Íslendingur - 28.11.1958, Síða 6
ÍSLENDINiiUR
fæst í Sölutummum Hverf-
isgötu 1, Reykjavík.
Föstudagur 28. nóvember 1958
ÍSLENDINGUR
fæst í lausasölu í Blaðasölunni Hafn-
arstr., Borgarsölunni við Ráðhústorg
og Blaða- og sælgætissölunni Ráðhús-
torgi.
»o»ocooooooooo»ooooo»oo»
Úr heimahögum
I. O. 0. F. — 14011288VÍ — S. T. E.
Sjálfsijörg. Munið föndurkvöldin á
föstudögum í Túngötu 2. Takið með
ykkur bolla og brauð.
Héraðslœknir biður blaðið að geta
þess, að vegna mislinga í bænum verði
ekki tekið á móti börnum til bólusetn-
ingar í Heilsuverndarstöðinni fyrst um
sinn.
Mislingar hafa verið að stinga sér
niður í bænum undanfarið og hafa m.a.
milli 20 og 30 tilfelli komið fyrir í
Menntaskólanum. Telur héraðslæknir,
að búast megi við frekari útbreiðslu
næstu vikur, þar sem mislinga hefir
ekki orðið vart hér síðustu 5—6 árin.
Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju
n. k. sunnudag kl. 2 e.h. Fyrsti sunnu-
dagur í jólaföstu. — P. S.
Hjúskapur. Á laugardaginn 22. nóv.
voru gefin saman í hjónaband ungfrú
Áslaug María Þorsteinsdóttir Austmar
og Björn Olsen Jakobsson bifvélavirki.
Heimili brúðhjónanna er að Fjólug. 7.
Kristniboðshúsið Zíon. Sunnudaginn
30. nóv.: Almenn samkoma kl. 8.30 e.h.
Gunnar Sigurjónsson og Reynir Hörg-
dal tala. Allir lijartanlega velkomnir.
Sunnudagaskóli kl. 11 f. h.
Bazar kvenskátanna verður næstk.
sunnudag. kl. 3 e.h. í Túngötu 2. Marg-
ir munir hentugir til jólagjafa.
AÐVÖRUN! — Elliheimilið í
Skjaldarvík óskar vinsamlega að
þeir, sem eru undir mislingum,
komi ekki í heimsókn meðan misl-
ingar ganga hér í nágrenninu. —
Stefán Jónsson.
Húnvetningajélagið hefir skemmti-
kvöld í Landsbankasalnum næstkom-
andi laugardag kl. 8.30 e.h. Félagsvist
og dans. Félagsfólk hvatt til að fjöl-
menna og taka með sér gesti.
Slysavarnakonur, Akureyri. — Jóla-
fundurinn verður í Alþýðuhúsinu mið-
vikudaginn 3. des. kl. 4.30 fyrir telp-
urnar og kl. 9 fyrir konurnar. Mætið
allar og takið með kaffi.
Kvenjélagið Hlíf heldur jólafund
fimmtudaginn 4. des. kl. 9 e.h. í Pálm-
holti. Konur taki með sér kaffi. —
Skammtiatriði. Farið frá Ferðaskrif-
stofunni kl. 8.30 e.h. Viðkomustaðir:
Ilafnarstr. 20 (Höpfner) og við Sund-
laugina. — Stjórnin.
Jólamerki Kvenfél. Framtíðin fást í
póststofunni. Ágóðinn rennur í Elli-
heimilissjóð. — Skreytið jólabögglana
með fallegu jólamerkjunum.
Fjallvegir
hér norðanlands eru allir færir
bifreiðum enn, þótt komið sér
fram í nóvemberlok. Siglufjarð-
arskarð hefir aðeins einu sinni
áður verið bílfært svo langt fram
á vetur, enda hafa hlýindin í þess-
um mánuði verið óvenjuleg.
FiloiiKjníngar hejjnst ií morgun
Filmía hefur vetrarstarfsemi
sína á morgun með sýningu á
myndinni „Kona hverfur“ eftir
hinn snjalla kvikmyndastjóra Al-
fred Hitchcock. Myndin er gerð
árið 1938 og olli tæknilegri bylt-
ingu í brezkri kvikmyndagerð. í
aðalhlutverkunum eru Margrét
Lockwood og Michael Redgrave.
