Íslendingur


Íslendingur - 15.05.1959, Page 8

Íslendingur - 15.05.1959, Page 8
ÍSLENDINtáUR fæst í Söluturnmum Hverf- isgötu 1, Reykjavík. Föstudagur 15. maí 1959 AUGLÝSINGAR, sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að ber- ast afgreiðslunni eða prentsmiðjunni fyrir hádegi daginn fyrir útkomudag blaðsins, þar sem blaðið er prentað að fullu þann dag. WM—I fábeyrb afQÍöp fandorstjórA Eins og skýrt er frá hér á öðrum stað í blaðinu var aðal-: fundur Mjólkursamlags KEA i haldinn nú fyrir skemmstu. Á þessum fundi var m. a. lögð fram tillaga frá 14 manna nefnd, sem skipuð var á árinu sem leið, til þess að gera tillög- ur um mjólkurflutningamálin í héraðinu, sérstaklega með til- liti til þeirra, sem erfiðast eiga með flutninga að samlaginu. Var þar gert ráð fyrir auknum jöfnuði á flutningskostnaði. I þessu efni munu Svarfdælingar bera mestan kostnað, einkurn af vetrarflutningum. Nefndin var öll sammála um tillögurnar, að undanskildum tveimur mönnum, er sátu hjá við afgreiðslu málsins. Tillaga þessi var mikið rædd, og sýnd- ist sitt hverjum. Tillaga um að vísa málinu heim í deildirnar var felld með þeim röksemd- um, að með því yrði aðeins um að ræða töf á málinu. Loks var tillaga 14 manna ncfndarinnar borin upp í heild. Reyndust 64 fundarmenn fylgjandi hcnni. En er til kom a3 telja mófotkvæði, bar telj- urunum ckki saman. Sagði fundarstjóri, sem var ekki minni maður en GarSar Hall- dórsson á Rifkelsstöðum, a3 þcssi ógreiningur gæti róðið því, hvort tillagan yrði felld eða ekki. Lét hann þvi endur- taka MÓTATKVÆÐIN og reyndust þau vera 65. Ur- skurðaði hann þar með tillög- una fellda. Risu nú margir fundarmenn T rúnaðarmaitnafuiydur Fundarstjórinn. úr sætum og kröfðust þess, að öll atkvæðagreiðslan yrði end- urtekin, en því synjaði fundar- stjóri. Það cr ólit margra, að þessi afgreiðsla mólsins sé ólögleg og samrýmist ekki fundar- sköpum, enda mun það eins- dæmi, oð fundarstjóri hagi sér þannig við atkvæðagreiðslu. — Tilgangur atkvæðagreiðsl- unnar er að sjólfsögðu só, að leita eftir vilja fundarmanna, og greini á um úrslit, er vitan- lega leitað atkvæða ó ný bæði með og móti. Getur verið, að fundarstjór- inn, Garðar Halldórsson stór- bóndi á Rifkelsstöðum, hafi ekki verið sérlega áfjáður í að tillagan væri samþykkt og þess vegna hafi hann beitt þessum bolabrögðum? Garðar getur ekki skotið sér undir það, að hann beri ekki skyn á fundarsköp, því hann hefir um mörg ár verið oddviti í sveit sinni, formaður búnað- arfélagsins í hreppnum, full- trúi á Búnaðarþingi og þingi Stéttarsambands bænda. Það er athyglisvert, oð hann hefir í öllum þessum félögum Inema Stéttarsamb.) ýmist séð um eða stutt samþykktir gegn kjördæmamólinu. Það eru margir að velta því fyrir sér, hví hann bar ekki fram slíka tillögu nú. Skrif§tofa Sjálfstœðis fiokksins fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsýslu er í Hafnarstræti 101 (Amarohúsinu II. hæð). Opin kl. 10— 12 og 1—7. Sími skrifstofunnar er 1578. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og í Eyja- fjarðarsýslu eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna og veita henni upplýsingar. Þá eru þeir beðnir að tilkynna henni, ef þeir hafa nýlega haft bústaðaskipti eða búast v.ið að verða fjarverandi á kjördegi. ungra Sjálfstæðismanna á Akur- eyri og við Eyjafjörð var haldinn í Verzlunarmannahúsinu síðast- liðinn laugardag. Á fundinum mætti Geir Hallgrímsson lögfræð- ingur, formaður Samhands ungra Sjálfstæðismanna og Magnús Óskarsson lögfræðingur, sem er varaformaður sambandsins. Flutti formaður á fundinum yfirlitsræðu um kjördæmamálið, en ræddi síðan félagsmál ungra Sjálfstæðismanna. Magnús Ósk- arsson rakti sögu „vinstri stjórn- arinnar“ svo nefndu, er svo skyndilega gafst upp á efnahags- málunum eftir Alþýðusambands- þing.ið á síðastliðnu hausti. Miklar og fjörugar umræður urðu að loknum framsöguræðum, og var fundurinn allur hinn á- nægjulegasti. Stóð hann fram á kvöld og var vel sóttur bæði úr bæ og héraði. Sams konar trúnaðarmanna- fundir hafa nokkrir