Íslendingur - 06.06.1958, Síða 6
6
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 6. júní 1958
Skapgerð og breytni
Úr bókinni „Character and Conduct". — Safn
spakmæla eftir ýmsa andans menn nútíðar og
fortíðar. — Þýtt hefir Guðrún Jóhannsdóttir
fró Áslóksstöðum.
í fvjllu gildi, sem vél af sinni stærð, og
ganghraði bátsins hafi mátt teljast eðli-
legnr. Slíkt kapphlaup hlýtur að enda
með stóraukinni hættu fyrir áhafnir
hátanna og greiðsluþrotum fyrir þá, er
vélarnar þurfa að kaupa með alltof
stuttu millibili. — Það verður því að
setja reglur um hámarks hestafla-
fjölda á rúmlest, og það síðan liaft
Hversdagsleiki.
„Smásálarháttur í hversdags-
lífi fylgir í kjölfar heimshyggju
nútímans. Smásmugulegt, jarð-
lægt hugarfar er í andstöðu við
Guð og birtist í ýmsum myndum.
Það er orðaflaumur um allt og
ekkert, slúður og dagdómar um
„hann“ og „hana“. Hávær vand-
læting um vissar stefnur, skipulag
og orðatiltæki. Hátíðleg van-
þóknun á ýmsum kynflokkum, út-
liti fólks og klæðaburði.
Það er oft vegna skilningsleys-
is og smásmuguháttar, að verka-
fólkið er neytt til að bera sífelld-
an kvíðboga fyrir líkamlegri af-
komu og verður sýnkt og heilagt
að hugsa um fæði og klæði, sem
er forgengilegt, meðan sál þess
sveltur, sakir vöntunar andlegra
verðmæta, sem eru eilíf.
Vélræði auðæfa og áhyggjur
vegna daglegra þarfa, kæfa vöxt
andlegs þroska. En sviksamlegasli
smásálarskapurinn er sá, sem
sækist eftir að komast í háar stöð-
ur og reynir með tali sínu urn
þjóðmál, eflingu kristindóms og
kirkjumála, heimspeki og heims-
pólitík, að slá ryki í augu fjöld-
ans, meðan hugurinn einvörð-
ungu elur þá ósk að hafa hagnað
af orðagjálfrinu og vekja eftir-
tekt á sinni auvirðilegu, einskis-
nýtu persónu.“
(The Service of God, Cunon Barnett).
„Skapgerð saurgast af sífelldri
hugsun um auvirðilega hluti. Að
lokum fer svo, að allar hugsanir
litast af henni.“
(Henry David Thoreau, 1817—1862..
Frœgur amerískur núttúrufrœSingur.
Elskaði dýr og jarðargróður. Byggði
sér lítið lms í IFalden skógi. Þar skril-
aði hann m. a. sína frægu bók. The Life
in the Woods).
Að vera og vinna.
„Fullkomnun er ekki athöfn
heldur aS vera. Ekki framkvæmd
einhvers verknaðar, heldur þrosk-
un skapgerðar. Væri markmið lífs
ins það eitt að vinna einhvern
jarðneskan starfa og verkið væi'i
látið óunnið, þá yrði kyrrstaða.
Námsmaðurinn vinnur ekki að
námi sínu hætti hann að lesa og
hugsa. Verkamaðurinn lætur
verkið ógjört, hafi hann ekki
spaðann í höndunum og hann sezt
undir limgirðinguna og hvílir sig.
Járnsmiðurinn hamrar ekki járn-
ið, deyi eldurinn í srniðju hans.
En í kristnu lífi er hvert augna-
blik og hvert atvik tækifæri til
þess að vinna það, sem er í anda
Krists. Hver dagur er hlaðinn á-
hrifaríkri reynslu. Hver freisting
til önuglyndis, sem ef til vill ásæk-
ir oss í dag, verður oss tækifæri
til þess að leysa þá spurningu,
hvort heldur oss beri að ávinna
oss frið og hugró Krists, eða að
kasta oss út í ókyrrð og hugaræs-
ingu þessa heims. Jafnvel urn-
skipti árstíðanna, hiti og kuldi,
dagur og nótt, sem hafa margvís-
leg áhrif á oss og gjöra ýmist að
hressa oss eða gjöra dauf í dálk-
inn, stuðla að því, hvað vér erurn,
ráða nokkru um, hvort vér höfum
stjórn á sjálfum oss eða hrekj-
umst viljalaus á valdi atvikanna,
aumkunarlega næm fyrir öllum
ytri áhrifum. Margbreytni lífsins
er óendanleg, þannig eru einnig
vegirnir, sem liggja til heilags
hugarfars. Hver sá, sem ekki finn-
ur leiðirnar til helgunar sálar
sinnar, glatar sjónarmiði á til-
gangi jarðlífsins.“
(Frederick IV. Robertson 1816-1853.
Enskur prestur. Skrijaði mikið um guð
frœðileg cfni. MikiLl rœðuskörungur.
Rœður hans gefnar út og mjög dáðar/.
Þankabrot —
(Framhald af 4. síðu.)
REYKVÍSKUR BLAÖAMAÐUR tal-
a'ði við nokkra sjómenn fyrir helgina í
tilefni af Sjómannadeginum, og bar
þar inargt á góma. M. a. spurði hann
einn þeirra, iivort ekki væru kappsigl-
ingar hjá þeim á miðin. .
— Já, það er pínkeyrt alla leið út,
þegar róið er með línu. En það er iíka
ávinningur að verða fyrstur, ef fiskur-
inn stendur glöggt, svarar sjómaðurinn.
Margir eru farnir að hafa á orði, að
það sé einmitt kapphiatipið eða „pín-
keyrslan", sem sé eitt aðalvandamál út-
vegsins í dag. Allt er lagt upp úr hrað-
anum. Góðri vél fleygt úr nýlegum báti
til að fá aðra hraðgengari, unz hún
liðar bátinn í sundur eða a. Iu. k. slítur
honum fyrir aldur fram. Ef eitthvað er
ekki „fyrsta flokks“, þá er að kasta því
og fá annað nýtt. Það er engin furða,
þótt dýrt sé að gera út á Islandi og op-
inber „bjargráð“ hrökkvi seint til.
Hraðinn er fyrir öllu, — alveg sama,
hvað hann kostar. Bara verða fyrstur á
miðin, og kosti það svo, livað sem kosta
vill.
GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON skip-
stjóri og útgerðarmaður flutti í vetur
eftirtektarvert erindi í útvarpið unt
sjávarútvegsmál, sem útdráttur birtist
úr í Ægi 1. maí s.l. Þar feggur liann
til, að: Stærð landróðrar báta verði
takmörkuð, — stöðvað verði ffað kapp-
hlaup, sem nú á sér stað í ganghraða
bátanna, — lóðalengd í daglegum
róðrum verði takmörkuð, —- eftirlit
verði sett með innflutningi véla, —
takmarkaður verði þorskanetjafjöldi,
er bátarnir leggja á degi hverjum, o. il.
Þá minnist hann á óhóflega beitunotk-
un á vertíðinni. Um ganghraða bátanna
eða „pínkeyrsluna" segir hann í Ægis-
greininni:
„ÞAtí ER NÚ SVO KOMIÐ, að
ekki mun fátítt, að skipt sé um vél í
bát eingöngu vegna þess, að annar í
sömu verstöð hafi meiri ganghraða,
þótt vélin, setn úr var tekin, hafi verið
undir ströngu eftirliti hins opinbera.
Til dæmis Skipaskoðun ríkisins."
Hér talar maður, sem þekkingu hefir
á málinu. og mætti því ætla, að hið op-
inbera tæki varnaðarorð hans til at-
hugunar og yfirvegunar.
