Íslendingur - 17.05.1957, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. maí 1957
ÍSLENDINGUR
i
5
-'t'-
Ƨkan og: framtíðin
orðin mjöa öftug
Hyggja nii á aukna starfsemi
Það er lífsnauðsyn sérhverjum
stjórnmálaflokki að móta sér
þannig stefnu, að æskan í land-
inu telji sér skylt að fylgja hon-
um. Æskan er yfirleitt róttækari
og fljótari að tileinka sér nýjung-
ar en þeir, sem eldri eru. Þess
vegna verður stefna flokksins að
vera mótuð af víðsýni og frjáls-
lyndi, og umfram allt má hún
ekki vera bundin gömlum óbreyt-
anlegum kreddukenningum.
Sj álfstæðisflokkurinn hefir haft
ríkari skilning á nauðsyn þessari
en allir aðrir stj órnmálaflokkar
á íslandi. Forystumenn flokksins
á hverjum tíma hafa skilið, að
bezta ráðið til að halda flokknum
síungum og vaxandi sé að láta
æskuna hafa nægileg áhrif á
stefnu hans og starfsemi alla.
Gleggst vitni um þetta bera hin
stóru og öflugu æskulýðssamtök,
er ungir Sj álfstæðismenn hafa
stofnað með sér um allt land.
S. U. S. meira en
aldarfjórðungs gamalf.
Samband ungra Sjálfstæðis-
manna er öflugast slíkra sam-
taka, enda er það heildarsamtök
ungra Sjálfstæðismanna um allt
land. S. U. S. hefir nú starfað
hátt á þriðja áratug, er stofnað
árið 1930, og má segja að starf-
semi þess hafi aldrei verið öfl-
ugri en á síðustu árum. Innan
sambandsins eru nú tæplega
þrjátíu félög og tvö fjórðungs-
sambönd á Norður- og Austur-
landi, og má segja að til séu fé-
lög ungra Sjálfstæðismanna í
nálega öllum kjördæmum lands-
ins.
Kynningarkyöld.
S. U. S. hefir haldicf uppi marg-
þættri starfsemi á liðnum vetri.
Af nýjungum má nefna kynning-
arkvöld, er Samband ungra Sjálf-
stæðismanna efndi til fyrir unga
menn utan af landi, er dvöldust í
Reykjavík yfir veturinn við ýmis
störf. Samkoma þessi var haldin
í lok marz og tókst mjög vel.
Vegna þess hve áliðið var vetrar,
þótti ekki ráðlegt að halda þess-
ari starfsemi áfram, en ákveðið
er að halda slíkar samkomur
reglulega næsta vetur.
Vormóf.
Um nokkurra ára skeið hefir
S. U. S. efnt til vormóta á ýmsum
stöðum á landinu. Einhverjir af
forystumönnum flokksins hafa
jafnan mætt á þessum vormótum
og ýmislegt hefir verið þar til
skemmtunar. Þessi starfsemi er
nú að hefjast og var fyrsta vor-
mótið á þessu ári haldið að
Hellu á Rangárvöllum í lok apríl.
Fleiri vormót eru í undirbúningi.
Úfgófusfarfsemi.
Eitt af stærri verkefnum stjórn-
ar S. U. S. hefir verið útgáfa ým-
issa fræðslurita um stjórnmál.
Núverandi stjórn S. U. S. hefir
gefið út 3 slík rit: „Vitið þér enn
....“, en í þeim bæklingi er safn-
að saman ummælum helztu
kommúnistaforsprakka á íslandi
um Stalín meðan hann var og
hét. Annar bæklingurinn ber
nafnið „Vinaminni“, en í honum
er safnað saman helztu ummæl-
umAlþýðuflokksmanna um Fram-
sóknarmenn á liðnum árum og
öfugt. Bæklingur þessi var gefinn
út í samvinnu við Heimdall, F. U.
S. Þriðji bæklingurinn var mynd-
skreytt útgáfa af ályktunum síð-
asta þings S. U. S„ og kemur þar
glöggt fram stefna ungra Sjálf-
stæðismanna í helztu málefnum
þjóðarinnar.
