Íslendingur - 16.05.1958, Síða 8
KAUPENDUR
vinsamlega beðnir að tilkynna af-
greiðslunni strax, ef vanskU eru
á blaðinu.
Föstudagur 16. maí 1958
5. síðan í dag:
Atvinnuréttindi handa ís-
lendingum á Grænlandi.
90000000000000000000»0«X
Úr heimahögum
»»oooo»oooooooooooo»oo<^^
MessaS í Alcureyrarkirkfu, n.k. sunnu-
clag kl. 2 e.h. Sálmar nr.: 240 — 384 —
243 — 314 — 684. — Séra Bragi FriS-
rilcsson prédikar. — P. S.
I. O. O. F. — 1405168% —
Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5
verður sett í kapellu kirkjunnar iaug-
ardaginn 17. maí kl. 5 e. h.
MœSradagurinn er á sunnudaginn
kemur. Þá verða seld mæðrablóm á
götum bæjarins og einnig verður
Blómabúð KEA opin kl. 10—12 f.h. til
blómakaupa. — Almenningur er hvatt-
ur til að kaupa blómin og gera þannig
fjársöfnun mæðradagsins sem mesta.
Karlakór Akuieyrar hélt samsöng í
Nýja Bíó í gær og syngur þar aftur á
morgun kl. 5. Söngstjóri er Áskell Jóns-
son og undirleikari Guðrún Kristins-
dóttir.
ÁttrœSur varð sl. föstudag Hallgrím-
ur Jónsson járnsmiður, Lundargötu 4.
Frá kristniboSshúsinu Zíon. Almenti
samkoma verður á sunnudag kl. 8.30
e.h. Allir velkomnir.
BifreiSaskoSun. 1 dag eiga að mæta
til skoðunar A-901—975. — Mánudag:
A-976—1050. — Þriðjudag: A-1051—
A-1225.
VallarráS hefir beðið blaðið fyrir
þau vinsæmlegu tilmæli til bæjarbúa,
að forðast átroðning um íþróttaleik-
vanginn, einkum grasvöllinn. Leikvang-
urinn á að vera hvort tveggja í senn til
bæjarprýði og til fyllstu nota fyrir í-
þróttaæsku bæjarins. — Þess vegna
ættu allir að finna hvöt hjá sér trf-þess
að afstýra skemmdum á grasvellintim
og verja svæðið fyrir óþarfa átroðn-
ingi.
Náttúrulœkningafélag Akureyrar hef-
ir kynningarkvöld í Húsmæðraskóla
Akureyrar sunnudaginn 18. maí kl. 4
e. h. — Úlfur Ragnarsson læknir,
Hveragerði, flytur erindi. — Félagar
eru beðnir að fjölmenna og taka með
sér gesti. — Vinsamlegast talið við Jón
Kristjánsson, Spítalaveg 17, sími 1374,
eða Pál Sigurgeirsson, Vöruhúsinu h.f.,
sími 1420. — Stjórnin.
TOGARARNIR
Kaldbakur fór á veiðar frá
Reykjavík síðastliðinn laugardag
eftir viðgerð og slipp. Mun veiða
í salt við Vestur-Grænland.
Svalbakur var væntanlegur af
veiðum í morgun.
Harðbakur kom af veiðum 8.
maí sl. Landaði í frystihúsið 203
tonnum af ísvörðum fiski. Fór
aftur á veiðar sl. mánudagskvöld.
Sléttbakur kom af veiðum sl.
sunnudagskvöld. Landaði í frysti-
húsið 296 tonnum af ísvörðum
fiski. Fór aftur á veiðar sl. þriðju-
dag.
Norðlendingur iandaði í Olaís-
firði í sl. viku ca. 248 tonnum af
ísvörðum fiski. Hefir verið hér I
ketilhreinsun.
Frá bæjarstjórn
Fyrir bæjarstjórnarfundi s. J.
þriðjudag lágu fundargerðir frá
bæjarráði, heilbrigðisnefnd,
niðurjöfnunarnefnd, íþrótta-
hússnefnd og Vallarráði, skipu-
lagsnefnd, vinnuskólanefnd, bygg-
inganefnd og framfærslunefnd.
Að lokinni dagskrá var lokaður
fundur um málefni Utgerðarfé-
lags Akureyringa h.f. Verður hér
getið nokkurra mála:
Vinna við
Eyrarlandsveg.
Bæjarráð hefir samþykkt eftir
tillögum hæjarverkfræðings að
lieimila að vinna í vor og sumar
við Eyrarlandsveg frá Möðru-
vallastræti (Skólastíg) að Kaup-
vangsstræti, lækka götuna, breikka
og gera gangstéttir, svo og Iag-
færa nánasta umhverfi Eyrarlands
vegar bak við kirkjuna, enda hafi
verkfræðingur og garðyrkjuráðu-
nautur nána samvinnu um þær
framkvæmdir.
