Íslendingur


Íslendingur - 10.01.1958, Blaðsíða 4

Íslendingur - 10.01.1958, Blaðsíða 4
4 fSLENDINCUR Föstudagur 10. janúar 1958 Kemur út hvern föstudag. Utgefandi: Utgá/ufélag Islendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob 0. Pétursson, Fjólug. 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354. Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Á hverju byggist velgengnin? Jólahugleiöing Dags laugar- daginn 21. desember nefnist 0- dáinsakurinn, og fjallar aðallega um bæjarmál. Þar stendur þessi klausa: „Helzt eru það tvö mól, sem valda óhyggjum. Hið fyrra er við- varandi sjúkdómur ihaldsins, eins konar sólsýki kaupmannastéttar- innar í bænum og óhangenda þeirra yfir velgengni KEA og ann- arra samvinnufyrirtækja, og lýsir það sér í vondum köstum tyrir hverjar kosningar." Það er raunar ekkert til að furða sig á, að Dagur hafi ein- hverjar áhyggjur út af því, að að- staða KEA í bæjarfélaginu kunni að verða rædd í sambandi við bæjarstjórnarkosningarnar, því að þá eru hagsmunamál bæjarfé- lagsins venjulega meira og minna á dagskrá, þótt þau hljóti á öll- um tímum að vera borgurunum umhugsunar- og umræðuefni. Og það er ekki kaupmannastéttin ein, sem um þessi mál hugsar, heldur allir þeir borgarar, sem vilja hag bæjarfélagsins og hlut sem bezt- an. Enginn maður mun ganga þess dulinn, að útsvarsbyrðarnar í bænum eru gífurlega þungar og í engu samræmi við framkvæmdir bæj arfélagsins, og þeir gera sér ástæðuna fyllilega ljósa, hin löghelguðu útsvarsfríðindi samvinnufélagan na. Samvinnulögin, sem gengu í gildi fyrir meira en mannsaldri síðan, mæltu svo fyrir, að um skattgreiðslur samvinnufélaga skyldu aðrar reglur gilda en um skattlagningu hlutafélaga og ein- staklinga. Lögin voru sett félögun- um til eflingar og uppbyggingar, og hafa að sjálfsögðu náð þeim tilgangi eins og við allra augum blasir. Þessi sérsköttun samvinnu- félaganna hefir jafnan verið nefnd ,,skattfríðindi“, en það er orð, sem mjög fer í taugarnar á þeim málgögnum, sem lifa á fé- lögunum og nærast á blóði þeirra. En þau eru staðreynd engu að síður. Síðan þessi lög voru sett, hefir mjög verið hert á skattkúgun rík- isins og útsvarsheimtum bæja- og sveitafélaga, án þess að slíkt nái að sama skapi til samvinnufélaga og annarra rekstursforma. Sam- vinnufélögin eiga því æ minni hlut í að standa undir reksturs- kostnaði bæja- og sveitafélaga eft- ir því sem árin líða. Þróun og vöxtur KEA, svo að eitt félag sé sérstaklega nefnt, hefir hér orðið meiri en annarra í verzlun, iðn- aði og ýmsum öðrum rekstri, en útsvar þess ekki hækkað í iilut- falli við þá aukningu. Ber þar m. a. til, að er veltuút- svör eða rekstursútsvör voru tek- in upp, komst meginhluti sam- vinnuverzlunarinnar undan þeim, og lögðust þau því með ennþá meiri þunga á önnur féiagsform og einstaklinga, er höfðu ein- hvern atvinnurekstur með hönd- um. Svo langt var komið á s. 1. ári, að KEA, sem áætla má að ráði yfir a. m. k. helmingi af allri verzlun, iðnaði og iðju hér á Ak- ureyri, greiddi aðeins tvo af hundraði af útsvörum til bæjar- sjóðs. Það lá líka Ijóst fyrir, að bæri félagið veltuútsvar í hlut- faili við önnur félög og einstakl- inga, mundi útsvar þess hafa orð- ið 3—4 sinnum liærra en raun ber vitni, og sama gildir að sjálf- sögðu um Samband ísl. sam- vinnufélaga, sem liefir umfangs- mikinn rekstur hér í bænum. 