Íslendingur - 25.08.1954, Qupperneq 8
Kirkjan. Messað n. k. sunnudag á
Akureyri kl. 11 f. h. og í Glerárþorpi
kL 2 e. h. Séra Jóhann Hlíðar messar
á báðum stöðum.
Hjónaefni. Ungfrú Svanfríður Jón-
asdóttir Þingvallastræti 1 og Jóhann
Sigurðsson rafvirkjanemi Bjarmastíg 3
Verkakvennajélagið Eining efnir til
berjaferðar sunnudaginn 29. égúst, ef
aæg þátttaka fæst. Félagskonur snúi
sér til skrifstofu verkalýðsfélaganna í
Verkalýðshúsinu, sem er opin alla
virka daga kl. 16.30 til 19, og tilkynni
þátttöku sína í síðasta lagi fyrir föstu-
dagskvöld.
Áttrœður varð f gær Jónas Jónasson
(frá Kljáströnd) til heimilis að
Brekkugötu 1 hér í bæ.
75 ára verður 29. þ. m. (á höfuðdag-
inn) Eggert St. Melstað fyrrverandi
slökkviliðsstjóri.
Hjálprœðisherinn. Sunnudag 29. ág.
Jd. 20.30 kveðjusamkoma fyrir Ruth
Saltir. Kaptein Mangersnea stjórnar.
Verið velkomin!
Ranghermi var það f skýringu á
mynd á 7. síðu síðasta blaðs, að
minnisvarðinn á myndinni sé reistur
yfir verkamennina, er féUu í Austur-
Berlin í 17. júní-kröfugöngunum 1953,
heldur er hann reÍ6tur til minningar
um þá liðsforingja og hermenn Rauða
hersins, er neituðu að skjóta á verka-
mennina og týndu lífinu fyrir. Minnis-
varðinn stendur í Vestur-Berlín.
Mtistarakeppni Golfklúbbs Akureyr-
ar hófst laugardaginn 21. ágúst og voru
þátttakendur 22. Keppnin er 72 holu
keppni og voru leiknar 18 holur á laug-
ardaginn. Hafliði Guðmundsson náði
beztum árangri á þessum 18 holum,
lék þær í 76 höggum. Nr. 2 Hermann
Ingimarsson og Jóhann Þorkelsson í
83 höggum og nr. 3. Sigurbjöm Bjarna-
son 84. Áframhald keppninnar verður
n.k. laugardag og sunnudag.
Til Skáksambands íslands vegna Hol-
landsmótsins kr. 100.00 frá Ólafi Jóns-
syni Oddagötu 3.
Aðalfundur Stéttarsambands bœnda
hefir verið ákveðinn að Laugum í
Reykjadal 3. og 4. september. Búnað-
arsamband Eyjafjarðar auglýsir hér í
blaðinu kjörmannafund að Hótel KEA
þriðjudaginn 31. þ. m. og hefst hann
kl. 1 e. h. Á kjörmannafundinum
verða til umræðu nokkur þeirra mála,
sem Stéttarsambandsfundurinn mun
hafa tU meðferðar. Tveir fulltrúar frá
hverju búnaðarfélagi innan Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar eiga sæti á kjör-
mannafundinum og eru það sömu full-
trúar og kjörnir voru é kjörmanna-
fundinn síðastliðið ér.
Færeyskur
knattspyrnuflokkur
kom hingað til lands í boði
knattspyrnuíélaganna á ísafirði.
Lék hann þar tvo leiki og vann
báða. Hingað til Akureyrar kom
flokkurinn síðastliðinn föstudag
og lék hér á móti úrvali úr Þór og
KA. Unnu Akureyringar leikinn
með 2 mörkum gegn 0. Annar
leikur fór fram á laugardag milli
sömu liða, og unnu Færeyingar
þann leik með 4 mörkum gegn 2.
Miðvikudagur 25. ágúst 1954
Hkíl hrifning d söngshemmtin
Kristins k Hollssoaor
S. 1. fimmtudagskvöid hélt hinn
glæsilegi BÖngvari Kristinn Hails-
son úr Reykjavík söngskemmtun
í Nýja Bíó með aðstoð Fritz
Weishappel, en söngvarinn er ný-
kominn heim frá söngnámi í
London, og heyrðu Akureyringar
nú til hans í fyrsta sinn. Aður
hafði hann sungið í Reykjavík
við dæmafáa hriíni og óvenjulega
lofsamlega blaðadóma.
Á söngskránni voru verk eftir
Beethoven, Brahms, Schumann
og Hugo Woif, lög eftir Björgvin
Guðmundsson, Árna Thorsteins-
son, Jón Þórarinsson og Þórarin
Jónsson og loks þrjár aríur úr
óperunum: Simon Boccanegra
eftir Verdi, Don Juan eftir Moz-
art og Prince Igor eftir Borodin.
