Íslendingur - 28.11.1958, Qupperneq 4
4
íSLENDINGUR
Föstudagur 28. nóvember 1958
Frd aðalfundi loftldða
Félagið hyggur á ný ílugvélakaup
Aðalfundur Loftleiða h.f. var
haldinn í veitingasal félagsins á
Reykj avíkurflugvelli f östudaginn
14. þ. m. kl. 2 e. h.
Formaður félagsstj órnar, Kristj-
án Guðlaugsson, hæstaréttarlög-
maður, setti fundinn með stuttri
ræðu.
Framkvæmdastjóri félagsins,
Alfreð Elíasson, gaf því næst
skýrslu um rekstur félagsins árið
1957 og mælti m. a. á þessa leið:
Samtals voru flognar 273 ferðir
milli Evrópu og Ameríku og 3
ferðir milli meginlands Evrópu og
íslands.
Árið 1957 voru fluttir 24.919
farþegar, en árið áður 21.773,
nemur því aukningin 14.4%.
Vöruflutningar voru svipaðir og
árið áður eða 234 tonn. Póstflutn-
ingur var einnig svipaður og ár-
ið áður eða 32 tonn. Farþegakíló-
metrar voru 115 milljónir 1957,
en 95 milljónir 1956. Aukning
20%. Sætanýting var 59.3%, sem
er nokkuð hærra en árið áður. —-
Aftur á móti vil ég geta þess til
fróðleiks, að fyrstu 10 mánuði
yfirstandandi árs, var sætanýting-
in 70.4% og gefur það góðar
vonir um reksturinn.
Flogið var í 11.137 klukku-
stundir og nemur aukningin því
12% frá árinu áður (9912). Til
rekstursins (1957) notaði félagið
Skymasterflugvélar sínar Heklu
og Sögu auk tveggja leiguflug-
véla, aðra sem var í notkun allt
árið en hina sem leigð var yfir
sumarmánuðina.
Snemma á árinu 1957 stofnaði
Loftleiðir umboðsfélag í London,
sem nefnist Icelandic Airlines Ltd.
í árslok ákváðu LATA flugfé-
lögin að lækka fargjöld sín á At-
lantshafinu. Við það skapaðist
nokkur óvissa um möguleika Loft-
leiða til að keppa við þau. Hin
nýju svokölluðu „Economy“ far-
gjöld gengu í gildi 1. apríl 1958.
Stjórn Loftleiða ákvað því að
lækka fargjöld félagsins, en árang
urinn varð sá, að aldrei hafa flug-
vélar félagsins verið hetur skipað-
ar, en það sem af er þessu ári.
Fyrstu 10 mánuði yfirstand-
andi árs voru fluttir 23.657 far-
þegar, 204 tonn af vörum og 18
tonn af pósti. Séu þessar tölur
bornar saman við sama tímabil
1957 sést, að aukning fluttra far-
þega nemur 7% eða 1.531. Vöru-
flutningar hafa aukist um 7% en
póstflutningar hafa minnkað um
28%. Gæta ber þess þegar saman-
burður þessi er athugaður, að
1958 er einni áætlunarferð færra
í viku yfir sumarmánuðina en
1957, eða 6 ferðir í viku á móti
7 ferðum 1957.
Fastir starfsmenn félagsins voru
í árslok 1957 samtals 187, þ. e.
120 í Reykjavík og 67 erlendis.
Finnbjörn Þorvaldsson yfirbók
ari las reikninga. Niðurstöðutölur
efnahagsreiknings voru kr. 25.-
701.129.00, en rekstrarreiknings,
þ. e. velta kr. 75.692.119.00 Hagn-
aður nam kr. 55.826.93, en þá
höfðu eignir félagsins verið af-
skrifaðar um kr. 2.504.882.07.
Formaður félagsstjórnar gerði
grein fyrir þýðingarmestu ráð-
stöfunum, sem stjórnin hafði gert
vegna rekstrar félagsins á yfir-
stndandi ári og ræddi sérstaklega
væntanleg flugvélakaup félagsins.
