Íslendingur - 14.04.1955, Page 6
6
ISLENDINGUR
Fimmtudagur 14. apríl 1955
(,,Offset“-herfa), sem hér hafa
verið notuð til þessa.
Athugum fyrst Skerpiplægj una.
Þó að miklu fljótlegra sé aS herfa
flag plægt með Skerpiplóg, svo að
fáist svart flag og góður sáðbeð-
ur, heldur en grasrótarplægju eft-
ir þrískera akurplóg, er það þó
mj-ög undir því komið, að rétt og
vel sé plægt með Skerpiplógnum.
III plæging eftir Skerpiplóg er
voði og óhæfa. Trölla-frágangur,
óboðlegur öllum verkfærum,
nema ýtunni einni, til frekari
vinnslu. Annaðhvort verða menn
að geja sér tíma til að plœgja vel
með Skerpiplógnum, eða að láta
vera að p'.œgja með honum. Mun-
ið að hejja plœginguna alltaj á
miðjum teig en aldrei út við
skurði, og að hver einasti streng-
ur á að liggja kyrjilega. Þetta er
auðvelt, að fenginni ofurlítilli æf-
ingu, ef ýtumaðurinn aöeins ger-
ir sér þetta Ijóst, að svona á og
þarf þetta að vera, og að öll af-
sláttarsemi* í verkinu er honum
til vansa og þeim sem njóta til
skaða.
En þó að rétt og vel sé plægt
með Skerpiplóg, er plægjan gróf
og stórstrengjótt, sérstaklega eftir
stærri plóginn. Venjuleg lítilfjör-
leg diskaherfi eiga því lítið erindi
í flagið. Herfið þarf að vera viða-
mikið. ef vel á að vera. Hinsveg-
ar reynir langtum minna á herfið
við að herfa strengina heldur en
heilt land og óplægt, en til beggja
verka þarf traust og þungt herfi.
(Niðurlag í nœsta blaði.)
Akljundur Borna-
verndaríélflfls Ahureymr
var haldinn í fundarsal Lands-
bankans á pálmasunnudag.
Félagið er nú 5 ára og gaf
stjórnin skýrslu um starf félags-
ins s.l. ár. Samkvæmt reikningum
á félagiö í sjóði um 74.000 kr.
Hefir fjáröflun félagsins gengið
vel á árinu, en fjár hefir verið
aflað með merkjasölu, kaffisölu,
bazar og fleiru.
Hannes J. Magnússon, skóla-
stjóri ræddi um framtíðarstarf
semina og var í sambandi við það
samþykkt eftirfarandi tillaga:
„Aðalfundur Barnaverndarfé-
lags Akureyrar samþykkir að
fela stjórninni að gera tilraun
með slofnun og rekstur leikskóla
næstkomandi haust, og leita fyrir
sér með útvegun húsnæðis í því
skyni, svo og sérmenntaðrar
kennslukonu til að veita slíkum
skóla forstöðu.“
Stjórn félagsins var endurkos-
in, en hana skipa: Eiríkur Sig-
urðsson, formaður, Jón J. Þor
steinsson, ritari, Hannes J.
Magnússon, gjaldkeri, séra Pétur
Sigurgeirsson og Elísabet Eiríks-
dóttir, meðstjórnendur.
Kennarinn: Eruð þér áhyggju
jullur út aj spurningunni?
• Nemandinn: Nei, alls ekki út af
spurningunni, en það er svarið,
herra kennari.
Auglýsing
nm skoðun bifreiða í
lögsagnarumdæmi Eyjaíjarðar
Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að aðalskoðun
bifreiða fer fram frá 3. maí til 2. júní næstkomandi, að báðum dög-
um meðtöldum, sem hér segir:
Þriðjudagur 3. maí A- 1— 50
Miðvikudagur 4. — A- 51— 100
Fimmtudagur 5. — A- 101— 150
Föstudagur 6. — A- 151— 200
Mánudagur 9. — A- 201— 250
Þriðjudagur 10. — A- 251— 300
Miðvikudagur 11. — A- 301— 350
Fimmtudagur 12. — A- 351— 400
Föstudagur 13. — A- 401— 450
Mánudagur 16. — A- 451— 500
Þriðjudagur 17. — A- 501— 550
Miðvikudagur 18. — A- 551— 600
Föstudagur 20. — A- 601— 650
Mánudagur 23. — A- 651— 700
Þriðjudagur 24. — A- 701— 750
Miðvikudagur 25. — A- 751— 800
Fimmtudagur 26. — A- 801— 850
Föstudagur 27. — A- 851— 900
Þriðjudagur 31. — A- 901— 950
Miövikudagur 1. júní A- 951— 1000
Fimmtudagur 2. — A- 1001— 1015
Ennfremur fer fram þann dag skoðun á bifreiðum, sem eru í
notkun í bænum, en skrásettar eru annars staðar. Ber bifreiðaeig-
endum að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Gránu-
félagsgötu 4, þar sem skoðunin er framkvæmd frá kl. 9—12 og
13—17 hvern skoðunardag. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða
leggja fram fullgild ökuskírteini. Ennfremur ber að sýna skilríki
fyrir því, að Iögboðln vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Van
ræki einhver að koma bifreiö sinni til skoðunar á tilteknum
tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiöalögunum
ög bifreiðin tekin úr umferð hvar, sem til hennar næst.
