Íslendingur


Íslendingur - 21.10.1959, Side 3

Íslendingur - 21.10.1959, Side 3
MiSvikúdagur 21. október 1959 ÍSLENDINGUR 3 sins, sem «r nð sporðreiso landið Andstæður málílutningur stefnuskrárlausu flokkanna Það kemur mjög ber- lega fram að frambjóð- endur Framsóknarmanna nofa ekki alls sfaðar sömu óróðursaðferðir. Þykir þeim hlýða að halda einu fram hér en öðru fram þar og aka þannig segl- um effir vindi og svo lófa þeir prenfa eftir sér ræð- urnar, lýðskrumsræðu í Tímann fyrir Reykvík- inga en landeyðingar- ræðu í Dag fyrir sveita- manninn. Sýnishorn af landeyðingarræðu eftir Karl Kristjánsson, sem er annað himinblámaskáld Fram- sóknarmanna hér í Norðurlands- kjördæmi eystra, birtist í Degi 23. sept. s. 1. Maður nýju aldamóta- kynslóðarinnar, Gísli Guðmunds- son, er vart eins háfleygur í land- eyðingarhjalinu en öllu fjálgari í bláfjöllum og árroða. Hér skulu tekin nokkur sýnis- horn úr ræðu Karls. „Meginhættan liggur í því, að ofvöxtur höfuðborgarinnar og nábýlis hennar færist í auk- ana í stórum stíl á kostnað annarra byggða — og grund- völlur lífsafkomu þjóðarinnar hrynji.“--------„Þegar talað hefir verið um ójafnvægið, sem sótt hefir á að aukast í byggð landsins, hefir stundum verið sagt, að Reykjavík og nágrenni hennar sé að sporðreisa land-' skáldlega vaxinn og talar fátt um landeyðingu og .bláfjöll og forð- ast að láta þess getið, að Reykja- vík sé að sporðreisa landið. Hann segir hins vegar: „Ur því að sumir forráða- menn Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins hlýddu ekki vilja kjósenda betur en raun ber v.itni, verða nú margir vinstri menn til þess að efla Framsóknarflokkinn og þessi þróun virðist ætla að verða örari en búast mátti við .... En nú liggur straumurinn greinilega til Framsóknar- flokksins í Reykjavík og öðr- um kaupstöðum landsins .... Nú þýðir ekki lengur að telja mönnum trú um, að Framsókn- arflokkurinn hugsi einungis um hag bænda, þar sem allir vita, að þótt Framsóknarflokk- urinn eigi traustu fylgi að fagna í sveitunum, þá eru kj ós- endur hans að miklum meiri- hluta búsettir í bæjum og kauptúnum.“ Þannig leika loddarar Fram- sóknar trúðleik sinn eftir því hverjir hlýða á þá. Hvernig má líka annað vera með fulltrúa flokks, sem alls enga stefnuskrá hefir fram að færa í kosningun- ið.“ Eftir að hafa hælt okkur Norð austurlandskj ördæmismönnum fyrir að við séum allþungir til mótvægis gegn Suðvesturhorni landsins, þar sem við eigum „hýst- ar sveitir“, „kaupstaði“, „allgóð fiskimið", „veiðivötn“ og „sam- vinnustarfsemi“, svo nokkuð sé talið, segir himinblámaskáldið: „En sá er þó hinn mikli munur, að Framsóknarflokk- urinn er runninn upp úr skauti dreifbýlisins, en hinir eru bornir og barnfæddir höfuð- borgarflokkar.“ Og í niðurlagsorðum sínuin segir Karl: „Enginn vafi er á því, að næstu kosningar eru miklu þýðingarmeiri en venjulegar kosningar til Alþingis. í þeim takast á höfuðborgarstefnan og byggðastefnan......