ekki þótt tiðindum sæta
austan við járntjald, þar sem pólitískar ofsóknir eru taldar sjálf-
sagðar, en hann mætir fyllstu fyrirlitningu almennings í löndum
þeim, er aðhyllast sjálfsögðustu mannréttindi einstaklingsins, mál-
frelsi, ritfrelsi óg skoðanafrelsi.
Við búum hér við stjórnskipulag lýðræSisþjóða, og flokkar, sem
játað hafa lýSræðinu hollustu, fara með völd í landinu. ViS vitum,
að í mörgum ábyrgðarmiklum trúnaðarstöðum þjóðfélagsins, m. a.
innan kennarastéttarinnar, eru menn, sem hættulegir geta verið
þjóðfélaginu, — menn, sem játast hafa Moskva-kommúnismanum
af fullri einlægni og gefið honum sál sína. En vegna þess að vér
jálumst undir það þjóðskipulag, er virðir frelsi einstaklingsins til
að hafa sjálfstœða skoðun í þjóðmálum sem öðram málum, hafa
stjórnarvöld vor ekki farið inn á þá braut að víkja Moskva-komm-
únistum frá opinberum s'örfum, hvað þá mönnum, sem virða lýð-
ræð.S, þótt þeir skipi sér í flokka andstæða stjórnarvöldunum.
Hefndarráðstafanir Framsóknarmannanna þriggja í stjórn S N E
mæta því fyllstu andúð allra, nema ofstækisfyllstu Framsóknar-
manna. Atvinnuöfsóknir og skoðanakúgún mætir hvarve'na fyrir-
litningu, þar séni Tiúgsjónir lýðræðisins eru í heiðri hafðar, og
hver, sem beitir þeim, gerir sig að minni manni í augum fjöldans.
Sýnishorn af »vinstra<( réttlæti
Blaðið „Frjáls þjóð“ hefir að úndanförnú farið hamförum gegn
Birni Olafssyni fyrrverandi memttamálaráSherra og Eys'eini Jóns-
syni fj ármálaráðherra fyrir þá „sök“, að ríkissjóður skyldi taka
fasteign félags nokkurs, er Björn var meðeigandi í, upp í greiðslu
stóreignaskatts, en fyrir bví er þó ráð gert í þeirri skattalöggjöf.
Hefir hinn nýi Norðanfari Þjóðvarnarmanna á Akureyri tekið und-
ir hneykslun „mömmublaðsins“ syðra.
Mál þetta er þannig til komið, að samkvæmt heimild í skattalög-
unum var ein húseign „Vífilfells“ h.f. í Reykjavík inargfölduð að
fasteignamati, þrátt fyrir mótmæli stjórnar félagsins, er benti á, að
húsið hefði ekki stöðuleyfi og mætti fyrirskipa niðurrif þess án
fyrirvara. Rýrði þe'ta svo mjög verðgildi hússins, að það væri lítt
seljanlegt. Þessum mótmælum var ekki sinnt og húsið margfaldað
>OOOOOOOOOOOQOOOOOO»QOOOOOOOO»OOOOOOOOOOCOOOOOOCK
Raddir Kveima
oooooooooooos
Þegar jólin nálgast
Akureyrarkvöld útvarpsins. —
Leikritaheitum ruglað. — Dag•
skráratriða saknað. — Nýgerð
staka.
ÞA ERU Akureyraiþættirnir í út-
varpinu hafnir, og hafa þrír þegar
verið fluttir. Eitt kvöldið var leikritið
„Dómar" flutt af Leikfélagi Akureyrar,
og tókst það ekki verr en svo, að lieyrt
hefi ég menn, er hlýddu á það um
kvöldið, láta í ljós iðrun yfir ,því, að
hafa ekki látið eftir sér að sjá það
á sviðinu í fyrravetur, er þeir áttu
þess kost. Annað kvöld sungu Jóhann
Konráðs on og Sverrir Pálsson, en
Heiðrekur Guðmundsson las frumort
ljóð. Þriðja kvöldið, s. 1. föstudags-
kvöld, var léttur blær yfir þættinum:
Gamankvæði, gamanþáttur og söngur
Smárakvartettsins. Er það einn bezti
kvartettsöngur, sem ég minnist að hafa
heyrt, þótt fluttur væri af segulbandi.
