Íslendingur - 19.02.1960, Síða 4
Menntaskólinn:
Eítirlitsmaðurinn
ejtir NIKOLAI GOGOL.
Leikstjóri Karl Guömundsson
Síðastliðið sunnudagskvöld
írumsýndi Leikfélag Menntaskól-
ans Eftirlitsmanninn eftir Nikolaj
Gogol, rússneskt 19. aldar skáld,
sem kunnur er fyrir skop sitt og
beiska ádeilu. Hér beinir hann
brandi sínum að embættismanna-
stéttinni og siðspillingu hennar,
og er Eftirlitsmaðurinn meðal
kunnustu og beztu verka hans.
Leikfélag Menntaskólans hefir
undanfarin ár sýnt ágæta gaman-
leiki við almenna aðdáun og við-
urkenningu, og enn hefir prýði-
lega til tekizt, enda þótt skammur
tími væri til æfinga og sumir leik-
endanna óvanir með öllu. Hefir
leikstj óranum, Karli Guðmunds-
syni, prýðilega tekizt að þjálfa
krafta og hæfileika hinna ungu
leikenda við viðfangsefni sitt. A
hann sérstakar þakkir skilið fyrir
ágætt starf.
Leikendur eru alls liðlega tutt-
ugu, og verður hér lítillega getið
meðferðar helztu hlutverka.
Aðra aðalpersónu leiksins,
borgarstj órann leikur Jón Sig'
urðsson. Hann hefir áður komið
hér á sviðið og sýnt ótvíræða
hæfileika, og svo er enn. Hann
fer prýðilega með hið mikla og
vandasama hlutverk sitt, þó æska
hans að sjálfsögðu valdi því, að
persónan verður naumast nógu
sannferðug. Hreyfingar og tal er
hvorttveggja með ágætum, og í
leikslok færist hann svo í aukana,
að um veruleg tilþrif er að ræða.
Með hitt höfuðhlutverkið, eftir-
litsmanninn, fer Pétur Einarsson.
Hann lék einnig í skólaleiknum í
fyrra, en fer nú með meira og
vandasamara hlutverk og hefir
vissulega vaxið með vandanum.
Gervið er ágætt, og tekst honum
ágætlega að túlka spj átrunginn,
kvennagosann og hrekkjalóminn.
í hlutverki þjóns hans er Karl
Grönwold. Fer hann svo eðlilega
með þetta litla hlutverk, að óvíst
er, að aðrir geri betur. Mun hann
þó með öllu óvanur á leiksviði.
Iðunn Steinsdóttir og Aðal-
björg Jónsdóttir duga vel í gervi I vetrarfásinni og rafmagnsleysi.
Föstudagur 19. febrúar 1960
Sviplegt sljs
Það sviplega slys varð síðast-
liðna sunnudagsnótt í Lóni að af-
loknu Þorrablóti bæjarstarfs-
manna og starfsmanna Lands-
hankans, að Stefán Aðalsteinsson
múrarameistari Munkaþverárstr.
20 féll þar úr stiga og hlaut svo
mikið höfuðhögg, að hann lézt á
leiðinni í sjúkrahúsið. Stefán
heitinn var algáður, er þetta
hörmulega slys varð, enda hinn
mesti reglumaður. Hann var 52
Sviðmynd úr Eftirlitsmanninum.
ára gamall og liafði verið búsett-
ur hér í bæ frá ungum aldri, vel
kynntur borgari og samvizkusam-
ur í störfum. Hann lætur eftir sig
konu og 4 hörn.
------X-------
borgarstjórafrúar og dóttur, en í
kvenhlutverkum vakti þó Kristín
Halldórsson einna rríesta athygli
fyrir tilþr.ifamikinn leik í mjög
smáu lilutverki. Skemmtilegir eru
Guðmundur Sigurðsson og Gunn-
ar Sólnes í hlutverkum jarðeig-
endanna, og þá ekki síður Þorleij-
ur Pálsson héraðsdómari. Einkum
var svipbrigðaleikur hans snjall.
