Íslendingur - 15.05.1959, Page 2
2
ISLENDINGUR
Föstudagur 15. maí 1959
OfstáiSMÍiir i ddlkui »Dags«
Framsóknarhatrið gegn þéttbýUnu
andar tir hverri línu
í næstsíSasta tbl. Dags skrifar
Jónas kennari frá Brekknakoti
grein, er hann nefnir „Lýðræðið
í hættu“. Er grein þessi þrung.in
svo miklu ofstæki og hatri í garð
þeirra, sem í þéttbýli búa, •— og
þó einkum höfuðstaðarins, að
slíkt er fátítt að sjá, en sýnir vel
hvaða hugarfar það er, sem Fram-
sóknarblöðin hafa árum saman
ræktað meðal sinna blindustu
flokksmanna.
011 þau stóryrði og rangfærsl-
ur, sem hrúgað er saman í grein-
inni eru fyrst og fremst sprottin af
því, að þrír flokkar hafa komið
sér saman um að færa kjördæma-
skipan landsins í lýðræðislegri
átt en verið hefir, þannig að
landsbúar hafi sem jafnastan
kosningarétt. Slík skipan kosn-
ingalaga og kjördæma er gerð til
verndunar lýðræði og grundvelli
þingræðis, en því aðeins er lýð-
rœðið í hœttu, að einstakur stjórn-
málaflokkur geti haft þrefalda
þingmannatölu við aðra flokka,
miðað við fylgi hans hjá þjóðinni,
eins og flokkur Jónasar hefir haft
um árabil.
Það skiptir litlu máli, þó Jónas
geri höfuðstaðarbúum og ein-
stökum flokksfor.ingjum upp orð
og ummæli í þessu hóflausa reiði-
kasti. Það er alkunnur háttur
þeirra manna, sem ekki kunna
stjórn á skapi sínu. Hitt er öllu
verra, er hann ræðst á núverandi
stjórn fyrir það að vilja láta
landsbúa utan Reykjavíkur sitja í
kulda og myrkri og kennir henni
um þær vanefndir um framkvæmd
rafvæðingar í dreifbýlinu, sem
hin fyrri stjórn, — vinstri stjórn-
in, — tók þegar upp eftir valda-
töku sína. Þetta heitir að hengja
bakara fyrir smið, eða snúa v.issri
bæn kristinna manna upp á höf-
uðóvininn.
Og svo kórónar hann allt, sem
á undan er farið í lokaþætti grein-
ar sinnar, þar sem hann gefur í
skyn, að ungmennafélögunum
beri að ganga til liðs við Fram-
sókn í að halda flokknum á lofti
með sérréttindaaðstöðu á Al-
þingi, þótt til þess þurfi að sjálf-
sögðu að breyta stefnuskrá ung-
mennafélaganna. Hví hefir þá
ekki kennarinn og æskulýðsleið- um
toginn látið samþykkja ályktanir
í kjördæmamálinu í íþróttafélög-
um og skólum bæjarins, en það
væri mjög hliðstætt tiltæki?
Og að lokum: Hví átelur hann
sérstaklega nemendur í Reykjavík
fyrir að aka um bæ sinn í hey-
vögnum en þegir um sama fyrir-
bæri hér? jó.
Kvikmynd um Billy Graham
sýnd á Akureyri
Kvikmynd frá starfi hins heims-
kunna ameríska vakningaprédik-
ara, Billy Graham, sem hefir ver-
ið sýnd við mikla aðsókn í nokkr-
um kvikmyndahúsum sunnan-
lands, verður sýnd í Borgarbíói
n.k. laugardag kl. 5 síðdegis.
Iþróttir
Fimleikasýning karla og kvenna
undir stjórn Valdimars Örnólfs-
sonar frá Reykjavík, handlcnatt-
leikskeppni og körjuknattleiks-
keppni við lið Ármanns og í. R.
fer fram á íþróttavellinum um
þessa helgi (16. og 17.). Hér
verður stórt mót, sem marga mun
fýsa að fylgjast með.
□
Á sunnudaginn kl. 3 verða á í-
þróttavellinum handknattleiks-
keppnir og síðan keppt í körfu-
knattleik. Kl. 6 verða fimleikasýn-
ingarnar í Lóni. Á annan í hvíta-
sunnu verða fimleikasýningarnar
endurteknar á íþróttavellinum kl.
2, en síðan verða körfuknattleikur
og handknattleikir. Heimsókn
gestanna lýkur með dansleik að
KEA. Nánar á götuauglýsingum.
Vormót í frjálsum íþróttum og
hraðkeppni í knattspyrnu fór
fram urn síðustu helgi. Veður var
mjög gott og árangrar í frjáls-
íþróttum mjög góð.ir. Sakir rúm-
leysis í blaðinu verður nánari frá-
sögn að bíða næsta blaðs.