Árni Jónsson kennari sér um þætti
þessa, og hygg ég vel hafa tekizt um
val ctjórnandans.
EN ÞAR SEM ég minntist á flutn-
inginn á „Dómum,“ minnist ég þess
að hafa séð á þá minnzt í þáttum
útvarpsgagnrýnanda Þjóðviljans, er
nefnir sig G. Ben. Þar nefnir hann
leikritið „Storma," og ruglar því sam-
an heitum tveggja leikrita, er út komu
um svipað leyti. En leikritið Stormar
eru ekki eftir Þormar, þótt nafn leik-
ritsins og höfundar „Dóma“ rími sam-
an, heldur er það eftir Stein Sigurðs-
son kennara.
ÞÓTT VIÐ Akureyringar hyggj um
gótt til þáttanna hér að norðan, sökn-
um við dagskrárliða í útvarpinu frá
fy-ri vetrum, þar sem eru Óskastund
Ben. Gröndals og Sitt af hverju tagi,
Péturs Péturssonar. Hvorttveggja voru
vinsælir þættir, sem ungir og gamlir
hlustuðu á, oflast sér til ánægju. Og
svo vil ég gjarna fá nokkra spurninga-
þætti í vetur.
MARGIR halda því fram, að eng-
inn geti eða nenni lengur að varpa
f am stöku, því að nýjar vísur heyr-
ast mjög. sjaldan. Þó hygg ég að vícan
sú arna, er ég heyrði á götunni í gær,
Nú nálgast jólin óðurn, bráð-
um verður ekki nema mánuður
til þeirra og þá býst ég við að
minnsta kosti húsmæðrunum
finnist hver dagurinn hlaupa hjá
úr því, þó kannske yngstu borg-
urunum finnist dagarnir aldrei
ætla að líða, tilfinning, sem allir
fullorðrtir kannast við. Það er
margt, sem húsmæðurnar þurfa
að rnuna eftir að gera og láta
gera, kaupa og sauma fyrir jólin.
Það fer samt alltaf mikið eftir ut-
anaðkomandi aðstæðum eins og
fjölskyldustærð, barnafjölda, hús-
næði og fleiru, hversu annríkið er
mikið og síðast en ekki s.'zt er það
undir hústnóðurinni sjálfri kom-
ið. Húsmæðurnar hafa það í
hendi sér að jafna þeim störfum,
er ljúka þarf, á vikurnar fyrir
jólin, þannig að ekki verði allt á
síðustu stundu og þær verði svo
slituppgefnar, að þær njóti eins-
anir um það, hvenær þarf að
byrja á jólahreingerningunni og
jólabakgtrinum, og hvað þarf að
kaupa til þeirra hluta. Eflaust
mætti telja margt fleira, sem gott
er að byrja snennna á, en ég læt
hér staðar numið að sinni.
Það er aðeins eitt. sem ég ætla
að drepa dálítið á að endingu.
Það eru blessaðar jólagjafirnar
eða ólukkans jólagjafafarganið
munu kannske sumir hugsa, þótt
þeir ekki segi það upphátt. Eg var
að velta því fyrir mér um daginn,
hvort við íslendingar rnunuin
ekki hafa gefið mestar og ílestar
jólagjafir, iniðað við fólksfjölda,
af Norðurlandaþjóðunum á und-
anförnum árum, því eitthvað
verður af öllum þeim ókjörum af
bæði vönduðum og óvönduðum
hlutum, sem fást venjulega fyrir
jólin. Ekki er hægt að saka al-
menning um það, þótt gjafirnar
kis af jólahelginni og séu margar séu dýrar, því það hefir verið
vikur að jafna sig. Þá er betra,
að eitthvað verði eftir af þeim
s'örfum, sem upphaflega voru á-
ætluð.
GERIÐ STARFSÁÆTLUN
í TÍMA.
