Íslendingur


Íslendingur - 06.06.1958, Qupperneq 4

Íslendingur - 06.06.1958, Qupperneq 4
4 ÍSLENDINGUR Kemur út hvern föstudag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólug. 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354. Opin kl. 10—12. 1—3 og 4—6. á laugardögum 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. »Hjartaprúður riddari« á fjörum kommúnista í síðasta Degi er greinarkorn eítir aðstoðarritstjóra blaðsins um „Átökin innan Alþýðubanda- lagsins“, og er þar margt óvenju- lega ályktað og frumlega sagt. I greininni leitast höf. við að sýna fram á, að áhrif kommúnista í ríkisstjórninni séu raunar engin, en hins vegar valdi það ærnum ó- þægindum, að sumir forgöngu- menn Sósíalistaflokksins, er stofnuðu Alþýðubandalagið, hafi komið óróa af stað í flokknum með „sífelldu nuddi og undir- róðri“. Höfundur segir, að Alþýðu- Itandalagið hafi verið tekið með í ríkisstjórn, þar sem ekki hafi náðst tilætlaður kosningasigur „miðblakkarinnar“, og á hann þar við Hraeðslubandalagið. Sósíal- istaflokkurinn hafi átt frumkvæði að stofnun Alþýðubandalagsins með því að „neyða Hannihal Valdimarsson til fylgis við sig og láta hann þannig svíkja gefin lof- orð gagnvart sínum eigin flokki, Alþýðuflokknum“, og að Hanni- bal, liinn „hjartaprúði riddari“, eins og hann er nefndur, hafi fyr- ir hrekkvísi örlaganna horizt „inn á áhrifasvæði“ kommúnista. En greinarhöfundur telur þó Hannibal nokkurs megnugan, eft- ir að kommúnistar höfðu veitt hann og nánustu fylgismenn hans í net sín, eða hann fyrir tilverkn- að atvika og örlaga hafði borizt inn á áhrifasvæði þeirra. Og nú ber greinarhöfundur það traust til þessa vogreks, „hjartaprúða ridd- arans“, að hann varpi Moskvatrú- armönnum Alþýðubandalagsins fyrir horð, því það „dugir ekki að láta menn vaða fram með þá ósvífni, sem Einar Olgeirsson hefur haft í frammi að undan- förnu“(!). Að lokum minnir ritstjórinn Hannibal á það, að „Alþýðu- bandalagsmenn ættu að gera sér ljósa aðstöðu sína, áður en þeir fela Einari Olgeirssyni, Brynjólfi Bjarnasyni og ritstjórum Þjóð- viljans of mikil völd og áhrif.“ Hér virðast vera gjörðar full- háar kröfur til manns, sem borizt hefir inn á áhrifasvæði kommún- ista og lent í liöndum þeirra. Hafi Alþýðubandalagið verið stofnað fyrir forgöngu Sósíalistaflokksins, er liætt við að hann eigi meiri í- tök í því en svo, að maður, sem rekið hefir fyrir atvik og örlög á fjörur hans og verið dreginn und- an sjó sem hvert annað vogrek, hafi öll ráð þessara gömlu flokks- foringja í hendi sér og geti gefið þeim forskrift- Þar er vissulega til of mikils mælzt, enda á allra vit- orði, að það er aðeins tímaspurs- mál, hvenær Moskvumennirnir varpa „hjartaprúða riddaranum“ fyrir horð af skúlu sinni. Hanni- bal Valdimarsson er ekki íyrsta rekaldið, sem borizt hefir á fjörur kommúnista frá Alþýðuflokknum, og þekkja allir þá sögu, nema ef vera skyldi aðstoðarritstjóri Dags. Eitt heíir hún eínt Ríkisstjórnin, sem tók við völd- um fyrir nær tveim árum og kvaðst ætla að „brjóta blað“ í efnahagsmálum þjóðarinnar, hef- ir átt örðugt með að efna það loforð, svo sem önnur fleiri, er hún gaf í svonefndri „Stefnuskrá umbótaflokkanna“ frá vorinu 1956.. — Stjórnmálayfirlýsing Hræðslubandalagsins hófst á þess- um orðum: „Mikill vandi steðjar nú að ís- lenzku þjóðinni.“ Og svo er ástandinu lýst, — á- standinu, sem hún ætlaði að bæta: „Höfuðatvinnuvegum larnls- manna er haldið uppi með bein- um styrkjum af opinberu fé og gífurlegu álagi á neyzluvörur al- mennings.“ Hvernig hefir stjórnin leyst þenna vanda: að afnema styrkja- kerfið og létta álögum af neyzlu- vörum almennings? Tókst henni það með jólagjöfinni 1956 og bjargráðunum 1958? „/nnjlutningi hefir að verulegu leyli verið haldið uppi með gjald- eyrislántökum.