Íslendingur


Íslendingur - 22.03.1957, Síða 4

Íslendingur - 22.03.1957, Síða 4
4 ÍSLENDINGUR Föstudagur 22. mar* 1957 Kemur út hvem föstudag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjórí og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Fjólug. 1. Sfmi 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354. Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. láttvana §pnrn Dagur segir í forustugrein sinni í fyrradag, að Sjálfstæðisflokkur inn hafi „gjörsamlega brugðizt þeirri skyldu heiðarlegrar stjórn arandstöðu að gera grein fyrir stefnu sinni,“ og sé það eitt hi£ furðulegasta fyrirbæri í íslenzk- um stjórnmálum síðari tíma Þessi vanræksla flokksins sé mjög bagaleg (líklega fyrir ríkisstjórn ina), og síðan spyr blaðið: Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn láta gera í efnahagsmálunum? Á öndverðu ári 1956 rauí Framsóknarflokkurinn skyndilega stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn, og var höfuð ástæðan talin sú, að vegna stefnu Sjálf- stæðisflokksins í efnahagsmálum, sem um of hefði vérið ríkjandi að undanförnu, væri lífsnauðsyn að slíta samvinnunni og leita „nýrra leiða“ til lausnar efna- hagsmálanna. Þær leiðir mundi Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fá3t til að fara, og því yrði að ein- angra hann. Nú skyldi „brotið blað“ í íslenzkum stjórnmálum og sérstaklega efnahagsmálunum. Maður skyldi ætla, að Fram- sóknarmenn hefðu ekki tekið svo fullan munninn um hina ófæru stefnu Sjálfstæðismanna í efna hagsmálunum, ef þeir hefðu ekki haft hugmynd um, hver hún var. og ætti því Hermann Jónasson að geta svarað hinnj áleitnu spurn ingu, er sækir á huga ritstjóra Dags, en ekki er vitað, að stefna Sjálfstæðisflokksins í þessum málum hafi breytzt skyndilega. Hins vegar er komið í ljós, að hinar „nýju leiðir“ í efnahags- málunum fundust ekki í tæka tíð, og var því enn farið að verulegu leyti í slóðir fyrrverandi ríkis- stjórna í þeim efnum, enda þótt allir andstöðuflokkar Sjálfstæðis- flokksins legðu höfuðin í bleyti til að reyna að finna nýju leið- irnar^ sem „brytu blaðið“ í efna- hagsmálunum. Þó voru nú komn- ir í ríkisstjórn mennirnir, sem fyrir ári síðan kunnu það ráð við vandamálum efnahagslífsins að láta banka, olíufélögin og skipa- félögin leggja fram það fé, er til þyrfti að kippa efnahagsmálun- um í liðinn,* en einhvern veginn sást þeim nú yfir þessi þjóðráð og fóru hinar troðnu slóðir um tollahækkanir. Og þegar þeir litu y-fir allt, sem þeir höfðu afrekað og sáu, að nýju leiðirnar höfðu ekki fund- izt, núa þeir hendur sínar og spyrja í uppgjafartón: Ja, hvað hefði stjórnarandstaðan viljað láta gera(!) Stefno Sjólfstæðisflokksins í efnahagsmólum, sem um mörg undanfarin ór hefir verið aflvaki fromkvæmda og framleiðsluaukn- ingar og einstaklingum hvöt til framtaks og dóða, er í höfuðat- riðum þcssi: Frelsi í stað hafta, oðstoð rikisvaldsins við þó, er stofna vilja til nýrra fram- leiðslufyrirtækja eða koma sér upp mannsæmandi húsnæði. Toka tæknina í þjón- ustu athafnalífsins og auka and- legt og efnolegt sjólfstæði. Fram- leiðsluaukning með bættri tækni og hagstæðum viðskiptakjörum er sterkasta undirstaðo blómlegs efnahagslifs og skilyrði þess að nauðsynlegt jafnvægi nóist í þeim til frambúðar. Dagur er í sömu grein með ó- not út af því, að fyrrverandi rík- isstjórn skuli ekki hafa verið bú- in að sjá nýju ríkisstjórninni fyr- ir nægilegu erlendu lánsfé til framkvæmda næstu árin, og hann sakar Sjálfstæðisflokkinn um að ■afa spillt lánstrausti rikisstjórn- irinnar erlendis með því að 5enda erlendum blöðum óglæsi- legar fréttir af stjórnarfarinu. Þessi söngur hefir lengi verið sunginn í stjórnorblöðunum syðra. En enginn