Íslendingur


Íslendingur - 21.10.1959, Síða 6

Íslendingur - 21.10.1959, Síða 6
6 ÍSLENDINGUR Miífvikudagur 21. október 1959 Mofélag Eyjirðínga mótnelir Stjórn Bændafélags Eyfirðinga I kom saman á fund í dag — 14. þ. m. til að ræða viðhorf þau, sem skapast hafa við setningu bráða- birgðalaga ríkisstj órnarinnar frá 18. sept. sl. um verðstöðvun á landbúnaðarvörum. Fyrir þessum fundi stjórnar Bændafélags Eyfirðinga, lá álykt- un frá sameiginlegum fundi stjórna Bændafélags Fljótsdæl- inga og Þingeyinga, sem haldinn var á Egilsstöðum 4. okt. s. 1. Alyktun þessi er svohljóðandi: „Sameiginlegur stjórnarfundur Bændafélags Fljótsdalshéraðs og Bændafélags Eyfirðinga, haldinn að Egilsstöðum 4. okt. 1959, mót- mælir harðlega nýsettum bráða- birgðalögum um verð landbúnað- arafurða og telur þau fela í sér réttindaskerðingu fyrir bænda- stéttina og gerir þá kröfu til Al- þingis, að þau verði úr gildi felld. Með því að fundurinn telur, að Framleiðsluráðslögin hafi verið gerð óvirk með neitun neytenda- samtakanna um aðild að samning um og með setningu nefndra bráðabirgðalaga, vill fundurinn skora á Stéttarsamband bænda að hefja undirbúning að nýrri laga- setningu, um sölu og verðlagningu landbúnaðarvara. í ákvæðum nýrra afurðasölu- laga sé gengið útfrá, að bændur einir hafi alla framkvæmd verð- lagningar og samningsaðild varð- andi hana, en séu ekki háðir gerð- ardómi, eins og verið hefur. Ef svo ógæfusamlega tekst til, að yfirstandandi verðlagsdeila leysist ekki á viðeigandi hátt og stjórn Stéttarsambands bænda telur sig til neydda, til þess að á-, kveða sölustöðvun á landbúnað-1 arvörum, skorar fundurinn á bændur landsins að standa ein- j huga saman að þeirri ákvörðun, og telur sjálfsagt og skylt, að bændur beri sameiginlega sitt tjón, er af slíkri sölustöðvun leið- ir.“ Stjórn Bændafélags Eyfirðinga samþykkti einróma að gerast aðili að þessari ályktun. Er ofangreind ályktun því sam- eiginleg ályktun stjórna þriggja bændafélaga, en stjórnir félag- anna skipa eftirtaldir menn: Bœndafélag Fljótsdalshéraðs: Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, Björn Kristjánsson, Grófarseli og Páll Sigbj örnsson, Egilsstaða- kauptúni. Bœndafélag Þingeyinga: Jón Sigurðsson, Yztafelli, Þrándur Indriðason, Aðalbóli, Baldur Baldvinsson, Ófeigsstöðum, Har- aldur Jónsson, Einarsstöðum og Finnur Kristjánsson, Húsavík. Bœndafélag Eyfirðinga: Eggert Davíðsson, Möðruvöllum, Gunn- ar Kristjánsson Dagverðareyri, Árni Jónsson, Háteigi, Garðar Halldórsson, Rifkelsstöðum og Ketill Guðjónsson, Finnastöðum. Eggert Davíðsson formaður. StjórniDdlalundsr á vegum F. U. S. Varðar og Samb. ungra Sjálfstæðismanna var hald- inn í Lóni sl. fimmtudagskvöld, og var hann vel sóttur. Frummælend- ur á fundinum voru F-vjólfur K. Jónsson lögfræðingur, Geir Hall- grímsson formaður S. (J. S. og Leifur Tómasson formaður Varð- ar. Auk þeirra tóku til máls Gísli Jónsson menntaskólakennari og Magnús Jónsson alþingismaður. Fundarstjóri var Magnús Stef- ánsson bóndi í Fagraskógi. Eyjólfur K. Jónsson ræddi um almenningshlutafélög og mögu- leika á auknu atvinnulífi á Norð- urlandi, Geir Hallgrímsson um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og Leifur Tómasson um stjórnmála- viðhorfið og þátttöku unga fólks- ins í stjórnmálunum. Klígjar ekki við tnggunni I Tímanum sl. sunnudag skrifar Vigfús GuSmundsson hclgidagshug- leiðingu, er hann nefnir „Vegamót". Uppistaða hennar er hin óratuga gamla tugga Framsóknar, sem flest- um er nú orðið flökurt of að heyra um „arftaka gömlu selstöSukaup- mannanna dönsku", en þannig cr flokkur 45% þjóSarinnar nefndur, — langstærsti flokkur landsins. Þó talar Vigfús um „Júdasarfrændur inn an bændastéttarinnar", og ó hann þar vafalaust við þó fjölmörgu bænd- ur, sem ekki hafa lótið ónetjast Fram sóknarflokknum. Þeir eru sannarlcga orðnir margir ættmenn Júdasar í land inu, ef skilgreining Vigfúsar ætti við rök að styðjast. / sumar hefir verið unnið að byggingu tveggja hœða of- an á hús bœjarins við Geisla- götu, þar sem Slökkvistöðin hefir aðsetur. Mynd þessi er nýlega tekin af byggingunni, en þá var verið að steypa þá hœð, sem fyrirhugað er að gera fokhelda fyrir veturinn. Sífjölgandi nnlcriokrat Frá 1. janúar til 1. október þ.