Íslendingur


Íslendingur - 31.03.1954, Blaðsíða 2

Íslendingur - 31.03.1954, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 31. marz 1954 Jaffa appelsínur Blóð appelsínur Jaffa sítrónur r Avaxtasafi Sveskjnr Niðurs, aprikósnr Urvals hveiti: stórar kr. 20.00 kg. í 3 kg. dósum kr. 36.00 Gold Medal Sveskjnr Perur Pillsbury’s Brst meðalstærð kr. 18.20 kg. Döðlur Plómur Strásykur hvítur kr. 3.00 kg. í Iausri vigt kr. 11.00 kg. Jarðarber Strásykur grófari kr. 2.65 kg. Blandaðir ávextir kr. 25.00 kg. Kirsuber Molasykur grófur kr. 4.00 kg. Þingeyskt smjör * Harðfiskur i lausri vigt * «st: - > »■« í. í;.-, v-. Ilafnarbúðiii h.f. « Skipagötu 4 , / 8»> Utibúið við Hamarstíg — óður Söluturninn. — Sími 1530. Útibúið Eiðsvallagötu 18. — Sími 1918. Egg Nýjar eendingar daglega. -- Sími 1094 TILKYNNING Hér með tilkynnist, að við höfum keypt SÖLUTURNINN VIÐ HAMARSSTÍG og rekum hann framvegis sem útibú frá HAFNARBÚÐINNI H.F. Munum við kappkosta að hafa þar til sölu gott og fjölbreytl úrval af sams konar vörum og jafn- an eru á boðstólum í Hafnarbúðinni, Skipagölu 4 og útibú- inu Eiðsvallagötu 18. Er það von okkar, að við fáum að njóta eftirleiðis við- skipta þeirra og vinsœlda, sem Söluturninn hefir notið hing- að til. Akureyri, 31. marz 1954. Haf narbúðin h.f. Þar sem við höfum selt HAFNARBÚÐINNI H.F. SÖLU- TURNINN VIÐ HAMARSSTÍG, þökkum við viðskiptavin- um okkar ágcet viðskipti undanjarin ár og vonum, að þeir láli hina nýju eigendur njó'.a sömu velvildar og við höfum átt að fagna. Ásbyrgi h.f. Grein með þessari fyrirsögn birtist í síðasta lölublaði Verka- mannsins. Er hún skrifuð í samu tón og ritstjóri þess blaðs skrifar jafnan, og inniheldur sömu fyrir- greiðslu og velvilja til þess máls, sem um ræðir, og vant er, þ. e. ósannindi og lævíslega tilraun til að læða inn vantrausti á þá, cem vinna raunhæft að undiibúningi framkvæmda á sviði atvinnulífs- ins í bænum. Mér er vel ljóst, að áðurnefnt blað mun ald.ei leggja neitt þarft eða gagnlegt til þeirra fram- kvæmda, sem nú er unnið að að koma í framkvæmd. Hins vegar er mér jafnljóst, að þegar frysti- húsið lekur til starfa, verður þar alið á því bl.ið eftir blað, að kommúnistar hafi hrundið því í framkvæmd og það sé þeim að þakka, sem gert hefir verið (sam- anber togaraútgerðina). Þau skrif, sem nú eru að hefj- ast í Verkamanninum, eru byrj- unarundirbúningur undir hin síðari eignaheimildaskrif blaðs- ins. Það þarf varla að taka fram, svo ljóst er það bæjarbúum, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki gefið nein loforð um að HANN skyldi koma hraðfrystihúsinu, bryggjunni og togarabrautinni upp. Til þess hafði hann enga vissa möguleika. Hinu höfum við lofað, og það munum við efna, að vinna að því af fullri einurð, að þessi mál nái fram að ganga sem allra fyrst. en efndirnar á því loforði eru þegar hafnar og unnið að framgangi þessara mála af fullum krafti. Vegna breyítrar staðsetningar á hraðfrystihúsinu er nú unnið að nýrri teikningu og útboðslýsingu, sem væntanlega verða til á næst- unni. Hvað bryggjunni viðvíkur, þá hefir hafnarnefnd þegar samþykkl byrjunarframkvæmdir á henni, og mun flutningur á grjóti til framhalds grjótgarði þeim, sem þegar er gjörður, hefjast mjög bráðlega. Leilað hefir verið eflir láni tll framkvæmda á togarabrautinni eins og til hinna framkvæmd- anna, en afgerandi svör munu ekki fást fyrr en síðar á vorinu. Tel ég engar líkur til, að fé fáist til allra þessara framkvæmda samtímis. Lánsfjáiþörfin í landinu er geysimikil. Fjöldi dýrra fram- kvæmda er aðkallandi, svo sem sementsverksmiðjan, nýjar virkj- inir fyrir þá landsfjórðunga, sem Fjórir þingmenn: Magnús Jóns 3on, Einar Ingimundarson, Jónas lafnar og Kjartan J. Jóhannsson flytja svohljóðandi tillögu til hingsálykíunar um athugun á brunalryggingum húseigna utan 'leykjavíkur: Alþingi ályktar að fela ríkis- tjórninni að láta rannsaka í ;amráði við sýslunefndir og bæj- arstjórnir utan Reykjavíkur, hvernig brunatryggingum húsa í bæjum og sveitum verði hag- kvæmast fyrir