Hinir embættismennirnir vöktu
einnig mikla kátínu, en Þorsteinn
Geirsson yfirdreif þó til lýta í hlut
verki heilbrigðisfulltrúa. Þar
hefði leikstjóri þurft að hafa harð
ari hemil á. Aðrir, sem með minni
hlutverk fóru, áttu sinn þátt í því,
hve heildarsvipur sýningarinnar
var góður.
Leikendur allir kunnu hlutverk-
in prýðilega, hraði var góður og
engar lægðir, og er það ánægju-
efni hversu skólasýningarnar hafa
tekizt vel ár eftir ár. Nemendurn-
ir, sem leggja á sig mikið erfiði
og amstur, samfara námi sínu,
eiga skilið þakkir og sigurlaun.
Leiksýning þeirra er öllum bæjar-
búum kærkomin upplyfting í
Úr S-Húnnvntnssýslu
Baa
Blönduósi 8. febr. 1960.
TAMNINGASTÖÐ.
Um miðjan október 1959 byrj-
aði hestamannafélagið Neisti að
byggja tamningastöð hér á staðn-
um, og er þeirri bygg.ingu nú lok-
ið, nema eftir er að -ganga frá
henni að utan. Stöðin tók til starfa
1. þ.m. Við hana starfa tveir tamn-
ingamenn, og þar er pláss fyrir 22
hesta í einu, og fá þeir sex vikna
þjálfun. Fullskipað er á fyrsta
námskeiðið.
FISKVEIÐAR.
Gæftir hafa verið góðar
Skagaströnd það sem af er ársins,
en afli fremur rýr. En eigendur
báta þeirra, sem þar eru gerðir út,
þurfa engu að kvíða, þó halli
verði á útgerðinni. Ríkið sér um
það.
HJÓNAEFNI.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Ingibjörg Jósefsdótt-
ir Torfastöðum í Bólstaðarhlíðar-
hreppi og Ævar Þorsteinsson
Enni Engihlíðarhreppi.
TÍÐARFAR.
Hér hefir verið framúrskarandi
góð tíð síðustu vikurnar, næstum
ekki komið snjór og óvenjulega
margir logndagar. Um síðustu
helgi fór svo mikill vöxtur í
Blöndu, að elztu menn muna ekki
eftir slíku, og urðu af því miklar
skemmdir. Langadalsvegur eyði-
lagðist á fleiri stöðum, símastaur-
a ar brotnuðu þar í dalnum, og á
mörg tún hefir borizt grjót og
sandur, sem erfitt mun verða að
breinsa burtu og hætt við, að af
þeim fáist færri töðuhestar en
vanalega næstu 1—2 árin.
Happdrættisbifreið DAS til Akureyrar.
Sjöundi bíllinn, sem komið hejir á miða í Akureyrarumboði DAS, 10. flokki, á 6. happdrœtlis-
árinu, afhentur eiganda sínum, Skúla Magnússyni kennara, Þórunnarstrœti 104. Við bílinn stendur hinn
heppni vinnandi ásamt jjölskyldu sinni. Myndin tekin við heimili Skúla við afhendingu bílsins. —
Gerð bílsins er Vauxhall-Victor 1960. — Ljósm.: E. Sigurgeirsson,
DÁNARDÆGUR.
Látinn er á Héraðshælinu þann
4. þ. m. Páll Hannesson fyrrver-
andi bóndi á Guðlaugsstöðum 90
ára og einum mánuði betur að
aldri. Hann bjó í 40 ár á Guð-
laugsstöðum og var einn af mestu
búhöldum Húnaþings á sinni tíð
og framúrskarandi vinsæll. — Á
Guðlaugsstöðum hefir sama ættin
búið síðan 1780. Guðlaugsstaða-
menn hafa verið búhöldar mann
fram af manni, ávallt verið taldir
meðal ágætismanna húnvetnskrar
bændastéttar og forystumenn um
ýmis búnaðar- og menn.ingarmál.
