Íslendingur - 16.05.1958, Side 2
2
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 16. maí 1958
Barnaskóliinum siitii
Barnaskólinn á Ákureyri.
Skólanum var slitið laugardag-
inn 10. maí að viðstöddum mörg-
um gestum. Skólastjóri, Hannes J.
Magnússon, flutti ræðu og gaf
skýrslu um starf skólans síðast-
liðið skólaár. í skólanum voru
784 börn í 29 deildum. Kennarar
voru 25. Asíuinflúenzan kom í
nóvember og linnti ekki fyrr en
eftir áramót. Var skólanum lokað
í viku hennar vegna. Annars var
ágætt heilsufar í skólanum. Af
kvillum bar mest á tannskemmd-
um. Aðeins 81 barn höfðu allar
tennur heilar. Um 170 börn nutu
ljósbaða í skólanum, og öll börn
fengu vítamíntöflur daglega.
Eins og að venju fóru fram
margar íþróttakappleikir innan
skólans. Allt sveitakeppni milli
bekkja. Keppt var í þessum grein-
um: Sundi, handknattleik, skíða-
boðgöngu, svigi, fimleikum
drengja, fimleikum stúlkna, og
var keppt um farandbikara í öll-
um greinum.
Skólabörn gáfu út að venju rit-
ið Jólasveininn og seldu hann í
bænum. Ágóðanum var varið til
að gleðja fátæk börn um jólin.
Ársskemmtun sína héldu skóLr-
börnin í marz, og var hún vel sótt.
Alls voru 6 opinberar sýnjngar.
Ágóði af henni rennur í ferða-
sjóð skólans.
Lestrarstofu skólans sóttu 1020
börn, en hún er opin 6 stundir í
viku.
Sú nýbreytni var tekin upp í
vetur, að nokkrum börnum var
gefinn kostur á að læra fiðluleik.
Kennari var ungfrú Gígja Jó-
hannsdóttir, fiðlukennari við Tóu-
listarskóla Akureyrar. Voru í
þeirri sveit 14 börn. Skólinn á
sjálfur fiðlurnar og lánar þær
börnunum.
Þá hefur Akureyrarbær keypt
hljóðfæri handa 19 manna lúðra-
sveit, sem tekur til starfa í haust.
Hljóðfærin eru komin, en þau
komu svo seint, að ekki var unnt
að byrja rteitt á þessu skólaári.
Hæstu einkunn á ársprófi hlaut
Auður Stefánsdóttir í 5. bekk,
9.12, en hæstu einkunn á barna-
prófi hlaut Guðrún Árnadóttir,
9.47.
118 börn luku barnaprófi og
hlutu 17 ágætiseinkunn, 81 1.
einkunn og 21 II. einkunn.
Aðeins 1 barn átti eftir að ljúka
sundprófi, en örfá höfðu fengið
undanþágu með læknisvottorði.
Bókaverðlaun frá Bókaforlagi
Odds Björnssonar fyrir beztu rit-
gerðir við barnapróf hlutu að
þessu sinni: Steinunn Ingigerður
Stefánsdóttir, Regína Ragnars-
dóttir og Gréta Mörk Karlsdóttir.
í skólanum voru keypt spari-
merki fyrir rúinar 32 þús. krónur.
Að lokum ávarpaði skólastjóii
brautskráða nemendur og talaði
um trúmennskuna. Hann lauk
máli sínu með þessum orðum:
„Bið og vinn“ sögðu gömlu
munkarnir. Biðjið og vinnið. —
Vinnið vel, á meðan þið sitjið á
skólabekk, og vinnið vel, þegar
þið komið út í lífið og starfið.
Oddeyrarskólinn.
Oddeyrarskólanum á Akureyri
var slitið 10. maí, og var þetta
fyrsta starfsár skólans. Eiríkur
Sigurðsson, skólastjóri skýrði frá
skólastarfinu og úrslitum prófa.
