Íslendingur


Íslendingur - 13.07.1955, Page 5

Íslendingur - 13.07.1955, Page 5
Miðvikudagur 13. júlí 1955 ÍSLENDINGUR s Ávarp til Almenna bókafélagið er til þess stofnað að efla menningu þjóðar- innar með útgáfu úrvalsrita í fræðum og skáldskap og veita mönnum kost á að eignast þau með eins vægum kjörum og unnt reynist. Verður af því tilefni haf- in söfnun áskrifenda um land allt og er til þess ætlazt, að fyrstu bæk urnar ge'i borizt félagsmönnum í hendur á öndverðum næsta vetri. Hér verður því ekki við kornið að ræða útgáfuáætlun félagsins í einstökum atriðum, en stjórn þess mun að sjálfsögðu gera nánari grein fyrir henni annars staðar. Að sinni skal aðeins sag', að fé- lagið mun telja sér skylt að velja til útgáfu þær bækur einar, sem að beztu manna yfirsýn eru til þess fallnar að veita lesendum sín- um hlutlausa fræðslu eða l's'ræn- an unað. Væntir félagið sér að geta, er stundir líða, átt heilla- vænlegt frumkvæði að ritun ým- issa þeirra bóka, sem þjóðinni megi verða varanlegur fengur að, auk þess sem kos' að verður kapps um að fá góð rit heimsbókmennt- anna færð í íslenzkan búning. Það er öllum mönnum vitan- legt, að þjóð vorri er nú, að rof- inni einangrun landsins og ný- fengnu sjálfstæði, margur vandi á höndum í menningarefnum, og geta örlög hennar um langa fram- tíð ollið á því, hversu til tekst um stefnu hennar á næstu árum. Fyr- ir því er henni fátt mikilvægara en að gera sér sanna og rétta grein fyrir kjörum s'num og öll- um aðs'æðum. Auðsæ rök liggja að sama skapi til þess, að félag ísltðdilljl vort mun í bókavali sínu hafa um- fram allt það tvennt í huga að kynna íslendingum andlegt líf og háttu samtíðarinnar og glæða á- huga þeirra og virðingu fyrir menningarerfðum sínum, sögu, þjóðerni og bókmenntum. Vér, sem kjörnir höfum verið fyrstir stjórnendur og bókmennta- ráðsmenn félagsins, höfum skipt- ar skoðanir á mörgum lilutum, og er raunar þarflaust að láta slíks getið um frjálsa menn. En um það erum vér allir sammála, að hamingja þjóðarinnar sé undir því komin, að jafnan megi takast að efla menningarþroska hennar og sjálfsvirðingu, og væntir Al- menna bókafélagið þess að geta átt þar hlut að máli. Treys’um vér því, að samhugur alls þorra almennings með þessum megintil- gangi endist félaginu til æskilegs brautargengis og giftusamlegra á- taka. Heilsuvernd, 2. hefti þ. á. er nýkomið út. Skrif- ar ritstjórinn, Jónas Kristjánsson læknir greinina: Læknisfræðin á viðsjárverðum tímamótum. Þá skrifar hann ntinningargrein um Sigurjón Pé'ursson verksmiðju- eiganda og ferðaþátt frá Alassio (úr Ítalíuferð). Aðrar helztu greinar heftisins eru: Boðskapur frá járnöld, Youga-hreinlæti, Krókur á móti bragði og „Óleyfi- leg lyfjasala“. Ennfremur eru þar félagafrétíir, mataruppskriftir og ýmislegt smávegis. 