Íslendingur


Íslendingur - 25.08.1954, Page 1

Íslendingur - 25.08.1954, Page 1
XL. árgangur 34. tbl. Myndastytta af »Föður Reykja víkuru afhjúpuð á afmælis- degi borgarinnar ^ Verzlunarznenn gefa Reykjavikurbæ styttuna Á afmælisdegi Reykjavíkur- bæjar, þann 18. ógúsl s. 1. var af- hjúpuð við hátíðlega athöfn stór myndastytta af Skúla Magnússyni landfógeta í svonefndum bæjar- fógetagarði við Aðalstræti í Reykjavík. Hafði Guðmundur Einarsson frá Miðdal gert stytt- una, og var það ærið vandaverk, þar sem engar ljósmyndir eru til af fógetanum. Það voru samtök verzlunar- manna í Reykjavík, sem hug- myndina áttu að því að gera styttu af Skúla, sem oft hefir ver- ið nefndur „Faðir Reykjavíkur“, og færðu verzlunarmenn Reykja- víkurbæ styttuna að gjöf. Verzl- unarmannasamtök utan Reykja- víkur áttu eixmig hlut að gjöf þessari. „Innréttingar“ Skúla fógeta eru taldar fyrsti vísir að íslenzkri verzlun og iðnaði, og þessi ötuli og framsýni maður fyrsti baráttu- maðurinn fyrir innlendri verzlun. Átti hann tíðum í höggi við sel- stöðukaupmennina dönsku og reyndi eftir getu að rétta hlut landa sinna í viðskiptum við þá, enda átti hann flesta kaupmenn að óvildarmönnum. Það er því vel við eigandi og maklegt, að ís- lenzk verzlunarstétt hefir heiðrað minningu Skúla á þann hátt, sem hún hefir nú gert. Við athöfnina s. 1. miðvikudag fluttu Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri og Guðjón Einarsson formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur ræður, tvöfaldur kvartett söng minningarljóð eftir Tómas Guðmundsson skáld, Er- lendur Ó. Pétursson forstjóri af- hjúpaði styttuna og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri veitti gjöfinni viðtöku með stuttri ræðu. Lúðrasveit lék, og formað- ur Skúlanefndar V. R., Egiil Gutt- ormsson stórkaupmaðm: flutti lokaorð, þar sem hann þakkaði öllum þeim, er að þessu máli höfðu unnið. Verzlunum og skrif- stofum var lokað frá kl. 1—4 um daginn. Mikið brunatjón að Grund í Eyjafirði Hlaða, fjós og mikið af töðu brennur Snemma á föstudagsmorguninn í síðustu viku varð þess vart, að eldur var uppi í fjóshlöðu Snæ- bjarnar Sigurðssonar bónda á Grund í Eyjafirði. Var slökkvi- liðið á Akuieyri beðið aðstoðar um kl. 6 um morguninn og fór það þegar fram eftir með slökkvi- áhöld. Var þá eldurinn orðinn all- magnaður í hlöðunni og kominn í þak fjóssins, sem er sambyggt. Voru dælur settar í bæjarlækinn, en hann var vatnslítill, svo að önnur leiðsla var lögð í læk um 400 metra þar frá, og fékkst þannig nóg vatn. Sunnanstormur var á, er æsti eldinn og tarveldaði slökkvistarfið. Brann þarna þak hlöðunnar og fjóssins, sem að öðru leyti er byggt úr steini. Kýr voru ekki hýstar, en nokkur svín voru í fjósinu. Fórust2þeirra í eldinum. í hlöðunni voru um 500 hestar af töðu. Brann tals- verður hluti hennar, auk þess sem miklar skemmdir urðu af reyk og vatni. Var heyið grafið upp fram eftir öllum degi og bor- ið úr hlöðunni. Talið er víst, að um sjálfíkveikju hafi verið að ræða, enda hafði hitnað talsvert í heyinu fyrr í sumar eins og víða hefir reynzt, þar sem súgþurrkun er enn ekki fyrir hendi. Bóndinn, Snæbjörn Sigurðs- son, hefir beðið mikið eignatjón við bruna þenna, en hann var staddur í Reykjavík þenna dag. ___ Fegrunarfélag Akureyrar efnir til hlutaveltu og merkja- sölu n. k. sunnudag (höfúðdag- inn) eins og að undanförnu, en þá er afmælisdagur bæjarins. Er þess vænzt, að bæjarbúar styðji starfsemi félagsins með því að kaupa merki þess þann dag og gefa muni til hlutaveltunnar. Miðvikudagur 25. ágúst 1954 Myndin hér að ofan er af dálítið einkennilegu hó kasýnishorni. Er hér um bœkur að rœða, sem fundust í bókaskáp Jakobs