Bannað gripahald
ó Oddeyri.
Á fundi heilbrigðisnefndar 21.
apríl var upplýst eftir fyrirliggj-
andi skýrslum, að búfjáreign
hæjarhúa væri 565 kýr, 188 hest-
ar og um 3300 kindur. Var svo-
felld tillaga samþykkt á fundin-
um:
Heilbrigðisnefnd skorar á bæj-
arráð að hanna skepnuhald á
aðalbyggðasvæði bæjarins á
þessu ári og gera ráðstafanir,
ef nauðsynlegar þykja til að
greiða fyrir framkvæmd slíks
banns. Einnig beinir nefndin
því til bæjarráðs, að strang-
lega sé gengið eftir því, að
menn hafi búfénað sinn í ör-
uggri vörzlu, svo hann valdi
ekki óþrifum og tjóni á eign-
um annarra.
Samkvæml tillögum bæjarverk-
fræðings samþykkti bæjarráð svo
2. maí að banna algerlega gripa-
hús á Oddeyri og krefjast þess að j
eigendur þeirra fjarlægi þau, hey
og hauga fyrir 1. júlí n. k., að
öðru leyti verði það gert af bæn-
um á kostnað eigenda. Á næsta
fundi samþykkti svo bæjarráð, að
bann þetta næði einnig til Glerár-
eyra norðan árinnar.
Enginn vinnuskóli.
Vinnuskólanefnd hefir komizt
að þeirri niðurstöðu, að ekki sé
unnt að reka Vinnuskóla Akur-
eyrar á þessu sumri, og byggir
]>að á þrem atriðum:
1) að ekki hefir reynst unnt að
fá mann til að veita skólanum
forstöðu,
2) að fjárframlag til skólans
þyrfti að vera a. m. k. helm-
ingi hærra, ef gagn ætti að
vera að rekstri hans,
3) að ekkert hentugt land sé fyrir
hendi til afnota fyrir skólann.
En jafnframt leggur nefndin til,
að bærinn sjái 10—12 drengjum
fyrir vinnu, er bæjarverkfræðing-
ur geti útvegað þeim við girðing-
ar, lagfæringu á vegköntum,
skurðgreftri eða þ. u. 1. og sé var-
ið til þess allt að 15 þús. kr. af
framlagi til vinnuskólans á þessu
ári. Samþykkti bæjarráð að veita
þessa upphæð til garðræktar og
fegrunar, og allt að 10 unglingar
yrðu ráðnir við garðyrkjustörf í
sumar.
Onnur mól.
Bygginganefnd hefir falið bygg
ingafulltrúa að rita eigendum ó-
íullgerðra húsa við Ráðhústorg
og krefjast þess, að húsin verði
fullbyggð í samræmi við bygg-
ingaleyfi og byggingasamþykkt.
— Kosinn var í sögunefnd í stað
Brynleifs Tobíassonar Gísli Jóns-
son menntaskólakennari.
Löng erindi lágu fyrir fundin-
um frá íþróttahússnefnd og Vall-
arráði, er síðar mun verða vikið
að.
Kalla á aörar
ráðstafanir
I foruslugrein Þjóðviljans
síðastliðinn þriðjudag er hin-
um nýju „bjargráðum" ríkis-
stjórnarinnar lýst þessum orð-
um:
„Hinar nýju tekjuöflun-
arráðstafanir eru fráhvarf
frá stöðvunarstefnunni, þær
munu hafa í för með sér
verulegar verðhækkanir,
gert er ráð fyrir að núgild-
andi vísitala muni hækka
um 14—16 stig, þegar allt
er komið fram. Verðbólgu-
skriðan er sem sé komin í
gang á nýjan leik.“
„.... hljóta Alþýðu-
bandalagið og verklýðs-
hreyfingin að líta þessa
þróun mjög alvarlegum
augum. I henni felst frá-
hvarf frá þeirri stefnu, sem
skynsamlegust var og hag-
kvæmust alþýðu manna,
og hér er aðeins um bróða-
birgðalausn að ræða, verð-
bólguþróun, sem óhjókvæmi-
lcga kallar ó aðrar róðstafanir
cftir tiltölulcga stuttan tíma."
(Lbr. hér.)
Þannig er þá álit stærsta
stjórnarflokksins á „bjargráð-
unum“, þeim er hann sjálfur
stendur að.
Ársþing í. B. A.
hið 14. í röðinni fór fram í I-
þróttahúsi Akureyrar um máu-
aðamótin marz-apríl. Fundinn
sóttu 33 fulltrúar frá 6 íþróttafé-
lögum og fimm sérráðum, auk
stjórnar bandalagsins. Einnig
mætti íþróttafulltrúi ríkisins
Þorsteinn Einnarsson á þinginu.
Gaf liann ýmsar upplýsingar um
íþróttastarfsemina, íþróttamami-
virki og rekstur þeirra.