komið. Skal rann- sókn þessari Iokið það snemma, að auðið verði að gera á næsta þingi þær lagabreytingar, sem nauðsynlegar kunna að verða. Tillögunni fvlgir þessi greinar- gerð: Samkvæmt Iögum er skylt að brunatryggja allar húseignir á landinu, nema útihús í sveitum, ef þau eru nægilega aðgrelnd frá búðarhúsum. Húseignir utan Reykjavíkur cru samkv. I. nr. 73/ 1942 skyldutrvggðar hjá Bruna- bótafélagi íslands, sem er gagn- kvæmt ábyrgðarfélag, en um brunatryggingar í Reykjavík gilda sérlög, nr. 1/1924. Er bæjarstjórn Reykjavíkur með þeim lögum veittur réitur til þess að leita til- boða tryggingafélaga um bruna- tryggingar í bæjum og revna þannig á Si.-mkeppnisgrundvelli að ná sem hagkvæmus’.um trygg- ingaskilmálum. Önnur sveitarfé- lög á landinu eru hins vegar bundin með lögum við ákveðið trygg'ngafélag og verða að hlíta skilmálum þess. Hefur orðið vart enn hafa ekki fengið rafmagn, raflagnir um sveitir landsins o. m. fl. Fjöldi bæja og kauptúna sækja um lán til ýmiss konar fram- kvæmda, og erum við því ekki einir á biðilsbuxunum um lán- beiðnir til síórframkvæmda. Þrátt fyrir þessa miklu örðug- leika á að fá lánsfé, geri ég mér vonir um, að okkur takist að fá fé lil nokkurra framkvæmda, áður en mjög langt líður. allmikillar óánægju og gagnrýni á þetta skipulsg, einkum í kaup- stöðunum, sem ýmsir telja sig mundu ná betri tryggingakjörum með frjálsu úlboði. Á þessu máli eru margar hlið- ar, og verður að teljast varhuga- vert að leggji niður Brunabóta- félag íslands, nema ýtarleg athug- un á skipulagi trygginganna leiði í Ijós, að önnur skipun mála sé hagkvæmari og ódýrari fyrir hús- eigendur í bæjum og sveitum landsins. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir nú í hyggju að breyta nokkuð skipun brunatrygginga í bænum á grundvelli fenginnar reynslu. Ekki er fyrir bendi hliðstæð at- hugun á tilhögun brunatrygginga utan Reykjavíkur, þannig að nægilega hafi verið gerður sam- anburður á þeim ýmsu leiðum, sem til greina koma. Flutnings- menn þessarar tillögu telja ekki tímabært að kveða upp úr um það, að sama skipun henti sveit- arfélögum úti um land og Reykja- vlk. En þar sem hér er um mikil- vægt hagsmunamál allra húseig- enda í sveitum og bæjum landsins að ræða og allmikillar gagnrýni hefir orðið varl á núverandi skip- un brunatrygginganna, teljum við sjálfsagt, að heildarathugun fari nú fram á brunatryggingun- um. Er nauðsynlegt, að ríkis- stjórnin hafi forustu um þessa rannsókn, en að sjálfsögðu þarf að hafa samráð við hinar ýmsu bæjarstjórnir og sýslunefndir og leita álits þeirra, áður en gengið er frá endanlegum tillögum í mál- inu. Eins og kunnugt er náði Akur- eyrarbær sérstökum samningum við Brunabótafélag íslands um brunatryggingar fasteigna í bæn- um, og var þar um talsverða ið- gjaldalækkun að ræða vegna bættra og aukinna brunavarna. Fleiri bæjarfélög hafa og náð svipuðum samningum. Samning- ar þessir gilda til nokkurra ára, og mundi framgangur framan- greindrar þingsál.till. því engu breyta um tryggingar í þeim bæj- arfélögum fyrri en samningstíma- bilið væri á enda. RAUÐI KROSSINN Gjafir til sjúkraflugvélarinnar: G, 280.00 kr. Ónefndur 500.00 kr. Kvenfé Irgið Framtíðin 2000.00 kr. Drengir gáfu á Oskudaginn 70.00 kr. Drengir gáfu á Oskudaginn 10.00 kr. Frá ýms- um 190.00 kr. Rósa Ge:tsdóttir 60.00 kr. Sleindór Pálinason 1000.00 kr. Hall- grímur Jónsson, Samkomugerði 1000.00 kr. Þorvaldur Guðjónsson 100.00. Jó- hann Pálmason 50.00 kr. — Kærar þakkir. -SKAK- Hvítt Svart WADE MILIC 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Bg5 h6 5. Bh4 d5 6. e3 c5 7. dxc5 Rc6' 8. cxd5 Dxd5 9. BxRfö DxDf 10. HxD gxBfó 11. Re2 Bxc5 12. g3 Bd7 13. Bg2 Ke7 14, 0—0 Hh-d8 15. Re4. Bb6 16. Re2-c3 Re5 17. Rd6 Bc6 18. BxB bxB 19. Rd6-e4 Í5 20. Rd2 HxRd2 Gefið. — Mikið liefir skyrtan hlaup- ið við þvottinn„ elskan. Ég kemst ekki gegnum Ihálsmálið. — Það er ekki það. Þú ert í hnappagatinu. H.P. líliug'iifi á brunaÉryg’g’- ingii iii luisa

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.