Íslendingur


Íslendingur - 06.01.1954, Blaðsíða 5

Íslendingur - 06.01.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. janúar 1954 ÍSLENDINGUR 5 HorSt um öxl Nú líður senn að því, að „hátt- virtir kjósendur“ fái enn kveðið upp dómsorð yfir verkamönnum sínum, í víngarði bæjar- og sveitarstj órnarmála. Þessi réttur hins almenna borg- ara, til þess að velja og hafna, eftir að málin hafa verið frjálst fram borin, frá öllum hliðum, er það bjarg, sem frjálst og fullvalda þjóðfélag byggir á. Öll ré'.tindi eiga sér tilsvarandi skyldur, og öllum, sem geiið er dómsvald, ber að íhuga vel sitt mál og dæma út frá réttum lögum og eigin sam- vizku. En hvað eru „rétt lög“ fyrir al- mennan kjósanda í þessu sam- bandi. Þau finnast ekki í lagabók- um, og til þeirra verður ekki vís- að með númeri og ártali, en þeir, sem kjósendur hafa valið til um- boðsstarfa kunna að hafa skráð þar ýmsa paragraffa á liðnum kjörtímabilum. Þetla blað — málssvari Sjálf- stæðisflokksins, — telur ómaksins vert að minnast málefnayfirlýs- ingar flokksins, fyrir síðustu bæj- arstjórnarkosningar, en hún var birt í blaðinu 11. janúar 1950, og athuga í því ljósi, hvað áunn- izt hefir, á síðasta kjörtímabili, og hvernig tekist liafi að fylgja fram þeim málurn, sem þar grein- ir. Yfirlýsingin hefst á mikilvægi þeirra sanninda, að á traustri fjárhagsafkomu bæjarfélagsins velti framtíðin og þær fram- kvæmdir og lífskjör, sem hún ber í skauti sér. í því sambandi er á- herzla lögð á,„að sköpuð séu skil- yrði fyrir sem fjölbreyttastan at- vinnurekstur í bænum, og að gætl sé hófs og eanngirni í ú'svars- álögum á einstaklinga og fyrir- tæki,“ að „verklegum framkvæmd uin sé þannig hagað, að komið cé í veg fyrir atvinnuleysi, eftir því sem frekast er unnt og aðstæður leyfa,“ og loks: „flokkurinn er andv'gnr, að bærinn reki sjálfur alvinnu, sem einstaklingar og fé lög íá ráðið við, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi.“ Þelta er einskonar inngangur, sem að vísu skip'ir megin máli, áður en viðhorf flokksins til ein- stakra mála eru tekin til alhugun- ar. Hvernig lítur nú þessi kafli út í ljósi fjögurra ára reynslulíma? Fara verður fljótt yfir sögu, en vér hvggjum, að enn verði fjárhagsafkoma Akureyrar- bæjar talin góð, og að henni hafi ekki hrakað á síðasta kjörtíma- bili. Skuldir bæjarfélagsins (sjálf stæð fyrirtæki, svo sem Rafveita, flokk sönglaga Hallgríms í danska útvarpið. Dr. Friedrich Brand í Brauns- chweig leikur píanósónötu Hall- gríms nr. 2 í svissneska útvarpið í Ziirich, en Hallgrímur flytur í sömu útvarpsslöð erindi um eðli og þróun íslenzkra söngstefja. Vatnsveita og Höfnin, ekki talin nreð) í árslok 1949 námu ca. kr. 570.000.00, en nú ca. kr. 1700.000.00, en þar í eru inni- faldar ca. kr. 800 þús. lán, sem tekið hefir verið, til útrýmingar heilsuspillandi íbúðum. Verklegum framkvæmdum álit- um vér að hagað hafi verið, svo sem með sanngirni verður frek- ast krafist, með hliðsjón af at- vinnubótamálum, og hefir það óneitanlega skert nokkuð fullnýt- ing þess fjár, sem til framkvæmd- anna hefir verið varið. Hinn snögga blett í þessum inngangs- kafla mun, að flestra dómi, að finna í ummælunum um hóflegar