8kýr§la írá 4mt§boka saí'iiinia á Aktircyri Lesstofan frá 11. júní til 20. mai. Gestir: Sumarmánuðina 216. Okt. 109, nóv. 120, des. 76, jan. 95, febr. 175, marz 212, apríl 126, maí 49. Samtals gestir á les- stofu 1294 (1031). JJtlán frá miðjum júní til 30. apríl. Notendur 911 (876), auk þess lánað í 5 togara. Fjöldi heimlánaðra bóka: Barnabækur 3514, skáldsögur þýddar á ísl. 8973, skáldsögur eftir ísl. höf. 2056, landlýsingar og ferðasögur 615, ævisögur og minningar 1266, ísl. saga og ísl. fræði 652, aðrir flokkar ísl. bóka 426. Erlendar bækur alls 3867. Alls heimlánað 21369. Á lesstofu 1341. Samtals 22710 (20595). Notendur safns- ins alls 911 -f 5 -f 1294 = 2210 (1912). Svigatölurnar frá fyrra ári. Ritauki: Auk skyldueintaka bættust safninu frá 24. júní 1954 til 31. maí 1955 alls 879 bindi (334). Gefendur: Eyjólfur Árna- son 11 bindi, Jónas Rafnar, Krist- nesi 1 bindi, ónefndur verkamað- ur 3 bindi, ónefndur 10 bindi, Steingr. J. Þors'einsson 5 bindi, Utanríkisráðuneytið 2 bindi, Mír Ak. 9 bindi, Nordisk Handelska- lender 1 bindi, United States In- formation Center, Rv. tímaritin Life, Time, New York Times, Pro- blems of Commuhism og 6 bindi, Voks U. S. S. R. New Times og U. S. S. R., M: Andersen, The Ro- tarian, Norska utanríkisráðuneyt- ið, Kunsten i Dag, Akureyrar- blöðin, Vísir, Hagtíðindi, Hag- skýrslur, Lögberg og Heims- kringla, send safninu af útgefend- um. Safnið var opið til útlána tvisv- ar í viku yfir sumarmánuðina og þrisvar í viku frá október byrjun fram um mánaðamótin apríl— maí, þann tíma var lesstofan op- in alla daga, nema sunnudaga. Húsnæði safnsins rýmkaði mikið við það að neðsta hæð hússins Hafnarstr. 81, þar sem safnið er til húsa, var keypt. Nokkur hluti hæðarinnar hefir þegar verið tekinn í notkun fyrir safnið. Microfilmusafnið var töluvert notað af fræðimönnum. Menningarsjóður Kaupfélags Eyfirðinga gaf safninu tvö les- tæki, sem er hin ágætasta gjöf. I sumar verður safnið opið til útlána miðvikudaga kl. 4—7, opnað var 22. júní. | *— Frá B.Í.K. Bindindisfélag íslenzkra kenn- ara hélt aðalfund sinn 10. júní í Reykjavík, að undangengnu tveggja daga námskeiði um bind- indismál. Formaður B. í. K., Hannes J. Magnússon skólastjóri, stjórnaði námskeiðinu. í setningarræðu sinni lagði hann aðaláherzlu á líf- rænt samband félagsins við sem flesta starfandi aðila í skólamál- um þjóðarinnar og nauðsyn þess, að bindindishugsjónin eignist hvarvetna skelegga baráttumenn. Á námskeiðinu voru flult þessi erindi: Sigurður Gunnarsson, skólastj. í Húsavík: Bindindissamtökin á Norðurlöndum. Kristján Þorvarðarson, læknir í Reykjavík: Áhrif áfengis á mannslíkamann. Sveinn Sæmundsson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík: Afengi og afbrot. Esra Pélursson, læknir í Reykjavík: Tóbakið. Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi í Reykjavík: Afengi og í- þróttir. Oll voru erindin hin athyglis- verðus'u. Umræður urðu um sum þeirra. Þau voru öll tekin upp á segulband. Þátttakendur voru 40—50. Að loknu námskeiðinu var svo aðalfundur B. í. K. Formaður félagsins gaf skýrslu um störf þess á síðastliðnu ári, og rædd voru af miklum og alrnenn- um áhuga framtíðarstörf og fyrir- æ'lanir félagsins, svo sem útgáfa smárita urn bindindismál og kennslubókar til fræðslu í barna- og ungmennaskólum, árleg