Íslendingur


Íslendingur - 06.01.1954, Blaðsíða 2

Íslendingur - 06.01.1954, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 6. janúar 1954 l t smlöjur rikH Á yfirs'.andandi Alþingi flylja þingraenn Akureyrar og Siglu- fjarðar, þeir Jónas G. Rafnar og Einar Ingimundarson, frumvarp til laga um Tunnuverksmiðjur ríkisins. Þar sem rekstur tunnu- verksmiðjanna snertir mjög hag og afkomu Akureyringa og Sigl- firðinga, telur blaðið rétt að birta frumvarpið í heild og greinar- gerð flutningsmanna. 1. gr. Tunnuverksmiðjur skulu starf- ræklar á Akureyri og Siglufirði. Skulu verksmíðjurnar vera eign rík.ssjóðs, en reknar sem sjálf- stætt fyrir'æki með sérstöku reikn- ingshald:, en á ábyrgð ríkissjóðs. Slofnunin heitir Tunnuverk- smiðjur ríkisins. 2. gr. Tunnuverksmiðjur ríkisins skulu hafa það verkefni að smíða tunnur undir síld og aðrar vörur, sem búa þarf um í iunnum íil út- flutnings eða sölu innanlands. Skal stefnt að því, að hér á landi verði smíðaðar allar þær tunnur, sem íslenzkir síldarframleiðendur þurfa að no'a undir framleiðslu sína, að svo miklu leyti sem inn- flutningur á síldartunnum kann ekki að vera samnlngsbundinn við önnur ríki. 3. gr. Vanda sku! j Tunnuverksmiðjur ríkisins framleiðsluvöru sína, svo að hún verði samkeppnishæf við erlenda vöru sömu íegundar um gæði. Tunnur* sem smíðaðar eru í Tunnuverksmiðjum ríkisins, skulu seldar síldarframleiðenduin hvar sem er á landinu, komnar í viðkomandi söhunarhöfn, á sam- keppnisfæru verði við norskar tunnur fob., miðað við venjuleg ílutnin^sgjöld á hverjum tíma. Misinunur værðs, sem kann að verða á hverjum tíma á íunnum smíðuðum í Tunnuverksmiðjum ríkisins og norskum tunnum, greiðist úr ríkissjóði. , 4. gr. S Idarúivegsnefnd, sbr. lög nr. 74/1934, skal hafa í hendi s'jórn Tunnuverksmiðja ríkisins, og hef- ur skrifstofa nefndarinnar og framkvæmdastjórar hennar með höndum fjármál verksmiðjanna og reikningshald, sjá um kaup á efni til þeirra og sölu á framleiðslu vörum þeirra, eftir því sem nefnd- in felur þeim. Framkvæmdastjórar síldarút- vegsnefndar hafa og með hönd- um ráðningu starfsmanna til verk- smiðjanna í samráði við nefndina. Að öðru leyti ákveður síldarút- vegsnefnd í samráði við atvinnu- málaráðherra, á hvern hátt íunnu- verksmiðjunum skuli stjórnað. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 6. gr. Með lögum þessum eru felld úr gildi lög nr. 33 23. apríl 1946, um tunnusmíði, og lög nr. 41 9. maí 1947, um breyting á þeiin lögum. Greinargerð. Lög um tunnusmíði voru sett vorið 1946 (nr. 33 23. apríi 1946) og íólust í þeim lögum aðeins ákvæði um stofnun 'iunnuverksm. ríkisins. Reglugerð um Tunnu- verksm. r.kis.ns var sett haus'.ið ly46 (nr. 130/1946). Er reglu- gerð þessi, sem tunnuverksmiðj- u.nar liata verið og eru enn rekn- ar eítir, allýlarleg, og eru þar að sumu leyti svipuð akvæði og í frumvarpi þessu felast um verkeíni tunnuverksmiðianna o. fl. Bæðt í iógunum um iunnusmíði og reglu- geiöinni um tunnuverksmiðjur ríkisms er gert ráð iyrir, að þr.ggja manna stjórn, skipuð af aivinnumáiaráðheria, svo og iram kvæmdastjóri haii með hóndum stjórn lunnuverksmxðjanna, en með lögum nr. 41. 