Íslendingur


Íslendingur - 14.04.1955, Qupperneq 4

Íslendingur - 14.04.1955, Qupperneq 4
4 ÍSLENDINGUR Fimmtudagur 14. apríl 1955 Kemur út hvern miðvikudag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jalcob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Cránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutíma: KL 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Launakjör og launakröfur Samkvæmt athugunum, sem ríkisstjórnin hefir látið fara fram á því, hver áhrif nýjar kauphækkanir í landlnu mundu hafa á útgjöld ríkissjóðs, mundi 26% kauphækkun launastéltanna auka ríkisút- gjöldin um ca. 75 millj. kr. á ári, sem er svipuð upphæð og nú er varið úr ríkissjóði til kirkju- og kennslumála í landinu. Jafnvel 3Ú hækkun, er alvinnurekendur hafa þegar boðið, mundi valda ríkis- sjóði um 20 millj. kr. viðbótarútgjöldum, eða svipaðri upphæð og nú er varið til raforkumála og sjávarútvegsmála til samans. Því er það sýnilegt, að ef gengið yrði að kröfum þeirra félaga, sem nú eru í verkfalli, yrði að leggja milljónaskat'a á þjóðina í ein- hverju formi, rúmu ári eftir að komið hefir verið á verulegri lækk- un á beinum sköttum almennings til ríkissjóðs. Saml sem áður finnst málgögnum verkfallsflokkanna það óverjandi af ríkisstjórn- inni að gangast ekki fyrir því, að gengið sé þegar í stað að öllum kröfum verkfallsmanna, jafnt verkamanna sem þeirra iðnaðar- manna, er hafa tvöfaldar og allt að þrefaldar tekjur á við verka- menn. Verkfallsflokkablöðin hafa talið útreikninga þá, sem ríkisstjórn- in hefir látið gera, ranga eða villandi, þar sem reiknað sé með launahækkunum opinberra starfsmanna, sem ekki séu viðriðnir yf- irstandandi launadeilu. En hver mun trúa því, að kommar og kra'ar mundu beita sér gegn launahækkunum opinberra starfsmanna, eftir að kauphækkanir annarra stétta hefðu leitt yfir þegna landsins nýja dýrtíðaröldu með meiriháttar verðhækkunum á helztu neyzluvör- um þjóðarinnar, — landbúnaðarvörum? Og hver mundi trúa því, að verzlunarmenn, sem lagt hafa á sig 3ja til 4ra ára nám til undir- búnings starfi sínu og opinberir starfsmenn, sem eiga enn lengri námsferil að baki til undirbúnings sínum störfum, mundu una 2600 —3000 króna mánaðarlaunum, ef þær stéttir, sem ekkert sérnám þurfa til starfs síns, hafa 3864 krónur á mánuði (án nokkurrar eft- irvinnu), eins og kommúnistar telja nú sjálfsagðan hlut? Vera má, að 3864 kr. mánaðartekjur séu aðeins þurftartekjur, og skal hér enginn dómur á það lagður. Hitt er auðsannað, að fjöldi stétta, sem ekki eiga í verkfalli nú, bera mun minna úr býtum, og enginn þarf að láta sér til hugar koma, að kommúnistar mundu sporna við launahækkun hjá þeim, þegar vitað er, að þeir styðja hátekjumenn til að auka tekjur s.'nar, aðeins ef þeir gera verkfall til að knýja fram hærri tekjur. Bæjarstjórnarmeirihluti krala og kommúnista í Hafnarfirði hef- ir gengið að öllum kröfum verklýðsfélaganna þar, unz launadeil- unni lýkur. Þjóðviljinn á engin nógu sterk orð til að lýsa hneyksl- an sinni yfir því, að