Íslendingur


Íslendingur - 16.05.1958, Side 1

Íslendingur - 16.05.1958, Side 1
Arabiskar flóttakonur að hannyrSum. Eftir aS Gy'SingarUdS ísrael var stofnað, hejir mikill fjöldi Araba flúiS úr Palestínu. Nú eru 900.000 arabiskir flóttarnenn á vegum Flóttamannastofnunar SameinuSu þjóSanna, sem sér þeim fyrir mat og lœknishjálp og hjálpar einnig þeim, sem eru aS reyna aS koma undir sig fótunum. Flóttamennirnir eru einkurn í Gaza, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi. Flóttamannastofnunin hefir komiS 360 þúsund þeirra fyrir í sérstökum búSum og kostar skólagöngu um 170 þúsund barna. Á myndinni sjást jlóttakonur aS sauma út í dúka sína. Atetluð griianetníng DO þúsund pluntna ó þessa srnnri Án sjálfboðavinnu yrði skógræktin hægfara Stjórn Skógræktarfélags Eyfirð- inga ræddi við blaðam^nn á Ak- ureyri síðastliðinn sunnudag og skýrði frá starfsemi þess og starfs- áætlunum og einstakra deilda þess. Hafði framkvæmdastjóri fé- lagsins, Ármann Dalmannsson einkum orð fyrir fundarboðend- um, en auk þess ræddi formaður félagsins, Guðmundur Karl Pét- ursson nokkuð um skógræktina og þýðingu hennar. Ármann gat þess í upphafi, að hin kalda tíð að undanförnu hefði raskað áður gerðri áætlun um gióðursetningarferðir f élagsins, og mundu þær hefjast síðar en ætlað var. En fyrst um sinn mundu farnar slíkar ferðir í Kjarnaland þrisvar í viku, á mánu-, þriðju- og fimmtudags- kvöldum. Farið yrði frá Hótel KEA kl. 7.20 síðdegis, og sér fé- lagið um ókeypis flutning á sjálf- boðaliðum. Á laugardögum verð- ur farið í reiti félagsins, sem fjær liggja og þá farið fyrr að degi. Á morgun er áætluð ferð í Vaðla- skóg, 24. maí í Miðhálsstaði, en 7. júní verður hinn árlegi Þor- steinsdagur, og þá væntanlega far- ið í Miðhálsstaði. Daginn eftir, sunnudag 8. júní, verður sérstak- ur gróðursetningardagur UMSE. Félagið og deildir þess hafa hug á að gróðursetja allt að 80 þús. plöntur í vor, en úr uppeldis- stöðinni í Kjarnalandi fást milli 40 og 50 þúsund. Þar af munu nokkur þúsund verða seldar ein- staklingum sem garðplöntur. I vor verður sáð í 500 fermetra, og standa vonir til, að eftir 4 ár geti ársframleiðsla uppeldisstöðvar- innar nálgast eða náð 100 þús. plöntum. Mest unnið í Vaðlaskógi Skógræktarfélagið hófst einna fyrst handa urn gróðursetningu í Vaðlaskógi, þ. e. í hrekkunum austan fjarðarins, gegnt Akur- eyri. Hófst það starf fyrir fullum 20 árum. Hafa þar nú verið gróð- ursettar 130800 plöntur, og eru farin að finnast þar nokkurra metra há tré. í Kjarnalandi hafa verið gróðursettar 93642 plöntur í landi Skógræktarfélags Akur- eyrar og rúmlega 34 þús. i landi Skógræktarfélags Eyfirðinga, en þar var fyrst byrjað vorið 1952. Framh. á bls. 2 »Bjargrdðafrumvarpið« komið fyrir olþingi * A að gefa hálfan milljazð í auknum eða nýjum sköttum. Ný verðþensla óhjákvæmileg afleiðing Á þriðjudaginn lagði rikisstjórnin loks fram á Alþingi tillögur sín- ar í efnahagsmálunum, sem almennt hafa verið nefnd Bjargráðin. Er það gífurlegur lagabálkur, sem hér er ekki rúm til að rekja, og mun reynast flókinn og erfiður í framkvæmd fyrst í stað. Tónlistarvikan Vikan 4.—10. maí var við- burðarík hér á Akureyri. Tónlist- arfélagið minntist 15 ára afmælis síns með þrem söngkvöldum, og gat það vart minnst þess á eftir- minnilegri eða smekkvísari hátt. Leikfélag Akureyrar frumsýndi 4. sjónleik sinn á leikárinu, og stofn- aður var félagsskapur til að koma upp minningasafni um þjóðskáld- ið Matthías Jochumsson. Þetla varð því sannnefnd listavika: vika tónlistar, leiklistar og ljóð- listar. Þar vantaði ekkert á, ann- að en að myndlistarsýning hefði þá einnig staðið hér yfir. Tónlistarvikan hófst með ein- söng frú Þuríðar Pálsdóttur á sunnudaginn. Oll tónleikakvöldin var livert sæti skipað í Nýja Bíó, enda fylla nú félagar, styrktarfé- lagar og gestir T. A. svo að segja öll sæti í húsinu. Frú Þuríður liafði 14 söngverk á skránni, þar af 5 íslenzk lög og tvær aríur, og varð hún að endurtaka nokkur þeirra og syngja aukalög. Ekki verður hér farið út í að meta eða gera upp á