útsvarsálögur, sem flestum mun nú þykja illbærilegar. Ber þar sjálfsagt ýmislegt til, svo sem eins og það, að það lánsfé, sem ruiínið hefir til sveitar- og bæjar- félaga, virðist hafa haft snöggt um greiðari íarveg til aðþrengdra vanskilaaðila, heldur en til þeirra, sem af einhverju hafa enn að má. 1. liður yfirlýsingarinnar, mn viðhorf til einstakra mála, fjallar um raforkumál, og teljum vér ekki þörf að hafa um hann mörg orð. Viðbótarvirkjunin við Laxá er fullgerð og vinna við bæjar- kerfið er komin vel áleiðis. — Hafnarmálin virðast ekki að öllu leyti standasi prófið. Þó eru nú komnar upp tvær dráttarbrautir, og er unnið að undirbúningi, í sambandi við hina þriðju og stærstu, til upptöku á nýsköpun- artogurum og jafnvel stærri skip- um. Hins vegar hafa orðið tafir á að bryggja sú, sem byggja átti, kæmist upp, og hefir sennilega mestu valdið þar um, að menn hafa ekki verið á eitt sáltir, hvar hún skyldi reist. Verður nú vænt- anlega hafizt handa um það verk innan skamms. Við útgerðarliðinn teljum vér að ekki þurfi um að sakast. Bær- inn hefir þegar stuðlað að því að fest hafa verið kaup á tveim tog- uruin, til viðbótar hinum tveim, sem fyrir voru. Iðnaðarmálaliðurinn tekur upp allmikið rúm, svo sem vera ber, og eru tveir fvrri liðirnir veiga- mestir. Hinn fyrri um staðsetn- ingu áburðarverksmiðju ríkisins, en þeim leik töpuðum við sem vænta mátti, þrátt fyrir harða barátlu þingmanna okkar og nær- liggjandi kjördæma. Síðari liður- inn fjallar um rekstur tunnuverk- smiðju þeirrar, sem Síldarútflutn- ingsnefnd rekur nú hér. Rekstur þessi hafði legið niðri um nokkur ár, og ekki verið hirt um endur- nýjun eða viðhald véla, en húsið lá undir skemmdum vegna van rækslu. Var allt útlit fyrir að rekstur þessi vrði lagður niður með öllu hér á Akurejrri. Hefir nú skipast betur en á horfðist í fyrstu. Verksmiðjan hefir starfað síðustu vetur, að vísu mjög tak- inarkað. Verulegar aðgerðir fóru fram á húsinu fyrir nokkru cíðan og á þessu ári verður vélakostur mjög mikið bættur, og eru nú lík- ur á að reksturinn verði aukinn til muna, þegar á þessu ári. Mun alþingismaður bæjarins, hr. Jón- as Rafnar haía átt mjög farsælan þátt í þessu stórfellda hagsmuna- máli okkar. Næsti áfangi á þeim vettvangi verður bygging tunnu- geymsluhúss. Liðurinn um íþróttamál mun ekki þurfa skýringar við, að öðru leyti en því, að mjög hefir skort á um framkvæindir við sundlaug bæjarins. Valdur þar einvörð- ungu fjárskortur, en nú mun ráð- gert að leita eftir láni til fram- kvæmdanna. Um heilbrigðismálin er þess helzt að geta, að á mun þykja skorta um byggingu gamalmenna hælis, með „stuðningi og í sam- ráði við Kvenfélagið Framtíðin.“ Nú horfir málið reyndar þannig við, að segja má að Kvenfélagið Fram'íðin hyggist reisa hælið með stuðningi og í samráði við Akureyrarbæ. Mættu það þykja góð málalok, og væri bænum sæmd í að láta ekki sinn hlut eftir liggja. Fyrir húsnæðismálum bæjarins álítum vér að sómasamlega hafi verið séð, í samræmi við 8. lið yfjrlýsingarinnar, með lánasjóði bæjarins sjálfs. sein efldur liefir verið með árlegum framlögum, og útvegun lána til útrýmingar heilsuspillandi íbúðum og smá- íbúðalánum. Að lokum er