Íslendingur - 31.03.1954, Page 5
Miövikudagur 31. marz 1954
ÍSLENDINGUR
5
ÆSKAN OG FRAMTIÐIN
Utséð um, að bönnin leysi dfengis-
Fözum að dæmi frændþjóðanna og
gefum áfengisveitingar frjálsar
Það dylst engum manni, að sá is æskunnar seni bindindishreyf-
vandi, sem mestur steðjar að ís-
lenzkri sesku í dag er ástandið í
áfengismálum þjóðarinnar.
Það hefir löngum verið slæmt.
M'.kið hefir verið drukkið, og
illa hefir verið drukkið á íslandi
frá alda öðli, ef svo má segja, en
þó má með rökum halda því
fram, að aldrei hafi ástandið ver-
ið sem í dag, og búum við nú við
hámark öngþveitisins í þeim mál-
um.
Augljóst er, að á engum kemur
þessi skipan harðar niður en á
unga fólkinu, sem er að vaxa upp
í landinu, skólafólki og öðrum
unglingum, sem reynslulítið er
og kann ekki fótum sínum forráð
sem skyldi. Unglingarnir súpa ó-
hjákvæmilega seyðið af því ó-
fremdarástandi, sem í áfengis-
málunum ríkir, drykkjuskapur
meðal þeirra er meiri og verri
fyrir vikið eins og dæmin gleggst
sjálf sýna.
Drykkjuskopur unglinga
hvergi meiri.
Það er því höfuðnauðsyn að
koina hér skjótum og skynsömum
úrbótum við. leysa æskuna undan
því ástandi, sem í áfengismálun-
um ríkir og kenna henni bindind-
issemi og góða siðu.
Því verður vart á móti mælt,
að í fáum löndum veraldar mun
drykkj uskapur vera jafn almenn-
ur og gegndarlaus meðal ólög-
ráða karla og kvenna sem hér-
lendis. Er þetta því furðulegra,
sem bindindishreyfingin er hér
öflug og stendur á gömlum merg
í landinu. Það virðist, sem orsak-
arinnar til þess sé fyrst og fremst
að leita í því að fyrirkomulag
það, sem við búum við um sölu
og dreifingu á áfengum drykkj ■
um er flse'u öðru óheppilegra og
ýtir hálfu frekar undir drykkju-
6kap en dregur úr honum.
Bindindishreyfingin hefi'r nú
starfað hér á landi frá því all-
löngu fyrir síðustu aldamót. Inn-
an liennar hafa jafnan verið ötul-
ir og góðviljeðir einstaklingar,
ingin. Á hún ólaldar þakkir fyrir
það skildar og stuðning allra
þeirra, sem vilja minnka drykkju-
skap í landinu og kenna mönnum
að fara með vín.
Hér á Akureyri hefir bindindis
hreyfingin verið hvað öflugust
og staðið með miklum blóma. Er
það lofsvert framtak hjá forystu-
mönnum hennar, að hafa komið
upp veglegu ftístundaheimili fyrir
unglinga, þar sem þeir geta dval-
ið við holla leiki á kvöldum og
er ekki að efa, að einjmU í slíkum
ráðstöfunum er raunhæfasta
hindindisstarfið fólgið. Mér er
bara sá, að þess mátti hvergi
neyta á almannafæri eða opinber-
um stöðum, og virtist það harla
einkennilegt að reka menn inn á
heimili sín við drykkju. Það
reyndist og þannig, að á dans-
leikjum og öðrum mannfagnaði
skorti hvorki mjöð né mungát, en
öll vínneyzla var þar ólögleg og
lögbrot því framin ^f hundruðum
manna á hverjum fagnaði. Slik
ráð eru vægast sagt ekki vænleg
til að ala unp réttarmeðvitund
eða löghlýðni meðal horgara
landsins.
Héraðsbannið.
Þetta ástand ríkir enn víðsveg-
ar um land, en annars staðar, svo
sem hér í bæ er héraðsbann svo
sem alkunna er, bann við sölu
og veitingum áfengra
Flestir munu vera sammála um,
að við þá ráðstöfun hafi síður en
svo dregið úr drykkjuskap hér í
bæ. Staðreyndin er sú, að ekki
ekki betur kunnugt en að félags-, verður síður vart við ölvun á al-
ViParðarfélngnr ?
livöidvaka verður að
Varðborg: u.k. laugar-
dasrskvöld
Sjálfstæðisfélögin á Akureyri
gangast í sameiningu fyrir kvöld-
skemmtun að Varðborg á laugar-
dagskvöldið. Verður þar kaffi -
drykkja, ýmis skemmtialriði fara
fram, og síðan verður dansað. —
Hafa nokkrum sinnum áður ver-
ið haldnar slíkar sameiginlegar
kvöldskemmtanir allra félaganna
og þær jafnan tekizt prýðilega og
þótt hinar ánægjulegustu.