Ekki alls fyrir löngu sendi
stjórn Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna bréf til allra félaga
innan sinna vébanda. í bréfi
þessu var óskað upplýsinga varð-
andi ýmsa starfsemi viðkomandi
félaga, ennfremur leiðbeiningar
varðandi trúnaðarmannakerfi
samtakanna. Mjög er nauðsyn-
legt, að félög eða þeir einstakl-
ingar, er bréfin fengu, svari þeim
eins fljótt og mögulegt er. Myndi
það auðvelda mjög störf stjórnar
s. u. s.
Fleira í
undirbúningi.
Hér hefir verið getið helztu
verkefna Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna á liðnu ári. Ýmis-
leg starfsemi er í undirbúningi,
en ekki er unnt að skýra frá því
að svo stöddu. Ráðgert er að
lialda þing S. U. S. á næsta hausti
einhvers staðar á Suð-Vestur-
landi og verður það nánar til-
kynnt félögunum bréflega.
í stjórn S. U. S. eiga nú sæti:
Ásgeir Pétursson, formaður,
Jón Isberg, varaformaður,
Gunnar Schram, 2. varaform.,
Pétur Sæmundsson, ritari,
Þór Vilhjálmsson, féhirðir,
Friðjón Þórðarson,
Sverrir Hermannsson.
Varastjórn:
Matthías Jóhannessen,
Bragi Hannesson,
Sveinn Björnsson.
Þing ungra
Sjálfstæðismanna
Ákveðið hefir verið að halda
Fjórðungsþing ungra* Sjálfstæðis-
manna á Norðurlandi á Sauðár-
króki laugardaginn þann 1. júní
n. k. Verður þingið háð í félags-
heimilinu „Bifröst“ og liefjast
fundir kl. 1 e. h.
Að undanförnu hafa fjórðungs-
þingin verið haldin hér á Akur-
eyri, en nú er prýðileg aðstaða
fyrir slíkt fundarhald á Sauðár-
króki. Á laugardagskvöldið verð-
ur sennilega skemmtun í félags-
heimilinu á vegum ungra Sjálf-
stæðismanna í Skagafirði.
Stjórn VarSar F. U. S.
Sitjandi frá vinstri: Jóhann Egilsson, Magnús Björnsson (formaður), Bjarni
Sveinsson (varaformaður). — Standandi: Ásmundur Einarsson, Gunnlaugur
Jóhannsson, Bjarni Gestsson og Leifur Tómasson.
»iynpndi póskar« i intejri
Leiddist nnddið
nm reiðhjólið
Bóndi nokkur, sem ekki er get-
ið nafns á, þótti mjög fátalaður
á heimili við störf sín, og hélzt
fremur illa á vinnumönnum, þar
eð þeir þóttust aldrei vita, hvort
honum líkaði við þá betur eða
verr. Er hann að lokum stóð uppi
vinnumannslaus, auglýsti hann
eftir duglegum vinnumanni, sem
ekki væri um of „skrafhreifinn“.
Vegna auglýsingarinnar vistaðist
til lians miðaldra maður, dugleg-
ur og þrifinn, sem var svo þögull
við störf sín, að bóndanum þótti
nóg um. Eftir að þeir höfðu unn-
ið saman að bústörfum í þrjá
mánuði gat bóndi ekki lengur
þolað þegj andaháttinn og segir
við vinnumann sinn: „Ég er að
hugsa um að kaupa mér reið-
hjól“. — „Jæja“, svaraði vinnu-
maður.
Enn líða þrír mánuðir, án þess
bóndi og vinnumaður talist við,
en þá segir bóndinn upp úr eins
manns hljóði: „Ég er búinn að
kaupa mér reiðhjól." „Jæja“,
svarar vinnumaður.
Fám vikum síðar er hann ferð-
búinn og hefir tekið saman pjönk-
ur sínar. Bóndi innir hann eftir,
hvort hann sé að fara frá sér.