þarf í grafgöt- ur um það, að krafa stjórnar- flokkanna um varnarleysi lands- ins og tilkoma Moskvu-kommún- Prettvísi, eða hvað? — Er súr- mjóllcin gerð úr undanrennu? — Okur ríkissjóðs á heimilishljóð- fœrum. — Engar hœkkanir, nema hjá ríkinu! Á S.L. SUMRI efndi norskt tízku- fyrirtæki, Ella, til sníðanámskeiða hér á landi, þar sem konum var gefinn kostur á að læra að taka mál og sníða fatnað. M.a. var námskeið þetta hald- ið hér á Akureyri. Konurnar greiddu fyrirfram 50 krónur fyrir námskeiðið, en 6Íðar skyldi þeim send sníðabók og mál- band, er þær greiddu gegn cftirkröfu, en án bókarinnar og málbandsins höfðu þær ekkert gagn af námskeið- inu. Síðan eru liðnir mánuðir, og hafa aðeins fáar konurnar fengið bókina senda og innleyst hana, en málbandið var ókomið fyrir skemmstu. Ilefir þetta að sjálfsögðu vakið réttláta gremju hjá viðkomandi konum, og hafa þær snúið sér til umboðsmanns fyrirtækisins hér á landi, sem er dansk- ur klæðskeri í Reykjavík. Kveður ista i ríkisstjórn hefir óhjókvæmi- lega spillt lónstrausti íslands sem og öðru trausti meðal vestrænna þjóða. Og þótt Sjólfstæðisflokk- urinn njóti af eðlilegum óstæðum meira trausts meðal lýðræðis- þjóða úti i heimi en aðrir is- lenzkir stjórnmólaflokkar, er það broslega fróleit kenning, að hann stjórni penna ritstjórcnna við stórblöð heimsins. Hverjir felldu frumvarpið? Dagur segir frá afdrifum frum- varpsins um HúsmæSrakennara- skólann í Efri deild Alþingis, og birtist frásögnin 13. marz. Eftir að liafa vikið nokkrum orSum að þeim reykvísku konum, sem held- ur vilja leggja skólann niður en halda hann utan Reykjavíkur, bætir hann við þessum bugleið- ingum: „ASeins 1 Sjálfstæðismaður mætti við atkvæðagreiðsluna og greiddi liann alkvæði á móti. Er sárt til þess að vita, að margir þingmenn dreifbýlisins skuli svo ánetjaðir áhrifavaldi höfuðborg- arinnar og skrautlega búnum konum, að þeir steingleyma stór- um orðum um jafnvægi í byggð landsins.“ Af skiljanlegum ástæðum geng- ur Dagur fram hjá aðalatriði málsins, því, að einu andmælend- urnir í deildinni voru tveir Fram- sóknarþingmenn: Sigurvin Ein- arsson og Páll Zophoniasson. Þriðji Framsóknarmaðurinn, sem vann með atkvæði sínu að því að fella frumvarpið, var hinn ungi seyðfirzki Framsóknarþingmað- ur Björgvin Jónsson. Framsókn- armenn lögðu þannig fram 3 þingmenn til að fella frumvarp- ið. Hefðu hins vegar Austfjarða- þingmennirnir Póll og Björgvin ekki ónctjast hinum skrautlega búnu konum og steingleymt stóru orðunum „um jafnvægi í byggð landsins" en í þess stað greitt at- kvæði MEÐ frumvarpinu, mundi það hafa verið samþykkt i deild- inni og væntanlega orðið oð lög- um. Dreifbýlismaðurinn Páll Zop- honiasson hélt því fram í and- mælum sínum, að þóll finna mætti góða kennslukrafta á Ak- ureyri, þá ieituðu þeir beztu allt- af suður, og því væri kennaraval- ið bezt í Reykjavík. Einnig taldi hann, að Akureyringum væri nær að reyna að dubba upp sinn Hús- mæðraskóla en að vera að seil- hann sig hafa staðið' í bréfaskiptum við Ella-fyrirtækið úl af þessum van- efndum, en ekkert komið út á það nema góð orð og fyrirheit um úrbæt- ur. Hefir hann skýrt svo frá, að hann sé nú að undirbúa málshöfðun gegn fyrirtækinu vegna prettanna. „SÚRMJÓLKURNEYTANDI" hefir tjáð mér, að sér hafi verið sagt, að súrmjólk sú, sem seld er hér frá Sam- laginu, sé ekki venjuleg súrmjólk, heldur sýrð undanrenna, og blandi því margir liana rjóma. Flestir niunu þó hafa litið svo á, að hcr væri um venju- lega 'súrmjólk að ræða, og ráðið það bæði af verðinu á henni og nafninu súrmjólk. — Það er því æskilegt að fá úr því skorið, livort þetta er rétt hermt, því að sjálfsögðu skiptir það verulegu máli um næringargildi