Ef bifreiðaeigandi getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum fært
bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber honum aÖ tilkynna
það bifreiðaeftirlitinu.
Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu
ávallt vera vel læsileg og vel fyrir komið. Er því hér með lagt
fyrir þá bifreiðaeigendur, sem þurfa að endurnýja eða lagfæra
númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust. Þetta til-
kynnist hér með öllum, er hlut eiga að máli til eftirbreytni.
Skrifstofa Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu,
13. apríl 1955.
ALF ERLING: 67
Bræður myrkursins
Skyndilega hvessti hann augun á ákveðna manneskju í salnum.
Það var karlmaður, sem stóð í ákafri samræðu við annan gest, sem
hafði nokkur tignarmerki í barminum.
Sarkas fursti fylgdist með augnaráði hans, og Ivan Disna greip
í ermi hans.
— Hver er þessi maöur, furs'i? spurði hann.
— Hvorn þeirra eigið þér við?
— Þann einkennisbúna.
— Nú, það er austurríski sendiherrann. Þér virðist hafa áhuga
fyrir honum.
— Já.
— Það er þó sannarlega ekkert grunsamlegt við hann.
— Hann minnir þó lítillega á Osló greifa.
Sarkas fursti hló.
— Nei, góði Disna, nú eruð þér víst farnir að sjá ofsjónir um
hábjartan dag, sagði hann.
— Hann hefir nákvæmlega sömu sérkennilegu handahreyfing-
arnar og Osló greifi, sagði Ivan Disna.
— Osló greifi hefir víst haft svo djúp'æk áhrif á yður, að þér
þykist hvarvetna sjá hann, sagði furstinn hlæjandi.
Ivan Disna virtist ekki taka eftir þessari athugasemd.
— Hve lengi hefir austurríski sendiherrann dvaliö hér í Pét-
ursborg? spurði hann.
— Hann er alveg nýlega tilnefndur, svaraði furstinn.
— Já, einmitt.
— Það er hugsanlegt, að eitthvað kunni að vera Ekt með sendi-
herranum og Osló greifa, hélt furstinn áfram. — En sendiherrann
ábyrgist ég, og látið yður það nægja.
Hann fyllti glösin með því, sem eftir var í kampavínsflöskunni,
og samtal þeirra hneigðist i aðrar áttir, þar til hin íburðarmikla
veizla var á enda.
Uti í anddyrinu rakst Disna á Lemberg, sem einnig hafði verið
í veizlunni.
— Hafiö þér tekið eftir austurríska sendiherranum, Lemberg?
spurði Disna.
Lemberg leit undrandi á hann.
— Austurríska sendiherranum? Nei.
— Sá maöur er að minni hyggju bæði í útliti og hreyfingum
ekki ólíkur Osló greifa.
Lemberg hrökk saman.
— Þér meinið ....
Ivan Disna yppti öxlum.
— Ég meina ekkert sérstakt, Lemberg, svaraði hann. •— Ég
hef engan rétt til að álíta eitt né neitt í því efni. En þér þekkiö
þó Osló greifa. Hann er vís til alls. Hann teflir djarft og glæfralega.
Komið, Lemberg. Við skulum sjá, þegar sendiherrann fer frá
höllinni.
Hann greip undir handlegg Lembergs, og í næsta vetfangi s'óðu
þeir úti fyrir vetrarhöllinni, þar sem löng röð bifreiða beið hinna
tignu ges'a til að aka þeim heim.
Ivan Disna og Lemberg tóku sér stöðu neðan við breiðu þrepin,
sem gestirnir urðu að ganga niður að bifreiðunum, og rétt á eftir
sáu þeir austurríska sendiherrann koma.
Disna þreif í Lemberg og dró hann með sér bak við eitt stóra
ljóskerið framan við höllina.
— Þarna er hann, Lemberg, sagði hann. — Virtu hann nú
fyrir þér og segðu mér, hvort þér finnst ekki eitthvað í fari hans
minna á Osló greifa.
Austurríski sendiherrann gekk hægt niður þrepin og stanzaði
þar augnablik til að svipast um eftir bifreiÖ sinni.
— Taktu nú vel eftir honum, Lemberg, sagði Ivan Disna.
— Þér hafið rétt fyrir yður, sagði Lemberg, sem athugaði sendi-
herrann nákvæmlega. — Ef maður rakaði skeggið af sendiherran-
um, mundi andlit hans minna óþægilega á Osló greifa.
— Það er líka m.’n skoðun, sagði Disna.
Vissulega gæti sendiherrann líkzt Osló greifa, en þegar til kast-
anna kom, var Lemberg þó á sömu skoðun og Sarkas fursti. Það
var óhugsandi, að sendiherrann gæti verið sami maður og Osló
greifi. Hvernig hefði Osló greifi átt að fá tækifæri til að koma
fram sem sendiherra fyrir Austurríki?
Þessar hugsanir þutu gegnum höfuðið á Lemberg, meðan augu
hans og Disna fylgdu hverju fótmáli sendiherrans að vagninum, er
beið hans.
— Komið nú, Lemberg, sagði Ivan Disna og tók undir hand-
legg hans. — Við skulum fylgja ökutæki sendiherrans eftir. Ég
get ómögulega sofið rólega í nótt, ef ég fæ ekki úr því skoriÖ,
hvort ég er á villigötum eða að sendiherrann sé í raun og veru
Osló greifi.
— í hreinskilni sagt, ég held .... <>»