Íslendingur


Íslendingur - 25.08.1954, Page 4

Íslendingur - 25.08.1954, Page 4
tSLXNDINCUR MiSvikudagur 25. ágúst 1954 lCemnr át hvem miSvikadax- Útjefindi: ÚtgáfuféUc ítlendiags. Bitstjórí og ábrrg&armaSur: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1 Sími 1375. Skrifatofa og afgreiSsla f Gránufélagsgötu 4, sfmi 1354. Skrifstofutími: KL 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aSeins 10—12. PrentsmiSfm Bjöms Jónssonar hj. Ekki í þess verkahring Eins og skýrt var frá í forystugrein blaðsins 11. þ. m. leituðu ís- lenzku fulltrúarnir á 2. þingi Norðurlandaráðsins eftir stuðningi ráðsins í fiskifriðunarmálum íslendinga, með því að bera þar fram uppkast að sameiginlegu áliti Norðurlandaráðsins, þar sem það lýsti yfir stuðningi sínum við ráðstafanir íslendinga um verndun fiskimiðanna umhverfis landið, sem gerðar hefðu verið ineð út- færslu landhelgislínunnar. Létu íslenzku fulltrúarnir þá skoðun í ljós, að undirtektir frændþjóðanna við þetta höfuðmál íslendinga gæti orðið prófsteinn á norræna samvinnu í framkvæmd. Máli þessu var vísað til efnahagsnefndar norræna ráðsins, og skilaði hún síðar áliti, sem fljótt á litið a. m. k. virðist ekki þýð- ingarmikið innlegg í þetta mikilsverða mál. En þar segir meðal annars: „Norræna ráðið gerir sér fulla grein fyrir því, að það hefir geysi- lega þýðingu fyrir öll lönd, sem stunda fiskveiðar við íslandsstrend- ur, og ísland sjálft, að allt sé gert, sem unnt er til þess að vernda fiskistofninn á íslandsmiðum. Þar sem deilan um lögmæti víkkunar landhelgi íslands, sem þeg- ar hefir verið framkvæmd, stendur á milli íslands og annars ríkis, þá er það ekki innan verkahrings norræna ráðsins að gefa neina yfirlýsingu um það atriði. Hinn rétti vettvangur til þess að fá úr því skorið eftir reglum þjóðaréttarins er alþjóðadómstóllinn í Haag, en ekki norræna ráðið eða Evrópuráðið." Þessi ályktun getur raunar hvorki talizt fugl né fiskur, þar sem aðeins er talað um að málið hafi þýðingu fyrir þau lönd er veiði fisk við íslandsstrendur og að hvorki norræna ráðið né Evrópu- ráðið sé vettvangur fyrir það. Hvað Haag-dómstólnum viðvíkur hefir ekki staðið á íslendingum, að hann fjallaði um málið, þó að því tilskildu, að löndunarbannið í Bretlandi væri upphafið á með- an og ekki beitt framar, ef íslendingar ynnu málið fyrir dóminum. Hins vegar hafa Bretar ekki lagt sig fram um að fá málið lagt í alþjóðadóm, heldur kosið ofbeldisaðgerðir gegn íslendingum eins og kunnugt er. En jafnvel þær aðgerðir stórþjóðar gegn lítilli þjóð, sem á líf sitt undir friðun fiskistofnsins, hefir ekki gefið Norðurlandaráðinu tilefni til ályktunar, er vítti ofbeldið. Deilt um kaffiverð Eftir að kaffið hækkaði í verði á dögunum, hafa ýms verklýðs- félög samþykkt ályktanir um „svik“ af hálfu ríkisstjórnarinnar, þar sem um það hafi verið samið í desember 1952, að verðlagi á kaffi og nokkrum öðrum tilteknum vörum væri haldið niðri og yrði ekki hærra en það var þá, eftir að ríkisstjórnin