“ Og þetta er jafnframt fyrirsögn in í greininni. Það kveður nokkuð við annan tón í Tímanum 4. október, þar sem sagt er frá ræðu Kristjáns Thorlacius fulltrúa, þess er fræg- ur varð fyrir að Eysteinn sendi hann á bæjarstjórnarfund í Rvík til þess að krefjast þess að bær- inn semdi þegar í stað við verka- menn um miklu hærra kaup þeim til handa heldur en Dagsbrúnar- menn sömdu um. Kristján sendimaður er lítt Kynninð frambjóðenda Undanfar.ið hefir blaðið kynnt lesendum sínum frambjóðendur D-listans í Norðurlandskjördæmi eystra og átt viðtöl við nokkra þeirra. Það hefir þó ekki talið á- stæðu til að kynna enn á ný þá tvo alþingismenn, sem skipa tvö efstu sæti listans, enda hafa þeir bezt kynnt sig sjálfir með verkum sínum á Alþingi og í ræðum sín- um og blaðagreinum. Hér lýkur kynningunni, en eftir var að kynna 4. og 12. mann list- ans. Gísli Jónsson menntaskólakenn- ar,i, 4. maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, er fæddur að Hofi í Svarf- aðardal 14. september 1925. For- eldrar hans: Arnfríður Sigur- hjartardóttir frá Urðum og Jón Gíslason bóndi að Hofi. Ólst Gísli upp með foreldrum sínum. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1946 og stundaði síðan nám í norrænudeild Há- skóla íslands til ársins 1950 og síðan árin 1952—53, og lauk þá cand. mag.-prófi. Var stundakenn- ar.i við M. A. árin 1951—52 og fastur kennari frá 1953. Formað- ur Stúdentaráðs og Stúdentafélags Háskólans um skeið. Bæjarfull- trúi á Akureyri frá 1958. Gísli er kvæntur Hervöru Ásgrímsdóttur Péturssonar fiskimatsmanns á Ak- ureyri, og eiga þau 4 börn. Gísli er gagnmenntaður maður, gjörhugull og vinsæll, og hið mesta prúðmenni í málflutningi, svo sem bæjarbúar þekkja. um. Jóhannes Laxdal hreppstjóri, er skipar 12. sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra er fæddur að Tungu á Svalbarðsstr. 5. júlí 1891, voru foreldrar hans Guðný og Helgi Laxdal, bóndi og oddvdti. Jóhann- es stundaði nám í Gagnfræðaskól- anum á Akureyri veturinn 1907— 1908, en við fráfall föður síns ár- ið 1918 tók hann við búsforráð- um í Tungu hjá móður sinni, er hélt búskap þar áfram. Árið 1920 tók hann sjálfur við búskap á jörðinni og hefir stundað hann síðan af miklum myndarbrag. Jóhannes hefir gegnt margs konar trúnaðarstörfum fyrir Svalbarðsstrandarhrepp og staðið framarlega í félagsmálum sveitar- innar og stéttasamtökum bænda. Ilreppstjóri sveitarinnar hefir hann verið síðan 1931. Þá hefir hann setið í skólanefnd, sóknar- nefnd o. fl., verið formaður Bún- aðarfélags Svalbarðsstrandar, í stjórn ræktunarsambandsins og formaður ungmennafélags sveit- arinnar. Um mörg ár gegndi hann afgreiðslustörfum hjá kaupfélag- inu á Svalbarðseyri, enda frá barnsaldri virkur og áhugasamur samvinnumaður. Jörð sína hefir hann aukið og bætt að ræktun og byggingum, og hafa síðan risið nokkur nýbýli í Tungu-landi. Jóhannes Laxdal er maður ó- vílinn og með áhugasömustu rækt- unarmönnum hér um slóðir, hreinskiptinn og undirhyggjulaus. Aðalfondar Sleipnis Málfundafélags Sj álfstæðis-verka- manna, iðnaðarmanna og sjó- manna, var haldinn sl. sunnudag. I stjórn voru kjörnir þessir menn: Jón Þorvaldsson, Munkaþver- árstræti 19, formaður, Jakob Stefánsson, Ránargötu 13, vara- formaður, Óli Friðbjörnsson, Þór- unnarstræti 122, ritari, Jónas Bjarnason, Grenivöllum 32, gjald- keri, Bjarni Sveinsson, Brekku- götu 2, meðstjórnandi. Varastjórn: Ásgeir Áskelsson, Hafnarstræti 64, Sigurður Guð- laugsson, Hamarsstíg 36, Stefán Bergmundsson, Löngumýri 26. Að