Íslendingur - 20.03.1959, Blaðsíða 1
Þingið sóttu á 9. hundrað fulltrúar
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, hinn 13. í röðinni, var haldinn
í Reykjavík dagana 11.—15. þ. m., og er hann langfjölmennasti lands-
fundur stjórnmálasamtaka, sem haldinn hefir verið, og sátu hann á
9. hundrað manns.
Setning í
Gamla Bíó.
Fundurinn var settur í Gamla
Bíói í Reykjavík miðvikudags-
kvöldið 11. marz, en að öðru leyti
fór hann fram í Sjálfstæðishús-
inu. Fundarstjóri hins fyrsta fund
ar var Bjarni Benediktsson vara-
formaður flokksins, en fundarrit-
arar Jónas G. Rafnar og Sverrir
Júlíusson.
Formaður flokksins flutti þá
mannfjölda, er sótti þenna 13.
Landsfund flokksins.
Að lokinni ræðu formanns var
skipað í nefndir, hartnær 20 tals-
ins, er liófu fundarstörf að morgni
fimmtudags, 12. marz. Var fund-
ur boðaður að nýju í Sjálfstæðis-
húsinu kl. 4 um daginn, og kom
þá fyrst fram nefndarálit utan-
ríkis- og landlielgismálanefndar,
og hafði Bjarni Benediktsson þar
framsögu. Flutti hann ýtarlega
yfirlitsræðu um stjórnmálin frá framsöguræðu, er stóð á aðra
því síðasti landsfundur var hald- klukkustund, en á eftir fóru fram
inn og störf flokksins á sama tíma-' almennar umræður. Stóð fundur-
bili. Kom hann þar víða við og inn þenna dag með litlum hléum
talaði nær 2j/2 klukkustund.
Ræða hans hefir þegar birzt í
heild í Morgunblaðinu, og verður
hún því ekki rakin hér, en í for-
ustugrein blaðsins í dag birtist
kafli úr henni. Máli formanns var
mjög vel tekið, og komust ekki
allir í sæti, er fund þenna sóttu,
enda er enginn samkomusalur til
í Reykjavík, er rúmað gæti þann
á nótt fram, og var mörgum
nefndaálitum skilað á þeim tíma.
Föstudaginn 13. marz voru ár-
degis haldnir nefndafundir, en
kl. 13.30 hófust umræður um álit-
in að nýju. Stóðu umræður til kl.
7 að kvöldi, en kl. 8 bauð flokkur-
inn öllum fulltrúum utan Reykja-
víkur í Þj óðleikhúsið, þar sem
Rakarinn frá Sevilla var sýndur.
Fundurinn
lengdur.
Laugardaginn 14. marz hófust
umræður kl. 10 að morgni, og var
þeim haldið áfram til kl. 7 að
kvöldi, en eftir það var gefið fund
arhlé til kl. 10 árdegis á sunnu-
dag. Ætlunin var, að fundur hæf-
ist ekki þann dag fyrri en kl. 2
e. h., en þar sem svo margir voru
á mælendaskrá á laugardagskvöld
ið var ákveðið að hefja umræður
á sunnudaginn fyrr. Fundinum
lauk kl. 18.30 á sunnudag.
Eitt af síðustu verkefnum fund-
arins var kosning í miðstjórn.
Áttu 5 menn að ganga úr stjórn-
inni, þeir: Ólafur Thors, Bjarni
Benediktsson, Gunnar Thorodd-
sen, Jóhann Þ. Jósefsson og Pétur
Ottesen. Voru þeir allir endur-
kjörnir, en í miðstjórn flokksins
eiga 12 menn sæti, sumir sjálf-
kj örnir.
FortnaSur
í fjórSung aldar.
I lok fundarins ávarpaði Geir
Hallgrímsson, formaður SUS,
Ólaf Thors, formann flokksins, 1
tilefni af 25 ára formennsku hans
í flokknum. Að máli hans loknu
kvaddi Ólafur Thors landsfundar-
fulltrúa með skörulegu ávarpi,
Framhald á 5. síðu.
Olafur Tliors fiytur yfirlitsrœðu við setningu Landsfundar Sjálfstæð-
isflokksins 11. inarz.
Hið frjáka framtak er
fjörgfjafi allra framfara
Stjórnmálaályktun 13. Landsfundar
Sjálfstæðisflokksins
Grundvallarskoðun Sjálfstæðismanna er sú, að andlegt
frelsi og athafnafrelsi einstaklingamia sé fyrsta skilyrði
þess, að kraftar og hæfileikar njóti sín til fulls. Stefna
þeirra er að nýta hugvit og orku, sem í einstaklingnum býr,
svo að hann fái frjáls og fjötralaus að njóta sín, þjóðinni
allri, sér og sínum til frama og farsældar. Það er höfuð-
stefna Sjálfstæðismanna, að atvinnurekstur sé í höndum
einstaklinga og félaga, en ekki hins opinbera.
Hið frjálsa framtak, samkeppni og eignarréttur einstakl-
inga, hafa verið, eru og munu verða hinn tápmesti fjörgjafi
allra framfara.
Þessi stefna er í samræmi við íslenzkt þjóðareðli og þjóð-
arþörf, og sagan hefir sannað réttmæti hennar.
Reynslan sýnir, að þjóðir hins frjálsa athafnalífs búa
miklu betur, bæði um andleg og efnaleg lífskjör, en þjáðar
þjóðir hins alþjóðlega kommúnisma.
Til þess að frelsi og framfarir komi að varanlegu gagni
og lífskjör batni hjá alþýðu manna, er stöðugt verðgildi
peninganna öðru fremur nauðsynlegt. Ella grúfir yfir sú
hætta, að kjarabætur koðni niður og framkvæmdir reynist
reistar á sandi.
Lífskjör Islendinga og menningu má bæta að miklum mun
með fjölbreyttari framleiðslu, aukinni tækni, bættum vinnu-
brögðum og aukinni vöruvöndun, en allt miðar þetta til þess,
að sérhver hönd og liugur afkasti drýgra starfi og skapi
verðmæti meiri en áður var.
Kirkjuvikan liér tókst mjög vel, og fór aðsókn að henni sívaxandi, ejlir því sem á vikuna leið. A föstu-
dagskvöldið mœttu þar á 9. liundrað manna, en Icirkjan rúmar aðcins um 500 manns í sœti. Meðfylgjandi
mynd er lekin á einu kvöldi kirkjuvikunnar, — Ljósm.: Hermann Ingimarsson.
Frá fornu fari hafa íslendingar lifað á búnaði og fiski-
fangi. Fjársjóð Islands við strendur þess, slagæð þjóðarinn-
ar, þarf að vernda og verja með oddi og eggju og hvergi
nema staðar unz náð er framtíðarmarkinu, sem er: Land-
grunnið allt.
Nú er risinn hinn þriðji bjargræðisvegur, iðnaður, sem
svo hefir vaxið ört úr grasi á tveim tugum ára, að af honum
Framh. á 5. síðu
Landslundur Sjállstæðis-
flokksins f jölmennasta
þing, sem háð hefir verið