Íslendingur - 08.01.1960, Page 3
Föstudagur 8. janúar 1960
ÍSLENDINGUR
3
r
Iþróttir
*©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©«©©©©©©©©©©©©©©©©©<
Hvers á Magnús Guðmundsson að gjalda?
' í sunnanblöðum lesum vér, að
minnsta kosti fimm íslenzkir
skíðamenn séu á förurn til Banda-
ríkjanna, og flestir ef ekki allir til
þátttöku í vetrarólympíuleikun-
um, sem fram fara í Squaw Wally
í Kaliforníu liinn 18. næsta mán-
aSar. Þeim Jóhanni Vilbergssyni
og SkarphéSni GuSmundssyni,
báSum frá SiglufirSi, auk Leifs
Gíslasonar frá Reykjavík hefir
veriS boSiS til æfinga í mánaSar-
tíma vestur í Aspen í Colorodo,
áSur en sjálfir leikarnir hefjast.
Auk þeirra, sem hér aS framan
eru nefndir, eru þeir Kristinn
Benediktsson og Eysteinn ÞórS-
arson viS keppnir i Evrópu um
þessar mundir, og munu jjeir
einnig taka þátt í Ólympíuleikun-
um vestra.
Nú verSur okkur á aS spyrja:
Hvers á Akureyringurinn, Magn-
ús GuSmundsson, núverandi ís-
landsmeistari í bruni og Alpa-
þríkeppni aS gjalda, aS hann
skuli ekki einu sinni koma til
greina sem einn af minnsta kosti
5 þátttakendum fyrir Islands
liönd vestra? Er þaS ekki lengur
til siSs, aS beztu menn í hverri í-
þróttagrein keppi af hálfu lands
síns í alþjóSakeppnum? ÞaS var
áberandi, aS þeir Eysteinn og
Magnús sköruSu fram úr í Alpa-
greinunum á síSasta skíSalands-
móti. Þá hefir Magnús skaraS
mjög fram úr í keppnum hér
nyrSra í vetur. Auk þess er svo
Magnús reyndur keppnismaSur
einmitt í Bandaríkjunum, en þar
dvaldist hann í heilt ár viS skíSa-
kennslu og í hjálparsveit viS
skíSahótel í Sun Walley. ÞaS er
því ekki aS ófyrirsynju aS menn
spyrji hvaS valdi því, aS menn,
sem aldrei liafa sést ofarlega á úr-
slitaskrám í skíSakeppnum hér
skuli teknir fram yfir meistarana?
ESa er þetta ein af hinum venju-
legu hundakúnstum nefnda og
ráSa íþróttamanna hér á landi,
sem löngu eru frægar aS endem-
um?
Magnús
Guð-
mundsson
núverandi
Islands-
meistarí
í bruni og
Alpa-
þríkeppni.
Nr. 2H
Tveir íslendingar kep
á skíðum
Tveir íslenzkir skíSamenn, þeir
Kristinn Benediktsson og Eysteinn
ÞórSarson kepptu um síSustu
lielgi á skíSamóti í AdeLboden í
Sviss. Þátttakendur í mótinu voru
alls 100 og meSal þeirra allir
færustu svigmenn Evrópu. ÞjóS-
verjinn Ludvig Litner sigraSi
bæSi í svigi og stórsvigi, en í
fyrra varS Litner 3. og 5. í þess-
um greinum á sama móti. Koin
hann því allmjög á óvart nú. í
svigkeppninn.i varS Eysteinn
ÞórSarson úr leik, en Kristinn
varS 27. í röSinni. I stórsviginu
varS Eysteinn 35. en Kristinn 36.,
en þar voru alls 100 keppendur
frá 15 löndum.
Brautirnar voru mjög svellaSar
og færi liart, en slydda var, er
mótiS fór fram.
Eysteinn Pórðarson í keppni. — Hann
varð úr leik í svigkeppninni í Sviss.
ecivrvawir aáJWV.’SKSiíOHP HL*” •'rry’agaayyga
og 35
pa um þessar mundir
í Evrópu.