Til þess að Filmía geti starfað
með eðlilegum hætti, þarf viss
fjöldi bæjarbúa að skrá sig sem
meðlimi. Ef sú tala næst, ætti
Filmía að geta sýnt myndir viku-
lega i allan vetur. Félagar greiða
visst þátttökugjald og fá síðan
ókeypis aðgang að öllum kvik-
myndum Filmíu. Er það vart hálft
gjald miðað við aðgöngumiða-
verð kvikamyndahúsa nú. Enn er
ekki tilskilinni félagatölu náð, en
þeir sem vilja vera með, geta
snúið sér til Magnúsar Björns-
sonar bankaritara.
Alfred Hitchcock.
Sýningar verða í Nýja Bíói á
laugardögum. Fram að jólum
munu verða 4 sýningar, ef nægi-
leg þátttaka fæst. Verða allar þær
myndir tal- og tónmyndir, flestar
meðal öndvegismynda síns tíma.
<—XIXXIX-»
Karlakórnum »Þrym« vel iagnað
Karlakórinn Þrymur á Húsavík
söng í Nýja Bíói s. 1. sunnudag
við ágæta aðsókn og forkunnar-
góðar viðtökur.
A söngskrá voru 12 lög, en áð-
ur en kórinn hóf söng sinn heils-
aði Karlakór Akureyrar honum
með einu lagi. Söngstjóri kórsins
er Sigurður Sigurjónsson, en fyrr
verandi söngstjóri, séra Friðrik
A. Friðriksson, stjórnaði 2 lög-
um. Undirleikari var séra Orn
Friðriksson á Skútustöðum.
Kristinn Hallsson söngvari hef-
ir um hríð undanfarið annazt
raddþjálfun kórsins, og söng
hann að þessu sinni einsöng í
tveim lögum, „Bára blá“ og aríu
úr Töfraflautunni eftir Mozart.
Vakti sá söngur mikla hrifningu,
og varð að tvítaka bæði lögin.
Karlakórinn Þrymur er enn í
framför, og má leiða getum að
því, að þjálfun Kristins Hallsson-
ar hafi nokkuð sagt til sín á þess-
um tónleikum. En yfirleitt eru
raddirnar mjög samstilltar og
njóta sín einkar vel í veikum söng.
„Söngvaramarsinn“ eftir V. E.
Becher var prýðilega sungið, og
mætti gjarna taka það á plötu.
Mörg fleiri lög hlutu fágaða með-
ferð, og varð kórinn að endurtaka
verulegan hluta söngskrárinnar
og syngja þrjú aukalög. Söng-
stjórunum báðum bárust blóm-
vendir.
Karlakórinn Þrymur er 25 ára
um þessar mundir, og voru þetta
því einskonar afmælistónleikar.
Þótt söngskráin væri góð, hefðu
þó margir kosið, að meiri rækt
hefði þar verið lögð við íslenzku
tónskáldin, þar voru aðeins lög
eftir Friðrik Friðriksson og Þór-
arin Jónsson (Ár vas alda) auk
þjóðlagsins Bára blá. Vel hefði og
farið á því, að kórinn hefði lokið
söng sínum með átthagasöng, t. d.
„Blessuð sértu sveitin mín“ eða
lýðveldisljóði Huldu skáldkonu.
En hvað um það, — Þrymur kom,
sá og sigraði.
-----D------
SKRÁ
um vinningct í Happdrœtti Há-
skóla Islands í 11. flokki 1958.
(Akureyrarumboði).
Númer 33438 hlaut 10.000 kr.
Þessi númer hlutu 1000 kr. hvert:
224, 1542, 2139, 3366, 3585,
3964, 5658, 5662, 5673, 6012,
6559, 7001, 7392, 8279, 8282,
8846, 8977, 9059, 9179, 9189,
9227, 9756, 10217, 10638, 10649,
11323, 11711, 11880, 11898,
12196, 12556, 12568, 12572,
12693, 13158, 13248, 13787,
13902, 13924, 13967, 14191,
14267, 14438, 14783, 14880,
15003, 15226, 15242, 15559,
17074, 17313, 17864, 18031,
18987, 19013, 19438, 19908,
20514, 20520, 20715, 21727,
21746, 22094, 23014, 23600,
23875, 24020, 24445, 25432,
25579, 26302, 26312, 26314,
27212, 30541, 31108, 31165,
31169, 31197, 33173, 33191,
33446, 34381, 35585, 36470,
37006, 37013, 42016, 42842,
43935, 44859.
Hœttu seint 09 illii!
Dagur skýrir í fyrradag frá
árshátíð Framsóknarmanna,
sem lialdin var síðastliðinn
(augardag. Lýkur frásögninni
með þessum orðum:
„. .. . óstundvísi á sam-
komum eins og þessari og
þarna gerði vart við sig, er
móðgun við hina stundvísu,
og einnig þá menn, sem
fengnir eru til að skemmta.