011 bæja- og sveitafélög stynja nú undir gjöldum, sem löggjafinn hefir lagt þeim á herðar, og má þar tilnefna lýðtryggingu og lýð- hjálp og greiðslu til atvinnuleys- istryggingasjóðs. Þessi útgjöld, sem bæja- og sveitafélögunum er lögboðið að bera, hljóta að verða þeim þungur baggi, ef þeim er ekki séð fyrir tekjustofnum á móti, en eins og nú standa sakir, verða útsvörin að standa undir a. m. k. 90% útgjaldanna. Fyrir því hafa kaupstaðirnir á Vestur-, Norður- og Austurlandi myndað með sér samtök og halda árlega sameiginlega ráðstefnu, þar sem gerðar eru tillögur um nýja tekju- stofna til handa bæja- og sveita- félögum. A næstsíðustu ráðstefnu var sú tillaga samþykkt, að bæjarfélögum og sveitarfélögum, þar sem samvinnufélög eru stað- sett, heimilist að leggja veltuút- svör ó rekstur samvinnufélaga ó sama hótt og rekstur einstaklinga og hlutafélaga." Ekkert hefir heyrzt um undir- tektir ríkisstjórnarinnar við þessa tillögu, en það mun vera almenn skoðun, að eftir að samvinnufé- lögin hafa komið sér svo fyrir í skjóli hinna upphaflegu skatt- fríðinda, er samvinnulögin gömlu veita þeim, séu þau orðin „ríki í ríkinu“, og því ekki ástæða til að veita þeim æ nýjar ívilnanir um greiðslur til bæja- og sveitafé- laga. Akureyrarbær hefir hér nokkra sérstöðu, þar sem samvinnurekst- urinn hér í bæ er hlutfallslega meiri en annars staðar. Þess vegna verður útsvarsþunginn meiri hér á einstaklingsrekstri og Ekki stölc vísa, heldur kvæði. —; ! Eldsvoðar og tryggingar. — Sví- ar grœða á minkaeldi. í HINNI skemmtilegu sagnabók Skruddu er smásaga „Snúið á ræðara", og segir þar frá komu Sigurðar Sig- valdasonar trúboða til „bónda, sem bjó við eitt af stóru fljótunum" í Ameríku og birt vísan: Þó yfir fljótið þyki skammt .... Þessa smásögu og vísuna heyrði ég fyrir nær 30 árum í Eyjafirði líkar því, sem Ragnar Asgeirsson segir hvorar tveggja. En til eru nærtækari heimild- ir. „Bóndinn“ er Guttormur J. Gutt- ormsson skáld, og er vísan síðasta er- indið í kvæðinu „Margra guða maki,“ er birtist í bók hans Gaman og alvara (Winnipeg 1930). Og þar sem vísan er talsvert breytt í meðförum hér heima, nt. a. í Skruddu, leyfi ég tnér að birta hér kvæðið í heild: Þeir drottinn og Sigurður sjö þjóða jarl með sálma og biblíur stigu upp í dall að flytja til markaðs það fóður. Fyrst guð var með Sigga og sagður svo knár var sjálfsagt hann reyndi að laka I ár, og til þess var guð ekki of góður. Að almættið reri á annað borð var ekki að sjá þar á leið frá storð, það mátti sín einskis. O mæða! Og þegar þeir komu’ út á bylgjubing fór báturinn óðar að snúast í hring og almættið að sér lét hæða. Og heyrðist þá upp yfir sjávarsuð frá Sigurði: Heyrðu mig þarna guð, ég hélt að þú mér værir