kosningum loknum flutti Jónas G. Rafnar alþingismaður á- varp um kosningarnar, sem fyrir dyrum standa. Hvers vegna eyðsluskatta ? Sú hugmynd, að ríki og bœjarfélög taki tekjur sínar sem mest í eyðslusköttum (sölusköttum, neyzlusköttum) í stað tekjuskatts og útsvara í núverandi mynd, eignast nú æ fleiri talsmenn. Það helzta, sem menn hafa óttazt, ef horfið yrði að því ráði, er það. að þá yrði hlutur hinna efnaminni fyrir borð borinn. Þetta er þó ekki óttaefni, ef þess er jafn- framt gætt, sem sjálfsagt er, að vöruskattarnir verði mjög misháir eftir vörutegundum, lágir á nauðsynjavörum, en háir á munaðarvarningi, og jafnframt, að almannatryggingarnar verði auknar þannig, að séð verði fyrir hag barnmargra fjölskyldna, gamalmenna og öryrkja. Gjöld af rekstri verða auðvitað tekin eftir sem áður, en þar verður að afnema hin ranglátu veltuútsvör og gæta þess, að allir séu jafnir fyrir lögunum. Auka mœtti fasteignaskatta af skuldlausum stóreign- um. Kostir hinnar nýju skattlagningar umfram hina gömlu eru einkum þessir: 1. Þeir, sem mestu eyða og meston munað veita sér, borga mesta skatta. 2. Þeir, sem eru sparsamir, róðdeildarsamir og duglegir, fó að njóta þess. 3. Aukið sparifé fasst til að efla atvinnuveg- ino og auka menntun. 4. Ríkið sparar milljónir vegna ódýrari inn- heimtu. 5. Misrétti vegna aðstöðumunar til að dylja tekjur hverfur. Ruddur jeppavegur til aíréttarlanda Nokkrar framkvæmdir í s umar til samgöngubóta. Blaðið átti í gær tal við einn fréttaritara sinn í Norður-Þing- eyjarsýslu, Björn Þórarinsson í Kílakoti. Kvað hann nú allar ár og læki brúaðar á leiðinni milli Tjörness og Kópaskers, og hefði síðasti lækurinn, Stórilækur, skammt frá Kópaskeri, verið brú- aður í sumar. Þá hefði verið ýtt upp í veginn um Þrönguskörð milli Kópaskers og Leirhafnar og hækkaður með því á 4 km. kafla, en þar er einn snjóþyngsti kafl- inn í héraðinu á vetrum. Nýlega er lokið að ryðja 60 km. jeppafæran veg inn í afrétt- arlönd Keldhverfinga, og er það þýðingarmikil framkvæmd. í Kelduhverfi var í sumar lok- ið smíði íbúðarhúsa á Fjöllum og Kvisthaga. íbúðarliús er í bygg- ingu á Víkingavatni og þrjú ný- býli er verið að reisa: Á Lóni, Ingveldarstöðum og Undirvegg. í Axarfirði eru 4 íbúðarhús í smíðum og 2 vatnsafls-rafstöðvar. Á Kópaskeri hefir verið unnið að helmingsstækkun sláturhúss- ins, og næsta ár verður byggður matsalur fyrir starfsmenn, eldhús, fatageymsla og snyrtiherbergi. Verður byggingin 12x24 metrar. 70 manns unnu að slátrun þar í liaust í 5 vikur, og var nú tekin upp ný fláningaraðferð, færi- bandaaðferðin, og virðist hún gefa góða raun. Slátrað var 22710 fjár, og var meðalkroppþungi dilka 14.7 kg. Er það heldur lak- ari vigt en í fyrra. Á Raufarhöfn hefir verið mikil vinna í haust við síldarsöltun og verksmiðjurnar. Á að endurnýja allar þrærnar fyrir næstu vertíð og auka við þær. Mörg íbúðarhús eru þar í smíðum. Nýlega var skýrt frá því hér í blaðinu, að fyrir frumkvœði Árna Jónssonar, tilraunastjóra, og Bald- urs Sigurðssonar, fyrrv. ráðsmanns hefði verið flutt inn dráttarvélarskurðgrafa frá Noregi af Hymas- | gerð. — Hér sézt grafan að verki við tilraunastöð ríkisins á Akureyri.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.