bæjarstjórnir annarra kaupstaða, og þá fyrst og fremst í Reykjavík, skuli ekki hafa gert eins. Telur blaðið, að með því að þverskallast við að ganga að öllum kröfum verkfalls- manna, sé „Sjálfstæðisflokkurinn“ með þeirri „ráðsmennsku“ að „s'öðva byggingastarfsemina“, en með því að fara að dæmi bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar „hefði mátt tryggja óhlndraðan undirbún- ing við gatnagerð og holræsalagningu í nýjum íbúðarhverfum"! Það er hverju orði sannara hjá kommúnistum, að ef gengið væri ú hverjum tíma möglunarlaust að hverjum þeim launakröfum, er launþegum hugkvæmist að bera fram, myndi vinna halda óhindrað áfram, þangað til atvinnuvegirnir stöðvast vegna of hárra launa- greiðslna. Og ef nokkuð getur stöðvað byggingaframkvæmdir í landinu, þá væri það sú ráðstöfun. að hækka öll vinnulaun við húsabyggingar um 25—30% eins og kommúnistar vilja. Það, sem mestum erfiðleikum veldur fyrir elnstaklinginn við að koma sér upp eigin íbúð, er sá liður byggingarkostnaðarins, sem nefnist vinnulaun. Verkfall það, sem kommúnistar hafa nú lei’t nokkur stéttarfélög út í, er fyrst og fremst verkfall gegn r'kisstjórninni eða pólitískt verkfall. Með því eru þeir að „þreifa fyrir sér“ sem kallað er. Virkjagerðir á vegum úti er einn þátturinn í undirbúningi þess, sem koma skal. Draumurinn um valda öku kommúnismans lifir enn í vitundinni. Draumurinn um ríki sósíalismans, þar sem verkföll eru bönnuð sem uppreisn gegn ríkinu og hefnt með hinum venjulegu refsiaðgerðum sósíalskra hegningarlaga, — þar sem ríkisvaldið Gilda ekki landslög í verkföllum? — Verkfallsvarzla og stiga- mennska. — Góðir bolnar við lé- legar byrjanir. — Auðu fána- stengurnar í miðbœnum. LOGI SKRIFAR: „Varla kem ég svo inn fyrir dyr í nokkru húsi, að ekki sé talað meira og minna um yfirstand- andi verkfall, sem kommúnistar og Hannibalistar hafa efnt til gegn ríkis- stjórnlnni, að því er æ kemur skýrar í ljós x blöðum kommúnista eftir því sem verkfallið stendur lengur. Og berst þá talið einkum að þeim lögbrotum, sem forkólfar verkfallsins fremja dag- lega, án þess að ve:a þegar dregnir til ábyrgðar fyrir. Og þá sætir það þung- um dómi hjá almenningi, er verkfalls- stjórnin leyfði afhendingu á olíu til húsakyndinga í Reykjavík, en taldi lil verkfallsbrota að flytja olíu austur um land, þar sem enginn átti í verkfalli, og jafnvel rafstöðvar voru að verða ó- starfhæfar vegna olíuskorts. EN FRAMAR ÖLLU ÖÐRU blöskr- ar fólki stigamennska og ofbeldikomm- únista, er þeir láta liðsmenn sína ræna og stela benzíni og kjöti af frið- sömum vegfarendum, eins og vitað er þeir gera í Reykjavík og nágrenni. Götuvirkjagerð þelrra og leit í bif- reiðum á sér enga stoð í lögum. Lögin heimila verkfallsmönnum engar aðrar aðgerðir en þær að varna svonefndum verkfallsbrotum. Stigamennska, rán og þjófnaður er hvergi leyfður, þótt verk- fall standi yfir. Allir vita, að kommún- istum er illa við lög og hlýða lögum allra manna verst. Fyrir þeim er hnefaréttur og grjót hin einu lög. Og haft er eftir einum