Íslendingur

Issue

Íslendingur - 30.05.1956, Page 8

Íslendingur - 30.05.1956, Page 8
íslendingur kemur nœst út laugar- daginn 2. júní. Bíður mikið efni þess blaðs. Aðaljundur Kaupfélags Eyfirðinga hófst hér í bænum í gær og mun vænt- anlega Ijúka í dag. Kappreiðar. Hinar áður auglýstu kappreiðar Hestamannafélagsins Léttis sem féllu niður vegna flóða f Eyja- fjarðará, verða haldnar næstkomandi laugardag, 2. júní, kl. 15.30. Kyljingar. Keppnin um Gunnarsbik- arinn hefst laugardaginn 2. júní kl. 2. Leiknar verða 18 holur. Keppnin held- ur svo áfram um aðra helgi. Laugar- daginn 9. júní kl. 2 18 holur og sunnu- daginn 10. júní kl. 8.30 36 holur. — Keppt er með fullri forgjöf. Keppend- ur eru beðnir að mæta 15 mín. fyrir auglýstan tíma vegna útdráttar. Kapp- leikanefndin. Leiðrétting. Sú villa slæddist inn í grein um kjósendafjölgun í landinu í síðasta miðvikudagsblaði, að þrír kaupstaðir væru í Gullbringu- og Kjós- arsýslu, en þeir eru aðeins tveir (Kefla- vík og Kópavogur). Bijreiðaskoðun. Miðvikudag 30. maí A-901—950. Fimmtudag 31. maí A-951 —1000. Föstudag 1. júní A-1001—1050. Tónlistarskóla Akureyrar verður slit- ið í Lóni á morgun kl. 6 síðdegis. Sprettutíð hefir vcrið góð að undan- förnu, og er þegar farið að slá lóðar- bletti hér í bænum. Á Eiðsvelli er kaf- gras, og var byrjað að slá hann í fyrra- dag. Dánardœgur. SI. laugardag andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu Ingibjörg Tryggvadóttir frá Kristnesi 84 ára að aldri. Ingibjörg var greind mannkosta- kona, hjartahrein og velviljuð öllum, er hún hafði kynni af. Hjálprœðisherinn. Föstudaginn kl. 20.30: Söng- og hljóðfærahátið. Kapt. Tellefsen og frú stjórna og tala. Ein- söngur, tvísöngur, einleikur á cornett og fleira. Sunnudaginn kl. 16: Útisam- koma; kl. 20.30 almenn samkoma. — Verið hjartanlega velkomin. Kirkjan. Messað f Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 1.30 e.h. Sjómanna- dagurinn. Sálmar: Nr. 68, 364, 124, 660 og 58. Athugið breyttan messu- tíma. (K. R.) ____*_____ t Gestur Kristinsson bóndi í Ytra-Dalsgerði í Saurbæj- arhreppi varð bráðkvaddur að heimili sínu á annan hvítasunnu- dag, aðeins 46 ára gamall. Gestur var sonur hjónanna Kristins Jónssonar írá Torfufelli og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur (frá Þormóðsstöðum í Sölvadal) er Iengi höfðu búið að Ytra-Dals- gerði. Fyrir nokkrum árum kvæntist Gestur Jakobinu Sigurvinsdóttur frá Völlum, og áttu þau 5 ung börn. Gestur heitinn var dugnað- armaður, sem gerði sér far um að bæta jörð sína eftir mætti, hóg- vær í dagfari og vinsæll meðal sveitunga sinna. Kom það bezt í Ijós við útför hans í fyrradag. Var hann þá jarðsunginn að Möðruvöllum við meira fjöl- menni en kirkjan gat rúmað. Með fráfalli Gests er sár harm- Miðvikudagur 30. maí 1956 ur kveðinn að ungri konu hans og börnum, og sveitin hans hefir orðið að sjá á bak góðum og gegnum dreng. Markvörður Keflvíkinga grípur j.nöttinn. Ljósm. H. Ingimarsson. Bsjaihcppni Ahureyrar 09 Síðastliðinn laugardag fór fram hér í bænum bæjarkeppni í knatt- spyrnu milli Akureyrar og Kefla- víkur. Keppt var um fagran silf- urbikar, sem gefinn var af Aðal- stöðinni h.f., Keflavík. Akureyri vann bikarinn í þetta sihn með 3:2. Bikarinn vinnst til eignar með því að vinna hann þrisvar í röð eða 5 sinnum alls, og verður keppt til skiptis á stöð- unum. Fyrirhuguð