Fyrstu tvo mánuði vetrarins
var kennsla í tveimur stofum á
Oddeyri, meðan skólahúsið nýja
var ófullgert, og var þá flestum
deildum kennt annan hvorn dag.
Þann 11. október fóru kennarar
með 5. og 6. bekki skólans í náms-
för að Hrauni í Öxnadal og
Möðruvöllum í Hörgárdal. En
þetta eru fæðingarstaðir skáld-
anna Jónasar Hallgrímssonar og
séra Jóns Sveinssonar (Nonna),
en þeir áttu báðir merkisafmæti
þann 16. nóvember sem kunnugt
er. En 7. desember var flutt í nýja
skólahúsið og fór þá fram skóla-
setning.
I skólanum voru í vetur 237
börn í 10 deildum. Kennarar vom
6 auk skólastjóra og einn stunda-
kennari. Tveir foreldrafundir
voru haldnir í janúar, og voru
þeir vel sóttir. Síðar um veturinn
var haldin kvöldvaka í skólanum
fyrir foreldra barnanna.
Þegar hinn nýi skóli tók íil
starfa átti hann svo að segja ekk-
ert af bókum. Tvö útgáfufélög og
nokkrir einstaklingar gáfu honum
bækur. En mest munaði þó um
gjafir barnanna, því að þau gáfu
skólanum 450 barnabækur, og
eignaðist skólinn þar gott bóka-
safn. Var lesstofa opnuð fyrir
börnin í janúarmánuði. Lesstofu-
gestir urðu alls 658. Fleiri gjafir
bárust skólanum frá velunnurum
sínum.
Skólaskemmtun var haldin í
skólanum í marz byrjun, og var
hún vel sótt. Ágóðinn gekk í ferða-
sjóð barnanna. Um sama leyti var
geíið út blaðið „Eyrarrós“, og
var meginefni þess ritgerðir frá
nemendum. Ágóði af sölu þess
gekk einnig í ferðasjóðinn.
Sparifjórsöfnun skólabarna fór
fram 1 skólanum, og voru seld
sparimerki fyrir 15.300 krónur.
Heilsufar var gott, að því undan-
skildu að loka varð skólanum í
viku vegna inflúenzu. Börnin
fengu vítamíntöflur daglega.
Barnaprófi iuku 28 börn. —
Hæstu einkunn á barnaprófi hlaut
Ásrún Baldvinsdóttir, 9,15. Karl
Jónasson, prentsm.stjóri, . gaf 4
bækur til verðlauna fyrir náms-
afrek. Verðlaunin hlutu þessi
börn: Jakob Olsen, Ásrún Bald-
vinsdóltir, Stefán H. Gunnlaugs-
son og Ingibjörg Tryggvadóttir.
Prófdómari við barnapróf var frú
Kristbjörg Pétursdóttir.
Skólastjóri ávarpaði braut-
skráða nemendur og lagði áherzlu
ó að glata ekki sjálfum sér í há-
vaða og erli nútímans, en vera
jafnan sannur gagnvart sjálfum
sér og öðrum.
Sýning á leikningum barnanna,
vinnubókum og handavinnu var í
kennslustofuin skólans við skóla-
slit og einnig daginn eftir, sunnu-
daginn 11. maí.
Skógræktin
Framh. af 1. síðu.
Hið sama vor var byrjað að
gróðursetja í Miðhálsstaðaland í
Öxnadal, en þar eru allt að 32
þús. plöntur.
Mælingar á írjám.
Félagið hefir látið mæla ýmsar
trjátegundir af ýmsum aldri. I
Gróðrarstöðinni við Akureyri var
mælt um 50 ára gamalt síberiskt
lerki. Var meðalhæð 10 trjáa
10.22 m., en meðalþvermál 22.5
sm. Meðalársvöxtur um 20 sm.