Slíkt má ekki henda. Þá
hefði og mátt vœnta þess að
fleiri Framsóknarmenn
heiðruðu samkomuna með
nærveru sinni en raun bar
vitni.“
Með öðrum orðum: Þeir
mættu bæði seint og illa!
Utinn Mi vestm
Þann 3. nóvember sl. andaðist
að heimili sínu að Seattle á
Kyrrahafsströnd frú Anna Vatns-
dal, tæplega áttræð að aldri. Hún
var eyfirzkrar ættar, dóttir Jóns
Jónssonar á Munkaþverá og konu
hans Guðnýjar Eiríksdóttur frá
Einarsstöðum í Reykjadal, en
fædd að Gimli. Hún var gift Þórði j
(Thomasi) Vatnsdal timburkaup-
manni, en hann er látinn fyrir 30
árum. Frú Anna kom ásamt dótt-
ur sinni í heimsókn til íslands fyr-
ir 4 árum í fyrsta og eina sinn, þá
hálfáttræð, en alltaf hafði hún
samband við ættingja sína heima
og unni íslandi fölskvalaust.
*___
INNBROT
Síðastliðna sunnudagsnótt var
brotizt inn í Viðgerðarstofu út-
varpsins við Skipagötu og Hress-
ingarskálann við Strandgötu. • —
Ýmsu var rótað til í viðgerðar-
stofunni en einskis saknað. Það-
an hafði verið farið inn í af-
greiðslu flóabátsins og stolið
spíritusflösku, er lyfjabúðin á
Siglufirði átti. í Hressingarskál-
anum hurfu 100 krónur. Tveir
unglingspiltar úr bænum höfðu
verið hér að verki.
___«___
Alþýðusambandsþing
hið 26. í röðinni var sett í Reykja-
vík á þriðjudaginn. í gær voru
mættir þar 344 fulltrúar frá 151
félagi, en frá tveim félögum voru
engir fulltrúar mættir. Forseti
þingsins var kjörinn Björn Jóns-
son og 1. varaforseti Óskar Hall-
grímsson. Litlar fréttir liggja fyrir
frá þinginu ennþá.
sooooocoooocooccoooocooc
Ánnáll íslendings
Persía hefir skipað sendiherra á ís-
landi. Er hann jafnframt sendiherra í
Svíþjóð og búsettur ]jar.
□
Embætti ríkisféhirðis auglýst iaust
til umsóknar.
□
Einar Halldórsson bóndi á Brimnesi
við Seyðisfjörð verður undir dráttar-
vél og bíður bana.
□
Maður slasast lífsliættulega í bif-
reiðaárekstri á Hafnarfjarðarvegi.
□
Ibúðarhúsið að Bakka í Austur-Land-
eyjum ásamt liúsi í byggingu, sam-
byggðu, eyðileggst í eldi.
□
Elís O. Guðmundsson fyrrv. skömmt-
unárstjóri andast í Reykjavík, 61 árs
að aldri.
□
Heyhlaða og fjárhús brenna að Felli
í Sléttuhlíð, og fórust ]iar nær allar
heyhirgðir bóndans, Björns Jónssonar,
um 500 hestburðir.
□
Dr. Sigurður Þórarinsson,
jarðfræðingur, er væntanlegur
hingað til bæjarins 6. des. næstk.
á vegum Ferðafélags Akureyrar.
Mun hann hafa meðferðis kvik-
^myndir og sýna hér. — Nánar
I verður sagt frá þessu í næsta
1 blaði.
___*____
Togararnir
Ilarðbakur var að landa karfa-
farmi hér í gær. Afli áætlaður ca.
340 tonn.
Kaldbakur kom í gær með ca.
230 tonn af karfa og landar vænt-
anlega í dag.
FYRIR 30 ÁRUM
í blaðinu íslendingi 30. nóv.
1928 gefur að líta svohljóðandi
f regn:
„SVEITARAFVEITA. — Ný-
lega liafa þrír bæir í Kaupangs-
sveit komið upp hjá sér rafveitu.
Eru það: Leifsstaðir, Fífilgerði
og Krókstaðir. Er rafmagnið not-
að til ljósa, hitunar og suðu. —
Bjarni Runólfsson frá Ilólmi í
Vestur-Skaftafellssýslu hefir stað-
ið fyrir verkinu. Hefir hann virkj-
að Bíldsá, og hefir stöðin 20 hest-
afla kraft. Kostar rafveitan um 14
þús. kr.“