Á kvöldvökuna á Iaugardaginn
er þeim öllum hoðið, sem lögðu
fram starf við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar, og er þess vænst, að
sem flestir þeirra sjái sér fært að
mæta.
Varðarfélagar eru sem flestir
hvattir til þess að sækja skemmt-
unina. Þeir eru einnig heðnir að
snúa sér til skrifstofunnar í Hafn-
arstræti 101 milli kl. 5 og 7 á
daginn og tilkvnna um nýja fé-
laga, sem óska eftir inngöngu.
hætti
heimili þetta fé einsdæmi á öllu
landinu, og víst er, að ekki er
það að finna í höfuðborginni,
þar sem þess væri þó ærin þörf.
Reynslan af
höffunum.
En þrátt fyrir góðan vilja og
getu hindindismanna verður þó
ekki gengið cram hjá þeirri stað-
reynd, að di vkkjuskapur eykst
fremur en minnkar í landinu, af-
brotum sem í ölæði eru framin
fjölgar, og ' skóluin fer vín-
neyzla fremur í vöxt en hitt. Það
er því augljóst, að róttækar ráð-
s'afanir verður að hafa uppi, ef
einhverju á um að þoka og breyt-
mannafæri en áður. Hitt hefir
aftur á móíi stóraukizt, að um
smygl og Itynivínsölu sé að
ræða og sanna það gjörla dóma-
bækur bæjarfógetaembættisins
hér.
Fer það því varla milli mála,
að þótt ástandið hafi ekki verið
gott áður, þá er það nú hálfu
verra, og við það situr að ó-
breyttu ástandi.
Það má því segja, að íslending-
ar þekki af eigin reynslu fles'a
þætti áfengismálanna og geti gert
sér ljóst, hver heillavænlegasta
lausnin á þeim málum muni vera.
Við lröfum reynt höft og höml-
ur, allt frá algjöru banni til nú-
verandi póstkröfuástands og af-
standi, sem flestir munu telja ó-
viðunandi með öjlu.
Við íslendingar höfum reynt
algjört áfengisbann. Það reyndist
óframkvæmanlegt, og kom þar til
stórfellt brugg, smygl og annað.
Við höfum reynt skömmtunar-
kerfi á áfengisveitingum. Það
gafst einnig ilia og var afnumið.
Sama reynsla mun vera hjá
frændþjóðuin okkar á Norður-
löndum, og eru Svíar nú endan-
lega að afnema skömmtun á á-
fengum drykkjum, Brattskerfið
svonefnda, og taka upp frjálsar
•vínveitingar og ölbruggun til úr-
bóta á öngþveitinu í áfengismál-
unum í sínu landi.
Við höfum einnig reynt höml-
sem hafa unnið hugsjónamálum ur og höft á sölu og veitingu á-
sínum af óeigingirni og dugnaði. fengra drykkja. Til skamms tíma
Það er ekki að efa, að fá samtök var fyrirkomulagið þannig, að
í landinu hafa lagt jafn mikið af áfengi má'.ti uð vísu selja í vín-
mörkum til menningar og uppeld-1 búðmn, — cn hængurinn var
ing á að verða á núverandi á- leiö'ingin dylst ekki, drykkjuskap-
urinn verður almennari og eykst
meðal æskunnar ár frá ári. Það
ætti því hverjum sæmilega skyn-
sömum manni að vera orðið full-
Ijóst eftir hálfrar aldar tilrauna-
sögu haftanna í þessum málum,
að héraðsbönn og hömlur á sölu
áfengis hafa aðeins neikvæð á-
hrif á áfengisneyslu landsmanna,
en í skugga þeirra blómgast á-
fengissmygl, sVartur markaður
og leynivínsala. Þetta er ófögur
a' staðreynd en sönn, og fram hjá
henni verður ekki komizt.
Notum reynslu
frændþjóðanna.