Rauðgreni af líkum aldri mældist
8.18 in. að meðaltali og meðal-
órsvöxtur 15 sm. Lindifura í
Grundarskógi reyndist vaxa um
12 sm. á ári. Hraðvöxnust er Al-
askaöspin, sem frá 1951 hefir
reynzt 3.38 m. að meðaltali, en á
henni hafa fundizl 86 sm. ársprot-
ar.
Skógræktardeild
barna.
Tryggvi Þorsteinsson skýrði
frá því, að í barnaskólanum á Ak-
ureyri starfaði sérstök skógrækt-
ardeild 11—13 ára barna,- sem
orðið hefði starfsemi Skógræktar-
félagsins að liði, og mundi þetta
vera eina deildin á landinu meðal
skólabarna. Ekki væri vænlegt, að
yngri börn en 11 ára ynnu að
gróðursetningu.
Þá sneri Skógræktarfélag Ak-
ureyrar sér til ýmissa félaga og
starfshópa í bænuin í fyrravor og
óskaði stuðnings þeirra við gróð-
ursetningarstarfið. Bar þetta
nokkurn árangur, en eftir því sem
félagið færist meira í fang eykst
að sjálfsögðu þörfin fyrir sjólf-
boðavinnu einstaklinga og félaga
við gróðursetninguna. Öllum
þeim áhugamönnum, sem stult
bafa félagið með vinnu og flutn-
ingum á gróðursetningarfólki er
félagið þakklátt og væntir áfram-
haldandi og aukins skilnings al-
mennings í orði og verki á starf-
inu.
Það hefir verið lauslega áætl-
að af forustumönnum skógrækt-
armálanna, að sjálfboðastarfið
nemi um 2 krónum á móti hverri
1 krónu, er hið opinbera leggur
fram til skógræktarinnar. En
Glerárhverfisskólinn.
Barnaskóla Glerárhverfis var
sagt upp laugardaginn 10. maí kl.
2 e. h. Skólastjórinn, Hjörtur L.
Jónsson, flutti skólaslitaræðu, þar
sem liann áminnti börnin að á-
stunda iðjusemi og tileinka sér
kristilega lífsskoðun. Skýrði hann
frá störfum skólans á liðnum
vetri. í skólanum voru 97 börn og
luku 16 þeirra burtfararprófi.
Hæstu einkunn hlaut Snjólaug
Þóroddsdóltir, Bergsstöðum, 8.20
stig. 4 börn hlutu bókaverðlaun
fyrir ágæta hegðun. Sparifjór-
söfnun nam 6.700 kr.
Að lokum afhenti skólastjóri
prófskírteini, þakkaði samvinn-
una á vetrinum og sagði skólan-
um slitið.
Hmkur Snerrason. rítstjirí
andaðist í Hamborg s. 1. laugar- i
dag, þar sem hann var á ferð með
tveim öðrum blaðamönnum í
boði Bonn-stjórnarinnar. Barst
sú fregn hingað s. I. sunnudag, '
að liann hefði veikzt skyndilega
sl. föstudag og lótizt á laugardags
kvöld.
Þótt Haukur Snorrason væri
ekki heill lieilsu, kom þessi fregn
mjög á óvænt. Sem blaðamaður
hafði hann unnið mikið starf, oft;
lagt nótt með degi eins og ötulir
og önnum hlaðnir blaðamenn
þurfa tíðum að gera. Fór hann
margar ferðir út um lönd, vestan
hafs og austan, bæði meðan
liann var ritstjóri Dags, og eftir
að liann réðist í þjónustu Tímans
sem annar aðalritstjóri blaðsins.
Ilaukur Snorrason fæddist á
Flateyri við Onundarfjörð 1. júlí
1916 og var því tæpra 42 ára að
og Félagstíðinda KEA. í Mennta-
málaráði Islands ótti hann sæti
síðan 1954.
Haukur var kvæntur Elsu Frið-
finnsdóttur, og áttu þau 3 börn.