hafði gert ráðstaf- anir til lækkunar á verðinu. I tilefni af þessum samþykktum og blaðaskrifum um málið, er hníga í sömu átt, hefir ríkisstjórnin birt opinberlega greinargerð um málið. Segir þar, að samkornulagið frá í desember 1952 sé rang- túlkað, og hafi samninganefndin túlkað samkomulagið á þann hátt er fram kom í ályktunum félaganna, hafi hana „algjörlega brostið heimild til slíkrar túlkunar“. Þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin gerði til lækkunar, var að fella niður aðflutningsgjöld af kaffi og sykri, er leiddi til verðlækkunar. Hins vegar kveðst hún aldrei hafa undirgengist að halda kaffiverði í landinu óbreyttu, hvað sem liði verðbreytingum í framleiðslu- löndunum. Bendir hún jafnframt á, að síðan samkomulagið gekk í gildi hafi verð á sykri lækkað úr kr. 3.70 pr. kg. í 3,02 og sé það ein sönnun þess, að ríkisstjórnin hafi ekki talið sér bera að halda verðlagi hinna tilgreindu vara óbreyttu. Jafnframt telur hún það vafasama ráðstöfun að greiða kaffiverðið niður með greiðslum úr ríkissjóði „sem ekki verður talin almenn neyzluvara í sama skiln- ingi og vörur þær, sem nú eru greiddar niður af almennu fé“. Verðhækkun á kaffi kom miklu fyrr fram í nágrannalöndum okkar en hér, er stafar af því, að hér voru gerð mikil innkaup á kaffi, áður en verðið hækkaði í Brazilíu. En síðustu fregnir herma, að það fari nú aftur lækkandi þar. Fegurðin á Eiðsvelli. — Hví er 17. júní ekki lögboðinn frídagur? — Eignir kirkna í Hinurn al- menna kirkjusjóði. — Vatnsber- inn kominn í höfn. — Er upp- skerubrestur í Brazilíu ísl. ríkis- stjórninni að kenna? — Betra út- sýni um þakglugga SKÓGRÆKTARMENN telja, að vöxtur trjáa sé óvenjulegur í sumar, enda laufguðust tré mörgum vikum fyrr en venjulega vegna hins snemm- komna og milda vors. Sama má víst segja um allan blómgróður, — og jafnvel njólinn, sem Akureyri er svo auðug af, stendur í sínum „fegursta“ blóma. Trjágróðurinn á Akureyri er mikill og jafnvel undraverður. Sums staðar er eins og húsin séu vaxin upp úr skógi, — það hafi aðeins verið grisjað fyrir þeim. Víða sér aðeins á ris húsanna upp úr rjóðrinu. En það er fleira, sem bœinn prýðir en trjágróðurinn. Einhver fegursti reiturinn f bænum í sumar er Eiðs- völlurinn á Akureyri, enda er hirðing hans til fyrirmyndar. Skipulag hans virðist mér vera með ágætum, limgerð- ið umhverfis hann snyrtilegt og blóm- auðgin ótæmandi. Á malarflötinni um- hverfis hina reisulegu fánastöng hefir verið komið fyrir bekkjum, þar sem þreyttur vegfarandi getur sezt og virt fyrir sér blómum þakinn hólinn um- hverfis fánastöngina og andað að sér ilmi hans og töðuangan grasreitanna á vellinum. Ég sé oft jafnaldra mína, sem orðnir eru of fótfúnir til að labba upp í lystigarð, eitja þar á daginn, þegar veðurguðirnir eru í góðu skapi, og ég þykist þess viss, að gömlu menn- irnir komist einnig í sitt bezta skap í návist blómanna þar. Vel sé þeim er hlut eiga að slíkri fegrun bæjarins. EKKI KANN ÉG VEL VIÐ, þegar