Þeir tvímenningarnir keppa um
næstu helgi í Lauberhornmótinu í
Wengen í Austurríki, en síSasta
keppni þeirra verSur á Hahnen-
kamm-mótinu í Kitzbúlil 15.—17.
janúar næstkomandi. SíSan eru
þeir væntanlegir heim um 20. þ.
m., en sköinmu síSar verSur svo
lialdiS til Bandaríkjanna, en vetr-
arólympíuleikarnir fara aS þessu
sinni fram í Californíu.
I '
C. IF. Ceram:
Grafir og grónar rúslir.
Búkaforlag Odds Björnssonar, 1959.
IJetta er mikil bók og fögur, og
eins og nafniS bendir til fjallar
hún um fornleifarannsóknir, en
áSur hefir komiS úl lijá sama for-
lagi önnur bók um þaS efni eftir
sama höfund, og nefndist hún
„Fornar grafir og fræS,imenn“.
Höfundurinn, sem er miSaldra,
þýzkur blaSamaður, nú búsettur í
Jandaríkjunum, er svo hæverskur
íð skrifa undir dulnefni, og vit-
nn vér ekki hið rétta nafn hans.
Hitt fær engum dulizt, er blaðar í
hinni miklu bók, að þar fer athug-
ull maður og fróður um efni, enda
hefir liöfundurinn sjálfur tekiS
þátt í fornleifarannsóknum í Tyrk-
landi og e. t. v. víðar. Er hér m. a.
fjallað um uppgröft fornra borga
og mannvirkja í 4 heimsálfum,
rúnalestur og ráðningar myndlet-
urs o. fl. o. fl. Hér er raunar ekki
um samfellda frásögn að ræða,
heldur öllu fremur sjálfstæða
myndatexta, en myndir bókarinn-
ar eru 310, þ. á. m. 16 litmynda-
síður.
Bókinni fylgir tímatalsskrá í
sögu fornleifafræSinnar, skrá um
heimildir myndanna og nafna-
skrá. Myndirnar eru prentaðar í
Þýzkalandi, en að öðru leyti er
bókin unnin í Prentverki Odds
Björnssonar. BáSar bækur þessa
höfundar hefir sr. Björn 0.
Björnsson íslenzkað, og hafa bæði
þýðandi og útgefandi vandað til
verksins, svo að úr hefir orðið
e.in fegursta bókin í hópi liundr-
aðanna, sem gefnar voru út á sl..
ári.
Eimreiðin,
4. hefti 65. árs, minnist sextugs-
afinælis Einars 01. Sveinssonar
prófessors með ljóði eftir Hjört
Kristmundsson og grein eftir rit-
stjórann. Þá flytur hún sögu eftir
Elinborgu Lárusdóttur, tvær
IjóðaþýSingar eftir Ilelga Hálf-
dánarson, þátt af Jón.i Samsonar-
syni e. ritstjórann, bréf frá Stein-
grími Matthiassyni til Guðmund-
ar FriSjónssonar, niðurlag fram-
haldssögunnar Uppskeruhátíðin
og þætti sína um leiklist, mynd-
list, tónlist og bókmenntir auk
nokkurra smærri þátta.
-¥■
Uoiukirkjan ■ ViOaró^i
Dómkirkjan í Niðarósi er fræg-
asta Guðshús á Norðurlöndum.
Margir íslenzkir menn hafa litið
þar inn bæði fyrr og síðar og lot-
ið í lotning því, sem þar er að sjá.
Fáir þeirra munu þó hafa getað
gert sér grein fyrir því, hvílíkt
risafyrirtæki það er og þolinmæð-
isverk það hefir verið að byggja
kirkjuna frá því sem liún var, er
tekið var til að endurreisa liana
frá niðurlægingu og misjafnri að-
búð um aldir.