er bæjarkeppni milli Akureyrar og Reykjavíkur í Reykjavík 15. ágúst næstkomandi. ___❖____ Gleymdi síðustu kosningum Alþýðumaðurinn birtir í gær töflur yfir kjósendafylgi Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri við nokkrar kosningar til Alþingis og til samanburðar sameiginlegt fylgi Alþýðuflokksins og Fram- sóknar við þær hinar sömu. Sam- anburður blaðsins nær þó ekki lil síðustu kosninga, 1953, og virð- ist ritstjórinn hafa gleymt þeim. E. t. v. stafar gleymskan aí því, að þær kosningar vann Sjá'fsiæð' isflokkurinn hér með glæsilegri sigri en nokkrar áður. ___*____ Ndlefnasnautt b!að Svo snauður er Alþýðumaður- inn af málefnum nú fyrir kosn ingarnar, að hann eyðir í gær nær tveim síðum af takmörkuðu rúmi sínu undir skriftamál Áka Jakobssonar, sem a. m. k. hafa verið birt í 3 blöðum áður. I blaðinu getur ekki einu sinni lo líta uppörvunarorð til bændanna í Austur-Húnavatnssýslu ;im að taka vel á móti tryggingastjóran uin á Akureyri og styðja vel við bakið á honum í kosningunum í vor. Athvieðabraslijð Framhald aj 1. siðu. flokka, þar eð það væru ekki hreinir landslistar, en sú tillaga var einnig felld með 3:2 atkvæð' um. Álit einstakra landskjörstjórnar- manna. Landskjörstjórnarmenn gerðu ? fcrnu lagi grein fyrir atkvæði sínu. Einar B. Guðmundsson kvaðst álíta, að hér væri um algert kosn- ingabandalag að ræða, og því ætti að vera einn landslisti. í kosningalögunum væru engin bein ákvæði um kosningabanda- lög, en Ijóst væri, að ineð fram- boðstilhögun Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins væri brotið gegn anda stjórnarskrárinnar og kosningalaganna. Jón Ásbjörnsson taldi ekki eðli- Iegt að úthluta hvorum flokki uppbótarsætum sérstaklega, en hins vegar væri ekki lagaheimild til að úthluta tveimur flokkum uppbótarsætum sameiginlega. Vilmundur Jónsson kvað það hlutverk landskjörstjórnar að standa vörð um kosningalögin og koma í veg fyrir, að ákvæði þeirra og andi væru brotin eða sniðgengin. Lagði hann áherzlu á, að algert kosningabandalag væri milli Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins og bæri því að úthluta þeim uppbótarsætum sameiginlega. Sigtryggur Klemenzson og Vil- hjálmur Jónsson töldu verða að halda fast við bókstaf kosninga- laganna. Landskjörstjórn íelur broíið gegn anda stjórnarskrór og kosningalaga. Þótt meiri hluti landskjörstjórn- ar telji ekki auðið að taka til greina kröfuna um sameiginlegan landslista vegna orðalags kosn- ingalaga, liggur samt ótvírætt fyrir, að meiri hluti landskjör- stjórnar telur brotið gegn anda stjórnarskrár og kosningalaga með atkvæðabraski Hræðslu- bandalagsins. Það er staðfest, að þetta brask er svo fráleitt, að höf- j undum kosningalaganna hefir ekki komið í hug slikt atferli, þegar kcsningalögin voru samin. Meiri hluti landskjörstjórnar hefir þannig staðfest þá ákæru Sjálfstæðismanna, að Hræðslu- bandalagið hugsi sér að auka þingmannatölu sína með rangind- um. í allan vetur hafa lögfræð- ingar Hræðslubandalagsflokk- anna setið við að reikna út, hversu lengst mætti ganga í því að misnota kosningalögin. Lands- kjörstjórn staðfestir, að rangind- um sé beitt, en meiri hlutinn tel- ur sig skorta lagaheimild til að koma í veg fyrir það. Dókstajur kosningalaganna verndar þannig atkvœðabrask- ið, en kjósendurnir sjálfir munu sjá um það, að ekki verði brotið gegn anda stjórn- arskrár og kosningalaga. Pann dóm geta Hrœðslubandalags- foringjarnir ekki umflúið. Óltinn magnast Aðstandendur H-bandalagsins hafa litið sofið undanfarna daga, eftir að kæran yfir atkvæðabraski jieirra var lögð fyrir landkjörstjórn. Framsókn hafði troð.'