“ Tók ekki stjórnin fyrir erlend- ar lántökur? Eða er það mis- minni, að fjármálaráðherra hafi kinnroðalaust fært rök fyrir því, að hann hefði meira en tvöfaldað erlendar skuldir á tveim síðustu árum með nýjum lántökum? „Gera skal slcipulegt átak í hús- nœðismálum kaupstaða og kaup- túna.“ Hvernig fór um það átak? Minnkandi lánveitingar til bygg- inga samkvæmt veðlánakerfinu. Og svo var það stóra málið: Rrotlför varnarliðsins af íslenzkri grutul. Efndir: Dvöl þess fram- lengd um óákveðinn tíma. Hér er aðeins stiklað á stóru um loforð og efndir. Hins vegar af miklu að taka. Þó er ósann- gjarnt að telja stjórnina hafa Haja með sér nesti til Svíþjóðar. — Fordœmi til athugunar fyrir okkur• — PIN-keyrt á miðin. — Hámark hestaflafölda nauðsyn- legt. — Elli- og sjómannaheimili. ÞAÐ STENDUR MIKÍÐ TJL í Sví- þjóð í sumar, en þar fer fram heims- meistarakeppni í knattspyrnu. Safnast þangað til keppni knattspyrnuflokkar úr flestum eða öllum álfum heims. Mik- ill viðbúnaður er þar eystra og frétta- bréf send daglega úl um allan heim af þátttöku þjóða og undirbúningi keppn- innar. Nýlega liarst forráðamönnum keppn- innar bréf frá Knattspyrnusambandi Argentínu, þar sem skýrt er frá jiví, að eimskipið Panama mundi koma til Málmcyjar 1. júní nieð eftirfarandi matvörur handa liðinu úr Argentínu, sem keppa á um lieimsmeistaratitilinn: 500 kg. uxakjöt, 300 kg. rifjasteik, 250 kjúklinga. Með tilkynningunni er gefin skýring á þessari nestissendingu. „Þessar mat- vörur eru sendar vegna heimsmeistara- Jeikara okkar. Við vitum, að hið fagra land yðar er þekkt fyrir góðan mat. Að við skulum, þrátt fyrir það, senda okk- ar eigin matvæli, má enganveginn skilj- ast sem tortryggni við yður, heldur i miðast það eingöngti við það, að leik- menn okkar verða skilyrðislaust að lifa á sömu fæðu og þeir neyta daglega í heimaJandi sínu.“ ARGENTÍNUMENN vita sjálfsagt hvað þeir íara í þessum efnum. Mig minnir fastlega,' að þá sjaldan íþrótta- menn okkar tapa leik á erlendum knattspyrnuvelli eða skíðabraut, ]iá sé það að verulegu leyti matarhæfinu að kenna. Færi því vel á því, að við send- um á undan þeim skreiðarbagga, síld- arkút og góðost, svo að eitthvað sé nefnt af framleiðsluvöru okkar. Skrínu- kostur hefir oft gefizt vel, og einliver gjaldcyrissparnaður ætli að ^eta orðið með því fyrirkomulagi. Framh. á 6. síðu. ! svikið allt, sem hún lofaði. í ' stefnuskrá umbótaflokkanna var | því m. a. lofað, að bankakerfið skyldi endurskoðað. Þegar komm- únistar gerðust aðilar að ríkis- stjórn með „miðblökkinni“, gengu þeir ríkt eftir, að þeir fengju ldutdeild í yfirstjórn lána- stofnana þjóðarinnar. Og þar slóð ekki á efndunum. Einum huga kom rikisstjórnin því í framkvæmd, að kommúnistar hlytu banka- stjóraembætti og sæti i bankaróð- um þjóðbankans og annarra opin- berro lónastofnana. Sú framtaks- semi var kommúnistum svo þýð- ingarmikil, að cinu mótti gilda, þótt cfndir annarra loforðo drægj- ust nokkuð úr hömlu. Föstudagur 6. júni 1958 OdýrÉ ogr grott gfrænmcti Á vorin og fram eftir sumri er mjög lítið og oftast ekkert ferskt grænmeti á borðum almennings- Það grænmeti, sem er í verzlunum, er það dýrt, að almennt mun það ekki notað nema til bragðbætis stöku sinnum, og tiltölulega fáar húsmæður kunna að hagnýta sér sem skyldi þær grænmetistegundir, sem fljótræktaðar eru og hægt er að liafa á borðum allt sumarið, og sennilega eru þær enn færri, sem nota villtar jurtir til þess að víta- mín- og bragðbæta fæðið. Græn- meti, sem fljótlegt er að rækta og hægt er að hafa á borðum allt sum- arið er t. d. graslaukur, karsi, steinselja (persille), salat, spínat og radísur. Graslaukurinn er jurt, sem hægt er að rækta í næstum því hvaða jarðvegi sem er, og af honum er hægt að taka frá því snemma á vorin og þar til byrjar að frjósa á haustin. Hann