Íslendingur - 31.03.1954, Side 8
1
Messað í Akureyrarkirkju á sunnu-
daginn keraur. Séra Birgir Snæbjörns-
son prestur á Æsustöðum messar.
Föstumessa í kvöld. Fólk er vinsam-
legast beðið um að liafa með sér pass-
íusálmana. — P. S.
Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju er
á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h.
5—6 ára börn í kapellunni. 7—13 ára í
kirkjunni. Lokaverðlaun veitt.
Drengjadeildin. Fund-
pr í kapellunni kl. 5 á
sunnudaginn kemur.
Til ÆFAK að loknum æskulýðsfund-
inum í Varðborg 100 krónur frá N. N.
•— Kærar þakkir.
I. 0. 0. F. = 135428V& — II
□ Rún 59543217 — 1:.
Frá barnasnúlanum. Skólabörnin
halda hlutaveltu í Va.ðborg næstkom-
andi sunnudag kl. 4 síðdegis. — Allur
ágóðinn rennur í utanfararsjóð Barna-
kórs Akureyrar. Þeir, sem kynnu að
vilja gefa muni, eru beðnir að koma
þeim til einhvers skólabarns, cða beint
í barnaskólann. Verða stærri og smærri
gjafir þegnar með þökkum.
Bazar og kajjisala í sal Hjálpræðis-
hersins föstudaginn 2. apríl kl. 3. —
Margt ágætra muna fyrir lílið verð.
Kaffið selt frá kl. 3 til 10 e.h. Komið,
kaupið og fáið ykkur góðan kaffisopu.
— Iljálpræðisherinn.
Kvenjclagið Tramtíðin lieldur fund
mánudaginn 5. upríl í Túngötu 2 kl,
8.30 síðd. Hafið með ykkur kaffi. —
Stjórnin.
Dánardœgur. Nýlátin er hér í bæ
Valgcrður Eir.arsdóttir, ekkja V'il-
hjálms Þorsteinssonar bónda í Nesi, á
3. ári yfir nírælt. Dvaldi hún elliárin
hjá dóttur sinni og tengdasyni, Sigur-
laugu og Sveini Þórðarsyni fyrrv. hót-
eleiganda. Jarðarför hennar fer fram
á íöstudaginn.
Dánardœgur. Þriðjudaginn 23. þ. m.
varð Aðalsteinn J. Stefánsson, verk-
stjóri lijá Akureyrarbæ, bráðkvaddur
í miðbænum. Var hann þar á gangi, ei
hann hné skyndilega niður. Aðalsteinn
var 63 ára að aldri og hafði um langt
skeið stjórnað vinnuflokkum við gatna-
gerð og annað á vegum bæjarins.
Stúkan Ísaj.dd-Fjallkonan heldui
fund n.k. mánudag kl. 8.30 í Skjald-
borg. Kosning embætticmanna. Sögð
saga moð skuggamyndum. Leikir o. fl.
Minningargjöf um Þorst. Þorsteins■
son. Kvenskáta: á Akureyri liafa gefið
Skógræktarfélagi Akureyrar peninga-
upphæð til minningar um Þorstein
heitinn Þorsteinsson sjúkrasamlags-
gjaldkera, og er félaginu í sjálfsvald
sett, hvernig það ráðstafar íénu.
Hjónaejni. Ungfrú Borghildur Ein-
arsdóttir hjúkrunarkona (frá Osi) og
Jónas Jónsson kennari frá Brekkna-
koti.
Almennur bœndafundur verður hald-
inn annað kvöld kl. 9 í Varðborg. Um-
ræðuefni: Framleiðsluhorfur og verð-
lag landbúnaðarafurða.
Slysavarnajclagskonur Akureyri. Af-
mælisfundur verður í Alþýðuhúsinu
fimmtudaginn 8. apr.'l kl. 8.30 c.h. Til
skemmtunar: Einsöngur, kórsöngur,
upplestur og dans. Sameiginleg kaffi-
drykkja. Gjörið svo vel að taka með
ykkur bollapör. — Stjórnin.
Gjajir í kirkjuorgelsjóð Akurcyrar-
Annall Islendings
Brezkur togari Brunham strandar við
Akurey. Næst út skömmu síðar lítt
skemmdur.
□
Talsverðar skemmdir verða af eldi í
húsinu Laugavegi 20 í Reykjavík.