í haust eru liðin livorki meira
né minna en 90 ár — níutíu ár —
frá því að endurreisn kirkjunnar
hófst.
Margir frægir húsameistarar
liafa unnið' að endurreisn kirkj-
unnar og miklar deilur liafa
stundum staðið um verkið. Nú
eru þær lægðar, og dómkirkjan er
eitt af því, sem er hafið yfir allar
deilur, stjórnmál og fjárhagslegt
árferði. Alltaf er unnið seigt og
jafnt, sumir steinhöggvararnir,
sem nú vinna við kirkjuna, geta
sagt frá því, að feður þeirra og
afar liaíi líka unnið þar allan sinn
starfstíma. — Slíkir verkamenn
eru kirkjunnar menn, þeir heyra
henni til og hún þeim.
Stórþingið norska samþykkti
fyrst formlega að ( endurreisa
kirkjuna 1876. Þá hafði arkitekt
Schirmer unnið að því allt frá
1841 að mæla kirkjuna og rann-
saka. Sliirmer endurreisti fyrst og
lagfærði hina svokölluðu Maríu-
kapellu. Af honurn tók við arki-
tekt Christie. Hann tók við 1872,
og það er hann, sem framar öllum
öðrum lagði grundvöllinn að end-
urreisninni. Er Christie féll frá,
var efnt til samkeppni um endur-
reisn kirkjunnar. Hinn frægi
arkitekt Nordhagen sigraði í
þeirri samkeppni 1908 og hafði
endurreisn kirkjunnar á liendi til
1926 er hann féll frá. Þó miðaði
þá oft hægt áfram, meðal annars
af því, að deilur risu um grund-
vallarhugmyndina að hánni upp-
haflegu kirkju. Kunnur norskur
fræðimaður, Macody-Lund, kom
fram með þá kenningu, að kirkj-
an væri upphaflega byggð eftir
stærðfræðilegu lögmáli og ritaði
mikið verk um þessa kenningu
sína, lét gera teikningar til að
sanna liana o. s. frv. Kenningar
Macody-Lund náðu þó aldrei við-
urkenningu, en tillögur og hug-
rnyndir Nordhagens urðu heldur
ekki þær endanlegu tillögur um
fullnaðar-endurreisn kirkj unnar.
ÁriS 1929 sigraði arkitekt
Helge Thiss í samkeppni, sem þá
var efnt til um kirkjuna. ÁriS
1933 tók hann svo við yfirstjórn
endurbyggingarinnar eftir að
hafa stundað rannsóknir með það
fyrir augum bæði heima og er-
lendis. Helge Thiss hefir staðið
fyrir endurreisn kirkjunnar síð-
an og er enn aðalmaðurinn, en
vitanlega liefir hann liaft og hefir
úrvals-byggingameisturum á að
skipa með sér. Eftir 30 ára starf
við Niðarósdóminn er sagt, að
arkitekt Helge Tiss setji sér það
sem lokamark að ljúka við að
byggja að fullu hina frægu vest-
urhlið kirkjunnar — Vestfronten.
Er talið að það verði liinn mesti
viðburður í endurreisnarsögu
kirkjunnar, er vinnupallar verða
felldir og Vestfronten verður sjá-
anlegur í allri sinni dýrð. Samt er
ekki öllu lokið. Enn mun Dóm-
kirkjan í Niðarósi verða verkefni
frægustu byggingarlistamanna
Norðmanna um mörg ár og jafn-
vel áratugi, sem eitt af því sem
bindur norsku þjóðina bezt sam-
an, sem verkefni og lielgidómur.
Það er hverri þjóS gott að eiga
slík verkefni, sem enginn spyr um,
hvað kostar að framkvæma.
11. desember 1959.
Á. G. E.
Dómkirkjan í Niðarósi. Til hœgri á myndinni sjást umbúðirnar um austurgafl
kirkjunnar eins og þœr eru, meðan verið er að endurbyggja hann.