þekktum kommún- ista hér á Akureyri, að í verkföllum gildi engin lög. Og er ekki von að fá- ráðir menn komizt á þessa skoðun, cf koma á þeirri venju á, að kommúnist- um séu ætíð og ævinlega gefnar upp : akir? Þeir séu með öðrum orðum „stikkfrí" til' hverskonar lögbrota? Treysta þeir kannske á það nú, að sett verði inn í væntanlega kjarasamninga, eins og fordæmi kvað finnast fyrir, að öllum lögbrjótum í verkfallinu skuli gefnar upp sakir? SLÍKIR SAMNINGAR eru óverj- andi. Ef stolið er írá mér kjötskrokk eða benz.'nfati, hefir engin sáttanefnd í vinnudeilu heimild til að gefa þjófn- um upp sakir, hafi ég ekki óskað eftir því. Eg heimta að það mál fari íyrir dómstólana, og ef dómarinn finnur ekkert saknæmt við verknaðinn, beygi ég mig undir það. En ég tel enga nefnd ólögfróðra manna bæra um cð dæma í því máli. Þá tel ég það ekki þolandi, að all konar tartaralýður stundi rán og rupl í blóra við verka- menn, sem eiga í verkfalli, og að upp- gjöf saka hjá þessum ránsmönnum verði til að koma óorði á fjölmenna stétt í landinu, sem í eðli sinu cr strangheiðarlegri en flestar aðrar stétt- ir. Eg vil því láta þá, er stigamennsk- una stunda, hvort sem þeir stunda hana við Geitháls eða Lónsbrú eða hvar annarsstaðar sem er, bera fulla á- byrgð gerða sinna, í stað þess að dreifa henni á alla íslenzka verka- menn, enda veit ég, að tiltölulega fáir þeirra æskja þess. OG LOKS vil ég spyrja: Ilve hár er verkfallssjóðurinn nú orðinn? Er í töl- um þeim, sem upp eru gefnar í blöð- um, meðtalið andvirði þess herfangs í benzíni og kjöti, sem stigamenn komrn- únista hafa rænt (gert „upptækt“ á þeirra máh) vegfarendur, síðan verk- fallið hófst? Eða líta stigamennirnir svo á, að engum komi við nema þeim sjálfum, hvernig þeim matvælum er ráðstafað, er þeir ræna úr bifreiðum á vegum úti?“ ÉG HEF HAFT mjög gaman af þætti Sveins Ásgeirssonar í útvarpinu, einkum hagyrðingaþættinum, og fund- ist sem öðrum, að þrímenningarnlr, sem ferðaet með Sveini um land.ð til upptöku þáttarins séu hver öðrum snjallari. Það er álit margra, að það sé minni vandi að byrja vísu en botna hana, en einhvern veginn finnst mér, að Sveinn hafi ekki vandað eins lil „Byrjendanna" og botnaranna. Tökum byrjunina: Illar vættir æstar berja, — okkar kæra móðurland, og s.ðan botn- inn: þegar vetrarveðrin herja, — Vonaskarð og Sprengisand. Ég kann ósköp illa við að tala um vættir, sem „berji“ móðurland okkar. Leiðinlegt, að byrjandanum skyldi ekki hugkvæm- ast, að láta þær herja landlð. Það gerði þá minna til, þótt botnandinn hefði orðið að láta vetrarveðrin „berja“/einstakar öræfaslóðir, því að allir kannast við orðið „veðurbarinn“. Þá er það hinn klúðurslegi fyrripart- ur: Hefðarstandlð holdið kaus, hátt því andinn grætur, — við hinn snjalla botn: Ekki er fjandinn iðjulaus. Er ekki von, að sumum finnist þessi fyrri- partur vera gerður til að hotna hann með þeim botni og engum öðrum? Eða fyrriparturinn: Vopnum sóttur feigðar fljótt — flý ég óttahraSur. Síðasta orðið stórsniðugt nýyrði. Átti það að vera