nám- skeið o. fl. Hann skýrði frá því, að Guðjón Krislinsson, gagn- fræðaskólastjóri á ísafirði myndi sækja norræna kennaraviku bind- indismanna, er haldin verður í Finnlandi í næsta mánuði. Nýlur hann til þess styrks frá B. í. K. og Áfengisvarnarráði. Kris’inn Gíslason lagði fram síðasta ársreikning félagsins og var hann samþykktur. Félagið nýtur nú styrks frá áfengisvarna- ráði og er því allvel statt fjár- hagslega. Áfengismálaráðunautur ríkis- ins, Brynleifur Tobiasson s'ór- templar, mætti á fundlnum og flutti snjalla hvatningarræðu til félagsmanna. Hann skýrði frá því, að ákveðið væri að stofna á þessu ári landssamband allra bindindissamtaka á íslandi. Fól fundurinn stjórn félagsins að til- nefna tvo fulltrúa til að mæta á stofnfundi þess. Stjórn og endurskoðendur voru endurkjörnir, eri þar eiga sæti: Hannes J. Magnússon, skólastj., Akureyri, formaður; Jóhannes Óli Sæmundsson, námsstjóri, Ak- ureyri, ritari; Helgi Tryggvason, kennaraskólakennari, Reykjavík, varaformaður; Kristinn Gíslason, kennari, Reykjavík, gjaldkeri; Eiríkur Sigurðsson, yfirkennari, Akureyri, vararitari; Marinó L. Stefánsson, kennari, Reykjavík, og Sigurður Gunnarsson, skóla- Flugferðír hufnar til Þónhufnar Síðas'liðinn laugardag hófust reglubundnar flugferðir hjá Flug- félagi íslands milli Reykjavíkur og Þórshafnar á Langanesi með viðkomu á Akureyri í báðum leiðum. Verður þessi leið farin í sumar á hverjum laugardegi. Um- boðsmaður F. í. á Þórshöfn verð- ur Aðalbjörn Arngrímsson. Fyrra sunnudag lenti Douglas- flugvélin „Gljáfaxi1 11 frá Flugfé- lagi íslands á hinum nýbyggða flugvelli við Þórshöfn, og var þetta reynsluferð. Er „Gljáfaxi“ fyrsta stóra flugvélin, sem lendir á þessum flugvelli. Hin nýja flug- braut er 1000 m. löng, og hefir flugmálastjórnin séð um allar framkvæmdir á staðnum. Með til- komu þessa nýja flugvallar á Þórshöfn verður s'órum bætt úr þeim samgönguerfiðleikum, sem löngum hafa verið við Langanes. í reynsluflugferðinni til Þórs- hafnar fyrra sunnudag voru þeir Örn Ó. Johnson, framkvæmdastj. Flugfélags íslands, Sigurður Jónsson, skrifstofustjóri loft- ferðaeftirlits ríkisins, og Hilmar Sigurðsson, deildarstjóri innan- landsflugs F. í. Þá voru einnig með í förinni þeir Ólafur Páls- son, verkfræðingur flugmála- s'jórnarinnar, og Kristinn Jóns- son, fulltrúi F. í. á Akureyri. Fóru þessir menn til að kynna sér nýja flugvöllinn. Flugstjóri í reynsluferðinni var Snorri Snorra son. Fyrsta áætlunarferðin var svo farin síðastliðinn laugardag. Viðskiptatíðindi fyrir Akureyri nefnist nýtt árs- fjórðungsrit, sem hóf göngu sína hér í bæ fyrir helgina, en útgef- endur eru Kristján Jónsson full- trúi og Arngrímur Bjarnason skrifstofustjóri. Er rit þetta sama efnis og Kaupsýslutíðindi, sem út eru gefin í Reykjavík, þ. e. flyt- ur fregnir og upplýsingar, sem varða alla þá, sem fást við kaup- sýslu og viðskipti, en er þó eigi að síður til fróðleiks fyrir hvern sem er. Fyrst er í heftinu skxá yfir þ'nglesin afsalsbréf á tímabilinu írá 1. jan. s. 1. og fram í júnímán- uð, þá