Íslendingur


Íslendingur - 21.10.1959, Side 8

Íslendingur - 21.10.1959, Side 8
Miðvikudagur 21. október 1959 Góðir fundir Sjálfstæðismanna í Ólafsfirði og á Grenivík 53 iiýir Varðarfélagfar í fyrrakvöld efndi F.U.S. VörS- ur til félagsfundar, þar sem rætt var um kosningaundirbúning. Leifur Tómasson setti fund og stýrði honum. Las hann upp inn- tökubeiðnir fró 53 aðilum og voru þær allar samþykktar. Vignir Guðmundsson blaðamaður flutti óvarp. Skýrt vor fró störfum fjórðungsþings S.U.S. ó Norður- landi, sem fram fór ó Blönduósi í september siðastliðnum. Fundurinn var fjölsóttur og lýsti miklum baróttuhug Varðar- félaga, sem jafnan hafa verið góðir liðsmenn við hverjar kosn- ingar. Góður lið§anki Só atburður skeði nú fyrir skömmu, að maður só, er var onn- ar ó lista Alþýðuflokksins i Eyja- fjarðarsýslu við kosningarnar í vor gekk í Sjólfstæðisfélagið i Ólafs- firði og hefir þar með sagt skilið við Alþýðuflokkinn. Hér er um að ræða Gísla M. Gislason stýrimann á m.s. Gunn- ólfi. Gísli er fæddur og upp alinn í Hofsósi en fluttist til Ólafsfjarð- ar fyrir 7 órum siðan. Hann lauk prófi fró Stýrimannaskólanum 1948. Gísli er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarðar. Sjólfstæðismenn í Ólafsfirði fagna því að fó þennan kunna og ötula mann til samstarfs og bjóða hann velkominn í félog sitt. MELSKURÐI LOKIÐ Melskurði er nú lokið í Keldu- hverfi, en þar fer hann að mestu fram fyrir allt landið. í haust hefir verið skorinn melur á Ar- sandi, Hólssandi og við Víkinga- vatn. Starfaði margt fólk að mel- skurðinum og gekk vel, enda var tíð góð, að því er fréttamaður blaðsins tjáði því í fyrrakvöld. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra efndu til tveggja almennra stjórnmálafunda um síðustu helgi. Voru fundir þessir í Ólafsfirði og á Grenivík. , Ólafsfiörður. Fundurinn í Ólafsfirði var s. i. sunnudag og hófst kl. 4 síðdegis. Fundarstjóri var Ásgrímur Hart- mannsson, bæjarstjóri. Frum- mælendur voru þeir Gísli Jónsson, Vésteinn Guðmundsson og Magn- ús Jónsson. Að loknum ræðum þeirra talaði Ásgrímur Hart- mannsson. Fundinn sátu um 80 manns. Grenivík. Fundurinn í Grenivík var s. J. mánudagskvöld. Fundarstjóri var Jóhann Stefánsson, útgm. Frum- mælendur voru þeir Jónas G. Rafnar, Bjartmar Guðmundsson og Magnús Jónsson. Að loknum frumræðum þeirra tóku til máls þeir Jóhannes Laxdal, hreppstjóri, Tungu, Stefán Stefánsson, Sval- barði, Baldur Jónsson, bóndi, Grýtubakka, og Sverrir Guð- mundsson, oddviti, Ljómatjörn. Magnús Jónsson svaraði síðan nokkrum fyrirspurnum þessara ræðumanna. Fundinn sátu um 50 manns. Nýlega var stofnað Sjálfstæðis- félag á Þórshöfn á Langanesi. Stofnendur voru 38. Formaður þess er Helgi Þorsteinsson og aðr- ir í stjórn: Jón Ólafsson, Jóhann Jónsson, Iðunn Jónsdóttir og Baldur Jónsson Garði. Á fundinum mættu alþingis- mennirnir Magnús Jónsson og Jónas G. Rafnar. ^bemnuÍArvðrgAr í Lgstigarðjnum Sl. sunnudagsnótt var farið inn í Lystigarðinn og framin þar ýms skemmdarverk. M. a. voru plöntur rifnar upp með rótum, slitnar1 greinar af trj ám og nafnspj öld 1 tekin frá mörgum plöntum en sett niður hjá öðrum til að rugla nöfn um á þeim. Lystigarðurinn hefir verið op- inn daglega frá 1. júní til 18. okt., en auk þess var hann marga daga opinn í maí, meðan hreingerning og lagfæring á honum fór fram. Segir garðyrkjuráðunautur og gæzlumaður garðsins, Jón Rögn- valdsson, að sífelldur straumur gesta hafi verið í allt sumar að skoða garðinn, jafnt bæjarbúar og ferðafólk. Telur hann líklegt, að í sumar hafi verið meiri að- sókn þangað en nokkru sinni. Um- gengni hafi yfirleitt verið góð, þó lítillega hafi út af brugðið, en þá ekki