Íslendingur


Íslendingur - 21.10.1959, Side 5

Íslendingur - 21.10.1959, Side 5
Miðvikúdágur 21. október 1959 ÍSLENDINGUR 5 Núlovepr er mihið Lífæð hvers byggðarlags er sam- göngukerfið. Það hefir margsinnis komið í Ijós við rannsóknir, að efna- hagsofkoma einstakra byggðarlaga hefir staðið í réttu hlutfalli við sam- göngukerfi þeirra. Olafsfjörður er eitt þeirra hér- aða, sem hefir jafnan átt við frem- ur lélegt samgöngukerfi að búa, þótt vissulega hafi það farið batn- andi með lagfæringu Lágheiðar-1 vegar og stórum hættri höfn. Þó er það svo að í slæmum veðrum geta skip ekki athafnað sig í höfn- inni og Lágheiðarvegurinn er ó- fær meira en hálft árið. Það verð- ur því ekki sagt að byggðarlagið m^ð jafn stórum og vaxandi kauþstaö búi við viðunandi sam- göngur. Af þessum sökum hefir á und- anförnum árum verið ríkjandi mikill áhugi fyrir því meðal Ól- afsfirðinga að lagður væri Vegur fyrir Ólafsfjarðarmúla og til Dal- víkur. Byrjaði fyrir tilstilli áhugamanna. Fyrst var hyrjað á þessum framkvæmdum fyrir tilstilli á- hugamanna í Ólafsfirði og fram- lagi frá Akureyrarbæ, sem að sjálfsögðu telur það mikið hags- munamál að greiðari samgöngur komist á hér á milli. Hófst vinna við veginn 1954, en á vegalög komst hann 1955. I upphafi var unnið nokkuð fyrir fjallvegafé. Aðaiframkvæmdir ísumar. Aðalframkvæmdir við veginn voru unnar nú í sumar og í fyrra- sumar, þá fyrir milljón til veg- arins og er hann kominn út í svo- nefnda Ófærugjá, en þar er erfið- asti kafli leiðarinnar. Hefir þurft þar að sprengja mikla kletta úr fjallshlíðinni og er talið að nú sé lokið við versta verkið. Friðgeir Árnason vegaverk- stjóri frá Siglufirði hefir stjórn- að þessu verki í sumar og telur hann að ekki muni þurfa yfir eina milljón króna til viðhótar til þess að koma veginum fyrir sjálf- an Múlann. Heildarkostnaður við lagningu vegarins allt til Dalvíkur er talinn 4—5 milljónir króna. Verkið gengið vel. Ólafsfirðingar róma mjög hve vel hefir gengið að leggja veginn það sem komið er til þessa og mun betur en vonir hjartsýnustu manna stóðu til. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðar- múla er ekki nema 18 km. allt til Dalvíkur. Er þá leiðin frá Ólafs- firði til Akureyrar 65 km. í stað þess að nú er hún 230, þar sem fara þarf vestur í Skagafjörð. Mikið hagsmunamál. Ólafsfirðingar telja vegarlagn- inguna fyrir Múlann mesta hags- munamál byggðarlagsins þegar frá er talin endurbót hafnarinnar. V.ilja þeir leggja alla áherzlu á að verkinu fáist lokið á næsta ári og treysta í því efni á samstöðu byggðarlaganna, sem hagsmuna hafa að gæta í þessu efni og nefna þar fyrst og fremst til Akureyri og Dalvík. Einnig vænta þeir ríks skilnings Alþingis á málinu. Nú er í ráði að bjóða út inn- lent skuldabréfalán og afla þannig fjár til lokaátaksins við þessa framkvæmd. Þessi mynd er tekin nýlega inni í Ofœrugjá, þar sem verið er nú að leggja liinn nýjaMúla- veg. Lokið er nú erfiðasta kafla þessa mikilvœga mannvirkis. Togaradráttarbraut 1961? í gær samþykkti bæj- arstjórn eftirfarandi til- lögu frá Hafnarnefnd, er fjallar um byggingu nýrr- ar dráttarbrautar fyrir togara hér í bænum: „Þorbjörn Karlsson leggur fram samanburð á öllum þeim tilhoð- um, er borist hafa í byggingu tog- aradráttarbrautar á Akureyri, enn fremur áætlun um rekstur 1600 tonna dráttarhrautar með hliðar- færslu. Hafnarnefnd felur vita- og hafnarmálastjóra að halda áfram undirbúningi verksins að bygg- ingu dráttarbrautar samkvæmt áðurgerðum samþykktum hafnar- nefndar og hæjarstjórnar og á grundvelli þess að úthúa ná- kvæma útboðslýsingu og leita til- boða í slíka dráttarbraut.