„D.“ skrifar:
„BENT HEFIR verið á lóðina bak
við Lystigarðinn fyrir væntanlega elli-
heimilisbyggingu. Það virðist mörgum
hentugur staður. Þar er skjól og feg-
urð. Á sumruin ilmar litskrúðugur
lystigarðsgróðurinn fyrir gluggasýn
heimilisins og þaðan er fögur sýn 1 il
Eyjafjarðarfjalla. Gera má ráð fyrir að
flest af gamla fólkinu kjósi þenna frið-
sæla stað við lundi fagurra skóga. Þar
á ekki við að láta gjóstur íshafs og
froststorma næða frá opnu hafi, enda
flest af gamla fólkinu alið upp við
sveitarsýn. Gamlir sjómenn eiga að fá
sérstakt sjómannaheimili, og má það
gjarnan vera rekið af bæ eða ríki. Til
þess er Skjaldarvík rétti staðurinn. Þar
á að koma fyrir bryggju, og bátum
raða í fjörusanda. Fleiri sjómennsku-
minjum má þar upp koma. Blár fjörð-
urinn blasir þar við. Og saltir, svalir
vindar leika um slaðinn. Þá una gamlir
garpar lífinu. Þeir eiga ekki heima hjá
skógarlundafólkinu, nerna af og til, eða
unt stundar sakir.“
Raddir kvenna
Framh. af 4. síðu.
eru miðrifin alltaf tekin, því þau
eru röm á hragðið- Bezt er að
tína plönturnar að morgninum.
Blöðin þvegin vel og öllum visn-
urn og ormétnum hlöðuni kastað,
plönturnar þarf að nota strax. Til
þess að vítamínin notist sem bezt
eru jurtirnar notaðar sem mest
hráar í salöt eða hrærðar saman
við smjör ofan á brauð. Hægt er
að nota fleiri tegundir saman eða
aðeins eina að vild. Samanvið
smjör ofan á brauð eru blöðin
söxuð smátt og hrærð samanvið
smjör eða smjörlíki. Það má
gjarnan vera tvisvar til þrisvar
sinnum tneira grænt heldur en
smjör. í salöt er til dæmis gott að
nota blöð af fíflum, hvönn, arfa
og túnsúru. Hér er uppskrift af
blönduðu salati tekin úr bókinni:
Blöð af fíflum, hvönn og njóla
eru þvegin vel, höfð heil eða skor-
in í ræmur að vild. 1 dl. súr mjólk
eða rjómi er hrært með dálitlum
sítrónusafa eða ediki og sykri,
hellt yfir blöðin. (í staðinn fyrir
súrmjólk má nota vel úthrært
skyr.)
Ýmislegt er fleira fróðlegt í hók-
inni eins og leiðbeiningar um
þurrkun jurta í te, en jurtate er
afar bragðgott eins og þeir vita,
sem hragðað hafa. En það yrði of
langt mál að taka það upp í þetta
skipti.
Kolfinna.
Ferðaáæthm Ferðafélags
Akureyrar 1958
1. ferð, 8. júní (á sunnudaginn kem-
ur): Skagafjarðarför. Ekið að Silfra-
stöðum, um nýju brúna hjá Skeljungs-
höfða, að Merkigili. Gengið að Ábæ.
Farið yíir Jökulsá í kláf, að Skatastöð-
um. Verður þá bifreiðin komin þangað.
Ileiin um Tungusveit og Varmahlíð. -—
Eins dags ferð.
2. ferð, 14.—17. júní: Herðubreiðar-
lindaför. Ekið um Mývatnsöræfi í
Herðubreiðarlindir. Gengið á Ilerðu-
breið. Kannað umhverfið, Upptipping-
ar, Kollóttadyngja o. fl. Fjögurra daga
ferð.
3. ferð, 21.—22. júní: Skagaför. Ekið
um Skagafjörð, Gönguskörð, Laxárdal,
út Skaga að' austan en inn að vestan
að Skagaströnd. Heim um Kolugafjall.
Einnig kemur til greina að aka að Giljá
og heim um Reykjabraut. I leiðinni
verður stanzað í Glaumbæ og byggða-
safnið skoðað, ennfremur Ketubjörg o.
fl. Tveggja daga ferð.