Ratsjd d Akureyrarflogveltí
Flugvöllurinn væntanlega tekinn til notkunar
i haust
Flugvallars’jóri ríkisins, Agnar
Kofoed-Hansen. ræddi nýlega við
blaðamenn í Reykjavík um flug-
vallagerðir og aðrar framkvæmd-
'.x í flugmálunum á síðastliðnu
ári. Kvað hann byggingu Akur-
eyrarflugvallar hafa verið haldið
áfram af fullum krafti, og hefði
fjárfesting vegna hans á árinu
numið um 1 milljón króna. Þá
hefði verið varið um 100 þús. kr.
til flugvallargerðar í Grímsey, og
stæðu vonir til, að báða þessa
flugvelli yrði unnt að taka í notk-
un með haustinu.
Þá kvað hann flugmálastjórn-
ina hafa ákveðið að koma upp
radartækjum á nýja flugvellinum
við Akureyri, til þess að gera að-
flugið að vellinum öruggara.
Verður ra’sjánni beint út Eyja-
fjörð, og tekur hún á móti flug-
vélunum við Hjalievri. Með flug-
vitakerfinu í Eyjafirði, sem kom-
ið var upp í fyrra, og ratsjánni
fyrirhuguðu, er aðflugið að Ak-
ureyrarflugvelli gert svo öruggt,
sem frekast er unnt.
Auk flugvitakerfisins í Evja-
firði hefir flugmálastjórnin kom-
ið upp svipuðu kerfi við Sauðár-
krók og Egilsstaði.
kirkju: Kvenfélagið Illíf 500.00 kr.
Kvcnfélagið Framtíðin 2000.00 kr.
Karlakór Akureyrar 1000.00 kr. Sigur-
gelr Jónsson 1000 00 kr. Iljalti Sigurðs-
son 1000.00 kr. Kr. Árnason 30.00 kr.
Jón Antonsson 20.00 kr. Sigríður Dav-
íðsson 25.00 kr. Bára Sigurjónsdótlir
25.00 kr. Sigr. Daníelsdóttir 25.00 kr.
Ólafur Ilelga:on 25.00 kr. Svava Jó-
hannesdóttir 25.00 kr. Sigrún og Ár-
mann 20.00 kr. Kristján Halldórsson,
Stóru-Tjörnum 100.00 kr. Guðný
Björnsdóttir 10000. Björn Halldórs-
son 500.00 kr. Óskar Ósberg 100.00 kr.
— Kærar þakku. Fjáröflunarnefndin.
Frá Goljklúbbnum. Keppni í kvöld í
Verkalýðshúsinu við Strandgötu kl. 8
stundvíslega.
Frá Bridgejílaginu. Úrslit para-
keppninnar urðu þessi: 1) Bergþóra
Eggertsdóttir og Sigurbjörn Bjarnason
257Vi stig. 2) Jóna Steinbergsdóttir og
Karl Friðrlksson 253 8tig. 3) Ingunn
Hallgrímsdóttir og Friðfinnur Gíslason
251 stig. 4) Margrét Jónsdóttir og
Ragnar Skjóldal 24714 stig. 5) Anna
Hauktdóttir og Jóhann Sigurðsson 243
stig. 6) Birna Guðmundsdóttir og Þór-
ir Leifsson 242 stig. 7) Gerda Stefáns-
son og Björn Einarsson 237 stig.
Höjnin. 24. marz Þyrill með benzín.
25. marz Lltlafell með olíu. 26. marz
Súlan af veiðum. 27. marz Drangajök-
ull með áburð og Brúarfoss hringferð
að austan.
Bazar ÆFAK á laugardaginn kl. 4.
Á laugardaginn kl. 4 verður bazar
Æskulýðsfélaganna í kapellunni. Þá
um leið verður iiægt að fá fagrar helgi-
myndir til innrómmunar. Eru þær til-
valdar fermingargjafir. Félagar, 6em
eiga eftir að skiia munum, geri það í
kapelluna kl. 5—6 á morgun (fimmtu-
dag).