ríkisstjórnin er að „beina þeim tilmæl- um“ til atvinnurekenda að gefa starfs- fólki sínu frf frá störfum 17. júní ár hvert. Tel ég sjálfsagt, að sá frelsis- dagur sé lögskipaður sem frídagur en 1. desember afnuminn sem slíkur. í blásvörtu skammdeginu hefir verk- smiðju- og verzlunarfólk lítið með frí- daga að gera, enda eru þá jólaannir hafnar hjá mörgum. Þann dag er oftar en hitt frost og snjór, birtutíminn stuttur og enginn í sólbaði. Allt öðru máli er að gegna með 17. júní. Þá er einn lengsti dagur á íslandi, bjart all- an sólarhringinn og innisetufólki heilsusamlegt að vera úti sem lengst. Og svo er meiri ástæða til að gefa frí frá vinnu og halda hátíð á afmælis- degi lýðveldisins og Jóns Sigurðsson- ar en á afmæli sambandslagasamnings- ins frá 1918, þótt hann væri mikilsvert spor í áttina að fullu sjálfsforræði þjóðarinnar. í STJ ÓRNARTÍÐINDUM, B 4, 1954, er skýrsla um eign kirkna i Hinum almenna kirkjusjóði um s. L áramót, og er hún talsverður fróðleik- ur eins og fleira, sem í því lítt lesna riti birtist. Sézt þar, eins og vitað var fyrir, að Strandarkirkja í Selvogi er lang-auðugasta kirkja landsins. Voru innlög hennar í sjóðinn á árinu 1953 nálega 210 þús. krónur (að sjálfsögðu mestmegnis áheit) en eign í árslok nærfellt ein og hálf milljón (nánar 1436944.54 kr.). Næst er Hallgríms- kirkja í Saurbæ með 86709 krónur og ísafjarðarkirkja með 54 þúsund. Við- eyjarkirkja er eignalaus og nokkrar eiga frá 1.39 og allt upp í 10 krónur. í Eyjafjarðarprófastsdæmi á Saurbæj- arkirkja mest í Hinum almenna kirkju- sjóði, eða 11227 krónur, en Akureyr- arkirkja minnst. ÞÁ ER NÚ LOKS búið að koma „Vatnsbera" Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara fyrir í Reykjavík, en þá standmynd gaf Fegrunarfélag Reykjavíkur höfuðborginni á sínum tíma. Stóð mikill styrr um þá mynd, og höfðu afkomendur gömlu vatnsber- anna í Reykjavík við orð að mölva myndina mélinu smærra, ef hún yrði reist á áberandi stað á bænum. Hefir myndinni nú verið komið fyrir í garði listamannsins sjálfs í sambandi við ný- afstaðið afmæli Reykjavíkur. Jafnframt hefir verið skýrt frá því, að sérstakt félag yrði stofnað til að kynna listaverk vatnsberahöfundarins fyrir þjóðinni, bvort sem það stafar af því, að Fegrunarfélaginu hefir mis- heppnazt sú kynning eða ekki. Hvort fleiri félög eru til, sem að þessu nauð- eynjamáli vinna, er mér ekki kunnugt. MIKILL ÚLFAÞYTUR hefir orðið í blöðunum vegna verðhækkunnar á kaffi, sem nýlega átti sér stað, og spara stjórnarandstöðublöðin ekki að skamma ríkisstjórnina fyrir og bregða henni um „svik“ í því sambandi. Sömu blöð þegja jafnan vandlega, ef ein- hver erlend vara lœkkar í verði, og ætti þó verðlækkun að vera frétt út af fyrir sig alveg eins og verðhækkun. Verkalýðsfélög í höfuðstaðnum hafa haldið fundi um málið, og eitt þeirra komizt að því, að tímakaup Dagsbrún- armanna þurfi að hækka um 24 aura til að mæta hækkun kaffiverðsins, en jafnframt kemst félagið að þeirri nið- urstöðu, að