Íslendingur


Íslendingur - 17.05.1957, Side 4

Íslendingur - 17.05.1957, Side 4
4 1 I SLENDINGUR Föstudagur 17. maí 1957 Kemur út hvern föstudag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendinga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Fjólug. 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsk í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354. Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12. PrentsmitSja Björns Jónssonar h.f. »Falli málsliður niðurcc Þegar blöð Sjálfstæðisflokksins hafa verið að benda á það, að „jólagjöf“ ríkisstjórnarinnar, 250 millj. kr. innflutningsgjöldin, hlytu að hækka vöruverðið, hefir því jafnan verið svarað í stjórn- arblöðunum, að þetta sé tómur rógburður og lygi. Alögurnar séu teknar af milliliðunum. Um verðhækkun vara þarf ekki lengur neinar staðhæfingar eða mótmæli í blöðum, eftir að fólk- ið sjálft er farið að þreifa á henni. Hitt er vitanlegt, að ríkis- stjórninni er illa við svonefnda „milliliði“, en það eru allir þeir, er annast dreifingu vara í land- inu og eru óhjákvæmilegir í hverju þjóðfélagi. Hinsvegar virðist ríkisstjórnin ekki hafa nógsamlega athugað í ákvörðun- um sínum um verðlag og álagn- ingu, að fleiri eru milliliðir en „heildsalaklíkan“, sem stjórnar- blöðunum er svo munntöm. Uti um hinar dreifðu byggðir lands- ins eru kaupfélög SÍS mikils ráð- andi um verzlun og vörudreif- ingu, — sumstaðar allsráðandi. Og það er e. t. v. undan rifjum forvígismanna þeirra runnið, að ríkisstj órnin hefir orðið að taka nokkurt tillit til þess, hvað vöru- dreifing kostar. Hér skal það lát- ið ódæmt, hvað auglýsing brauð- gerðarhúsa í dagblöðum Reykja- víkur um síðustu helgi um að hætta allri brauðaframleiðslu um miðjan mánuð og síðan aftur- köllun hennar, hefir að baki sér. En hinu er vert að vekja athygli á, að í Lögbirtingarblaðinu 7. þ. m. er auglýsing frá Verðlags- stjóra, þar sem afturkölluð eru ákvæði um hámarksálagningu á matvörum og nýlenduvörum í heilum sekjum eða kössum í smá- sölu, og „ennfremur fellur niður 6. tölu- liður soma kafla um fóðurvörur." Nú er það öllum vitanlegt, að aðalverzlun með fóðurvörur fer um hendur SÍS. Það er því ekki „heildsalaklíkan“ (sem einstakl- ingsverzlanir heita, í dálkum stjórnarblaðanna), sem hér hefir krafizt hærri álagningar á vöru sína, heldur er þar að verki for- sjá dreifbýlisins og bændanna, SÍS og kaupfélög þeirra. En aukin álagning á fóðurvörur hlýtur að leiða af sér verðhækk- un á þeim eftir venjulegu við- skiptalögmáli, en um leið hljóta framleiðendur landbúnaðaraf- urða að krefjast hærra verðs fyr- ir framleiðsluvörurnar. Þetta er aðcins sýnishorn af því, hvað ríkisstjórnin þarf að draga í land af þeim fóvíslegu verðlagsróðstöfunum, er hún hef- ir hingað til verið að hæla sér af, og hnekkir fullkomlega þeim broslegu fullyrðingum stjórnar- blaðanna, að unnt sé að taka 250 millj. kr. ó „einu bretti" af vörudreifingunni. Athafnaírelsið fyrir öllu Þriðja formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins var háð í Reykjavík um síðustu helgi, en hún kemur saman það ár, sem líður milli landsfunda. Þessa ráð- stefnu sóttu á annað hundrað fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins, ræddu um vandamál líðandi stundar, skýrðu frá starf- semi flokksins heima í héraði og báru saman „bækur sínar“ um þau þjóðmál, er helzt hafa farið aflaga í tíð núverandi ríkis- stjórnar, en þau eru sem kunnugt er hið daglega umræðuefni al- mennings. Nefnd fundarmanna gerði ályktun um stjórnmálin og þjóðmálin, er samþykkt var í lok ráðstefnunnar og birt er í heild á öðrum stað í blaðinu. Á ráðstefnunni tóku til máls hartnær 30 fulltrúar, og öllum bar þeim saman um, hvort sem þeir voru úr byggð eða borg, að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í svonefndum eínahagsmálum lægi sem martröð á athafnalífi fólksins í landinu. Ráðstafanir hennar virtust miðaðar við það eitt að lama athafnalöngun og sjálfsbjargarhvöt þegnanna. Þeir yrðu nú æ færri, er vildu hætta litlum efnum í rekstur framleiðslu fyrirtækja, því að vonin um, að þau gæfu þeir réttmæta vexti af fé og fyrirhöfn, væri ekki lengur fyrir hendi. Athafnamaðurinn ætti ekki lengur ráðstöfunarrétt yfir þeim verðmætum, er hann hefði með elju og hugkvæmni skapað. Afleiðingar hörkulegra hafta og álaga kæmi daglega í ljós. Margar þýðingarmiklar atvinnu- greinar drægju saman seglin, — yrðu að segja upp starfsfólki, sem engin önnur atvinnugrein væri þess umkomin að taka við. Loforð stjórnmálaflokkanna um ný bjargráð og ný úrræði í vandamálum þjóðfélagsins hefðu ekki verið efnd, og allar sam- þykktir og stefnuskrár þeirra Grjót og gróður. — LátiS blómin tala. — Háljsannars tíma biS til aS komast í klukkutíma ferS. — Þjónusta á ajgreiSslustaS flug- véla þarf aS haldast í hendur viS þjónustu um borS. Blómavinur skrijar: ÉG ER EINN ÞEIRRA mörgu bæj- arbúa, sem þykir trjágróður og blórn- gróður meiri bæjarprýði en kaldur steinninn, jafnvel þótt hann sé höggv- inn til eftir einhverjum forskriftum „listarinuar". Það mannsbarn mun vart finnast, sem ekki nýtur yndis af blómum og skógarvist, meiri en að skálma um harðar gangstéttir og horfa upp á þau hundruð og þúsundir stein- kumbalda, sem á öllum stundum blasa við augum vegfarandans í bæjum þessa lands. Steinstyttur geta aukið á fjölbreytni í gróðurríkum löndum, þar sem varla sér stein. Við Islendingar höfum hins vegar átt í höggi við grjót- ið, við hreinsun þess úr landinu, sem við vildum rækta kringum bæina til að auka fóðuröflunina, og mörgum skónurn liefir eggjagrjótið slitið fyrir okkur í eltingaleik okkar við búsmal- ann um fjöll og firnindi. Á einu sviði hefir þó grjótið orðið okkur til gagns og mörgu mannslífi bjargað. Það er þar sem því var óhöggnu hlaðið upp í vörður á villugjörnum og veglausum heiðum. Þar var var'ðan okkur að meira gagni en varSinn í dag. AKUREYRARBÆR heíir á prjón- unum miklar framkvæmdir í minnis- varðaframleiðslu, sem þegar er nokk- uð byrjað á og liefir í því skyni tekið upp á fjárlög sín rífleg listamanna- laun til eins myndhöggvara, er nema tvöfaldri þeirri upphæð, er ríkið greiðir þeim Ásmundi Sveinssyni, Kjarval og Ríkarði Jónssyni. Þessa rausn getur bæjarstjórn sýnt á sama tíma og bærinn liefir ekki efni á að malbika götuspotta. Ég tel mig ekki öðrum dómbærari á listir, hvorki högg- myndalist né aðra myndlist, og legg því engan dóm á verk þessa lista- manns fremur en annarra. En mér finnst óviðkunnanlegt, að ríkið greiði honum ekki listamannalaun sem öðr- um listamönnum, hvort sent þar er um flokka hefðu verið miðaðar við það eitt aS ná völdum. Þegar svo væri komið, að rík- isvaldið óvirti hvorttveggja í senn: eignaréttinn og athafna- frelsið, þó væri helfjötur lagður á þjóðina, sem varanlcgu sjólf- stæði hcnnar og sjólfræði stæði hætta af. Athafnafrelsið væri fjöregg hvcrrar þjóðar. Væri það heft um skör fram, þýddi það ó- hjókvæmilega „niðurdrep fyrir atvinnuvegi hennar og velmeg- að kenna vangá hans sjálfs eða bæj- arstjórnar varðandi umsókn um lista- mannalaun. Úr þessu þyrfti að bæta, enda gæti það sparað að einhverju leyti listamannaframlög bæjarins,' svo að hann yrði þá frekar megnugur þess að malbika 8—10 metra götuspotta. Grjótið er nauðsynleg undirstaða í vegina, sem við ökum á okkar dýru farartækjum, og skortur á sæmilegum götum og vegum eyðileggur bílana á tiltölulega skömmum tíma. ÉG ÆTLAÐI EKKI að liafa þessi orð ntörg. En mér var rétt í þessu að berast til eyrna, að á döfinni væri að reisa einhvern tilhöggvinn stein í litla blettinn sunnan við Geislagötu 5, þar sem áður mun hafa verið ætlað að koma fyrir blómgróðri eða runnum. Þetta tel ég mjög misráðið samkvæmt framansögðu. Akureyri var um langt skeið orðlögð fyrir trjágróður og fagra garða. Látið gróðurinn halda áfram að fegra bæinn, — látið blómin tala, — en notið grjótið í gatnagerð og bygg- ingar.