“ Umsögn Helga Pálssonar. Af tilefni þessarar samþykktar sneri blaðið sér til Helga Pálsson- ar, eins af fullltrúunum í Hafnar- nefnd, og spurðist nánar fyrir um, á hvaða stigi þetta mál stend- ur nú. Sagði hann m. a.: — Eins og kunnugt er, eru nokkur ár síðan farið var að hreyfa þessu máli innan hafnar- nefndar, og kom þar fram áhugi fyrir því að koma upp togara- dráttarbraut, er tekið gæti á land allt að 1000 tonna skip, enda dylst engum, að slík íramkvæmd hefir mikla þýðingu fyrir togaraútgerð ina í bænum, þar sem togarar okkar hafa liingað til orðið og verða enn að sækja allar viðgerð- ir, botnhreinsun og löghoðið eftir- lit til Reykjavíkur og þurfa oft að híða þar svo dögum skiptir eftir afgreiðslu, sem kostar stórfé. — Hvað hefir verið unnið að þessu máli fram til þessa? Tilboð og verkfræðilegt álif. — Hafnarnefnd liefir leitað tilboða erlendis í byggingu allt að 1000 tonna dráttarbrautar, og hafa borist svör frá 9 fyrirtækjum í Þýzkalandi, Bretlandi og Banda- ríkjunum. Þá hefir hafnarnefnd fengið í sína þjónustu Þorbjörn Karlsson verkfræðing, sem vinnur í nánu sambandi við vitamála- skrifstofuna. Hefir hann samið á- Litsgerð um fyrrgreind tilhoð, þar sem hent er á, að ekki sé auðvelt að bera þau saman, þar sem ekki hafi verið lögð fram fullkomin útboðslýsing og teikningar af hálfu hafnarnefndar. Þá segir Þorbjörn Karlsson, að eins og þessi skip gerist í dag, þurfi slippurinn að geta tekið upp 1600 lesta skip í aðalbraut, þó í hliðarfærslubrautum þurfi ekki að geta staðið uppi nema 1000 tonna skip. — Hvaða ástæður liggja eink- um til þess, að dráttarbraut sé sett upp hér á Akureyri? Skilyrði bezt hér. — Þær eru margar og veiga- miklar, og mun ég láta nægja að benda á þær, sem verkfræðingur okkar hefir sérstaklega hent á, en þær eru: í fyrsta lagi, að Akur- eyri liggi fyrir miðju Norður- landi og sé því vel staðsett fyrir skip hæði að austan og vestan. Helgi Pálsson. í öðru lagi að Akureyri sé heima- höfn fjögurra af sjö togurum á Norðurlandi. í þriðja lagi að land rými og athafnasvæði sé mjög gott fyrir slíka dráttarbraut hér, þar sem í kringum Slippstöðina séu miklir möguleikar til bygg- inga, stór óbyggð svæði, sem enn séu óskipulögð. Og loks í fjórða lagi, að vélsmiðjur utan Reykja- víkur séu hvergi fullkomnari né betur búnar. Vinni hér að stað- aldri á vélaverkstæðum um 60 manns og ættu því allar viðgerðir að geta farið hér fram. — Hvað er að segja um þá at- vinnu, sem dráttarbraut þessi mundi skapa hér í bænum. Milljónir í vinnulaunum. — Það er fullvíst, að hún mundi skapa vinnu fyrir fjölda manns, og mundu vinnulauna- greiðslur hennar nema upphæð- .um svo milljónum skiptir. Auk þess mundi starfsemi sem þessi auka mjög sölu á útgerðarvörum og efni til skipa. Þá mundi og fylgja í kjölfar hennar mikill vöru innflutningur til bæjarins, sem mundi gefa af sér hafnargjöld og auka vinnu við höfnina. Allt mundi þetta stuðla að auknum tekjum fyrir bæjarfélagið í út- svarsgreiðslum og öðrum tekjum, er fylgja aukinni umsetningu í bænum. — Er fjárhagslegur grundvöll- ur fyrir hendi til þess að hefjast handa um framkvæmd þessa? Byrjunarframkvæmdir gefa hafizf. — Lög mæla svo fyrir, að rík- issjóður greiði % af stofnkostn- aði dráttarbrauta og framlagt fé frá hæ og riki nemur nú um 4 milljónum króna, sem liggur fyrir handbært til byrjunarfram- kvæmda. Má því telja líklegt, að undirbúningsframkvæmdir gætu hafizt seint á næsta sumri hér heima fyrir. — Hvenær teljið þið líklegt að dráttarbrautin gæti hafið starf- semi sína? — Ef allt gengur að óskum með frágang áætlana og tilboða, vona ég, að brautin geti tekið til starfa fyrir árslok 1961, segir Helgi Pálsson að lokum.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.