kaffiverðið nemi 1 vísi- tölustigi eða 9 aura hækkun á tíma- kaupi. Það er óneitanlega orðinn tilfinnan- legur útgjaldaliður að kaupa „á könn- una“, en þó mætti draga úr honum með því að veita gestum sínum í við- lögum te eða ávexti í kaffistað. Ávext- ir eru nú fluttir inn árið um kring, og hef ég hvergi séð farið viðurkenning- arorðum um ríkisstjórnina fyrir það. Væri það þó ekki eins fráleitt og kenna henni um uppskerubrest í Brazi- líu eða duttlunga Norðurlandssíldar- innar einB og algengt er að sjá. „PÁLL hefir látið byggja á ný yfir annan bíl sinn og hefir fyrstur tekið upp þá nýbreytni að hafa glugga á þaki allt í kring. Geta menn miklum mun betur notið útsýnis um slíka glugga en venjulega." (Alþýðublaðið 19. ágúst.) ooooaoooegoo»e»»ooooooo< Auglýsið í íslendingi *oooooooooooooooo?oooooo< Vísnabálknr Tvö algeng kvenmaimsnöfn má finna í hvorri af vísum þessum: Þegar gróa gullfögur grös og blóm um daliuu, ýta mörgum ástríður upp í fjallasaliim. Björg að ranni bera vann, búksorg maiminn þjáðL Vegna anna aldrei hann eignast svanna náði. RÍMUÐ GÁTA. Ó bve ég er orðinn aár, andann getraun þreytir. Forðum ægir felldi tár, frúin þessi beitir. GUDDA SEGIR frá heimilisstörfum. (Sagnbeygingin hennar.) í deig jeg náði og brauðin bók, Bjarni fláði og skinn af tók, litli snáðinn lesti í bók, Loftur sláði, en Gunna rók. ísleifur Gíslason. Víða hafa orðið orðahnipping- ar í blöðunum út af ritdómi Indr- iða G. Þorsteinssonar um nýjustu ljóðabók Kristjáns frá Djúpa- læk, þar sem hann taldi það helzt standa höfundi fyrir þrifum, að hann hefði stundað nám í hér- aðsskóla og vanrækt að „gefa akft í Akureyrina“. TJt af þessu hafa all-margar vísur komizt á kreik, og fara hér tvær þeirra: Hann þykist hafa átt við margar mök og mótað gull í orðsins listasmiðju, en kann þó ekki á ungum meyjum tök, og allra sízt á skáldsins tignu gyðju. Hér fóstraði bærinn ótalda andans menn og átti þá jafnan síðan að tryggum vini. Þó getur það brugðizt og gerir það víst enn hjá góðhestaskáldinu Indriða Þorsteinssyni. JÓNAS ILLUGASON frá Brattahlíð. Jónas er sviptur sjónum sveitar á jarðlífs reitum Illugason, í elli, ftur ,sem lofstír hlýtur. skýrleiks með pundið dýra. Sagnfróður skáldaskyggnir Hann á f Húna minni hald, þó að renni aldir. 8. júlí 1954. Svartur H. Jökulsson. Skinfaxi, 2. heftj þ. á. minnist í forystu- grein 10 ára afmælis lýðveldisins. Þá er í ritinu grein mn Vestur- íslendinginn, Matthías Þorfinns- son, er kom til íslands í sumar til að leiðbeina í starfsíþróttum á vegum starfsíþróttanefndar og ungmennafélaganna, — tvö bréf frá Finnlandi og grein um ung- mennafélagsskapinn þar, „Ný eða nið“, grein eftir Stefán í Skörð- um, Hinn innri friður, ræða eftir Jón Kjartansson Pálmholti, í- þróttaþáttur eftir Þorstein Einars- son íþróttafulltrúa og grein um starfsíþróttina, Hestadóma eftir Gunnar Bjarnason með mörgum skýringarmyndum. — Ýmislegt fleira er í ritinu.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.