svo all-langur lið- ur um skipulagsmál, sem ekki er rúm til að rekja hér. Hefir þar margt verið vel gert og annað miður, eins og við mátti búast. Hér hafa nú verið rakin, í stór- um dráttum, megin sjónarmið flokksins og viðhorf til helztu mála þeirra, sem ofarlega eru á baugi hér í bæ, í ársbyrjun 1950, og leitast við að sýna fram á, að hann hefir haít á því fullan vilja að láta ekki sitja við orðin tóm, og um flesta hluti orðið vel á- gengt. Ekki hefir þótt fært að endurprenta málefnayfirlýsing- una í heilu lagi, en væntanlega hafa þeir, sem álruga hafa fyrir nánari kynnum af henni, tækifæri á að fletta upp í blaðinu. Hitt má svo véra öllum ljóst, að fjórum fulltrúum Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn hefði að sjálfsögðu reynst ókleyft að fram- kvæma stefnuskrá flokksins í and ! slöðu við hina sjö bæjarfulltrú- ana, og er það mála sannast, að þeir hafa lagt góðunr inálunr lið, enda verður þeim engan veginn ætlað annað, en það lraggar ekki þeirri staðreynd, að málefnayfir- lýsing Sj álfstæðisflokksins, eins og hún var sett fram í upphafi kjörtánabilsins, hefir staðist sína prófraun. I fáum orðum Jólarabb írá Bretlandi Árið 1953 er að leka í „ald- anna skaut“ hér í Bretlandi eins og annars staðar. Það var merki- legt ár. Drottning krýnd, Elísabct, með viðhöfn. Það var annan dag júní og var rigning. Drottning og maður hennar eru nú í hnattreisu, og stendur af því mikið til hjá eyjarskeggjum í Kyrrahafi, svo og „andfætlingum“, þ. e. Ný-Sjá- lendingum, Ástralíumönnum og fleirum. Margt tíðinda í pólitík, en verður ekki rakið. Sumir segja að heimurinn sé eða muni rétt kominn að þvi að fara norður og niður, sumir mótmæla þessu, flestir kæra sig kollótta, og víst er að ölteiti og jólaskreytingar hafa ekki minnkað í ár. Dúfum og spörfuglum fjölgar á Trafalgar- torgi, London. Danskur bóndi lét syngja jólavers yfir kúm sínum, taldi þær mundu þá dropsamari. Skýrslur ókomnar um útkomu þessarar nýbreylni. Skömmtun f lestra nauðsynj a afnumin í Bretlandi utan helzt „rökkvi“ (þ. e. þoka og reykur) og verkföllum. Mikil jólaverzlun og umferð með verra móti. Talið að dýrustu jólakaup hafi verið þau, að eitt knattspyrnufélag „seldi“ öðru félagi, sem er alveg í merinni, garp nokkurn og var verðið nálægt 1 milljón íslenzkar krónur, miðað við lægsta „báta- gjaldeyri“. Um jóladagana var sálgað í | umferðaslysum í Bandaríkjunum 250 persónum. í London dóu af sömu orsök sex manns aðfanga- dag jóla. Samkvæmt skýrslum deyja um það bil 16 manns í um- ferðaslysum á mánuði hverjum í Bretlandi, en þúsundir slasast. í Surrey, ensku héraði sunnan Lundúna, skeði það á þjóðvegi, að framrúða í bifreið brotnaði í mél. Bifreiðin var á ferð, en eng- in orsök fannst til rúðubrotsins. Er þetla 71. — sjötugasta og fyrsla — bílrúðan, sem fer í mask á þessum sama vegi, öllu heldur sama kafla þjóðvegar, og hefir aldrei fundizt ástæðan til þessara atvika. Margs getið og mikið rannsakað og margt talað og hpilmikið skrifað. Sumir halda draugur valdi, en allt er það ó- sannað. Barney Worth frá Bristol í Eng- landi ánægður að liðnum jólurn, hafði þyngst r.