Nú býr á Guðlaugsstöðum Guð-
mundur Pálsson Ilannessonar og
kona hans Ásgerður Helgadóttir,
ættuð af Jökuldal. Við komu
hennar í Guðlaugsstaði hafa Hún-
vetningar orðið einni ágætiskonu
ríkari.
G. J.
-------□--------
Togararnir. Kaldbakur landaði hér
sl. mánudag 92 tonnum og Sléttbakur í
gær ca. 120 tonnum. Mestur var aflinn
þorskur, er fór að verulegu leyti í lirað-
frystingu en nokkuð í skreið.
500 eðo 1300 milljónir.
„Bóndasonur" skrifar í Tímann i
vikunni sem leið mikinn rciðilestur
yfir því, að núvcrandi rikisstjórn
skuli hafa framkvæmt það, sem
Framsókn langaði til að gera i vinstri
stjórninni, en fékk ekki róðið fyrir
kommúnistum, þ. e. að skró gengi ís-
lenzkrar krónu eins og það reynist.
Þetta telur „bóndasonur" höfuð-
glæp, en sýnir jafnframt ótrúlega
vcnþekkingu i ofsa sínum, eins og
þoð t. d. að „aldrað fólk" missi „sinn
smónarlcga lifeyri að hólfu". Það
skal jótað, enda oft haldið fram hér í
blaðinu, að hlutur gamla fólksins og
öryrkjanna hefir verið rýrari en allra
annarra í verðbólgukapphlaupinu, en
það er einmitt þess vegna, sem rikis-
stjórnin ætlar þeim i tillögum sínum
fullan hlut, þótt aðrir verði að fórna
um 3 % af lifskjörum sinum.
Þó er það athyglisvert, að eftir að
Eysteinn Jónsson og aðrir forvigis-
menn í liði Framsóknar telja nýjar á-
lögur ó þjóðina ncma 1300 milljón-
um, kemst bóndasonurinn ekki ncma
upp í 500 milljónir. Þarna munar ein-
um skitnum 800 milljónum, og verð-
ur ekki annað sagt en nokkuð beri i
milli.
„Misferli eins manns".
Helgi Benediktsson hótcleigandi,
kaupmaður og útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum gefur út bæjarmóla-
blað, sem nefnist Framsókn. Nýlcga
vikur hann þar að móli Olíufélagsins
h.f. og lítur ó það sinum augum. Um
mól þetta segir hann svo:
„Því miður er það ekkert nýtt
fyrirbæri, að ólónssamir starfs-
menn félaga og stofnana misnoti
trúnað sinn og dragi sér fé, en
slikt er ekki eðlilegt órósarefni ó
viðkomondi félag, sem fyrir fjór-
tjóninu verður hverju sinni — .—"
— — „Misferli eins manns er
ekkert tilefni fordæmingar heils
félagsskapor eða persónulcgra ó-
rósa ó cinstaka menn, þótt þeir
hafi einhvern tíma verið í forsvari
fyrir félagið eins og Vilhjólmur
Þór i þessu vilfelli."
Um þctta er þoð eitt að segja, að
lögin mæla svo fyrir, oð formaður
stjórnar hlutafélags sé óbyrgur fyrir
mistökum, sem unnin eru i stjórnar-
tíð hans, og er þó ekki spurt um, hvort
mistökin hofo orðið með róði hons
eða honum óvitandi.
Hitt er svo annað mól, sem ekki
hefir komið from ennþó i skýrslum
rannsóknarmanna eða blaðaskrifum,
að „misferli" það, sem komið hefir í
Ijós hjó Olíufélaginu, verði til oð
valda þvi „fjórtjóni", sem annar að-
ili ber óbyrgð ó. Og að lestri loknum
verður manni ó að undrast það, að
ritstjóri Framsóknar skyldi ekki vera
valinn í sæti dómsmólaróðherra, þeg-
ar flokkurinn ótti róð ó því cmbætti.