„Já,“ — segir vinnumaður,
„mér er ómögulegt að þola þetta
sífellda nudd um reiðhjólið.“
FÉLAG íslenzkra einsöngvara
og hljómsveit Björns R. Einars-
sonar heimsóttu Akureyri síðast-
liðinn sunnudag og héldu hér
söngskemmtun þá, sem áður er
haldin í Reykjavík og víðar og
nefnd er „Syngjandi páskar“. —
Þessi skemmtun hafði fengið
hina beztu dóma, og var það
vissulega vel til fundið, að heirn-
sókn þessi var gerð. — Jón Sig-
urbjörnsson hafði orð fyrir
söngfólkinu og lét þess getið, að
margir söngmannanna flyttu að
þessu sinni léttara efni en þeim
væri títt, jafnvel dægurlög. Vænti
hann þess, að samkomugestir
mættu hafa af því nokkra ánægju.
— Alls voru samkomurnar þrjár
á sunnudaginn, kl. 5, kl. 9 og kl.
11.15. Var húsfyllir á þeim öll-
um, og var listamönnunum tekið
með miklum fögnuði.
ÁNÆGJULEG
SKEMMTIATRIÐI.
Sá, er þetta ritar, er að vísu
miður dómbær á hljómlist, en þó
skal minnzt hér á nokkur
skemmtiatriði og einstaklinga. -
Fyrst er að geta Þuríðar Páls-
dóttur. Hún var manna oftast á
sviðinu og ætíð með mestu ágæt-
um, þokkafull í framgöngu og
gædd áheyrilegri söngrödd. Eink-
um var skemmtilegt að heyra
hana syngja með kórnum Funi-
culi — Funicula. Þá hlaut og
söngur hennar og leikur með
Gesti Þorgrímssyni verðskuldað-
ar undirtektir. Gestur hafði nú
komið í hópinn í stað Karls Guð-
mundssonar, sem ekki átti norð-
urkvæmt. Auk skemmtiþáttarins
með Þuríði lék hann listir sínar
einn og gaf þá frá sér hin ótrú-
legustu hljóð. Var hann og hinn
skoplegasti ásýndum. Gestur er
dæmigerður trúður, sveigjanleg-
ur eins og áll. Svo er að sjá, að
hann geti brugðið sér í líki hvers
kvikindis. Ekkert virðist því til
fyrirstöðu, að hann geti tekið of-
an höfuðið allt eins og hattinn,
ef honum byði svo við að horfa.
— Guðmunda Elíasdóttir söng af
sérstakri prýði, einkum lagið úr
amerísku óperettunni Oklalioma.
Hún er sérstæð og suðræn kven-
gerð, borin til leiks og söngs. •—
í „bjórkjallaranum“, má segja,
að Hin gömlu kynni hafi verið
sungin í óþarflega mikilli skrum-
skælingu, en þar söng Jón Sigur-
björnsson lagið Bjórkjallarann
sérlega snjallt. Jón er afburða
bassasöngvari, og dægurlag söng
hann síðar ágæta vel. — Krist-
inn Hallsson, sem nú er einna
mestur íslenzkra söngvara, söng
tvö lög við mjög mikla hrifningu,
hið síðara mjög nýtízkulegt. Það
er víst eitthvað nálægt því, sem
kallað er rokk. Víst er, að hrifn-
ing fólks varð geysileg, og varð
stemning í salnum, svo sem múg-
sefjun, og skilst nú ýmsum
snöggt um betur en áður svokall-
að rokk-æði unglinganna. — Á
þessari skemmtun kom fram hinn
vinsæli söngvari okkar, Jóhann
Konráðsson. Hann söng tvö lög
af prýði og við mjög góðar und-
irtektir. En segja verður eins og
er, að hann má til að losa sig við
blaðið úr lófanum. — Ketill
Jensson söng tvö vinsæl og hressi-
leg ítölsk lög af talsverðum mynd-
ugleik, en nærri lætur, að manni
verði á að spyrja: Borgar þetta
sig, þegar menn þurfa að hafa
svona mikið fyrir því? — Enn
komu fram og sungu Guðmundur
Guðjónsson, Gunnar Kristinsson
og Svava Þorbjarnardóttir. —•
Hljómsveit Björns R. Einarsson-
ar spilaði vel og skemmtilega að
vanda. Einhverjum kann að
þykja skemmtun þessi fáfengileg
og illa farið með góða krafta. En
þetta átti að vera skemmtun, og
það tókst sannarlega. Hafi þau
öll þökk fyrir komuna.
X