ær 11 kíló, en var áður rúmlega 255 kg., og er því nú rösklega 530 pund, íslenzk. Kona hans er aftur á móti bara liðlega 230 punð. (Af tilviljun sá ég þýzkt blað, þar sem sagt var frá hjóna„kornum“ þessurn, en þau halda á sér sýningar víða um lönd, og mun þetta vera rétt um þyngdina, enda eru hjúin hreint ferleg eftir myndurn að dæma.) Framan af ári 1953 var tíðar- far í Bretlandi ekki verra en við mátti búast. Hins vegar var sum- arið sluddsamt og kalt, það svo, I að á enskum baðs'.öðum gátu stúlkur ekki notað baðföt, ef „föt“ má kalla, nema helzt í húsum inni. Og er til lítils barist ef hvergi er hægt að sjá hve lítið hefir verið keypt fyrir mikið fé, því það lög- mál gildir um baðklæðnað (og jafnvel annan fatnað) kvenna, að verðið er í öfugu hlutfalli við fla'armál. Konur geta keypt eund- föt, sem hylja þær næsturn alveg, fyrir svo til engan pening. Hins vegar kostar ærið fé að kaupa tvo smábleðla, hvorn á stærð við meðal tóbaksklút eða minni. Haust- og vetrarveðrátta í Bret- landi var góð og nýttust hey vel að sögn. Einkum var vetur blíður, svo að sumarveður mátti kalla með köflum. Er þetta í samræmi við spár þeirra, sem halda að „heimurinn sé að farast“, því ein- hvers staðar stendur víst skrifað, að fyrirboði heimsendis muni verða sá, að menn muni ekki kunna skil árstíða. Samkvæmt þessu er búizt við versnandi tíð 1954, fyrs'u mánuði ársins með grasserandi kvefpest eða flensu, og komizt menn rétt á kreik við og við til þess eins að kvefast aft- ur. í maí er spáð hörkum og gaukar allir svo kvefaðir og hás- ir, að enginn veit hvort sumarið er að koma eða ekki. í júní verð- ur knatt- eða kylfuleikskeppni á ís á Thamesfljóti, gaukar með lungnabólgu, Derby-veðreiðar háðar í snjó og gæðingum beitt fyrir sleða. Talið að jólasveinn muni líklegur til sigurs. Þegar hér verður komið, verða allir svo aumir og vesalir, að þeim er hjart- anlega sama hvort heimurinn ferst eða ekki. Dawson í Sviss Meistari Dawson, kunnur mað- ur á íslandi og víðar, enda skrif- uð bók um manninn, kvað nú vera í Sviss. Hefir flogið fyrir að hann ætli að selja Svissurunum snjó, en í Svisá hefir verið svo snjólétt, að til vandræða hefir horft, þar sem túristar hafa enga skafla til þess að velta sér í fyrÍT borgun. Mun meistari Dawson telja að þarna sé um ábatavæn- legri hluti að ræða, heldur en að braska með þorsk, jafnvel þótt liann þurfi að sækja snjóinn á Grænlandsjökla. Sagt var að mr. Dawson hefði látið orð falla um fiskveiðimál og alla, sem við þau eru riðnir, áður en hann hvarf til Svissara- lands. Hins vegar mun fæst eða ekkert af ummælum hans prent- hæft, og heyrst hefir að frá húsi nr. 35 við Berkley-torg í London, en þar hafði mr. Dawson bæki- stöðvar, hafi lagt brennisteinslykt um þær mundir, sein mr. Dawson „kvaddi“. Ekki veit ég um þetta, kom ekki á það torg, en „ólýginn sagði mér, en ber mig sarnt ekki fyrir því, heillin." Ekki er vitað hvort allir lúxus- bílarnir, sem mr. Dawson keypti til bess að komast frá London til Grimsby og til baka aftur, eru hérlendis eða erlendis, en hitt er í almæli, að heilmikið af fiski- kössum liggi upp í Grimsby ásamt með fleira dóti mr. Dawsons. Flogið hefir fyrir að kempan

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.