Arbenz, forseta Guatemala, er honum var stökkt frá völdum. Eru bœk ur þessar allar eftir helztu foringja kommúnista, svo sem Marx, Lenin, Stalin, Mao og Malenkov. En vitanlega sagðist Arbenz ekki vera kommúnisti. Séro FriðriH j. Rojnor vígslubiskup hefir fengið lausn frá prests- og prófastsembætti á komanda hausti. Hefir embættið verið auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 1. okt. n. k. Þá hefir Bjarnanespresta- kall verið auglýst laust til um- sóknar, en sr. Sváfnir Sveinbjarn arson verið skipaður prófastur í í stað sr. Eiríks heitins Helgason- ar í Bjarnanesi. Málverkasýningu opnar Þorgeir Pálsson að Ráð- hústorgi 7 (áður húsakynni Landsbankans) n. k. laugardag, 28. ágúst. Sýnir hann þar milli 60 og 70 olíumálverk og vatns- Iitamyndir. Þetta er fyrsta sjálf- stæða sýningin, sem Þorgeir efnir til, en áður hefir hann verið þátt- takandi í samsýningu Félags frí- stundamálara hér í bæ. ___» Skemmtiferð til Grímseyjar N.k. sunnudag gefst almenn- ingi kostur á að fara skemmtiferð til Grímseyjar með Esju. Farið verður kl. 8 á sunnudagsmorgun og komið til baka að kveldi sama dags. Séð verður fyrir ýmsum skemmtiatriðum um borð. Hljóm sveit verður með, sem lcikur fyrir dansi. Farseðlar verða seldir á skrif- stofu Eimskips á föstudag og laugardag kl. 3—7. Nánari upp- lýsingar geta menn fengið hjá fararstjóranum, Hermanni Stef- ánssyni. í íyrrasumar voru farnar tvær skemmtiferðir með Esju til Gríms eyjar. Var þátttaka þá mikil og almenn ánægja yfir förinni. Fjársöfnunin til ikáksveitar- innar gengur vel Eins og kunnugt er hefir verið ráðgert að senda 5 manna skák- sveit á Olympíumót skákmanna, er háð verður í Hollandi fyrri hluta október í haust, og hefir stjórn skáksambandsins leitað til almennings um fjárframlög í því skyni, þar eð fé það, sem hið op- inbera leggur sambandinu sem styrk árlega, fór til að kosta dvöl 2ja manna á mótinu í Prag. Vel hefir verið brugðizt við málaleitan sambandsins, því að áhugi fólks fyrir þátttöku íslands í skákmótum hefir mjög vaxið við hina glæsilegu frammistöðu Friðriks Ólafssonar, sem hefir sannað okkur, að í engum íþrótt- um stöndum við jafn framarlega á alþjóðamælikvarða og í skák- íþróttinni. Það hefði þ ví verið raunalegt. ef fjárskortur hindraði þátttöku okkar í skákmótinu í Hollandi á sama tíma og við sendum 7 manna sveit til þátttöku í frjálsum íþróttum á erlendum vettvangi, án þess að eiga þar nema mjög takmarkaða mögu- leika til sómasamlegrar frammi- stöðu. Söfnun skáksambandsins var miðuð við 40 þús. krónur, og nam hún fullum 30 þús. kr. um síðustu helgi. En um það leyti til- kynnti stjórn norrænu sund- keppninnar, að hún legði fram 5000 krónur til söfnunarinnar, og að auki 50 aura af hverju seldu sundmerki fram til 15. sept- ember. Er þarna höfðinglega við brugðizt og maklega. Friðrik hlýtur heiðursgjöf. Bæjarstjórr. Reykjavíkur hefir einróma samþykkt tillögu um að veita Friðrik Ólafssyni skák- meistara 10 þús. kr. heiðursgjöf. Er það vel ráðið. því að þáttaka hins unga skáksnillings á mótum erlendis hefir valdið honum ýms- um óþægindum, rneðal annars tafið hann frá námi. F.U.S. Vörður fer skemmtiferð tii ólafsfjarðar Næstkomandi laugardag gengst Vörður, félag ungra Sjálf- stæðismanna á Akureyri, fyrir skemmtiferð til Ólafsfjarðar. Gert er ráð fyrir, að ungt Sjálfstæðisfólk frá fleiri stöðum r.orðanlands komi þar saman um helgina. Verður bærinn skoðaður og sitthvað haft til skemmtunar. Varðarfélagar, sem taka vilja þátt í förinni, gefi sig fram við Sigurð Jónasson sími 1592, Ragnar Steinbergsson sími 1578 eða Vigni Guðmimdsson sími 1976 fyrir fimmtudags- kvöld.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.