Umdeildur maður.
Undanfarin tíu ár hefir Billy
Graham haldið vakningasamkom-
ur á vegum mótmælendasafnaða í
fjölmörgum stórborgum, bæði í
Suður- og Norður-Ameríku, Ev-
rópu, Asíu og Afríku. Hann og
stór hópur samstarfsmanna hans,
hafa síðustu tvo mánuði verið í
heimsókn til Ástralíu og Nýja-
Sjólands. Mesta athygli hafa vak-
ið fréttir af samkomum hans í
Melbourne, sem haldnar voru þar
á hverjum degi í fjórar vikur við
sívaxandi aðsókn. Síðustu sam-
komurnar fóru fram á íþrótta-
svæðinu, þar sem Ólympíuleikarn-
ir voru háðir 1956. Á loka-sam-
komunni voru áheyrendur yfir
140 þúsundir.
Billy Graham hefir, líkt og allir
miklir áhrifamenn, verið maður
umdeildur. En um það eru ekki
skiptar skoðanir, að hann er eftir-
sóttastur allra núlifandi prédik-
lio^nin^ar 28. Jianí n. k.
Stjórnarskrárfrumvarpið, sem
formenn þriggja stjórnmálaflokka
báru fram á Alþingi fyrir nokkr-
um vikum, var samþykkt á Al-
Nýtt kaupskip
Framhald af 1. síðu.
boðs- og innflutningssamband um
50 fyrirtækja víðsvegar um land-
ið, og hefir auk þesa á hendi
margs konar fyrirgreiðslu aðra
fyrir félagsmenn sína. Var það
stofnað haustið 1954 eftir góðan
undirbúning og yfirvegun.
Þröngur kostur
dreifbýlisins.
Um aðdraganda að stofnun
sambandsins fórust Tómasi svo
orð:
Verzlunarhættir allir höfðu svo
breytzt í róti tveggja styrjalda,
langvarandi haftabúskapar og sí-
vaxandi afskipta almannavalds-
ins, af utan- og innanríkisverzlun-
inni, að ógerlegt var að þræða
lengur hinar gömlu troðnu slóðir.
Möguleikar einstaklings- og fé-
lagsverzlana í hinni dreifðu
byggð, til þess að verða sér úti
um allar nauðsynjar héraðanna
hlutu að versna með tilkomu þess
skriffinnskubákns, sem viðskiptin
urðu smátt og smátt undirorpin.
í lok styrjaldarinnar síðari
heyrðust oft raddir um það, að
dreifbýlið teldi sinn kost mjög
svo þröngan, hvað vöruframboð
snerti, og voru ýmsar kröfur uppi
til úrbóta. Það var þá, sem það
komst á dagskrá, að stofnað yrði
til slíkra samtaka, sem Verzlana-
sambandið síðar varð.
Með heildarsamningum ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar við
Rússland, varð ennþá áþreifan-
legra en áður, að ef verzlunarað-
ilarnir í hinni dreifðu byggð
landsins vildi tryggja sér viðhlýt-
andi hluta þess varnings, sem um
var samið og að hann kæmist
beint og án aukakostnaðar á á-
kvörðunarstaði sína, varð það
ekki gert með öðru móti en að
stofna til samtaka þeirra á milli,
sem hér áttu sameiginlegra hags-
muna að gæta.
Helgi Bergsson hefir frá upp-
hafi gegnt framkvæmdastjóra-
starfi, en í stjórn sambandsins eru
nú: Tómas Björnsson formaður,
Friðrik Þórðarson framkv.stjóri
Borgarnesi, Sigurður Ó. 'Ólafsson
alþm. Selfossi, Jónatan Einarsson
framkv.stj. Bolungavík og Ragn-
ar Jónsson verzlunarstj. Vík í Mýr-
dal.
Fljótt kom í Ijós, að þörf var
mikil fyrir flutningaskip, því þótt
félagið keypti mikla flutninga af
innlendum skipafélögum, hefir
það ætíð haft erlend leiguskip í
förum, er kostað hefir allt að 2.6
millj. kr. í erlendum gjaldeyri á
einu ári. Því setti sambandið sér
fljótt það mark að eignast eigið
skip, en þar sem það sjálft er að-
eins þjónustufyrirtæki þátttak-
endanna, átti það ekkert fj ármagn
til slíkra hluta. Leitaði það þá
Ieyfis stjórnvalda á sl. sumri, og
fékk leyfið að því tilskyldu, að 10
ára lán fengist erlendis með lítilli
útborgun og góðum vaxtakjörum.