Frá Leikjélai,i Akureyrar. Sýningar
á Skugga-Sveini hefjast nú á ný. Sýnt
verður í kvöld og laugardags- og sunnu-
dagskvöld. Uppselt er á sýninguna í
kvöld og laugardagskvöldið. Þá verður
Ieikurinn sýndui í næstu viku og um
aðra helgi að forfallalausu. Athygli
skal vakin á því að aðgöngumiðarnir
verða afgreiddir í Eddu daginn fyrir
leikdagana milli kl. 2 og 4. Ef eitthvað
kann að verða óselt af miðum, verða
þeir seldir í leikhúsinu kl. 7—8 leik-
daginn. Á öðrutn tímum er aðgöngu-
mlðasíminn 1906.
Fyrirlestur um Fjallrœðu Krists. Síð-
asti fyrirlesturinn verður fluttur á
Sjónarhæð á sunnudaginn kl. 5. Allir
velkomnir. Aðrar ramkomur sem venju-
lega.
Sextugur varð í gær Stefán Guðjóns-
son verkamaður Eiðsvallagötu 20 hér
í bæ.
Blaðsalinn, ncfnist dönsk kvikmynd,
sem Nýja B.'ó hefur sýningar á annað
kvöld. Er myndin byggð á 6amnefndri
sögu eftir Aage Falk-Hansen og fer hin
vinsæla leikkona, Ib Schönberg með
aðalhlutverkið.
Shólaborn iheinmta
Hinar árlegu skemmtanir nem-
enda Barnaskólans voru haldnar í
Samkomuhúsinu fyrir og um síð-
ustu helgi. Var hin síðasta í fyrra-
kvöld. Onnuðust börnin að venju
öll skemmtiatriði, sem voru leik-
þættir, upplestur, dansar og
skrautsýning. Þá söng skólakór-
inn undir sfjórn Björgvins Jörg-
enssonar og flokkur 9 ára drengja
-sýndi stökk og aðrar íþróttir und-
ir stjórn Einars Helgasonar fim-
leikakennara. Er sá liður nýjung
í skemmtunum barnanna hér og
vakti furðu, hve drengirnir voru
fimir og vel æfðir. Yfirleitt tókst
börnunum 'vel við skemmtiatrið-
in, en bak við þau liggur mikil
vinna barnanna og kennara
þeirra.
Ágóðanum af skemmtunum
þessum er varið íil að efla ferða-
sjóð barnanna, nema s!ðasta
kvöldsins til utanfararsjóðsbarna-
kórsin’s.
*
STYRKUR TIL FRÆÐI-
MANNA
Menntamálaráð hefir nýlega út-
hlutað 86600 krónum sem ríkis-
slyrk til vísinda- og fræð.manna,
Meðal þeirra, er njóta styrks
þessa eru: Ólafur Jónsson ráðu-
nautur, kr. 3000.00, Konráð Vil-
hjálmsson rithöf., kr. 2000.00 og
Jóhannes Örr. Jónsson fræðimað-
ur að Steðja Þelamörk 1000.00
krónur.
Handritamálið
Framhald aj 1. síðu.
íslenzkra fræða og Háskóla ís-
lands hefði batnað til svo stórra
muna ef tillögurnar hefðu náð
fram að ganga, að á það hefði
borið að líta.
Fundurinn fær ekki betur séð,
en að þessi afstaða stjórnarvald-
anna hafi komið málinu í það
öngþveiti sem óvíst er hvernig
ráðið verður fram úr.
Jafnframt telur fundurinn
mikla nauðsyn að Alþingi og rík-
isstjórn undirbúi næsta stig máls-
ins með því að veita nú þegar
fé lil að koma upp stofnun til
rannsókna og ú'gáfu á íslenzkum
handritum og tryggi henni nægi-
leg fjárráð þegar fram líða stund-
ir.“
Margir hafa orðið að láta segja
sér þá fregn tvisvar, að 29 ís-
lenzkir stúdentar hafi samþykkl
þessa ályktun, þar sem þeir lýsa
undrun sinni vfir því, að Alþingi
og ríkisstjórn íslands skyldu ekki
rannsaka betur það „kostaboð“,
að íslenzku handritunum í Kaup-
mannahöfn skvldi skipt milli ís-
lendinga og Dana, þannig að
hvort ríkjanna hefði sinn hálfa
hlut undir höndum, en háðir hlut-
irnir vera sameigiftleg eign, m. ö.
o., að íslendingar einir ættu
ekhert af handritunum. Telja þeir,
að „hlutskipti íslenzkra fræða“
mundi balna svo mikið við slíka
skiptingu, að á það hefði fyrst og
fremst borið að líta.