súrmjólkurinnar, hvort liún er fram- leidd úr undanrennu eða nýmjólk, þótt hollusta hennar og læknisdómur (ef nota má það orð) kunni að vera á- þekkt. Annars virðist verðlagið vera fremur rniðað við nýmjólk en undan- rennu. TVEIR SJÁLFSTÆÐISMENN bafa á undanförnum þingum flutt tillögu um afnám tolla á heimilishljóðfærum, þar sem urn væri að ræða menningar- tæki, er ekki ætti skylt við „lúxus- varning". Alþýðublaðið skýrir svo ný- lega frá því, að fjárhagsnefnd efri deildar Alþingis leggi til, að verðtoll- ur á flyglum, orgelum, slaghörpum og strengjahljóðfærum verði lækkaður úr 50% í 30%. Lætur blaðið fylgja frétt- inni, að slík tollalækkun mundi hafa í för með sér „verulega lækkun á öllum hljóðfærum." HÆTT ER VIÐ, að blaðinu sjáist þarna yfir nýju tollana og aðflutnings- gjöldin, því að þeir hafa mjög veruleg áhrif á verð hljóðfæra. Hefir tónlistar- vinur einn hór í bæ sagt mér, að með lýju tollunum ntuni verð á einni al- gengri tegund af slaghörpum hækka úr rúmum 30 þús. krónum í ca. 45 þús. krónur, og má þá telja, að nýju álög- urnar leggi algjört innflutningsbann á þessa gripi. Eða er líklegt, að nokkur heimili rísi undir því að verja árstekj- um heimilisföðurins í eitt einasta hljóðfæri? RÍKISSTJÓRNIN og blöð hennar halda því mjög á lofti, að stjórnin hafi stöðvað allar verðhækkanir í landinu. Þetta er þó ekki að öllu leyti rétt. Olí- ur og benzín hækkaði í verði, cn fyrir því munu vera nokkur rök. Ilins vegar Framhald á 6. síðu. ast eftir Húsmæðrakennaraskól- anum. Það situr ekki á Degi að vera með ónot í garð Sjálfstæðis- manna út af afgreiðslu nefnds frumvarps, meðan hann lætur undir höfuð leggjast að hirta Framsóknarmennina þrjá, sem börðust gegn frumvarpinu í Efri deild. Þess má og geta, að meðal f j arverandi deildartnanna var I Hermann Jónasson forsætisráð- , herra og formaður blaðstjórnar , Tímans, en það blað hefir öðr- um blöðum fremur haft hljótt l um sig í sambandi við málefni Húsmæðrakennaraskólans. V ísnabálkur Hér eru fyrst nokkrar stökur eftir Jón G. Sigurðsson í Hof- görðum: Breiðuvík á Snœfellsnesi. Vilji gæfan gjafarík gæði þér ei veita, bústaðar í Breiðtivík bezt er þá að leita. Kveðið til tannlœknis. Sé þér nokkur leikni léð, lærdóms sýndu kraftinn. Traustum skrúfum tylltu með tönnunum í kjaftinn. Tannlaus get ég fundið frið, fer það upp í vana. Litlu skár mér líkar við lausu tanngarðana. Undir Jökli. Einatt svífur öndin frjáls undir Snæfellsjökul. Eins og geislar árdagsbáls ung og morgunvökul. Þá er hér nýleg vísa eftir ó- nefndan höfund: Margt er það, sem mér í hug misjafnt komið getur. Þótt ég vísi því á bug, það hefir alltaf betur. Hugleiðing um „atomljóð“. „Atomljóðin" eru góð, — eg ei það rengi. Þó viti skammt, mér virðist samt, þeim vaxi ei gengi. Þau eru byggð af engri tryggð við óðarhætti. Brjóta lög á Braga mjög, af bezta mætti. Aður fyr var enginn styr um orðin högu. Ljóðin hrein eru listagrein í landsins sögu. St. G. Og að lokum einn fyrri hluti, aðsendur, sem lesendum er ællað að botna: llvað hafa Rússar marga myrt? myndi einhver geta spurt. Happdrætti Hóskólans. Vinningar í 3. flokki, Akureyrarum- boð. (Birt án ábyrgðar): 10 þús. kr. komu á nr. 8027. 1 þús. kr. vinningar komu á eftirtal- in númer: 204, 4347, 4660, 4663, 4674, 5011, 5018, 6017, 7251, 7255, 7263, 8277, 8518, 8847, 9056, 9183, 11176, 11718, 11881, 11985, 12051, 12081, 12196, 12439, 12685, 13387, 14032, 14197, 14394, 14927, 15246, 17325, 18988, 19013, 19019, 19060, 20506, 21728, 22092, 22137, 22145, 22731, 22916, 23012, 23015, 23874, 24772, 25949, 25953, 26308, 27221, 28686, 28698, 28869, 28875, 29316. 33401, 35060, 35578, 36488,

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.