Nú þegar ætti að vera búið að
gera áætlun um fataþörf fjölskyld-
unnar fyrir jólin og búið að koma
fyrir í saumaskap því, sem ekki
er saumað heima. Þá væri líka
hægt að fara að kaupa annan
fatnað, sem með þarf, svo sem
skó, sokka, nærföt o. fl. Þetta er
gott að hafa til heima og þurfa
ekki að lenda í mestu jólaösinni
með slík innkaup. Þá er hægt að
fara að athuga skápa og geymsl-
ur, sérstaklega þar sem minna er
gengið um, að hafa þar allt í röð
og reglu, þurfa aðeins að líta yfir
það fyrir jólin. Borðdúkana er
gott að athuga í tíma, að eiga þá
ekki alla óhreina rétt fyrir jólin,
einnig að koma föturrl í hreinsun
í tæka tlð. Gott er að leggja áætl-
geti ekki veriS neinn forngripur:
Stjórnin Bjarna burtu rak,
úr bóli Grísa.
Mér fannst það alveg fyrirtak.
og Framsókn lýsa.
að mati, en stóreignaskattur lagður á félagið eftir matinu. Tók þá
stjórn félagsins það ráð, að afhenda húseign þessa upp í greiðslu
skatlsins, þar sem lögin höfðu einnig heimilað þá greiðsluaðferð á
skattinum.
Vilji Þjóðvarnarmenn kalla þetla hneyksli, hvað á þá. að kalla
löggjöfina um stóreignaskattinn, sem mælir svo fyrir um, að fast-
eign skuli fimmfölduð að mati, þótt hún sé ekki seljanlég fyrir hinu
gamla mati, og innheinúa síðan skatt af verðlausu eigninni eins og
um stóreign væri að ræða?
Ef við eigum að tala um hneyksli í sambandi við stóreignaskatt-
inn, þá er það stærsta hneykslið að meta verðlausar eða verðlitlar
e.'gnir sem stóreignir til þess eins að pressa fé af þegnunum í ríkis-
sjóð.
Hneykslun „Frjálsrar þjóðar“ og annarra vinstri blaða út af máli
þessu gefur nokkra bendingu um, hvernig réttlæti vinstri flokk-
anna rnundi verða í framkvæmd, ef þeir ættu eftir að mynda meiri-
hluta með þjóðinni.
ómögulegt að fá annað en dýrt
undanfarin jól. Kannske verður
það betra núna, við skulum vona
það. Ensk vinkona mín, sem er
gift hér á landi, undraðist það
mjög fyrst eftir að hún fluttist
hingað, húe miklar og dýrar jóla-
gjafir við gæíum. Hún sagði mér,
að heima hjá sér'hefði fjölskvld-
an einu sinni efnt til samkeppni í
því, hver gæti keypt ódýrastar og
um leið smekklegastar og
skemmlilegastar jólagjafir, og
mátti engin gjöfin kosta meira
en sex pence. Sagði hún að þessi
heiiniliskeppni hefði orðið til
mikillar ánægju og ýmislegt hefði
verið skemmtilegt í jólapökkun-
um, þó ekki væri það dýrt. — í
stórum fjölskyldum, þar sem gefa
þarf margar gjafir, gæti verið
gagn og gaman að koma á svip-
aðri samkeppni.
AÐ VELJA
JÓLAGJAFIR.
Það er erfitt að velja jólagjaf-
ir, finnst kannske mörgum, en
eru þeir erfiðleikar ekki oflast af
því, að við setjum okkur ekki
nógu vel í spor þess, sem við ætl-
um að gefa gjöfina? Er það ekki
oft af því, að okkur finnst við
mega til að finna einhverja gjöf,
ekki af því að okkur langi til
þess? I vandræðum okkar kaup-
um við eitthvað, oftast nær ein-
hverja skrautmuni eða bækur,
sein hann eða hún er svo ekkert
hrifinn af, hefði heldur viljað fá
hlýja inniskó eða efni í svuntu
eða svo hversdagslega hluti sem
pott.eða pönnu.
HEIMAUNNIR MUNIR
OFT BEZTA JÓLAGJÖFIN.
Skemmtilegustu jólagjafirnar
verða alltaf þær, sem unnar eru
heima. Þeim fylgir persónulegt
vinarþel frá gefandanum, sem
geri þær meira virði en aðrar
gjafir. Það er margt, sem hægt er
að búa til heima, bæði sauma,
Framh. á 5 siðu.