Íslendingur - 30.05.1956, Page 1
XLII. árg.
ð
í. A. h.f. greiddi
15,5 millj. í YÍiniii-
lann s.l. ár
Stjórn íélagsins öll endurkjörin
Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa h.f. var haldinn síðast-
liðinn laugardag. Formaður félagsstjórnar, Helgi Pálsson, setti
fundinn og nefndi til fundarstjóra Erling Friðjónsson, en hann
kvaddi Pétur Hallgrímsson til að gegna störfum fundarritara. Þessi
fundur var 10. aðalfundur félagsins.
Dýr klössun.
Þá flutti formaður yfirlits-
skýrslu um starfsemi félagsins á
árinu 1955. Kvað hann afkomu
félagsins hafa verið verri en fvr-
irfarandi ár, og kæmi þar margt
til, sem allur atvinnurekstur í
landinu ætti nú við að búa. En
sérstaklega væri kostnaðurinn við
„klössun“ togaranna vaxandi,
eftir því sem þeir eltust. Hefði
samanlagður kostnaður á klössun
togara félagsins sl. ár numið full
um tveim milljónum króna, en
hún hefði farið að nokkru leyti
fram í Reykjavík, þar sem engin
togara-dráttarbraut væri enn til
hér í bænum.
1284 úthaldsdagar.
næsta ár á undan. Eins og áður
segir, voru greiðslur til skips-
hafna fullar 10 millj. kr. en hitt
greiðslur til verkafólks við af-
skipun togaranna hér, fiskverkun
í fiskvinnslustöð og netahnýting-
ar á netaverkstæði félagsins.
Stjórnarkjör.
í fundarlok var gengið til
kosninga á stjórn félagsins og
endurskoðendum. Fráfarandi
stjórn félagsins var öll endurkjör-
in, en hana skipa: Steinn Stein-
sen, Helgi Pálsson, Jakob Frí-
inannsson, Albert Sölvason og
Óskar Gíslason. Endurskoðendur,
Jón E. Sigurðsson og Þovsteinn
Stefánsson bæjarritari, voru einn-
ig endurkjörnir.
Landskjörstjórn telur brotið
gegn anda kosningalaganna,
en telur lagaheimild skorta
til að úrskurða sameiginlegan
landslista
kjósendur að baki sér, en atkvæði
Framsóknar í þeim kjördæmum,
þar sem þeir geta ekki unnið
þingsæti, flutt yfir á Alþýðuflokk-
inn. Á Alþýðuflokkurinn þannig
að fá óeðlilega mörg uppbótar-
sæti. Þannig hugsa þessir flokkar
sér með augljósum rangindum að
fá hreinan meiri hluta á Alþingi,
þótt þeir auki ekki neitt fylgi sitt.
Úrskurður
Á árinu fór togarinn Kaldbak-
ur 13 veiðiferðir fyrir heima-
markað og 2 fyrir erlendan mark-
að. Svalbakur 15 fyrir heima-
markað og 3 fyrir erlendan. Slétt-
bakur 15 fyrir heimamarkað og I
fyrir erlendan. Harðbakur 9 fyr-
ir heimamarkað, 4 fyrir erlendan
og 2 ferðir í leit að fiskimiðum á
vegum ríkisstjórnarinnar. Alls
urðu úthaldsdagar togaranna
1234, en það er rúmum 200 dög-
um fleira en árið áður.
Þegar stjórnmálaflokkarnir, sem hafa menn í kjöri við kosning-
ar til Alþingis, lögðu landslista sína fyrir landskjörstjórn, lýstu urn-
boðsmenn Sjálfstæðisflokksins þeirri skoðun sinni, að Alþýðuflokk-
urinn og Framsóknarflokkurinn gætu ekki hvor um sig haft lands-
lista, þar eð hér væri raunverulega um einn kosningaflokk að ræða.
Óskuðu þeir úrskurðar landskjörstjórnar um þetta atriði. Tóku
umboðsmenn Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins undir
þessa kröfu.