Það ætti því að vera orðið
nokkuð ljóst öllum þeim, sem sjá
vilja, að lausnarinnar á áfengis-
öngþveitinu er ekki að leita í á-
framhaldandi haftakerfi og
banna, heldur verðum við að not-
færa okkur reynslu og
frændþjóða okkar og annarra
menningarþjóða Evrópu og fara
að dæmi þeirra í þessum málum.
drykkja. okkur hgfjj. ]->ótt það sæma í öðr-
um efnum, en því ekki einnig í
þessurn?
Á Norðurlöndunum öllum og
í hverju einasta landi Evrópu eru
vínveitingar frjálsar, og víðast
hvar er sala á s’erku öli leyfð. Þar
brjóta menn ekki landslög á
hverjum mannfagnaði, þótt þeir
vilji fá sér hressingu, þar er vín-
drykkja hófsamleg og menningar-
leg og undantekning er, að þar
sjáist drukkinr, maður á almanna-
færi. Þessar þjóðir hafa alda-
langa reynslu af því, hvernig beri
að haga áicngismálunum svo
bezt fari, og hjá þeim eru þau
ekki alþjóðavandamál sem hér á
landi.
Með erlendum menningarþjóð-
nm er einstaklingum sýnt það
traust, að hann er álitinn þess
verður að geta umgengist áfenga
drykki á siðmenntaðan og sóma-
samlegan hátt. og hann hefir
heldur ekki brugðist því trausti.
Þar er áfengissala frjáls í hverri
matvörubúð og hverri veitinga-
stofu, en drukknir menn sjást
hvergi og óspektir og brot á al-
mannafriði þekkist ekki. Það er
þess vegna, sem erlendir ferða-
menn reka upp stór augu, þegar
þeir sjá samkvæmishætti og kynn-
ast skemmtanalífi íslendinga.
Frjóls
áfengissala.
Það eru höfuðrökin gegn
frjálsri áfengissölu og bruggun
sterks öls, að drykkjuskapur muni
aukast og verða gegndarlausari
en nú tíðkast. Þau rök eru þó ekki
byggð á neinu öðru en getgátum
einum saman. Reynslan sannar
einmitt hið gagnstæða eins og
hér hefir verið rakið. Höftin
draga ekki úr drykkju, heldm-
bæla aðeins lögbrotum við. Þetta
vissu Svíar, sem nú eru að hverfa
frá bönnunum, og þetta vissu
einnig Bandarikjamenn, sem
höfðu hina verstu reynslu af á-
fengisbanni sínu.
Þetta er einnig að verða æ
fleirum hugsandi mönnum hér á
landi ljóst, og ber sannarlega að
vona, að þær umbætur á áfengis-
löggjöfinni, sem nú liggja fyrir
þingi nái samþykki, þótt þær séu
hvergi nærri fullnægjandi eða
bæti úr öllum arinmörkum þeim,
sem á lögunmn eru. Það sýnir
einnig, að mönnum verður æ Ijós-
ara hvar eini lausnin á áfengis-
vandamálinu er, að tæplega
fimmti hver kjósandi hér í bæ
skuli skora á Alþingi að halda
áfram á þessari leið og fara að
dæmi frændþjóða vorra.
En eitt að lokum. Þess hefir
nokkuð gælt í almennum urnræð-
um um áfengismál, að það hefir
þótt ganga guðlasti næst að mæl-
ast til þess, að bönnum og höftum
í áfengismálunum yrði aflétt og
þeim komið á skynsamlegri
grundvöll. Ifefir verið svo að
skilja á mörgum andstæðingum
þess, að þeir menn, er > þannig
skrifuðu eða töluðu, vildu leggja
framtíð æskulýðs landsins í voða
og veita böli og óáran yfir íslenzk
heimili og þjóðlíf. Slíkt væri
jafnframt atlaga gegn bindindis-
semi og öðrum góðum dvggðum.
Þessa afslöðu ber að harma. Hún
byggist fyrst og fremst á þröng-
sýni og ofs'æki, sem hlýtur jafnan
að standa í vegi fyrir, að um-
<bætur og framfarir geti átt sér
stað. í þessum málum, svo mikil-
væg sem þau eru, hefir enginn
þöndlað hina endanlegu lausn né
öðlast neinn einkarétt til þess að
ræða um þan og rita. Þau eru
mál þjóðarinrar allrar, og lausn
þeirra krefst samvinnu bindindis-
samra og góðviljaðra manna um
land allt.