meiri, ég efaði í ininni einu trú að almáttugri ég væri en þú. Þú þarft ekki að hrópa! Eg heyri. Já, þó yfir fljótið þér þyki skamint mun þínu almætti finnast samt of þungur þessi róður, því án þess í líma ég leggi mig, Þú lætur mig, drottinn, snúa á þig. Hví rærðu’ ekki, guð minn góður? einstökum borgurum en víðast annars staðar. Og þess þarf eng- inn að ganga dulinn, að hér er að finna eina orsök þess, að fólkinu fœkkar, á sama tíma og því fjölg- ar í flestum öðrum bæjunt, en ^ Hagstofa íslands hefir sýnt okkur þá óhugnanlegu staðreynd. Dagur talor um súlsýki bæjar- búa yfir velgengni KEA. En þ°ð rná segja honum það í fullri ein- lægni, að enginn bæjarbúi mun lífa „velgengni" KEA hornaugo, ef hún væri ekki byggð að veru- iegu leyti ú því, að ÞEIR SJÁLFIR verða að bera þær úfsvarsbyrðar, er ÞAÐ að réttu lagi ætti að bera. Á NÝLIÐNUM JÓLUM hefir eldur- inn sleikt sinni eyðandi tungu um mik- il verðmæti og svipt stóran hóp af fólki húsaskjóli og eignum, Á jólanótt eyddi hann þriggja hæða íbúðarhúsi í Reykjavík, á nýársnótt íbúðarhúsi í Borgarfirði, síðar fór hann hamförum í fiskimjölsverksmiðju og gólfteppa- gerð í Reykjavík og lauk með því að brenna 15 ær inni í fjárhuskofa. Ollu þessu kom eldurinn í verk áður en hinir 13 jóladagar voru liðnir. SJALFSAGT eru engar tölur til um það, hve mörgum milljónum króna af verðmætum eldurinn hefir á 2—3 sið- ustu árum eytt í fiskiðjuverum, hrað- frystihúsum, netagerðum og bifreiða- verkstæðum, en liann virðist einna á- leitnastur við þær stofnanir, sem vinna að úlflutningsframieiðslu landsmanna. Þar glatast liver milljónin eftir aðra í eyðileggingu húsa, véla, áhalda og full- unninna framleiðsluvara og aðrar milljónir jafnframt í rekstursstöðvun- um. Er hér um svo alvarlegt mál að ræða, að full ástæða væri til að hafa mann á verði allan sólarhringinn á slíkum stöðum. ÞÁ ER TJÓNIÐ lítt reiknanlegt, sem einstaklingar verða fyrir, sem missa allar eignir sínar óvátryggðar, en sú saga gerist í flestum eldsvoðum. Enn hefir fólk ekki öðlazt vit til að tryggja innbú sitt, jafnvel ekki, þótt Verkamað’urinn og Dagur ræða tnikið um eríiðleika og lajjrekst- ur Utgerðarfélags Akureyringa h.f. og reyna að finna orsakir þeirra vandkvæða. Ekki hvarflar þó að þeirn blöðum, að togarar Ú. A. eigi við aflaleysi að stríða eins og aðrir togarar, eða að tap- rekstur á þeim geti átt neinar eðlilegar orsakir. Nei, — þessi blöð hafa fundið skýringuna. Verkamaðurinn segir 13. des- ember síðastliðinn: „Fá verður nýja framkvæmda- stjóra fyrir útgerðina og að veru- legu leyti annað starjslið á skrif- stofur (lbr. hér) og við verk- stjórn en nú er hjá Útgerðarfélag- inu. Það verður að ráða menn eftir hæfni en ekki eftir pólitísk- um skoðunum, eins og verið hef- ir hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga h.f.