Sameiginleg
framboð.
í greinargerð umboðsmanna
Sjálfstæðisflokksins var vitnað
til margra ummæla forustumanna
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
fl. um „algert kosningabanda-
lag“, um „sameiginleg framboð“
og „sameiginlega 6tefnuyíirlýs-
ingu“. Var á það bent, að t. d. í
Árnessýslu og Reykjavík er sam-
vinna flokkanna svo náin, að ann-
ar flokkurinn velur frambjóðend-
ur á lista hins flokksins. Jafn-
framt hafa forustumenn flokka
þessara lýst yfir, að þeir muni
liafa samvinnu eftir kosningar um
framkvæmd hinnar sameiginlegu
stefnuskrár.
Biotið gegn anda
stjórnarskrórinnar.
Loks er það ljóst, sem er al-
varlegast í málinu, að kosninga-
samvinna flokkanna byggist ívrst
og fremst á því að misnota á-
kvæði stjórnarskrár og kosninga-
laga um uppbótarþingsæti. Er að
jþví stefnt, að þingmenn Fram-
, sóknarflokksins hafi sem fæsta
landskjörstjórnar.
Landskjörstjórn kvað upp úr-
skurð í málinu seint á mánudags-
kvöld. Var þar fellt með 3:2 at-
kvæðum að taka kröfuna um sam-
eiginlegan landslista til greina.
Kröfuna studdi annar fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í landskjör-
stjórn, Einar B. Guðmundsson,
hæstaréttarlögmaður, og fulltrúi
AIþýðufIokksins,Vilmundur Jóns-
son, landlæknir, en andvígir voru
báðir fulltrúar Framsóknarflokks-
ins, Sigtryggur Klemensson,
ráðuneytisfulltrúi, og Vilhjálmur
Jónsson, hæstaréttarlögmaður, og
ennfremur Jón Ásbjörnsson,
hæstaréttardómari, annar fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins. Þá bar Jón
Ásbjörnsson fram þá tillögu í
nefndinni, að listar Framsóknar
og Alþýðuflokksins í Revkjavík
og Árnessýslu yrðu taldir utan
Framh. á 8. síðu.
4 milljónir í
auknar launagreiðslur.
Að ræðu formanns lokinni las
framkvæmdastjóri félagsins, Guð-
mundur Guðmundsson, reikninga
félagsins og skýrði þá. Kvað han.i
afurðasöluna hafa numið 24.782
millj. króna, en óseldar birgðir
um áramót hafa verið melnar á.
15.6 millj. kr. Launagreiðslur til
skipshafna togaranna hefðu
hækkað um 3.246 millj. kr. (voru
nú fullar 10 milljónir) og í landi
| um 670 þús. kr., en öll þessi
|hækkun stafar af hækkun kaup-
gjalds í landinu.
Vinnulaun
15.4 millj. kr.
Félagið greiddi 15.388 millj.
kr. í vinnulaun á árinu, og er
Iþað milli 3 og 4 millj. meira en
___*___
D-listinn
er listi Sjdifstffðismanna
Utankj örstaðaatkvæðagreiðslu,
er hefjast skyldi sl. sunnudag, var
frestað um 2 daga með bráða-
birgðalögum,meðan landskjör-
stjórn fjallaði um kæru Sjálf-
stæðisflokksins, sem sagt er trá á
öðrum stað í blaðinu. Hófst utan-
kjörstaðakosning í gær, og hafði
þá landskjörstjórn úrskurðað
landslista, þannig merkta:
A-listi, listi Alþýðuflokksins,
B-Iisti, listi Framsóknarflokks-
ins,
D-listi, listi Sjálfstæðisflokks-
ins,
F-listi, listi Þjóðvarnarflokks-
ins,
G-listi, listi Alþýðubandalags-
ins.
Listar flokkanna í tvímennings-
kjördæmum og í Reykjavík eru
merktir á sama hátt og landslist-
arnir.
___*___