Íslendingur


Íslendingur - 19.02.1960, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.02.1960, Blaðsíða 1
RaímagDs- Mkölllllltuil Um síðustu helgi gerði hér norðangarð með nokkurri snjó- komu. A sunnudaginn tilkynnti Rafveita Akureyrar, að krap hlæðist í Laxá, svo að búast mætti við rafmagnsskömmtun. Hófst hún þá um kvöldið, og voru ein- stök hverfi í bænum rafmagnslaus 4—6 klst. samfleytt. Létti þessum ófögnuði af á þriðjudaginn. Margir bæjarbúar eru nú nokk- uð við því búnir að mæta þessari viðvarandi plágu, — rafmagns- truflununum — og hafa orðið sér úti um kosangashitunartæki, olíu- lampa o. fl. Varla hefir gætt meiri rafmagnstruflana en í vetur allt írá því að rafmagnið frá Laxá kom til nota hér um slóðir, þrátt fyrir óvenjulega milda tíð. -----X------ Muna vart betri Þorra Úr Bárðardal hafa blaðinu bor- izt þær fregnir, að þar muni elztu menn vart betri Þorra en nú. Þar í dalnum er nær snjólaust og fært um alla vegi. Skömmu fyrir hlák- una var farið í fjárleit inn á ör- æfi vegna kindaslóða, er þar höfðu sézt í síðustu haustleit, en hvorki þá né nú fundust kindur þær, er slóðirnar munu vera eftir. Það slys varð nýlega, að hús- freyjan á Bjarnarstöðum í Bárð- ardal, Friðrika Jónsdóttir, féll á hálku og handleggsbrotnaði. Var hún flutt í sjúkrahús Húsavíkur og líður sæmilega. Hún er rúm- lega fimmtug að aldri. Nokkur þingmál Stærsta og umdeildasta frum- varpið sem fram hefir komið á Alþingi nýlega auk fjárlaganna, er frumvarp ríkisstjórnarinnar um skipan efnahagsmála, og voru útvarpsumræður um það sl. mánu- dagskvöld. Af öðrum frumvörp- um nýlega fram komnum, má nefna: Frv. til laga um viðauka við lög nr. 94, 5. júní 1947 um framleiðsluráð landbúnaðar.ins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. íl. (stjórnarfrv.), frv. til laga um I Iögheimili (heilbrigðis- og félags- málanefnd), tillögur til þingsá- jlyktana: Um þjóðháttasögu ís- | lendinga, flytjendur sex Fram- sóknarþingmenn, um rannsókn á starfsgrundvelli samstarfsnefnda launþega og vinnuveitenda. innan einstakra fyrirtækja, flm. Pétur Sigurðsson, og um endurskoðun laga og reglugerða um fjarskipta- stöðvar í íslenzkum skipum, flm. Pétur Sigurðsson, Kjartan J. Jó- hannsson og Matthías Á. Matthie- Bridge: Srat Mihaels im mdstaratitílmn Síðastliðið þriðjudagskvöld lauk keppni meistaraflokks Bridge félags Akureyrar. Urslit í síðustu umferð: Mikael vann Halldór. Baldvin vann Oðin. Þórður vann Friðjón. Ragnar vann Margrétu. Stig hafa því orðið sem hér segir: 1. Sveit Mikaels Jónssonar 6 stig. 2. sveit Halldórs Helgasonar 6 stig, 3. sveit Ragnars Steinbergssonar 4x/2 stig, 4. sveit Baldvins Ólafs- sonar 3% stig, 5. sveit Þórðar Björnssonar 3^2 stig, 6. sveit Óð- ins Árnasonar 2 stig, 7. sveit Frið- jóns Karlssonar 1% stig, 8. sveit Margrétar Jónsdóttur 1 stig. Tvær síðasttöldu sveitirnar falla ofan í 1. flokk. Sigur Mikaels byggist á því, að hann vann leik- inn við Halldór, en annars voru sveitirnar jafnar að vinninga- fjölda, eins og talan ber með sér. Sveit Mikaels skipuðu auk hans: Baldur Árnason, Jóhann Gauti, Jónas Stefánsson, Sigurbjörn Bjarnason og Svavar Zóphónías- son, en með Halldóri voru Ár- mann Helgason, Björn Einarsson, Friðrik Hjaltalín og Jóhann Helgason. --------□--------- Svavar Guðmundsson fyrrv. bankastjóri látinn. Sl. þriðjudagsnótt varð Svavar Guðmundsson fyrrv. bankastjóri bráðkvaddur um borð í skipi á leið milli Danmerkur og Englands. Matthíasarfélagið á Akureyri vinnur nú að því að stofna minja- safn um þjóðskáldið Matthías Jochumsson í húsi þess, Sigurhœðum við Eyrarlandsveg. — Ljósm.: G. Ól. Lífcyriisjóður verzlunarmanna Nýja varðskipið Óðinn var statt hér í höfn fyrir síðustu helgi, og áttu þá bæjarbúar kost á að skoða þetta glœsilega skip. Hér sézt