Söngvarinn bar engin merki
þess að vera nýkominn frá námi,
heldur líktist hann þjálfuðum og
sviðvönum söngvara. Að vísu
hafði hann, áður en bann fór ut-
an til framhaldsnáms, notið radd-
þjálfunar í Karlakórnum Fóst-
bræður, þar sem hann var ein-
söngvari, og sungið hlutverk í
óperunni Rigoletto. Haim hefir
mikla bass-baryton rödd og góð-
an textaframburð og túlkunar-
gáfu. Hetjurödd hans kom fyrst
greinilega í Ijós í þriðja laginu
„Die beiden Grenadiere41 eftir
Schumann og aftur í lagi Þórar-
ins Jónssonar „Norður við heim-
skaut“. En hrifning áheyrenda'
náði hámarki, er hann söng arí-
una eftir Mozart, og hefir slíkur
Víða um heim eru menn búnir
að skipta um skoðun hvað snert-
ir vinnuhæfni manna, sem áður
voru taldir öryrkjar með öllu.
Þannig er það t. d. með blint fólk
og mállaust og heyrnarlaust.
Frá byrjun hafa Sameinuðu
þjóðirnar látið sig málefni ör-
yrkja miklu máli skipta og stutt
að velfarnaðarmálum þeirra. Fyr-
ir utan mannúðar sjónarmiðið,
sem kemur fram í aðstoð við ör-
yrkja hefir það verið skoðun for-
ystumanna alþjóðasamtakanna,
að um leið og óhamingjusömu
fólki sé veitt aðstoð við að fá trú
á lífið og sjálft sig, sé verið að
vekja arðbært vinnuafl úr dvala,
vinnuafl, sem annars hefði farið
til ónýtis.
Efnahags- og Félagsmálaráð
Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC)
fól fyrir nokkru sérfræðingum að
gera tillögur um aðstoð við og
söngur tæplega heyrst hér á Ak-
ureyri. Þar söng hann eins og
þrautþjálfaður óperumeistari, —
eins og sá sem valdið hefir.
Ilúsið mátti heita fullskipað á-
heyrendum, sem nutu þessarar
stundar af hjarta og sál, en því
miður söng Kristinn hér aðeins
þetta eina kvöld. Var hann hvað
eftir annað klappaður fram á
sviðið og varð að endurtaka lög
og syngja aukalög. Er 6Öngskráin
var tæmd, söng hann hvorki
meira né minna en þrjú aukalög.
Meðal þeirra var aría úr óper-
unni La Bohéme.
Söngvaranum bárust nokkrir
blómvendir. Fritz Weishappel
annaðist sitt hlutverk af sinni al-
kunnu, hógværu smekkvísi.
y.
___*____
Ahurnesiogar íslands-
meístorar í þriöjo sinn
Nýlega er lokið meistaramóti
íslands í knattspyrnu. íslands-
meistarar urðu Akurnesingar,
eftir að hafa unnið öll þáttöku-
félögin, nema KR, en leiknum við
það félag lauk með jafntefli 2:2.
Akurnesingar urðu fyrst íslands-
meistarar í knattspyrnu 1951, en
síðan 1953 og 54. Er knattspyrnu-
mennirnir komu upp á Akranes
nótlina eftir úrslitaleikinn, var
þar hátíðleg móttökuathöfn.
endurreisn öryrkja. Liggur nú
fyrir skýrsla frá sérfræðinga-
nefndinni í prentuðu kveri.
Nefndin gerir meðal annars eftir-
íarandi tillögur:
1) Komið verði á fót námskeið-
um til þess að aðstoða ör-
yrkja og þar sem þeir geta
lært iðngrein eða eitthvað
verk við sitt hæfi.
2) Fjárstyrkir vérði veittir til að
stuðla að því að kennarar ör-
yrkja geti ferðast til annarra
landa og kynnt sér endurreisn
öryrkja og síðar kennt frá
sér í sínu eigin heimalandi.
3) Sérfræðingar í vinnubrögð-
um öryrkja verði sendir milli
þjóða til að kenna sínar að-
ferðir.
Sérfræðingar benda á nauðsyn
þess, að náin samvinna sé um
»JörondDr«jj) síldveíð-
om í Norðorsjó
A morgun heldur „Jörundui“,
togari Guðmundar Jörundssonar,
til síldveiða á nýjum slóðum, þ.e.
í Norðursjó, og er það í íyrsta
sinn, sem íslenzkt skxp gerir til-
raim til síldveiða þar. Verður
togarinn búinn síldarvörpu, sem
þar er notuð til veiðanna, en afi-
mn verður lagður upp í Þýzka-
landi.
Síld sú, er veiðist í Norðursjó
með þessu veiðitæki, er ísuð og
stráð salti, og getur hver veiði-
ferð staðið yfir allt að 10 daga.