verið haldnir að undanförnu sunnanlands og vestan. Mirmingarsj óður um Hauk Snorrason ritsjóra Nokkrir vinir og vandamenn Hauks Snorrasonar, ritstjóra, sem lézt 10. maí í fyrra, hafa ákveðið að stofna sjóð, er beri nafn hans. Verði hann til styrktar íslenzkum blaðamönnum og í nánum tengsl- um við Blaðamannafélag íslands. Framlag í sjóðinn mun jafnan þakksamlega þegið, en það fé, sem safnast fram til 15. júlí n. k. verður talið stofnfé hans. Eftir þann dag verður gengið frá stofn- un sjóðsins og honum settar regl- ur og stj órn. Þeim, sem vilja heiðra minn- ingu Hauks Snorrasonar með því að leggja skerf til þessarar sjóðs- stofnunar, skal hent á, að fram til 15. júlí n.k. veita framlögum við- töku, í Reykjavík, ritstjórarnir Sigurður Bjarnason (Morgun- blaðið) og Þórarinn Þórarinsson (Tíminn). En á Akureyri Erling- ur Davíðsson, ritstjóri, og Júlíus Jónsson, bankastjóri. Kappreiðár »L/éttis« Um aðra hclgi efnir Hestamanna- félagið Léttir til kappreiða og góð- hcstakcppni ó skeiðvelli félagsins við Eyjafjarðaró. Verður þar keppt í skeiði og stökki. Þó verða og voldir þar góðhestar þeir, sem sýndir verða ó vegum félagsins á Fjórðungsmóti hestamanna á Sauðórkróki, en það fer fram 1 1. og 12. júlí n. k. Um þessar mundir eru hesta- menn bæjarins að æfa hesta sína undir þessa keppni. Hestaeign í bænum fer stöðugt vaxandi og má segja að hestamennska sé hér með miklum blóma. Þetta mun ekki hvað sízt að þakka mikilli starf- semi Léttis. Félagið rekur nú jjjjjjjj 1 tamningastöð og eru í vetur tamd- ir þar 15 hestar. Þá hefir félagið haldið 11 skemmtifundi í vetur auk árshátíðar og afmælishófs, en félagið var 30 ára á síðasta ári. Tamningamaður hjá félaginu er Þorsteinn Jónsson, hinn kunni hestamaður. Formaður Léttis er Árni Magnússon. Það er ekki að efa að fjöldi fólks mun sækja kappreiðar fé- lagsins um aðra helgi, því þær þykja jafnan viðburður og eru einkar skemmtilegar á að horfa. Veðbanki mun starfa í sambandi við keppnina. „Samkvæmni" í irtáSfSufrsiiigi. Alfreð Gíslason læknir, sein komm- únisfar ánetjuðu fyrir fám árum, flutti við eldhúsdagsumræðurnar á mánudagskvöldið einhverja sóðaleg- ustu ræðu, sem við slíkar umræður hafa fluttar verið, hlaðna stóryrðum, blckkingum, beinum ósannindum og illkvittni, en öllum sóðaskapnum var beint að Sjálfstæðisflokknum. En ekki var samkvæmninni fyrir að fara. Snemma í ræðunni léxt hann vera að lýsa „skemmdarverkum", er Sjálf- stæðisfiokkurinn hefði unnið gegn vinsíri stjórninni til að eyðileggja baráttu hennar gegn dýrtiðinni, og tók þar til dæmis, að iðnverkafólk í Reykjavík fékk lítilf jörlegar kjara- bætur, ÁN VINNUSTÖÐVUNAR, eftir að aðrar stéttir mun launahærri höfðu fengið kjarabætur að forgöngu ríkisstjórnarinnar eða manna úr henni, sbr. starfsmenn SIS. En eftir að Alfreð er búinn að lýsa 3—5% kjarabótum hjá LÆGST LAUNUÐU stéttinni í Reykjavík, er fékkst með frjálsum samningum, — lýsa þeim sem skemmdarverkum gegn viðleitni stjórnarinnar ■ stöðvun verðbólgunnar, STAÐHÆFIR HANN í LOK RÆÐUNNAR, AÐ ÞAÐ SÉ HÆTTULEG BLEKKING, AÐ KAUP- GJALD HEFÐI HIN MINNSTU Á- HRIF Á VERÐBÓLGU OG DÝR- TÍÐ (!) □ Hverjir sviku? Framsóknarblöðin liafa verið að belgja sig út yfir því, að „stjórnar- flokkarnir", sem þau svo nefna, hafi svikið i raforkumálunum og ætli að stöðva raforkuframkvæmdir í byggð- um landsins. Fjármálaráðherra upp- lýsti í útvarpsræðu sl. mánudags- kvöld, að með þeim breytingum, sem gerðar hefðu verið á rafvæðingará- ætluninni, teldi raforkumálastjóri, að orkuframleiðslan ykist, en kostnaður yrði að mun minni. Því ætti siður en svo að draga úr rafvæðingunni. Jafnframt upplýsti hann, að FRÁ- FARANDI RÍKISSTJÓRN HER- MANNS JÓNASSONAR HEFÐI Á SL. ÁRI FELLT NIDUR 12V2 MILLJ. KR. FJÁRVEITINGU, ER NÆGJA HEFÐI ÁTT TIL AÐ RAFVÆÐA 124 BÝLI í ÝMSUM LANDSHLUTUM. Þessi „sparnaður" vinstri stjórnar- innar í rafvæðingu sveitanna náði m. a. til 22 bæja í Saurbæjarhreppi Eyjafirði og 17 í Svarfaðardals- hreppi. Von er að Framsókn tali um svik! □

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.