Meðan sjálfstæðisbarátta ís-
lendinga við Dani stóð sem hæst
á 19. öldinni og í árdaga hinnar
tu!tugustu, stóðu íslenzkir Hafn-
arstúdentar í brjóstfylkingu fyrir
íslendingum ti! að krefjast réltar
þeirra. Nöfn margra þeirra verða
óafmáanleg af spjöldum sögunn-
ar. Enginn, sem lesið hefir sögu
íslands, mundi geta gleymt nöfn-
um Jóns Eiríkssonar, Baldvins
Einarssonar og Fjölnismanna.
Þótt þeir dveldu langdvölum d
Danmörku, eleymdu þeir aldrei
málslað fslands. Og alls er óvíst
um, að íslendingar hefðu fengið
þær réttarbætur, er þeim þó
hlotnuðust á þeim árum, ef ekki
hefði notið við skeleggrar baráttu
fyrir þeim og óhvikullar liðveizlu
□
Aftakaveður j.erir á Suðurlandi að-
faranótt 24. marz, er olli tjóni á mann-
virkjum. M. a. brotnuðu 12 símastaur-
ar fyrir neðan Selfoss.
□
SÍBS afhentar rúmlega 40 þús. kr.
sem er ágóði af fjórum hljómleikum,
er hljómsveit Bandaríkjaflugliersins
hélt í Þjóðleikhúsinu í febrúar.
□
Brezkur togari tekinn að landhelgis-
veiðum í Jökuldjúpi. Skipstjórinn
hlaut 75 þús. kr. sekt, en áfrýjaði dóm-
inum.
□
Ungur bifreiðastjóri, Meyvant Mey-
vantsson í Reykjavík höfuðkúpubrotn-
ar við það að bfll, er hann var að gera
við, fellur út af lyftum og niður á höf-
uð hans. Maður, sem nærstaddur var,
gat lyft bílnum. svo að Meyvant komst
undan. Var hann fluttur í sjúkrahús.
við þær af hálfu íslenzkra stúd-
enta í Kaupmannahöfn.
Það er lofsvert og æ!ti að vera
okkur gleðietni, að íslenzkir stúd-
entar sem dvelja við nám erlend-
is, fylgist með íslenzkum málum,
þeim er hæst ber á hverjum tíma,
og taki afs'.öðu til þeirra. Félag
íslenzkra stúdenta í Kaupmanna-
höfn hefir nú látið tvö mál til sín
taka: Varnarmálið, þar sem stúd-
entarnir hafa lýst því yfir, að þeir
vilji hafa landið varnarlaust, —
og handritamálið, þar sem þeir
telja, að við eigum að gefa Dön-
uin íslenzku handritin með okkur.
Þetta tvennt virðist áhugamál
þeirra, eftir samþykktum þeirra
að dæma: ísland sé opið fyrir
innrás hernaðarþjóðar, ef ófriði’r
brytist út, og við eigum að gefa
upp á bátinn að reyna að fá dýr-
asta bókmenntaarfi okkar skilað
úr geymslu. Hvorki er þessi af-
s'aða stórmannleg né líkleg til
fylgis meðal íslenzkrar alþýðu.
En hvað sem því líður, — við
megum ekki gleyma því, að við
eigum þó enn 2 — tvo stúdenta
— á Hafnarslóð, sem við þurfum
ekki að bera kinnroða fyrir.
Samþykkt
Stúdentaráðs.
Stúdentaráð Háskóla íslands
samþykkti á fundi sinum 26. þ.m.
eflirfarandi álvktun í handrita-
málinu:
„Stúdentaráð Háskóla íslands
fagnar þeirri einingu, sem ríkir í
handritamálinu og lýsir yfir
fylls'a samþykki sínu við ákvörð-
un hæstvirtrar ríkisstjórnar og
Alþingis, vegna hins furðulega
tilboðs Dana í handritamálinu.
Jafnframt leggur ráðið á-
herzlu á, að íslenzka þjóðin
standi einhuga að haki kröfunni
um endurheimt handritanna. Þá
ítrekar stúdentaráð þá skoðun, að
réttur íslendinga íil handritanna
sé ótvíræður og ekki skuli frá
honum hvikað.“