Margir tóku til máls og var eft-
irfarandi tillaga samþykkt ein-
róma:
„Aðalfundur Loftleiða h. f.,
haldinn 14. nóvember 1958,
felur stjórn félagsins að kaupa
nú þegar flugvélar í stað „Sky-
master-vélanna“, og taka hin-
ar nýju vélar í notkun svo
fljótt, sem því verður við kom-
ið.“
Stjórnin var endurkjörin, en
hana skipa: Kristján Guðlaugs-
son, Alfreð Elíasson, E. K. Olsen,
Ólafur Bjarnason og Sigurður
Helgason. Varastjórn var einnig
endurkjörin, en hana skipa Einar
Árnason og Sveinn Benediktsson.
Frá bókaforlagi Odds Björnsson-
ar hafa blaðinu horizt tvær ungl-
ingabækur, Strákur á kúskinns-
skóm, eftir Gest Hannson, og
Leyndardómur kínversku gullkerj
anna, eftir Percy F. Westerman.
Gestur Hannson, en það mun
vera skáldaheiti, er nýliði í bók-
menntaheiminum. Við eigum ekki
of mikið af rithöfundum, er skrifa
sögur fyrir íslenzka drengi, og má
því ætla, að þeir taki bókinni með
þökkum. Hún er sett með stóru,
skýru letri og prýdd teikningum
eftir Gáka Hannson, en á honum
þekkjum vér ekki deili. Vitum það
eitt, að hann er bróðir höfundar-
ins og lifði með honum þau ævin-
týri, er frá segir í bókinni.
P. F. Westerman er þekktur
barnabókahöfundur, og minnumst
vér einkum bókarinnar „Ævintýri
úr íshafinu“, sem kom fyrir mörg-
um árum í Nýjum kvöldvökum og
var síðar gefin út í bókarformi, -
skemmtileg og spennandi drengja-
bók. Leyndardómur kínversku
gullkerjanna segir frá ævintýrum
og mannraunum Péturs Annesley
í leit að dýrmætum ættargripum.
Davíð Áskelsson kennari hefir ís-
lenzkað þessa ævintýrabók.
Fjórar barna- og unglinga-
bækur fró Iðunni.
Iðunn hefur nýskeð sent á
markaðinn eftirtaldar fjórar bæk-
ur handa börnum og unglingum:
Fimm í œvintýraleit. Þetta er
önnur bókin í flokki bóka um /é-
lagana fimm eftir Enid Blyton,
höfund Ævintýrabókanna, sem
öll börn og unglingar þekkja.
Fyrsta bókin um félagana fimm
heitir Fimm á Fagurey, og þriðja
bókin, sem kemur út fyrir jólin,
heitir Fimm á flótta. Bækur þessar
eru prýddar fjölda mynda, og þær
eru mjög vinsælar hjá börnum og
unglingum.
Táta tekur til sinna ráða heitir
bók handa telpum. Fjallar hún um
duglega og tápmikla telpu, sem er
gjörn á að fara sínu fram, en er
hjartagóð og eðallynd og vill alls
staðar koma fram til góðs.
Staðfastur strákur eftir Kor-
mák Sigurðsson. Þetta er sagan af
Jóni Óskari, sem búinn var að
missa báða foreldra sína, en ólst
upp hjá ömmu sinni í litlum kofa,
sem stóð rétt ofan við flæðarmál-
ið. Jón Óskar gat verið nokkuð
einþykkur, en hann var sannar-
lega staðfaslur strákur, heiðarleg-
ur og hugrakkur og vinur og hj álp
arhella þeirra, sem minnimáttar
voru. Margar myndir eftir Þórdísi
Tryggvadóttur prýða bókina.
Síðast en ekki sízt er svo Ævin-
týri tvíburanna, hörkuspennandi
unglingasaga eftir Davið Áskels-
son, prýdd mörgum myndum eftir
Halldór Pétursson. Saga þessi
gerist seint á 17. öld og segir frá
tveimur munaðarlausum bræðr-
um, sem rötuðu í ósvikin og
spennandi ævintýri innan lands
og utan. Bók þessi er ekki aðeins
mikill skemmtilestur fyrir ungl-
inga, heldur geymir hún einnig
glögga þjóðlífsmynd frá liðnum
tíma.