4. ferð, 5.—6. júlí: Þeistareykjaför.
Ekið um Húsavík, Reykjaheiði og að
Þeistareykjum. Gengið að Vítunum.
Ekið suður til Mývatnssveitar og heim,
með viðkomu lijá Laxárvirkjun, ef íimi
vinnst til. Tveggja daga íerð.
5. ferð, 11.—13. júlí: Hólmalungu-
för. Ekið um Húsavík og liina íiýju leið
umhverfis Tjörnes í Ásbyrgi. Þaðan að
Illjóðaklettum, í Hólmatungur og heim
um Mývatnssveit. — Tveggja daga ferð.
Þó er ráðgert að ferðin hefjist eflir
vinnutíma á föstudagskvöld.
6. ferð, 19.—26. júlí: Auslurlandsör-
œfi, hreindýraslóðir. Ekið að Brú á Jök-
uldal, uin Hrafnkelsdal, suður á öræf-
in. Gengið á Snæfell, ef veður Icyfir. I
bakaleið verður ekið frá Brú suðiir
Laugavalladal að Kringilsá og Vatna-
jökli. Heim um Arnardal og Möðrudal.
Sjö—átta daga ferð.
7. ferð, 30. júlí til 4. ágúst: Öskju-
för. Ekið í Herðubreiðarlindir og suð-
ur til Dyngjufjalla. Gengið í Oskju og
dvalizt þar, eftir því sem tími vinnst til.
Heim um Dyngjufjalladal, Suðurár-
botna og Grænavatn. Til mála gelur
komið að fara leiðina öfugt, ef það
væri talið heppilegra. Sex daga ferð.
8. ferð, 9.—10. ágúst: Þorvaldsdalur.
Ekið að Fornhaga. Gengið um Þor-
valdsdal að Kleif. Á sunnudag keniur
bifreið þangað. Ileim um Árskógs-
strönd. Tveggja daga ferð.
9. ferð, 30.—31. ágúst: Flateyjardals-
jör. Ekið um Fnjóskadal og Flateyjar-
dal að Brettingsstöðum og Jökulsá. Til
athugunar er, hvort ferð þessi gæti ckki
jafnframt orðið berjaferð. Tveggja
daga ferð.
Ferðanefndin áskilur sér rétt til að
breyta farardögum, ef það skyldi reyn-
ast lieppílegra eða nauðsynlegt cin-
hverra liluta vegna.
Þá er væntanlegum þátttakenduiu
bent á, að láta formann ferðanefndar,
Jón D. Ármannsson, vita með góðum
fyrirvara, í livaða ferðum þeir hyggjast
taka þátt, þar sein farkostur getur orð-
ið mjög takinarkaður.
Þátttakendur leggi sér til tjöld og tséu
að öðru leyti vel út búnir með nesti,
föt og skó.
Hver ferð verður auglýst á sínum
tíma í blöðum bæjarins.
Þeim félagsmöniium og utanfélags-
mönnum, sem umráð liafa á bifreiðum
og ferðast vilja á eigin kostnað, býður
Ferðafélag Akureyrar „samflot" í ferða-
löguin íélagsins í sumar.
Heima er bezt,
6. hefti 8. árg. er komið út. —
Helzta efni ritsins er þetta:
Loftur GuSmundsson skrifar
um Ármann Kr. Einarsson rithöf-
und, Þura Árnadóttir skrifar
minningaþátt „Háltað í björtu“,
Steindór Steindórsson um Aldurs-
forseta jarðarinnar, ennfreinur
þátt um bækur, Árni G. Eylands
á þar Ijóðið Sáðtíð, Sóley í Hlíð
smásöguna Steingerði og auk þess
er framhald af sögum Magnúsar
á Syðra-Hóli, Guðrúnar frá Lundi
og Ingibjargar Sigurðardóttur og
þætti unga fólksins e. Stefán Jóns-
son. Forsíðumynd er af Ármanni
Kr. Einarssyni.