Fór Helgi Bergs ásamt Gísla
Gíslasyni stórkaupmanni í Vest-
mannaeyjum litlu áður til Þýzka-
lands, en þar tókst þeim að fá lof-
orð um lán, er fullnægði settum
skilyrðum. í febrúar sl. fóru þeir
hinir sömu utan og gengu frá
kaups- og lánssamningi fyrir
kaupfari, sem verður 750 smál.
d.W. með 750 ha Denty-Diesel
aflvél.
í nóvember sl. var svo hlutafé-
lagið „Hafskip h.f.“ stofnað svo
sem áður getur, og er Helgi Bergs-
son Reykjavík formaður þess.
Myndin ó erindi
til allra.
Kvikmyndin, sem nú er verið
að sýna, er frá samkomunum í
New York 1957, og er stórfengleg
lýsing á þeim. Fullar tvær millj.
manna sóttu samkomur þessar, en
óvíst hve margar millj. fylgdust
með þeim í útvarpi og sjónvarpi
um öll Bandaríkin.
Þetta hefir gerzt á sama tírna
og flestir prédikarar aðrir hafa
verið að velta vöngum yfir því,
hvernig á því standi að þeir að
jafnaði tala yfir hálftómum bekkj-
um, hvort heldur úreltur boðskap-
ur eða ófullkomnar starfsaðferð-
ir. Billy Graham er þekktur fyrir
að vera allra manna bíblíufastast-
ur og að taka nútíma tækni í þjón-
ustu fagnaðarboðskaparins.
Þetta er mynd, sem á erindi íil
allra. Á Akureyri verður hún sýnd
í þetta eina skipti í Borgarbíói n.k.
laugardag kl. 5 e. h.
Allur ágóði rennur til bygging-
ar sumarbúða KFUM og K í Eyja-
firði.
-------□--------
Skógræktin
Framhald af 1. síðu.
16 drengir Ml
g róðu rsetn inga rsta rf a.
Þá skýrði framkvæmdastjóri
félagsins, Ármann Dalmannsson,
frá fjárhag félagsins, las reikn-
inga þess, er fundurinn sam-
þykkti, og lýsti síðan fjárhagsá-
ætlun fyrir yfirstandandi ár. Þá
gerði hann að umtalsefni sam-
komulag bæjarstjórnar við félag-
þingi sl. laugardag. Gegn frumv.
greiddu allir þingmenn Fram-
sóknarflokksins atkvæði.
Þar er jafnframt ákveðið, að
kosningar til Alþingis fari fram í & um aS þaS unglinga til
sumar, og hefir nú verið ákveðið,
að þær verði sunnudaginn 28.
juni.
Samkvæmt hinu nýja frum-
varpi, skulu þingmenn verða 60.
Skulu 12 þingmenn kjörnir í
Reykjavík, 37 í 7 fimm og sex
manna kjördæmum og loks verði
11 uppbótarþingsætum úthlutað,
svo sem áður var, ef svo mörg
þarf til jöfnunar milli flokka.
Þinglausnir fóru fram í gær.
Mörg framboð
tilkynnt.
Flokkarnir hafa að undanförnu
gróðursetningarstarfa gegn því
að það fengi til aukningar áður
lögðum styrk það fé, sem annars
hefir verið veitt til reksturs vinnu-
skóla. Væri þegar ráðið, að taka
16 drengi á aldrinum 12—14 ára
til vinnu við gróðurselningu.
Almennar umræður.
Að lokinni samþykkt reikninga
og fjárhagsáætlunar var gefið
fundarhlé, en að því loknu hófust
almennar umræður um skógrækt
á félagssvæðinu. Tóku þar til máls
sr. Benjamín Kristj ánsson, Kristj-
án Vigfússon, Ármann Dalmanns-
| son og Helgi Eiríksson. Að því
verið að ákveða framboð sín, og i - , „„„ ... i ...
’ & bunu var gengið td stjornarkjors.
hafa mörg þeirra verið birt, eink-
um hjá Sjálfstæðisflokknum. Eft-
ir að síðasta framboð hjá flokkn-
um var birt hér í blaðinu, hefir
framboð Ólafs Tlwrs verið ákveð-
ið í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Hér á Akureyri hafa verið til-
kynnt framboð Björns Jónssonar
fyrir Alþýðubandalagið og Frið-
jóns Skarphéðinssonar fyrir Al-
þýðuflokkinn. Hafa þá framboð
allra þingflokkanna verið ákveð-
án í Akureyrarkjördæmi.
---------□----------
Úr stjórn áttu að ganga Ármann,
sr. Benjamín og Helgi Eiríksson,
en þeir voru allir endurkjörnir.
Loks voru kjörnir 6 fulltrúar á að-
alfund Skógræktarfélags íslands.
Félagar voru um áramót 614,
og hafði fjölgað um 12 á árinu.
KAUPUM HREINAR
LÉREFTSTUSKUR
Prentsmið ja
Björns Jónssonar li.f.