LEÐUR-BUDDUR
LEÐUR-
PENINGAVESKI
LEÐUR-POKAR
LEÐUR-TÖSKUR
NÝJAR JÓLABÆKUR
berast okkur daglega.
Vísnabálkur
Af miðunum.
Rán eru þreytt um Ránarslóðir,
ríkir þar nú „Stóri bró3ir“.
Vekur í huga heitar glóðir
hræsnistal um vinaþjóðir.
3-
Sagt er í duft vort forðum félli
fræ í engil og púkaskarn.
Púkinn dafnar til efstu elli,
engillinn hinsvegar deyr sem barn.
Ok. höj. E.t.v. aj Snœjellsnesi.
Bœjanöfn í Eyjahreppi Snœf.:
Fimm eru holt í Eyhrepp út,
einn þó bær er stakur.
Þau eru kennd við hross og hrút,
hömlu, söðul, akur.
(Vísan gömul, höf. óþekktur,
en vísan á við bæina: Hross-
holt, Hrútholt, Hömluholt,
Söðulsholt og Akurholt).
A fmœlisvísa.
Þú hefir tuttugu ár og eitt
álpast lífs í ranni.
Það ætlar ekki að ganga greitt
að gera þig að inanni.
GuSm. Alexandersson,
Stokkseyri.
Einskonar hestavísa.
Bíllinn svífur brautina,
hrátt mig hrífur undur.
Lipurt drífur leiðina,
loftið klýfur sundur.
Agúst Sigfússon Kálfárdal Iiún.
(Ort á þeim árum, er bifreiðin
V var að taka að sér hlutverk hests-
ins).
Skólapiltur fékkst eitthvað við
að yrkja, og komst hann svo að
orði í ljóði, að týran (ljóstýra)
ljómaði. Þá kvað Andrés Björns-
son:
Skáldið bograr við borðsins rönd,
á borðinu „týran“ ljómar.
Rauðgulan blýant hefir í hönd,
í höfðinu kvarnir tómar.
Símon Dalskáld kom eitt sinn á
bæ í Húnaþingi (Kolþernumýri?)
og var þar nætursakir. Var látinn
sofa í framhýsi (skála). Grið-
kona færði honurn kaffi að morgni
í rúmið, og kvað þá Símon:
Komdu hlessuð, brúður trú,
blfð og hress í sinni.
Griðkonan botnaði um leið:
í lamasessi liggur þú
líkt og klessa inni.
Vísur þessar, að hinni fyrstu
undanskilinni, eru úr syrpu Braga
frá Hoftúnum.
Upplbod
Samkvæmt kröfu verður vöru-
flutningabifreiðin A-1218 af teg-
undinni G.M.C., ár 1942, seld á
nauðungaruppboði, sem hefst við
lögregluvarðstofuna á Akureyri
þriðjudaginn 2. des. 1958 kl.
13.00.
Bæjarfógeti.
Handsnúin saumavél
lítið notuð, til sölu í
Brekkugötu 7.
NÁTTFÖT
fyrir drengi og telpur.
BARNAHRINGLUR
mjög fallegar.
Verzl. DRÍFA
Sími 1521.
NÝKOMIÐ
Kventöfflur
margar fallegar tegundir,
hentugar til jólagjafa.
Enniskór úr skinni
karla og kvenna.
Hvannbergsbræður
JÓLAKORT :
Kr. 0.50, 0.75, 1.00, 1.25, 2.50,
3.00, 3.50, 4.00, 6.00, 8.00.
DUBARRY
SNYRTIVÖRUR
nýkomnar í feikna úrvali: Crearn,
Varalitur, Hormon oil, Hormon
cream, Beauty lanolin, Steinpúð-
ur, Skin liqvid film, Skin tonic,
Cleansing milk og mikið fleira. —
Lítið í gluggann.
Vörusalan
Hafnarstræti 104.
Sporf-buxur kvenna
svartar og bláar,
allar stærðir.
Ullar sokkabuxur
og
Jersey sokkabuxur
allar stærðir.
FATASALAN
Ilafnarstræti 106
— Frú, ég er maðurinn, sem
stilli píanó.
— En ég hefi eklci sent eftir
yður.
— Nei, ég veit það, en ná-
grannarnir gerðu boð eftir mér.