Óð- inn við Torfunefsbryggjuna. — Ljósm.: G. Ól. Þegar samið var um kaup og kjör verzlunarfólks árið 1955, var ákveðið að stofna Lífeyrissjóð verzlunarmanna og tók hann til starfa hinn 1. febrúar 1956. Þau félagasamtök, sem að stofnun sjóðsins stóðu, voru: Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur, fyrir hönd launþega, og Félag ísl. stórkaupmanna, Kaupmanna- samtök íslands og Verzlunarráð Islands af atvinnurekenda hálfu. Síðar gerðust svo Félag ísl. iðn- rekenda og Vinnuveitendasam- band íslands þátttakendur. Allt verzlunarfólk, sem starfar innan vébanda þessara félagsheilda, hef- ir því rétt til þátttöku í þessum sjóði. Með stofnun Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna má segja að þáttaskil verði í launamálum verzlunarfólks. Fram að þessu hafði stéttin í heild ekki átt þess kost að tryggja sig fyrir ýmsum óhöppum og heilsutjóni eða tryggja sér lífeyri að loknu ævi- starfi, en með stofnun Lífeyris- sjóðs Verzlunarmanna öðlast hún rétt til þátttöku í sjóði, sem veitir fullkomna eftirlaunatryggingu, ör- orkutryggingu og fjölskyldu- tryggingu. Vegna félagsþroska þeirra að- .ila, sem að sjóðnum standa, hefir hann eflzt svo sem vonir stóðu bezt til, og telur hann nú um 1000 meðlimi, sem vinna hjá um 300 fyrirtækj um. Viðgang hans má m. a. marka á því, að frá því í árslok 1956 til ársloka 1959 hefir hann aukizt úr 1.673.265.24 kr. í 16.403.701.21 kr. Tryggingakerfi sjóðsins er fjór- þætt: í fyrsta lagi veitir sjóðurinn eftirlaun allt að 60% miðað við meðallaun síðustu 10 áranna, er viðkomandi tekur laun, í öðru lagi makalífeyri allt að 40% eftir sömu reglu, ef sjóðfélagi fellur frá, í þriðja lagi barnalífeyri til 16 ára aldurs, ef sjóðfélag.i and- ast eða verður öryrki og loks ör- orkulífeyri, ef sjóðfélagi verður ófær til að gegna störfum að öllu eða einhverju leyti. Þannig er tryggingu lífeyrissjóðsins háttað, að sjóðfélaginn tekur ekki á sig neina áhættu með iðgjöldum sín- um, þó hann hætti verzlunarstörf- um og þurfi þar af leiðandi að hætta í sjóðnum. Er honum þá endurgreitt allt það fé, sem hann hefir lagt í sjóðinn, ósamt vöxt- um. Fram til þessa hefir um 150 sjóðfélögum verið veitt lán og nema þau samtals á 10. milljón króna. Hámarkslán til hvers ein- staks félaga hafa verið 75.000.00 kr. og veð tekin í fasteignum þeirra samkvæmt fyrirmælum í reglugerð. Lán þessi hafa ver.ið veitt til 10 ára. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna skipa: Hjörtur Jónsson formaður, Guðmundur Árnason varaformaður, Barði Friðriksson, Gunnlaugur J. Briem og Guðjón Einarsson. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Ingvar N. Pálsson. Er skrifstofa sjóðsins á Vesturgötu 2 Reykj avík. Það má segja, að vel hafi tekizt til um stofnun þessa sjóðs og við- gang hans það sem af er. Utan hans standa þó enn margir verzl- unarmenn og mörg fyrirtæki, sem í honum ættu að vera, og er það von þeirra, sem um félagsmál og afkomu verzlunarmannastéttarinn- ar hugsa, að sérhver verzlunar- maður sjái sem fyrst, hve mikilla hagsmuna hann á hér að gæta og að fyrirtækin, sem utan sjóðsins standa ennþá, geri sér ljóst, að þau eru líka að tryggja hag sinn, þegar þau stuðla að því, að starfs- menn þeirra gerist aðilar að Líf- eyrissjóði verzlunarmanna. Leiðrétling um neíndir Vegna rangra upplýsinga, sem blaðið fékk af síðasta bæjarstjórn arfundi urðu villur í frétt um nefndakjör í síðasta blaði, og birt- ist það hér leiðrétt: Rafveitustjórn: Albert Sölva- son, Arnþór Þorsteinsson, Árni Jónsson, Guðnmndur Snorrason og Sverrir Ragnars. Kjörskrárnefnd: Erlingur Da- víðsson, Jón G. Sólnes og Magnús E. Guðjónsson. Kjörstjórn: Hallur S.igurbjörns son, Jóhannes Jósefsson, Sigurð- ur Ringsted.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.