á. höfðu alls 22 menn verið kærðir fyrir ölvun við akstur samkvæmt upplýsingum Hermanns G. Jónas- sonar fulltrúa lögreglustj órans hér í bæ, og hefir þessum brotum far- ið fjölgandi með aukinni bílaeign og umferð. Á árinu 1958 voru alls 20 kærðir fyrir sama brot. Allmik- ið hefir verið um ölvun og ölvun- arbrot og þeim fjölgað, og fjöldi umferðabrota, svo sem röng stað- setning bifreiða og fleira, sem lögreglan hefir haft til meðferðar. Ekki hafa teljandi umferðarslys eða meiðsli á mönnum orðið á þessu ári, en eins og að undan- förnu eru alltaf öðru hverju bíla- árekstrar og oft allmiklar skemmd- ir á farartækjum. Ræða Bjartmars Framh. af 4. síðu. sem utan við þetta situr áratug- um saman eða æfilangt? Glamuryrði um jafnvægi í byggð landsins er ákaflega ó- skemmtilegur talandi, ef ekkert er á bak við nema sýnast. Það hefur oft heyrst í blöðum hin síðustu ár,að fyrrverandi rík- isstjórn hafi stuðlað ekki svo lítið að þessu jafnvægi. Mér finnast þetta hálfgerð öfugmæli. Á rafmagnið drap ég. Ég ætla aðeins að tæpa á öðru máli. Fóð- urbætisvörur og landbúnaðarvél- ar voru hækkaðar í verði í tíð fyrrv. stjórnar um einn þriðja hluta. Það var rökstutt þannig, að móðgandi verður að telja. Rökin voru þau, að þetta væri nauðsyn- legt, svo bændur hættu ekki að afla innlends fóðurs, heyjanna að meira eða minna leyti. Ég neita ekki að það haf.i máske legið að því ill nauðsyn að tolla þessar vör- ur eitthvað um leið og aðrar, til að afla fjár, svo hjólið gæti snúist enn eitthvað til bráðabirgða. En rekstrarvöruskattur þessi var afar ósanngjarn og rökstuðningurinn fyrir honum þó enn fráleitari. Hugur minn er mjög bundinn við sveitirnar. Þær standa mér næstar. Samt þekki ég nokkuð til annars staðar. Og á fáu hefi ég meir óbeit en metingi og ríg milli sveita og sjávarþorpa eða bæja. Það er um hann eins og hvern annan nágrannakrit, sem sprottinn er af nærsýni. Ég drap á örfá byggðarlög í sambandi við raforkuna. Það var ekki af því að sérstaklega stæði þar á. „Svona hvað það vera um allar jarðir“, sagði Þorsteinn Erlingsson í öðru sambandi. Um þetta stóra mál, mál mál- anna í sveitunum höfum við ver- ið of tómlát síðan á dögum Jóns Þorlákssonar. Rafvæðingin á öllu íslandi gat verið komin í kring, ef vel hefði verið á spilunum hald- ið meðan þjóðin svo að segja óð í peningum. 10—12 milljónir þá á ári hefðu sagt mikið og hvergi sést nú, þó þær hefðu farið í þetta. En um orðinn hlut skal ekki sak- ast. Þó að ég vekji máls á þessu, get ég engu lofað hér fyrir hönd eins eða neins. En orð eru til alls fyrst. Og ekki skaðar að ýta við þeim, sem á verðinum eiga að vaka. Mig langaði til að minnast á margt annað. En hingað og ekki lengra, segir stundaglasið. Góðar stundir. -------X------- Þurfti ekkert o) segju! Það vakti athygii í Ólafsfirði á dögunum, er Framsókn hélt þar skemmtisamkomu, að Ingvar Gíslason tók þar ekki til máls, þótt þar væri staddur. Hafa gárung- arnir haft það í flimtingum, að hann teldi „rökstuddu líkurnar“ fyrir kjöri sínu svo sterkar, að ekki væri þörf á að ávarpa Ólafs- firðinga! NýnisSiorn áf kjörseðli þegrar D-litstínii hefir verið ko§inn A Listi Alþýðuflokksins B Listi Framsóknarflokksins x D Listi Sjólfstæðisflokksins F Listi Þjóðvarnarflokks íslands G Listi Alþýðubandalagsins Friðjón Skarphéðinsson Korl Kristjónsson Jónas G. Rafnar Bjarni Arason Björn Jónsson Bragi Sigurjónsson Gisli Guðmundsson Magnús Jónsson Bergur Sigurbjörnsson Póll Kristjónsson Guðmundur Hókonarson Garðar Halldórsson Bjartmar Guðmundsson Hjalti Haraldsson Ingólfur Guðmundsson Tryggvi Sigtryggsson Ingvar Gislason Gísli Jónsson Björn Halldórsson Soffío Guðmundsdóttir Guðni Arnason Jakob Frimannsson Björn Þórarinsson Eysteinn Sigurðsson Kristjón Vigfússon Kristjón Ásgeirsson Björn Stefónsson Vésteinn Guðmundsson Hermann Jónsson Sigursteinn Magnússon Hörður Björnsson Valtýr Kristjónsson Friðgeir Steingrímsson Tryggvi Stefónsson Olgeir Lúthcrsson Sigurður E. Jónasson Þórhollur Björnsson Póll Þór Kristinsson Sigfús Jónsson Jón B. Rögnvaldsson Ingólfur Helgason Edda Eiríksdóttir Arni Jónsson Svava Skaptadóttir Lórus Guðmundsson Jóhann Jónsson Teitur Björnsson Baldur Kristjónsson Magnús Alberts Jón Þór Buch Friðriksson Jón Sigurgeirsson Eggert Ólafsson Baldur Jónsson Aðalsteinn Guðnason Daniel Daníelsson Magnús E. Guðjónsson Bernharð Stefónsson Jóhannes Laxdal Stefón Halldórsson Tryggvi Hclgason

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.