Íslendingur

Issue

Íslendingur - 30.05.1956, Page 2

Íslendingur - 30.05.1956, Page 2
ÍSLENDINGUR MiSvIkudagur 30. maí 1956 Röngfterö ummceli Ég sé í „Tímanum", að lög- fræðingar Framsóknarflokksins hafa í greinargerð sinni til and- svara kæru Sjálfstæðisflokksins til landskjörstjórnar tekið orðrétt upp nokkur ummæli úr þingræðu eftir mig. Eiga þau ummæli að sanna það, að raunverulega hafi Sjálfstæðismenn lýst samþykki sínu við þá misnotkun kosninga- laganna, sem Framsókn og Al- þýðuflokkurinn hafa í frammi. Hér er um algera mistúlkun á ummælum mínum að ræða. Þar er það eitt sagt, að 6amkvæmt gildandi kosningalögum sé ekkert við því að segja, að flokkar styðji hver annan á þann hátt, að einn flokkurinn bjóði fram í þessu kjördæmi, en annar í hinu og veiti þannig hvor öðrum gagn- kvæma aðstoð. Um það sagði ég hins vegar ekki neitt, hvort þess konar atkvæðaverzlun væri æski- leg, enda tel ég ekki líklegt, aS kjósendur láti flokksforingja sína ráðstafa sér á þenna hátt. Þaðan, af síður felst það í um- mælum mínum, að eðlilegt sé cða heimilt að flokkur velji frambjóð- endur til þess að taka sæti á lista annars flokks, án þess þó að um sameiginlegt framboð sé að ræða. Slík fásinna kom víst ekki í hug neins þess þingmanns, sem til máls tók við þessar umræður, — að minnsta kosti kom hún ekki fram í ræðum þeirra. Og sízt af öllu felst í orðum mínum viðurkenning á þeirri misnotkun kosningalaganna um uppbótarþingsæti, sem er undir- staða allra reikningskúnsta þeirra, sem kosningasamstarf Framsókn- ar og Alþýðuflokksins byggist á. Uppbótarsætin eiga að vera til jöfnunar milli þingflokka en ekki til þess að auka galla kjördæma- skipunarinnar. í því sama tölublaði „Tímans“ og ummæli mín birtust, getur a5 líta þá röksemd GuSmundar í. Guðmundssonar, talsmanns Al- þýðuflokksins fyrir landskjör stjórn, að framboð hinna sér- stöku landslista Framsóknar og j Alþýðuflokksins séu í samræmi | við ákvæði kosningalaganna, og landskjörstjórn hafi ekki heimild til að auka við þau skilyrði. Mér verður nú á sama hátt á að benda lögfræðingum Framsóknarflokks- ins á það, að það er bæði gagns- laust og ósæmilegt í málflutningi að telja ummæli viðurkenningu á atferli, sem ummælin ails ekki snerta. Magnús Jónsson. Skot út i loftið í „Degi“, er út kom 25. þ. m., getur að líta ritsmíð, sem á að vera svar við greinarkorni því, er ég skrifaði í „ís- lending" 16. maí. Eftir atvikum get ég verið mjög á- nægður með „svarið", því engin til- raun er gerð til að hnekkja einu at- riði af því, sem ég hélt fram í grein minni. Barnalegt gaspur, lélega fyndni og ókurteisleg orð, sem greinarhöf. er að slá um sig með, met ég ekki til svars. Til þess er mál það, er um er rætt, allt of alvarlegs efnis. En það, sem ég vildi bæta við áður sagt, er þetta: Engin skömm mun hvorki mér né neinum skynibornum manni að íhalds- nafni, réttskildu, og sannast sagt mun okkur mörgum liafa þótt Sjálfstæðis- flokkurinn vera full framgjarn og tefla stundum á tæpasta vaðið í ákefð sinni að ná sem fyrst marki í fram- faramálum þjóðarinnar. Hitt mundi mér þykja rnikil hneisa að vera í stjórnmálaflokki, sem kennir sig við framsæknina, en er sótsvart afturhald. Fjórmagn til flokksstarfsemi. Ekkert veit ég um það, hvort ein- hverjir heildsalar kunni að leggja fram fé til starfsemi stjórnmálaflokka, en þykir það ekki ósennilegt. Hitt veit ég, að það eru fleiri heildsalar en Sjálfstæðismenn. f þeirri stétt er að finna æði marga Framsóknarmenn, Al- þýðuflokksmenn og