um verulegar skemmdir að ræða. Á sunnudagskvöldið tók lög- reglan tvo óboðna gesti, sem voru ölvaðir inni í garðinum. Höfðu þeir klifrað yfir girðinguna. Ekki var þó kunnugt um, að þeir hefðu framið nein spjöll í garðinum. ViðurhenBingarslijal Síðastliðinn laugardag, 17. þ. m., kom varajorseti íþrótta- sambands Jslands, Guðjón Einarsson, til Akureyrar og fœrði Akureyrarbœ skrautrit- að skjal frá I.S.I., undirritað af sljórnarmönnum íþróttasam bandsins, þar sem bæjarstjórn Akureyrar er vottað þakklœli og viðurkenning fyrir bygg- ingu íþróttamannvirkja. í rœðu, sem Guðjón Einars- son helt við þetta tœkifœri, fór hann lofsamlegum orðum um stuðning Akureyrarbæjar við íþróttamenn hér fyrr og síðar. Forseti bœjarstjórnar Akur- eyrar, Guðmundur Guðlaugs- son, veitti viðurkenningar- íkjalinu móttöku fyrir hönd bœjarstjórnar að viðstöddum bœjarráðsmönnum og nokkr- um forystumönnum íþrótta- mála hér. Myndin fyrir neðan er af afhendingu viðurkenningar- skjalsins. Fyrirsvarsmenn bœj- arins og íþróttasamtakanna. Frá vinstri: Jón Ingimarsson, Armann Dalmannsson, Guð- mundur Guðlaugsson, Guðjón Einarsson, Hermann Stefáns- son, Magnús E. Guðjónsson og Bragi Sigurjónsson. Karl Kristjánsson og Nazistagrýlan. Karl Kristjánsson sagði í útvarps- umræðunum, aS ef aldrei yrSi framar vinstri stjórn á íslandi, þýddi þaS ekkert annað en nazisma. Karl virð- ist seni sagt álíta, aS alls staðar, þar sem ekki sitji vinstri stjórn að völd- um, ráði nazismi lögum og lofum. Við viljum aðeins minna á, að í Bretlandi og Bandaríkjunum, svo að einhver dæmi séu nefnd, sitja hægri stjórnir við völd og hafa setið all- lengi. Máske ætlar Karl að telja mönnum trú um, að nazismi sé rikj- andi í þessum löndum? Honum mun ganga illa að sann- færa menn um slikt, enda minnast menn þess, að það voru einmitt þessi ríki undir forystu hægri sinnaðra manna, sem risu upp gegn nazisman- um og hrundu ógn hans af heims- þjóðunurn. Á síðustu stundu. I útvarpsumræðunum í síðustu viku sagði Karl Kristjánsson, að Her- mann Jónasson hefði ekki getað dreg- ið lengur að biðjast lausnar fyrir stjórn sina, þvi að annars hefði eng- inn talað um það nú að fá vinstri stjórn. Meiri fordæmingu á vinstri stjórn- inni er naumast hægt að hugsa sér. Þessi orð verða eigi skilin á annan veg en þann, að afglöp vinstri stjárnar- innar hefðu orðið svo augljós innan skamms, að Hermann hefði neyðst til að hlaupa af stjórnpalli þegar i stað til þess að eyðileggja ekki alla mögu- leika á myndun vinstri stjórnar í framtíðinni. Furðulegast af öllu er þá það, að maðurinn, sem auglýsir svo berlega gjaldþrot vinstri stjórnarinnar skuli finna þá eina lausn á vandamálum þjóðar sinnar að leiða slíka ógæfu- stjórn aftur í valdastóla. Margir munu óska Karli Kristjánssyni betrai hlutskiptis. íslenzk verzlunorsfétt | vann mikið og gott verk, meðan verið var að ná verzluninni i islenzk- ar hendur. Slikt meta flestir og viður- kenna, þótt einstaka æsingapiltar, á borð við Vigfús Guðmundsson haldi öðru fram i Timanum sl. sd. Hagn- aðurinn af verzluninni og iðnaðinum rennur nú nær allur til að byggja upp þetta land og styðja þá sem stuðning þurfa i formi svonefndrar lýðhjálpar. Fyrir hin háu útsvör á þessum aðilum,, eru götur lagðar og hafnir byggðar, fræðslu unga fólksins haldið uppí„ löggæzlu, brunavörnum og margvís-' ! legri menningar- og félagsmálastarf- semi, svo að eitthvað sé nefnt. En á sama tíma greiðir STÆRSTA VERZL- UNARFYRIRTÆKI LANDSINS EKK- ERT ÚTSVAR, — það fyrirtækið, semi Framsóknarflokkurinn sýgur eins og, tilberi til að hálda uppi áróðri sínum,, svo geðslegur sem hann er.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.