9. maí 1947 var þessu breytt þann.g, að síldar- ú.vegsneind skyldi iara með stjóin verksmiöjanna, og þykir ekki ástæða til að breyia því ákvæði í irumvarpi þessu. Tunnuverksmiðjur ríkisins haía síðan árið 1947 verið reknar á bigiuiirði og Akureyri, ein verk- snnója á hvorum slað. Heiur lunnusmíðin haiizt eftir áramót ár hvert og staðið fram eftir vetri eða nokkuð fram á vor, eitir því, hve inikið heiur verið smíðað ai tunnum þann og þann veturinn. l’unnusmið.n lieíur undaniarna vetur veitt íjölda manns atvinnu, bæði á Sigluiirði og á Akureyri, og hefur aö minnsta kosti íunnu- verksmiðjan á Siglufirði verið eina stóríyrirtækið, sem hingað til hefur veitt verkamönnum aLvinnu á þeim t.ma árs, sem hún er rek- in, einmitt á þeim líma, þegar crf- iðast er um alvinnuöflun í báðum þessum kaupstöðum, enda er kunnugt, að geigvænlegt atvinnu- leysi hefur á báðum þessum stöð- um komið hart niður á verka- mönnum, aðallega á veturna. Er það því höfuðnauðsyn fyrir at- vinnulífið í fyrrnefndum kaup-' s öðum, að tunnusmíði sé þar rek- in í sem stærstum stíl. Tunnur þær. sem tunnuverk- smiðjur ríkisins hafa framleitt, síðan þær tóku til starfa, hafa reynst vel og þótt í flestum eða öllum tilfellum standa tunnum smíðuðum erlendis fyllilega á sporði um gæði. Hins vegar hafa þær orð.ð nokkru dýrara en er- leridar tunnur. aðallega vegna flutningskostnaðar, en einnig að nokkru Ieyti vegna ódýrara vinnu- afls erlendis. Sumum kann e. t. v. að finnast sem það sé að bera í bakkafull- an lækinn að leggja til, að horfið verði að niðurgreiðslu á verði tunna, sem smíðaðar eru hér inn- mlands, til þess að gera þær keppnisfærar um verð við erlend- ar tunnur, en flutningsmenn frum- varps þessa leggja til, að sLk niðurgreiðsla verði upp tekin, ef þess gerist þörf. Því er til að svara, að flutningsmenn frumvarpsins gera sér fyllilega Ijóst, að hér yrði með slíkri tunnusmíði uin atvinnubótavinnu að ræða a.m.k. að nokkru leyli í tveim stærstu kaupstöðum norðanlands, sem átt liafa við geigvænlegt aívinnuleysi að stríða mörg undanfarin ár. Verðmismunur á tunnum, smíð- uðum í íunnuverksmiðjum ríkis- ins, og norskum tunnum er nú um 8 krónur á hverja tunnu. Sé gert ráð fyrir, að smíðaðar yrðu hér á landi um 250 þús. iunnur, sem að mestu leyti eða öllu mundi fullnægja eftirspurn hérlendra síldarframleiðenda, miðað við síldarsöltun undanfarin ár, mundu niðurgreiðslur úr ríkis- sjóði nema 2 millj. kr. á þennan tunnufjölda. Er það að vísu allhá upphæð, en minna má á það, að niðurgreiðslur úr ríkissjóði á innlendar landbúnaðarafurðir eru áætlaðar á fjárlagafrumvarpi þessa árs 45900000 kr. Er þetta ekki sagt hér vegna þess, að flutn- ingsmenn þessa frumvarps séu andv.'gir niðurgreiðslum á inn- Iendum landbúnaðarafurðum. Einnig má nefna það hér, að það er síður en svo heppilegt fyr- ir okkur íslendinga og getur hve- nær sem er leitt til vandræða að vera Norðmönnum og Svíum, sem framleiða góðar og ódýrar síldarlunnur, um of háðir um innflutning þessarar vöru. Hefur komið fyrir, að Norðmenn hafa beinlínis neitað að selja okkur unnur nema gegn fráleitum skil- yrðum, og Svíar sýnt mikla tregðu á slíkri sölu. Telja því flutningsmenn þessa frumvarps felast í því öryggi fyrir þá, sem stunda síldarsöltun hér á landi, sem telja má a. m. k. eins og nú standa sakir eina þýðingarmestu atvinnugrein okkar íslendinga, að þurfa ekki að vera háðir er- lendum keppinautum um öflun þess, sem er eins mikilvægt að afla eins og hráefnið sjálft. Tilgangur flu'ningsmanna þessa frumvarps er aðalega ferns kon- ar: 1) að fá það lögfest, svo að ekki verði um villzt, að stefna beri að því, in. a. af öryggisástæð- um, að smíða hér á landi allar þær tunnur, sem íslenzkir síldarframleiðendur þurfa að nota undir framleiðslu sina, að svo miklu leyti sem tunnu- innflutningur er ekki samn- ingsbundinn við önnur ríki; 2) að gera ^unnur, smíðaðar hér á Iandi, samkeppnisfærar