Kommúnista. Mjög þykir mér líklegt, að hver leggi 8Ínum flokki eitthvert lið fjárhagslega. En svu er langstærsti heildsalinn á íslandi, sem mun, að því að ég hefi heyrt ugt, hafa með höndum allt að eða um helm- ing af öllum innflutningi þjóðarinnar, það er Samband ísl. samvinnufélaga. Til að fylgja sömu rökum og greinar- höfundur, ætti þetta fyrirtæki að haldj uppi stjórnmálastarfsemi Framsóknar- flokksins og þar sem greinarhöf. miðar við gjaldstyrkleika heildsalanna, geri ég ráð fyrir, að Framsóknarflokkurinn ætti ekki að vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega og hafa ekki Sjálfstæðis- flokkinn af neinu að öfunda í því efni, enda ætti þá Framsóknarflokkurinn ekki að vera minni flokkur en Sjálf- stæðisflokkurinn, ef stærð flokka ætti aðeins við fjárhagsgetu að miðast. Samvinnumenn, Sjólfstæðismenn. Ekki gerir greinarhöf. neina tilraun til að hrekja það, að fjöldi samvinnu- manna sé í Sjálfstæðisflokknum, enda mundi slíkt algerlega tilgangslaust, en hann reynir að snúa dæminu við og láta líta svo út, að Sjálfstæðismenn verzli við kaupfélögin af því að svo gott sé að verzla þar. Hann má þetta fyrir mér, en það er ekki hægt að leysa dæmið öfugt upp sett. Staðreynd- in er, að fjöldi samvinnumanna eru í Sjálfstæðisflokknum, og hvar þeir verzla, kemur þessu máli ekki við, og ekkert merkilegt við það, að samvinnu- menn verzli við kaupfélög. Einnig verzlar fjöldi Framsóknarmanna við kaupmenn og er að sjálfsögðu ekkert merkilegt við það heldur, en í sam- ræmi við það, sem ég hefi áður haldið fram. Þessir menn hafa bara augun op- in fyrir því, að verzlun og ttjórnmál eru sitt hvað. Greinarhöf. ráðleggur mér að kynna mér samvinnumál, svo ég geti lært hvernig farið sé að því að nota til framkvæmda peninga, sem búið sé að greiða út. Það væri nú að vísu freist- andi að gamna sér svo lítið við svona umsögn, en sleppi því, en af því að ég veit nægilega mikið um útgreiðsluað- ferðir þær, sem greinarhöf. talar um, þarf ég ekki kennslutíina hjá honum í því, en gjarna hefði ég viíjað mega njóta kennslu hans í því, hvernig bændurnir hérna úti i sveitunum fara að því að bæta bú sín og jarðir fyrir slíkar útgreiðslur. Mjólkursamlagið. Hreinn útúrsnúningur er það, að ég hafi gert árás á Mjólkursamlag KEA, enda reynir greinarhöf. ekki að hrekja neitt, sem ég sagði um það. Þessa stofnun tók ég sem dæmi, vegna þess að það hefir, að heita má, einokunar- aðstöðu, að lögum, en ckki vegna þess að það er samvinnufélag. Framleiðslu- gæði þess hefi ég ekki dregið í efa, enda þessu óviðkomandi. Ekki heldur hefi ég neitt sagt um það, hvort þetta fyrirkomulag geti verið hagkvæmt fyr- ir framleiðendurna eða ekki. En á þessu máli, eins og öðrum, eru fleiri en ein hlið. Á því er hlið, sem snýr að neytendunum, og það er sú hliðin, sem ég ræddi um. En úr því að greinarhöf. minnist á byrjunarframkvæmdir injólk urlaganna, þá væri ekki úr vegi fyrir hann að kynna sér hvernig farið var að því að eyðileggja, með framkvæmd mjólkurlaganna, stórkostlegasta bú- rekstur, sem nokkru sinni hefir verið stofnað til hér á landi, en það var Korpúlfsstaðabúið. Fleiri dæmi hirði ég ekki að nefna, þótt af nógu sé að taka. Olíufélagið. Greinarhöf. neitar ekki réttmæti þess dóm8 er það fékk. En hvernig ætli söngurinn hefði orðið, ef SÍS og kaup- félögin hefðu ekki verið jafn stórir hluthafar i því fyrirtæki og þau eru? Ekki hefi ég aðgang að reiknings- haldi olíufélaganna og veit ekki um gróða þeirra, en ég veit ekki betur cn vörur þeirra séu