lóðasanmingar (þinglesn- ir), skrá yfir veðskuldabréf út- gefin á tímabilinu og aflýsingu annarra. Loks eru dómar, upp- kveðnir á bæjarþingi Akureyrar 1. jan. til 31. maí, þ. á„ en þeir fjalla einkum um víxil- og skulda- mál, skaðabó'amál og annað, er að almennum viðskiptum lýtur. Aftast í heftinu er svo firmaskrá iðnaðar- og kaupsýslumanna og nokkurra annarra einstaklinga, stofnana og fyrirtækja. Þe'ta nýja tímarit fyllir autt rúm í upplýsingaþjónustu blað- anna, og má því vænta þess, að margir vilji gerast kaupendur að því. Upplagið mun vera lítið. Tómstundflstörí í {élöguin og áfenglsnautn Sænska bindindisnefndin frá' I 1944 skilaði niðurstöðum af rannsóknuin sínum um tóm- stundas'örf og félagslíf æskulýðs- ins í sambandi við áfengisnautn. I Hér eru fáeinar af þessum niður- stöðum: Náið samband er á milli þess, hvernig tómstundum er varið og áfengisnaulnar æskulýðsins. Á- fengisnaulnin er bundin við tóm- s'undirnar. Það er því mikilvægt í þessu sambandi, hvar unglingar verja tómstundum sínum. Undan- farin ár hefir verið mikið rætt um það í Sviþjóð, hvað hægt er að gera, svo að unglingarnir verji tómslundunum vel, en ekki sér íil tjóns. Það sýnir sig, að félagslíf æskulýðsins eykur ábyrgðartil- finninguna gagnvart samfélaginu og dregur úr áfengisnautn. Hins vegar er mikil þátttaka í ahnennu skemmtanalífi líkleg til að liafa gagns'æð áhrif. Fleiri unglingar, sem eru í fé- lögum, eru bindindissamari en þeir, sem ekki eru í neinum fé- lögum. Hins vegar virðist enginn munur vera á því, hvort það eru stjóri, Húsavik, endurskoðendur. í námskeiðsnefnd voru kjörn- ir: Marinó L. Stefánsson, kenn- ari, Þors'einn Einarsson, íþrótta- fulltrúi og Þórður Kristjánsson, kennari, allir í Reykjavík. Félagsmenn B. I. K. eru nú um 70. Fjölgaði þeim um 10 á síðast- liðnu ári. 1 íþróttafélög eða önnur æskulýðs- félög. Rannsóknir nefndarinnar leiða í Ijós, að af piltum á aldrinum 17—20 ára, sem eru í félögum eru 49,6% bindindismenn, en af þeim sem ekki eru í neinum fé- lögum eru aðelns 31,9% bindind- ismenn. Tilsvarandi tölur hjá stúlkum á sama aldri eru í félög- um 56,8% bindindismenn, en 41% af hinum. En þegar kemur að aldrinum 21—26 ára lækka þessar íölur að mun. Áfengissýkin smi'ar marga á þessum aldri. Af körlum, sem eru í félögum eru 25,9% bind- indismenn, en af þeim, sem ekki eru í félögum aðeins 12,9%. Til- svarandi tölur bjá konum eru 52,5% og 28,6%. Sýná þessar tölur að miklu meiri hundraðs- hluti af konum eru bindindismenn en karlar. Enda hafa konur jafn- an tekið virkan þátt í bindindls- starfsemi. Af þessu sézt, að heilbrigt fé- lagslíf er æskilegt fyrir ungt fólk. Þar fær það félagsþörf sinni full- nægt á heilbrigðan hátt. En mik- ið er undir því komið, að öll æskulýðsfélög séu bindindissöm og vinni gegn áfengisnautn. Séu þau það, vinna þau þjóðfélaginu mikið gagn með því að halda æskulýðnum sem lengst frá áfeng- isnau'n og skaðlegum afleiðing- um hennar. (Frá skrifstofu Áfengisvarna- nefndar Akureyrar.)

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.