við erlendar tunnur samskonar, bæði hvað gæði snertir og verð; 3) ' að stuðla að sparnaði erlends gjaldeyris með því að skapa skilyrði til, að inn í landið verði aðeins flutt efni til tunnugerðar, en ekki fullunn- ar tunnur; og loks síðast en ekki sízt. 4) að stuðla að því með aukinni tunnusmíði innanlands að bæta atvinnuástandið á þeim stöðum, þar sem tunnuverk- smiðjur eru nú reknar, og er engin vanþörf á því eins og nú horfir í atvinnumálum þeirra staða. Stevens - Savage Hinar margeftirspurðu Stevens og Savage hagla- byssur og rifflar verða seldar einhvern næstu daga. Sama lága verðið og áður. Sendum gegn póstkröfu um land allt, gegn innkaupaheimild. Brynjólfur Sveinsson h.f. Sími 1580. — Pósthólf 225. Aiarp frá Skagfirðingafélaginu. Góðir bœjarbúar og nœrsveilamenn! Enn þá einu sinni hefir elds- voði lagt heimili í rústir. Að þessu sinni er það bærinn á Heiði í Gönguskörðum í Skaga- fjarðarsýslu, sem brunnið hefir til kaldra koía nú um jólin. Eignatjón hjónanna þar þeirra Astu Agnarsdóltur og Agnars Jó- hannessonar, varð mjög tilfinn- anlegt. Fáklædd horfðu þau á bæ sinn brenna, svo og hey og nokkr- ar skepnur. En þau misstu einnig það, sem þeim var meira virði en allir fjármunir þeirra. Ekki erum við þess megnug að bæta f jölskyldunni þungbæran harm. í þeim efnum getum við aðéins vottað samúð okkar. En við getum — ef við iökum höndum saman — bælt henni að nokkru leyti það fjárhagslega ijón er varð í brunanum. Göngustaíir nýkomnir. Brauns-verzlun — Ný j.íi-Bíó — í kvöld kl. 9: Flekkaðar hendur Gerð af Samuel Goldwyn. — Aðal- lilutverk: Dana Andrews og Farlcj Grangcr. VIÐTÆKI (Marconi) 4 lampa til sölu. Sanngjarnt verð. liaraldur Sigurgeirsson, Brauns-verzlun. Skagfirðingafélagið hér í bæ leilar ^því til ykkar góðir Akur- eyringar í því skyni að afla nokk- urs fjár til styrktar þessu bág- stadda fólki. Það þarf ekki s’.órar fjárfúlgur frá hverjum einum ef margir verða þátttakendur. Verum þess minnug, að margt smátt gerir eitt stórt. Með Jiví að sækja skemmtisam- komu er Skagfirðingafélagið gengst fyrir í Alþýðuhúsinu mið- vikudaginn 6. janúar kl. 8.30 e.h., gefst tækifæri til þess að styrkja fjölskylduna á Heiði. (Sjá aug- lýsingu í hlaðinu). Einnig verður fjárgjöfum veitt móttaka i Hafn- arbúðinni við Skipagötu, Reyk- húsinu við Norðurgötu og Verzl- uninni Drangey við Aðalstræti. Með fyrirfram þökk fyrir góð- ar undirtektir. Gleðilegt nvtl ár! Stjórn SkagjirSingajélagsins. FARSÆLT ÁR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Elding s.f. FARSÆLT ÁR! Þöklcum viðskiptin á liðna árinu. Verzl. Hekla. TVEIR DÍVANAR . til sölu. Sanngjarnt verð. Til sýnis á Húsgagnavinnustofu M. Sigurjónssonar, Brkg. 1. Vélstjórofélflð Akoreyrflr helcfur uop á 35 ára afmæli sitt ineð fagnaði laugardaginn 9. þ. m. í .Alþýðuhúsinu. — Aðgöcigumiðar verða afhenlir á sama s'að á fimmtudags- og föstudagsktcLd. Flugslysið á Mýrdalsjökli: Ólíklegt að nokk- ur haíi lilað Eins og áður hefir verið frá sagt, urðu björgunarleiðangrar þeir, sem gerðir voru út á Mýr- dalsjökul vegna flugslyssins þar, frá að hveifa, án þess að komast nokkurn tíma að flugvélarflak- 'nu. Ollu því bæði illviðri og tor- færur. En á aðfangadag jóla tókst þyrilflugu að komast að flugvéla- flakinu. Var það allt í brotum og tvístrað um stórt svæði, og því talið óhugsandi að nokkur af á- höfninni hafi komizt lifandi frá slysinu, eins og upphaflega var á- li'ið. Eitt lík fannst á slysstaðnum, er þyrilflugan lók með sér.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.