er not- aður sem krydd í alls konar mat, í sósur með fiski, í grænmetis- súpur, saman við hrært smjör í eggjakökur og fleira. Hann er mjög C-vítamín-auðugur. Karsinn er mjög A- og C-vítamínauðugur, og hann er auðræktaður, t. d. er hægt að sá honum í pott eða lítinn kassa seinni part veti'ar og hafa í glugga og nota siðan til að víta- mínbæta fæðið, þegar þess er mesl þörf seinnipart vetrar og snemma á vorin. Steinselja, salat, spínat og radísur er allt fljótvax- ið og Jnjög vítamínauðugt, sér- Vísnabáikur í síðasta blaði íslendings er birt vísa ein, og er höfundur henn- ar ókunnur þeim er sendi hana. Ég hygg að hér sé máluin bland- að, þannig, að tveimur vísum muni vera slengt saman, og eru höfundar beggja kunnir. Visur þær urðu lil í Skagafirði laust eftir aldamótin síðustu, og lærði ég þær þegar. Ilefi ég ekki ástæðu til að ætla, að þær hafi verið skakkt feðraðar í mín eyru. Þorsteinn Sigurðsson á Sauð- árkróki, kunnur maður á sinni tíð, greindur vel, orðhagur og listasmiður, sat eilt sinn að skál í kunningjahópi, og voru eilífðar- málin m. a. eitthvað til umræðu þar. Þá kvað Þorsteinn: Kvíði ég eigi heims frá glaum héð’an veginn ganga, ef ég dey í ástardraum undir meyjar vanga. Þorsteinn var sagður kvenlioll- ur maður, og hefir hann efalaust þekkt þann orðióm, og miðað efni vísunnar við það. Þegar Símon Dalaskáld heyrði vísu Þorsleins, ]>á kvað hann á móti: Sálin eigi sælli (eða: seðst) af því, og sinn mun veginn ganga, þótt þú deyir ástum í undir meyjar vanga. Þorsteinn smiður fór til Vest- urheims árið 1905 eða 6, svo að staklega spínat og steinselja. Þess- ar tegundir allar eru beztar hæfi- lega þroskaðar, og er því heppi- legast að sá ekki miklu í einu, heldur sá lil þeirra tvisvar til þrisvar yfir sumarið til þess að hafa þær alltaf hæfilega sprottnar. Þá eru ýmsar villtar plöntur, sem hægt er að bæta fæðið með þann tíma á vorin og sumrin, sem grænmetið er dýrast. Nú kynni einhver að lialda, að maður geti ekki vei'ið þekktur fyrir að bjóða upp á svo ómerkilega rétti sem njólajafning eða kjötsúpu með hvönn eða fíflablöðum, en í Dan- mörku og einnig í Noi'egi hafa verið gefnar út matreiðslubækur, sem eingöngu kenna fólki að hag- nýta sér villtar jurtir. Ef Danir með allt sitt grænmeti og ávexti skammast sín ekki fyrir að nota svo ódýrt grænmeti, þá þurfum við ekki að gera það. Ég hef hér eina danska bók, sem heitir „Gra- tis mad“ og í henni eru leiðbein- ingar um söfnun og notkun ým- issa villtra jurta í súpur, sósur, salöt, jafninga, gratin, te og fleira. Af algengum jurtum, sem vaxa hér, eru nefndar njóli, súra, fífill, smári, hvönn og fleiri. Þegar plöntunum er safnað, á helzt að velja yngstu blöðin og velja frek- ar af plöntum, sem eru ekki bún- ar að blómstra. Ef blöðin eru orð- in stór og gróf eru leggir og mið- rif tekin burt, og á fíflablöðum Framh. á 6. síðu■ fyrir þann tíma hafa vísurnar ver- ið ortar. íslendingur mun áður hafa birt visur eftir hann. Eitt hið síðasta verk Þorsteins hér heima mun hafa verið smíði Goðdalakirkju, þeirrar sem nú er þar, en hún var gerð árið 1904. Þormóður Sveinsson. Tveir borgarar þessa bæjar gerðu eflirfarandi stöku í félagi einhvern tíma í vor: Eftir vökur, stiit og stúss, stundum finnst mér gaman, aff við kaupum agnar-sjúss og liann drekkum saman. Þá er ein eftir Pela: Orka vaknar ei hjá mér, unga snót þótt finni. Lítið var -— en lokið er lífshamingju minni. RÍKISSTJÓRNIN. Finnst mér vera af ílestu sneitt, fornar dyggðir víkja, á nú stjórnin ekki neitt cftir til að svíkja? Engin kelda er svo hreið eða botnlaust díki, að hún hopi hól úr leið og henni framlijá víki. Sitt liún heldur sama strik, situr fast við stýri, þar er ekki á horfi hik, hindrar ei fen né mýri. Nói.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.