milli túlkunar ein- stakra laga þessara þriggja ágætu listamanna, — til þess er hvorki rúm eða „fagleg“ þekking, en erf- itt var að meta, livort hrifningin var rneiri eitt kvöldið eða annað. Ungfrú Guðrún Á. Símonar söng á miðvikudagskvöldið. Voru 10 viðfangsefni á skránni, 4 ís- lenzk og tvö óperuverk, en síðan sungu ungfrúin og Guðmundur Jónsson 3 dúetta úr þekktum óper- um (eftir Mozart og Pucchini). Nokkur laganna varð að endur- taka. Síðasla kvöldið söng svo Guð- mundur Jónsson með 12 verk á söngskrá, þar af 5 íslenzk lög og aríur úr Rigoletto og II Trovatore eftir Verdi. Ennfremur brezk og amerísk þjóðlög, en þar viðhafði hann þá nýlundu liér að lesa á- heyrendum efni textanna á und- an laginu, en slíka kynningu hefir hann oft haft með höndum í Rík- isútvarpinu. Fer sjálfsagt vel á því, að fleiri söngvarar, sem kynna erlend ljóð og lög, tækju þann hátt upp. Þá söng Guðmund- ur nokkur aukalög, m. a. eitt eftiv fonnann Tónlistarfélagsins, Stef- án Ág. Kristjánsson. Akureyringurinn Guðrún Krist- insdóttir annaðist undirleik, og var það engu síður góð listkynn- ing af hálfu félagsins en söngur hinna ágætu söngvara. <—xxxxu—» Frumvarpið nefnist Frumvarp til laga um Útflutningssjóð, og er upphaf frumvarpsins um hlutverk sjóðsins óbreytt, frá því sem var. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að Útflutningssjóður greiði 80% uppbætur á útfluttan fisk og fisk- afurðir, 70% á Faxasíld og 50% á Norðurlandssíld, 80% á útflutt- ar landbúnaðarafurðir að tiltekn- um viðbótum. Togaraflotinn nýt- ur þá sömu uppbóta og vélbáti- flotinn. Almenn laun hækki 1. júní um 5—7% (grunnlaun) en verðlags- uppbót þá fyrst, er vísitalan hefir náð 200 stigum. Bætur frá Al- mannatryggingum hækki um 5%, verðuppbót á fiski til hlutarsjó- manna um ca. 5% og hækkun á afurðaverði til bænda um sama hlutfall. Til að afla tekna í Utflutnings- sjóð skal taka yfirfærslugjald af öllum vörum, 30% af þeim, er áð- ur voru undanþegnar gjaldinu eða 16% var greitt af, en 50% af öðrum vörum. Innheimt verði áfram innflutu- ingsgjald af flestuin sömu vöru- flokkum og áður 22—62%. Innheimt verði áfram 6% gjald af ýmissi veltu og þjónustu. Innheimt verði gjald af inn- lendum tollvörutegundum 150%, er áður var 80%. Leyfisgjald af bifreiðum hækki úr 125% í 160%. Innheimt verði áfram 10% gjald af farmiðum til útlanda og 10% af tryggingum. Lagt verði á benzíngjald, 62 aurar á lítra. Renni 6 aurar í brúasjóð, 6 aurar í fjallvegasjóð og 50 aurar í Útflutningssjóð. Álag á ferðagjaldeyri hækki úr 57% í 101%. Greiddar verði yfirfærslubætur 55% á greiðslur frá útlöndum, t. d. til erlendra manna, er hingað koma til dvalar eða ferðast um landið. Áhafnir skipa og flugvéla, sem fá hluta launa sinna greiddan í erlendum gjaldeyri, greiði 55% yfirfærslugjald. Vinnulaun er- lendra manna hér á landi til 14. maí þ. á. eru undanþegin yfir- færslugjaldi. Hér verður ekki tekið meira upp úr frumvarpinu að þessu sinni. En ljóst liggur það fyrir, að við samþykkt þess fer í hönd ný verðhækkunaralda, sem kallar á nýjar ráðstafanir innan tíðar, og er þetta því engin frambúðarlausn á efnahagsmálunum, sem stjórn- arliðið lofaði að finna eftir opin- bera úttekt erlendra sérfræðinga á þjóðarbúinu, — úttekt, sem eng- inn veit, hvort fram hefir farið. _____________.*____ Kosningar til Bónaðarþings fara fram sunnudaginn 29. júuí n. k. jafnframt sveitarstj órnar- kosningum. Kjósa á 2 Búnaðar- þingsfulltrúa og 2 til vara fyrir Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Hafa komið fram tveir listar; ann- ar borinn fram af meirihluta full- trúa á aðalfundi sambandsins, og skipa hann þessir: 1. Ketill Guðjónsson, Finnastöð- um, 2. Garðar Halldórsson, Rifkels- stöðum, 3. Helgi Símonarson, Þverá, 4. Sigurjón Steinsson, Þórodds- stöðum. Hinn listinn er borinn frarn af 40 meðmælendum úr búnaðarfé- lögunum og skipa hann þessir: 1. Árni Jónsson, Háteigi, 2. Árni Áshjarnarson, Kaupangi, 3. Eggert Davíðsson, Möðruvöll- um, 4. Jón Gíslason, Hofi. □

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.