“ Dagur 21. desember: „Stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa h.f. er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka, en fram- kvæmdastjórinn og skrifstofufólk allt er einlit íhaldshjörð“ (lbr. hér). Þarna sjáum við það. Það er sem sagt skrifstofufólkið, sem ber sökina á taprekstri Útgerðarfé- lagsins. Þetta er „einlit ihalds- hjörð“ og því nauðsynlegt að fá „annað starfslið á skrifslofur“ félagsins. Stfórnin sjálf er í himnalagi, enda skipuð að meiri hluta fulltrúum stjórnarflokkanna (vinstri flokkanna). Það þarf bara að hreinsa til á skrifstofun- um og þá mun allt ganga að ósk- um! Ef svo er komið, að skrifstofu- það búi í eldfimum timburhjöllum, þar sem lítil von er um að bjarga nokkru sem nemur öðru en sjálfum sér, ef eldur kernur upp. Ilúseignir eru skyldutryggðar, og sýnist nú vera ærin ástæða til, að menn verði einnig skyldaðir með lögum til að tryggja innbú sitt. „Á“ skrifar eftirfarandi pistil: „NÝLEGA var haldið uppboð á minkaskinnum í Stokkhólmi. Seld voru um 30000 skinn. Um 60 kaupendur frá Evrópulöndum og Norður- og Suður- Ameríku mættu á uppboðinu. Heildar- verð hinna seldu minkaskinna nam nær 3 milljónum sænskra króna. Skinn af svokölluðum „Pastelmink" seldust að meðaltali á 115 krónur. Skinn af silfurbláum mink á 99 krónur, en skinn af „Safirmink" á 145 krónur sænskar, allt miðað við skinn af karldýrum. Sinn er siður í landi hverju, hér veður villiminkurinn uppi, en við köst- um frá okkur ágóðanum af skynsam- legu minkaeldi, sem nágrannaþjóðirnar telja sig nmna um í atvinnulífinu. I Noregi og Svíþjóð er villiminkurinn líka orðinn plága og margir þarlendir menn myndu óska að sá fjandi hefði aldrei til landsins kornið, en það er nú komið sem komið er, og engum dettur í hug að villiminkurinn verði minni plága og geri minni skaða, þó hætt verði að ala minka í haldi til hagnað- fólkið hjá Ú. A. ber ábyrgð á taprekslrinum, ættu Verkamaður- inn og Da'gur að senda trúnaðar- menn sína á skrifstofurnar og láta þá fylgjast með vinnusvikum þess. En hitt er oss nær að ætla, að ef hvergi væri miður unnið en þar, mætti vel við una. Hin póli- tísku sjónarmið í sambandi við skrif Verkatnannsins og Dags uin mál Ú. A. hafa e. t. v. aldrei komið skýrar í ljós en í þeim tveim greinum, sem hér hefir ver- ið vitnað til. Enginn þarf að ætla, að Verkamaðurinn hefði þannig ráðist á skrifstofufólk Ú. A., ef það'væri „upp til hópa“ í Æskulýðsfylkingunni, MIR og Aiþýðubandalaginu, og skal þó ekkert um það fullyrt hér, hvaða pólitískar skoðanir fólkið hefir. Hitt er víst, að allt það fólk vinn- ur verk sín vel og samvizkusam- lega, og má a. m. k. draga í efa, að þar yrði betur unnið, ef Út- gerðarfélagið veldi sér eingöngu kommúnista til starfa á öllum starfstöðvum. /. Heimili og skóli, síðasta hefti 1957 hefir blaðinu borizt. Helzta efni: Jólasálmur í þýðingu Vald. Snævarr, Þytur jólanna, jólahugleiðing eftir H. J. M., myndprýdd grein um setn- ingu Oddeyrarskólans, „Þú verð- ur að hafa líma“, grein e. Knút Þorsteinsson skólastjóra, Bæn í starfi, e. Ólöfu Jónsdóttur, tvær þýddar greinar um skóla- og upp- eldismál, bókafregnir o. fl. ___*_____ ar. Ber skrifstofuíólk Ú. K. ábyrgð á erfiðieikum þess?

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.