gildra? En hafi svo verið, sáu snillingarnir fljólt við henni með því að nota orðið flóttamaður! Og loks: I útvarpinu oft ég heyri — iðka brag- list rím nillinga. Sæmilega byrjað, — en botninn ber þó langt af: Drekka menn á Akureyri — enn í gegnum Siglfirðinga! SEM SAGT: Botnarnir eru snjallir en fyrrihlutarnir margir liverjir hnoð, sem virðist bögglað saman framan við góða botna. Því væri það reynandi til að fá út úr þessum vísum það bezta, sem fá mætti, að Sveinn legði fyrir hagyrðingana á þeim stöðum, sem I þátlurinn er hverju sinni tekinn, að senda fyrriparta upp á sviðið, sem , snillingarnir botna síðan af sinni snilli, [ í ctað þess að tína upp úr pússi s.'nu skammtar verkamanninum laun hans og ætlar yfirmanni hans tí- föld eða tvítugföld laun ólærðra verkamanna. Slíkur er draumur kommúnis'.ans, — en ekki draumur verka- mannsins. lélega gerða fyrriparta, sem enginn veit, hver er höfundur að. PÁSKARNIR ERU NÚ LIÐNIR HJÁ, án páskahrets. Veðurblíða alla dymbilviku og páskahelgina í tilbót. Á páskadagsmorgun reis fánahafið yfir hús borgaranna, cinkum í úthverfum bæjarins. Sáust þar fáar auðar steng- ur. Öðru máli var að gegna um „hjarta bæjarins", þ, e. miðbæinn. Ég gekk þar um eftir hádegið á páskadag og krossbrá. Af horninu við Landsbank- ann nýja sá ég tvo fána við hún, ann- an á BSA, hinn á Brauns-verzlun. En auðu fánastengurnar voru fleiri en ég gat talið vlð Ráðhústorg og Hafnar- stræti. Að vísu voru þær óvenjulega margar þenna dag, af því að stengurn- ar, sem bærinn lét setja upp fyrir 1. apríl, höfðu ekki verið fjarlægðar. Og ég rölti inn Hafnarstræti, skyggndist upp Kaupvangsstræti, en allt kom fyrir ekki. í fjarlægð sá ég hylla undir fyrsta fánann innan við miðbæinn, — fána góðtemplara á Skjaldborg. En ís- lenzkan fána var hvergi að sjá við að- alumferðagötu bæjarins frá Brauns- verzlun að Samkomuhúsi bæjarins. Vísnabálkur Vísnaþáttur Sveins Ásgeirsson- ar í Varðborg 6. marz 1955. í útvarpinu oft ég heyri iðka braglist rímsnillinga. Botn: Drekka menn á Akureyri enn í gegnum Siglfirðinga. (K. f.) Illar vættir æstar berja okkar kæra móðurland, Botn: þegar vetrarveðrin herja Vonaskarð og Sprengisand. (G. S.) Ilefðarstandið holdið kaus, hátt því andinn grætur. Botn: Ekki er fjandinn iðjulaus, ef að vanda lætur. Glatt liefir margan góðan dreng glettna konu að hitta. Botn: Ennþá leggur ör á streng Amor bogaskytta. Lífsins tel ég lykkjuföll líkt og gömul kona. Botn: Mín er bráðum ævin öll ælla ég að vona. (G. S.) Vopnum sóttur fe'gðar fljótt flý ég óttahraður. Botn 1: Brott frá drótt á dimmri nótt dæmdur flóttamaður. ' Botn2: Ekki er rótt að eiga nótt eins og flóttamaður. Leiðir allar einn ég geng undan hallar fæti. Botn: Oft ég lalla í einum keng eftir Vallarstræti. (K. í.) Þá fengu áheyrendur þenna fyrnpart til að bolna: Nálgast vorið Norðurland, nóttin styttist óðum. Af 84 sendum botnum hlaut þessi botn Sieindórs Steindórsson- ar verðlaun: Logar yzt við eyjaband eldur af sólarglóðum.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.