undir verðlagseftirliti ríkisins og ætti það, 6amkvæmt kenn- ingu Framsóknarmanna, að vera trygg- ing fyrir réttu verði. En hitt veit ég, að á sama tíma og „hin“ olíufélögin greiddu viðskiptamönnum sínum af- slátt af viðskiptum sínum í beinhörð- um peningum, greiddi KEA sínum olíuviðskiptamönnum sams konar af- slátt með færslu í stofnsjóð. Hvers virði það kann að verða veit enginn, en það gæti verið skemmtilegt rann- sóknarefni fyrir greinarhöfund að finna út, hvers virði krónan er í dag, með vöxtum og vaxtavöxtum, sem lögð var í stofnsjóð KEA t.d. um sl. aldamót, og gæti þá útkoman orðið uppistaðan í nýja hólgrein um samvinnufélags- skapinn í næsta Degi, Byggingameistaraícl. Akureyrar heldur AÐALFUND sinn að Hótel KEA (Rotarysal) föstudaginn 1. júní n. k. kl. 8,30 síðd. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Framboðsfundir verða haldnir í Eyjafirði sem hér segir: Ólafsfirði, föstudaginn 8. júní kl. 8.30. Hrísey, laugardaginn 9. júní kl. 2. Dalvík, mánudaginn 11. júní kl. 8.30. Þinghúsi Árskógshrepps, þriðjudaginn 12. júní kl. 2. Þinghúsi Skriðuhrepps, miðvikudaginn 13. júní kl. 2. Þinghúsi Saurbæjarhrepps, fimmtud. 14. júní kl. 2. Frambjóðendur. hverjum sem um þær vill fara, þrátt fyrir þennan framlagsmun. Lokaorð. Lengra mun ég nú ekki hafa þetta, en mér sýnist greinarhöfundur muni vera óþarflega óstilltur á geðsmunun- um og ekki sé trútt um, að honum finnist einhver slæðingur f kring um sig, eins og einsetukarlinum, sem fannst stundum vera óhreint í kring um kofann sinn, rauk þá á fætur, greip byssuna sína og „fíraði" út í loftið, en vita má hann að hvernig og hvað oft sem hann hleypir af hólknum, tekst honum aldrei að hitta sannleikann. Hann fer sinna ferða og mun sigra að lokum, þrátt fyrir allan klaufalegan á- róður greinarhöfundar og annarra. Skrifum þessum er lokið af minni hendi. Bœjarbúi- Kaupið nestið þar sem úrvalið er mest BORGARSALAN Ráðhústorgi 1. Sími 1100 Hann œtlaði að hyssa hana, en liún maldaði í móinn og sagði: Þú mátt alls ekki kyssa mig. Hann svaraði'- Ég sver við guð, að ég verð að fá að kyssa þig. Þá sagði hún: Jœja, úr því þú hefir svarið það, þá hejirðu sjálfsagt rétt fyr- ir þér, en þú mátt ekki gera svona nokkuð að reglu eða ávana. Steypustyrktarjórn Bindivír (trönuvír) Bindilykkjur Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. Harðviður Valborð T rétex Tjörupappi Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. Ndlcðjr strammi nýkominn. Aðeins eitt stykki af hverri tegund. Anna & Freyja Vanur flatningsmakr óskast til Grímseyjar í á- kvæðisvinnu við fiskaðgerð í sumar. Upplýsingar gefur BJARNI MAGNÚSSON, Grímsey. Göturnar. Greinarhöf. virðist ekki skilja það, að ég tók göturnar aðeins sem dæmi um það að gjaldendur yfirleitt í bæn- um greiða til viðbótar sínum réttmæta hluta, einnig verulegan hluta af því, sem KEA ætti að réttu lagi að greiða, til opinberra framkvæmda í bænum. Auðvitað eru svo göturnar eign bæj- arins að svo miklu leyti, sem um eign getur verið að ræða, og jafnfrjáUar J « fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsýslu verður framvegia í HAFNARSTRÆTI 101 (Amaróhúsinu). Skrifstofan verður opin fyrst um sinn alla virka daga kl. 10—19 og 20—22. Simi skrifstofunnar er 1578 og 1325. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og í Eyja- fjarðarsýslu eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna varðandi öll mál, sem við koma kosningaundirbúningi. —

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.