ð 4 mönnum inn ó lista Alþýðuflokksins í Rvik. og í þriðja sætinu trónaði Rann- veig Þorstsinsdóttir fyrrv. þing- kona, cftir að hafa hlotið sigur í þrcnnum cða fernum harðsóttum prófkosningum í Framsóknarfé- lögum Reykjavikur. Þetta ótví- ræða traust flokksmanna galt hún með því að segja sig úr flokkn um og genga hinum deyjandi Al- þýðuflokk ó hönd, cftir að spurzt hafði, cð reikningsmelstari Alþfl. „rciknaði með" 1500 otkvæ?: tapi listans, vcgna nafns Rani.- veigar ó listanum! Svo mikill fclmtur er nú í hinni „sigurvissu" fylkingu Hræðslu- bandalagsins, að vænta mó dag- lcga hinna ólíklegustu frcgna þaðan. - Golífréttir - Um síðustu lielgi hófst keppnin um stigabikarinn. Leiknar voru 18 holur. Eftir 9 holur stóðu leikar þann- ig, að Hermann hafði leikið í 37 höggum og Gestur í 38. Gestur lék þenna hring afbragðs vel, og var þó svo óheppinn á 6. holu að slá kúluna út fyrir vallartakmörk, er kostaði hann tvö víti-högg. Eftir tvó hringi var Hermann ÍSLENDINGUR 'æst í lausasöln á eftirtöldum RtöSum'. AKUREYRI: Rlaðasalan. Ilafnarstræti 97, Blaða- og sælgætissalan v. Ráðliústorg, Bókaverzlun Gunnlaugs Tryggva, Bókaverzl. Edda, REYKJAVfK: Bókaverzlun ísafoldar, Söluturninn við Lækjartorg. SICLUFJÖRÐUR: Bókaverzlun BlöndaU. DALVfK: Bókaverz.lun Jóh. G. Sigurðssonar. orðinn sex höggum beztur, og stóðu leikar þannig: Hermann Ingimarsson 77 högg Hafliði Guðmundsson 83 högg Gunnar Konráðsson 83 högg Jóhann Þorkelsson 84 högg. í forgjafarkeppninni standa leikar svo eftir 18 holur: Þröstur Leifsson 74 högg nettó Hermann IngimarEson 75 högg nettó, Gunnar Konráðsson 78 högg nettó. Shcmmdir if vatnavöxtum Síðastliðinn laugardag gekk mikil hitabylgja hér yfir Norður- land, og komst hitinn yfir 20 stig hér í Eyjafirði. Um nóttina kóln- aði aftur í veðri, og á sunnudags- kvöld gengu hríðarél yfir, svo að snjóaði niður undir byggð í Kræklingahlíð. Á mánudaginn, fyrir hádegi, var allhvöss vestan- átt með snöggum byljum. Var mold- og 6androk svo mikið í byljunum, að varla sá milli húsa sums staðar í bænum. í hitanum á laugardaginn gerði mikla vatnavexti. Voru ár kolmó- rauðar og flæddu víða yfir bakka sína, þar á meðal Eyjafjarðará. Gekk hún upp á skeiðvöll Hesta- mannafélagsins Léttis, svo að fresta varð kappreiðum þeim, cr félagið hafði boðað til á sunnu- daginn. Glerá brauzt úr farvegi 8Ínum ofan við ósana og eyði- lagði nokkra skreiðarhjalla Út- gerðarfélags Akureyringa. Fy!I- ingu tók af við bráðabirgðabrú á Þverá á Staðarbyggð, og varð þar ófært yfirferðar. Einnig bil- aði gömul brú á Eyjadalsá í Bárðardal og er ófær. Hjá Grund í Svarfaðardal tók veginn sundur á nokkurra metra kafla, og í Dals- mynni og Höfðahverfi urðu tals- verðar vegaskemmdir. Vaðlaheiði 1 er hins vegar orðin fær bifreið- um, og hefir umferð verið leyfð yfir hana að nýju. Á Suðurleiðinni urðu miklar skemmdir í Hólminum í Skaga- firði og við brýrnar á Kotá og Valagilsá í Norðurárdal. Bráða- birgðaaðgerð hefir farið fram þar, en hætt er við, að þar verði aftur ófært, ef mikla vatnavexti gerir. ___*_____

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.