Hraðfrystitæki togarans mimu
jafnframt verða notuð, en með
þeim má frysta allt að 50 timnur
á sólarhring, og geymslurúm er
þar fyrir um 350 tunnur. Síld-
veiðarnar í Norðursjó, sem nú'
eru að hefjast, standa venjulega
yfir fram í desember.
Skipstjóri á Jörundi í þessari
útgerð verður Sigurjón Einars-
son frá Hafnarfirði. Eigandi
skipsins fer utan með togaranum
til að koma þessari nýju síldar-
útgerð af stað. Mim marga fýsa
að fylgjast með því, hversu þesai
tilraun tekst.
___*_____
Áðffit þorrkoi d
Morðor- og Aostorloodi
Eftir langvarandi óþurrka og
kuldatíð norðan lands og austan
brá til þurrviðra um 12. ágúst
með hægri sunnanátt. Náðust þá
hey bænda upp og undir þak, en
þau voru víða orðin meira og
minna hrakin. Má segja, að þá
fysrt kæmi verulegur skriður á
heyskapinn í óþurrkahéruðimxnn.
Vikuna sem leið voru hlýir sxrnn-
anvindar hér norðanlands, og
mun vikan hafa verið hin hlýj-
asta á sumrinu. Hér á Akureyri
komst hitinn í 20.2 stig s. 1. mið-
vikudag og í 21 stig á fimmtudag.
Heitasta nóttin á 6umrinu var að-
faranótt 20. ágúst. Fór hitinn þá
aldrei niður úr 16 stigum.
í gær tók aftur að rigna.
þessi mál milli lækna og félags-
málayfirvalda í hverju landi.
Loks er það tekið fram í skýrsl-
unni, að fyrsta skilyrðið til að
gera nýta borgara úr öryrkjum
sé, að almenningur líti öryrkjana
öðrum augum en víða hefir tíðk-
azt til þessa. Slegið er föstu, að
sannað sé með ótal dæmum, að
flestir öryrkjar geti orðið nýtir
og þarfir þjóðfélagsborgarar.
-----*-----
Sameinuðu þjóðirnar vilja aðstoða
öryrkja til vinnu
Annáll Mendingt
Þýzkur læknir, dr. Kroner, er dvald-
ist á lslandi á styrjaldarárunum, deyr
í Bandarikjunum. en mælir svo íyrir,
að aska sin verði látin hljóta leg á ía-
landú
*
Vísitala framíærslukostnaðar fyrir
ágúst reynist 158 stig, oiuu stigi lægri
en í júlí.
*
Bændurn í Múlasýslum leyfð veiði
600 hreindýra, er 6kiptist í ákveðnum
hlutföilum milli einstakra hreppa.
*
Norskt flutningaskip, Jan írá Berg-
en, strandar við Gróttu. Horfði lengi
vel iila með björgun þess, en tókst
loks að draga það á grunn inni á Eið-
isvík. Skipið var með sementsfarm, og
munu á 2. þúsund lestir af honum
haía eyðilagzt af sjó, er komst i lestar
skipsins.
*
Þjóðleikhúsið efnir til leikfarar til
Austurlands með franska sjónleikinn
Topaz, er það hafði áður sýnt á Norð-
urlandi og víðar.
*
Maður feUur niður af 8 metra vinnu-
palli við húsbyggingu á Keflavíkur-
velli. Kom hann niður á steingólf og
slasaðist svo, að hann beið bana af
skömmu síðar. Maðurinn hét Hilmar
Jónsson og var frá Siglufirði.
*
Verkamaður varð fyrir kassa-
„slengju" við uppskipun úr Fjallfossi
í Reykjavíkurhöfn. Kjálkabrotnaði
hann illa og hlaut fieiri meiðsL Annar
maður féll niður af sementssekkja-
stæðu í húsi í Reykjavík og slasaðist.
p
Eldur kemur upp í viðbyggingu við
Kaupfélag Hafnfirðinga í Hafnarfirði
að næturþeli. Barnafjölskylda á efri
hæð byggingarinnar bjargast út um
glugga. Slökkviliðið vann hug á eld-
inum, áður en mikið tjón yrði. Sama
dag brann kaffiskúr einnig í Hafnar-
firði.
1 laro ó ívrópu-
meistaramótið
Síðastliðinn laugardag íóru 7
íslenzkir frj álsíþróttamenn áleið-
is til Sviss, þar sem þeir keppa
þessa dagana á meistaramóti Ev-
rópu í frjálsum íþróttum. í-
þróttamennirnir eru: Ásmundur
Bjarnason KR (100 og 200 m.
hlaup), Guðmundur Vilhjálms-
son ÍR (100 m. hlaup), Hallgrím-
ur Jónsson Á (kringlukast),
Skúli Thorarensen ÍR (kúlu-
varp), Torfi Bryngeirsson KR
(stangarstökk), Vilhjálmur Ein-
ai'sson ÚÍA (þrístökk) og Þórð-
ur B. Sigurðsson KR (sleggju-
kast).
___
Munið
samnorrænu
sundkeppnina.