Fluttar voru skýrslur stjórnar
bandalagsins og sérráða þess. Var
þar skýrt frá gangi þeirra málr,
er stjórnin hafði til meðferðar og
getið um þau iþróttamót, sein
fram höfðu farið. Töluverð þátt-
taka var frá Akureyri í landsmót-
um og fleiri mótum utan héraðs.
Nokkrir íþrótttamenn fóru til út-
landa á árinu til þátttöku í nám-
skeiðum og keppni. Kennslustarf-
semi hafði verið með mesta móti
hjá einstökum félögum og sérráð-
um.
Þingið samþykkti inótaskrá fyv-
ir límabilið milli ársþinga, og
eru þar á meðal nokkur íslands-
mót, sem ákveðið er að fari fram
á Akureyri í sumar, s. s. Sund-
meistaramót íslands og nokkur
hluti Meistaramóts lslands í
frjálsum íþróttum.
Einnig var samþykkt fjárhags-
áætlun fyrir 1958.
Samþykktar voru tillögur um
læknisskoðun og tryggingar
íþróttamanna, rekslur íþrótta-
mannvirkja, undirbúning að bygg
ingu íþróttasalar til innanhúss-
keppni, íþróttasýninga o. fl.
Fundarstjórar þingsins voru
Tryggvi Þorsteinsson og Árni
Sigurðsson. Ármann Dahnanns-
son var endurkosinn formaður
bandalagsins. Auk hans skipa
stjórnina einn fulltrúi frá hverju
íþróttafélagi:
Frá Golfkl. Akureyrar Stefán
Árnason.
Frá í. M. A. Pétur Bjarnason.
Frá K. A. Einar Kristjánsson.
Frá Róðrarfélaginu Gísli Lór-
enzson.
Frá Skautafél. Akureyrar Björn
Baldursson.
Frá Þór Magnús Jónsson.
SKÓGRÆKTARFERÐIR
Mánudaginn 19. maí verður
gróðursett í Kjarnalandi, og verða
• þá starfsmenn Akureyrarbæjar
þátttakendur. Þriðjudag 20. maí
með þátttöku kennara og skóg-
ræktardeildar barnaskólanna,
fimmtudag 22. maí með þátttöku
starfsmanna Samb. ísl. samvinnuf.
• Farið verður frá Hótel KEA kl.
7,20 síðd. Skógræktarfélögin óska
eftir sem mestri þátttöku almenn-
ings í þessum gróðursetningar-
ferðum, en æskilegt er, að menn
Ánnóll íslendings
14 ára skát'i í Reykjavík, Þórður Ei-
riksson, bjargar 8 ára drcng frá drukkn-
un við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
□
Maður stórslasast í bifreiðaárekstri
í Reykjavík, hlaut höfuðkúpubrot, lær-
brot og meiðsl á andliti og brjósti. Lög-
reglumaður í Reykjavík slasast alvar-
lega í árekstri bifhjóls og bifreiðar, er
hann var að elta ökuníðing á mikilli
ferð.
□
Stórri heimagerðri sprengju kastað
upp á þak hegningarhússins í Reykja-
vík. Olli hún talsverðum skemmdum á
þakinu.
□
Ibúðarhúsið að Brennu í Lunda-
reykjadal brennur á 1 klukkustund á-
samt innbúi öllu. íbúðarhúsið Báru-
gata 13 Reykjavík stórskemmist nf
eldi, svo og innbú.
□
Maður um sexlugt, Olafur Bjarna-
son í Vestmannaeyjum, finnst drukkn-
aður þar í höfninni.
□
Þjónn á strandferðaskipinu Esju,
Arne Jónsson, fellur fyrir borð og
drukknar. Skipið var þá á leið frá
Siglufirði til Isafjarður.
□
Vöruskiptajöfnuðurinn íyrstu 3 máti-
uði ársins óliagstæður um 112.4 millj.
króna.
□
fskyððilegt tíðarfar
Þrálát, köld tiorðaustanátt hef-
ir ríkt að undanförnu um allt
land með snjóéljunt um norðan-
og austanvert landið og nætur-
frostum víðasthvar á landinu.
Snjóað hefir í byggðum norðan-
lands, m. a. snjóaði hér á mið-
vikudagsnótt ofan í sjó, en tók
fljótt aftur.
Sauðburður er víðasthvar byrj-
aður, en allt sauðfé á fullri gjöf
norðanlands. Veldur þetta bænd-
um hinum mestu erfiðleikum
vegna þrengsla í ltúsum, eftir að
ærnar fara að bera, og heyskortur
sums staðar yfirvofandi, ef svo fer
lengur fram.
tilkynni Ármanni Dalmannssyni
þátttöku sína daginn áður í síma
1464. eða Tryggva Þorsteinssyni
í síina 1281 vegna farkosts.