Hann vakti snemma athygli
fýrir ötulleik og smekkvísi í
aldri. Foreldrar hans voru hjónin blaðamennsku, var fljótur að til-
Guðrún Jóhannesdóttir og Snorri einka sér erlenda tækni við um-
Sigfússon skólastj óri: Um ferm-1 brot blaða og svipmót þeirra, og
ingaraldur fluttist hann hingað lék hvert verk varðandi almenna
til Akureyrar, er faðir hans tók
við Barnaskólanum hér, og átti
hér heima síðan, unz hann tók
við ritstjórn Tímans fyrir 2 árum.
Hann lauk gagnfræðaprófi við
Menntaskólann og síðan verzlun-
arprófi við samvinnuskóla í Bret-
landi. Gerðist síðan starfsmaður
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, var
þar gjaldkeri og síðar fræðslu-
stjóri. Hóf litlu síðar blaða- j liarmur kveðinn að eiginkonu og
mennsku við Dag, meðan Ingimar j börnum, systkinum og öldruðum
Eydal var aðalritstjóri, en tók við föður. Og íslenzkum blaðamönu-
ritstjórn blaðsins, er Ingimar lét j um þykir einnig skarð fyrir skildi
af starfi. Þá var hann jafnframt við hið sviplega fráfall hans.
blaðamennsku í höndum hans.
Það vakti því enga furðu, þótt
aðalmólgagn Framsóknarflokks-
ins vildi fá hann í þjónustu sína,
enda breytti það mjög um svip,
er Haukur gerðist ritstjóri þess.
Ilaukur liafði flesta þá kosti til
að bera, sem á erlendu máli or
kallað „Journalist“.
Við fráfall hans er þungur
ritstjóri Samvinnuimar um skeið |
/. O. P.
girðingar um skóglönd og við-
hald þeirra kostar miklar upp-
hæðir, svo og plöntuuppeldi og
skógvarzla.
Við höfum hvorki herskyldu nc
þcgnskylduvinnu. Því ætti okkur að
vcra Ijúft oð tako þótt í hernaðinum
innanlcnds gegn uppblæstri landsins
með þvi að klæða það skógi og græða
cyðisanda og blósna jörð. Þcgar land-
ið hefir verið grætt þeim sórum, er
mannshöndin og stormornir hafa
vcitt því um oldir, verður það feg-
urra, hlýrra og byggilegra. Og hví
skyldum við ekki leggja ó okkur að
gróðursctja nokkrar trjóplöntur eina
eða tvær dogstundir ó óri i því skyni?
Þótt við sjóum e. t. v. ekki mikinn
órangur af þvi starfi þcgar i stað, er
það verk unnið börnum okkar —
næstu kynslóðum.
Vantar unglingsstúlku
14—16 ára til heimilisstarfa
yfir suinarmánuðina.
Marta Sveinsdóttir
Helga-magrastr. 28
Sími 1035.
Körfuknatíleiksmót
Akureyrar
er nú lokið, en úrslitum fyrstu
leikjanna licfir óður verið getið í
blaðinu. Síðan hafa þessir leikir
verið háðir:
B-lið KA gegn C-liði 32 : 28.
A-lið KA gegn Þór 101 : 47.
A-lið KA gegn B-liði 73 : 34.
A-lið KA varð Akureyrarmeist-
ari á 8 stigum. Þór hlaut 6 stig
og ÍMA 4 stig.
í A-liði KA léku þessir menn:
Skjöldur Jónsson, Hörður Till-
inius, Axel Clausen Jónasson,
Garðar Ingjaldsson, Jón Stefáns-
son og Hcrmann Sigtryggsson.
Körfuknattleikur er tiltölulega
ný íþróttagrein hér í bæ, en virð-
ist eiga ört vaxandi vinsældum að
fagna.
Straub
heimapermanent
Toni hárliðunarefni
Nestle
hárliðunarefni
Permanentspólur
margar tegundir.
Vörusalari
Hafnarstræti 104