“ „Loftjari“ skrijar: FYRIR NOKKRUM DÖGUM var ég staddur í Reykjavík og þurfti að komast norður til Akureyrar. Var þann dag flogið kl. 9 að morgni norð- ur, en þar sem ég þurfti helzt að sinna smáerindum, áður en ég færi, spurði ég um næstu ferð. Hún var sögð á- ætluð kl. 13.15, og kvöldferð kl. 20. Ég ákvað þá að „klára mfnar sakir“ fyrir hádegið og taka aðra ferð dags- ins og tókst mér það. Þegar ég næst innti eftir, hvenær farþegar skyldu mæta á flugvellinum í 13.15-ferðina, var ráðgert kl. 14.30, þar eð áætlun hefði breytzt. Er að þeim tíma leið var enn spurt, og þá sagt, að farþeg- ar skyldu mæta kl. 15.45. Ég var mín- útumaður, kom á tilsettum tíma, og dreif þá jafnframt að fjölda annars fólks, sein ætlaði með þessari ferð: vermenn að norðan, konur með börn og yfirleitt fólk á öllum aldri. Fólkið losaði sig við farangur sinn, sem smá- saman var tíndur út í flugvélina og komið þar fyrir. Það virtist enginn asi á neinum, og virtist mér hér ríkja hið, gamla.einkunnarorð: Allt kemst, þótt hægt fari. ÞEGAR KLUKKAN ER ORÐIN 16.45 er loks búið að ganga frá far- angri, og búast þá farþegar við, að nú verði þeir kallaðir út í vélina, en ekk- ert gerist. Engin skýring er gefin á töfinni. Konurnar eltast við börnin 6Ín, sem orðin eru óþolinmóð. Feðurnir, sem fóru frá vinnu sinni til að fylgja fjölskyldunni á flugvöllinn, ganga um með yngsta barnið á liandleggnum, ró- legir og æðrulausir, eins og þetta sé sjálfsagður hlutur. Aðrir reyna að halda uppi samræðum liver við annan. Sumir fá sér kaffi eða „kók“ við bar- inn. Það þýðir ekki að bregða sér frá. Enginn veit, hvenær kallað verður út. En það líður enn hálf klukkustund, unz farþegum er heimilað að ganga til sæta sinna í flugvélinni. Að klukku- stund liðinni er komið til Akureyrar. Klukkutíma flug milli Akureyrar og Reykjavíkur hefir kostað V/. klst. ó- skýranlega og óskiljanlega bið í vist- legum salarkynnum F. í. á Reykjavík- urflugvelli. ÉG ER EKKI á ferðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar daglega. En Vísnabálkur Þá eru hér enn nokkrar stökur eftir Braga frá Hoftúnum: SkrifaS á kort. Eins og sumarsólin björt sælu vekur nýja gegnum húmin sorgarsvört sendir geisla hlýja. Röndótt ríkisstjórn. Eins og munu allir sjá, efst í valdahæðum eru rauðar randir á ríkisstjórnar klæðum. A Þorranum. Kári stríður æðir enn, óð ei þýðan kveður. Þráfalt víða þreyja menn Þorra hríðarveður. Eftir lestur IjóSabókar. Góð eru hérna grösin fá gagn sem er að kynna. Ótal visin ýlustrá er hér hægt að finna. Margt er ólíkt. Margt er ólíkt mönnum hjá, mikið þetta skrítið er. Sumum liggur ekkert á, aðrir þurfa að flýta sér. Um sjálfan mig. Við mig gott er aðeins eitt — öðruin laus frá gæðum. Skulda ég ekki neinum neitt nema Guði á hæðum. Til stúlku. Dyggðum búin drósin góð, dýrstu gæði hljóttu. Hryggðum flúin, hýr og rjóð helgan trúar- áttu sjóð. Til annarrar stúlku. Eins og reykur ást þín var, enda er flest í heimi valt. Traustið, sem ég til þín bar, tröllum hef ég gefið allt. Gömul ástavísa. Þinn við barrn ég alheim á, ástarvarma drósin. Bægja harmaböli frá björtu hvarmaljósin. ég hef komið 5 mínútum síðar en mér var sagt að mæta á afgreiðslu Flugfé- lagsins á Akureyri og bíllinn þá vcrið farinn frain á flugvöll, svo að ég hef þurft að taka stöðvarbíl til að ná í flugvélina. Þannig á afgreiðslan að vera. Og það mun vera flestra manna mál, að þessar biðir farþega á flug- stöðvum séu nú mun meiri og lengri en þær voru á árum áður, er tvö flug- félög höfðu með höndum farþegaflutn- inga innanlands. Og ber þá að sama brunni og á almæli er, að einkalcyfi í flutningum í lofti og á landi þýði verri þjónustu. í framangreindu tilfelli, sem mér sýndist á spaklátri framkomu al- vanra flugfarþega að væri engin und- antekning (enda hefði hún að sjálf- sögðu verið skýrð, ef um undantekn- ingu væri að ræða), var mér þáð ljóst, að þótt ég hefði lagt upp með bifreið, er ég hafði lokið erindum mfnum í Reykjavík, hefði ég komið á svipuð- um tíma til kvöldverðar á Akureyri. Framhald i 6. sítu.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.