Íslendingur


Íslendingur - 29.04.1960, Blaðsíða 7

Íslendingur - 29.04.1960, Blaðsíða 7
Föstudagur 29, apríl 1960 SLENDINGUtt 7 il Aknreyrar Á sameiginlegum fundi Sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri fyrra mánudag lauk Jónas G. Rafnar ræðu sinni með yfirliti um fjár- veitingar Alþingis til Akureyrar og mælti á þessa leiS: Eg vil nú í stuttu máli víkja aS fjárveitingum til Akureyrar. Til byggingar fjórðungssjúkra- hússins eru nú á fjárlögum veittar kr. 285 þús., og mun þá taliS, aS ríkissjóSur hafi greitt sinn hluta, eins og lög standa til. MeS öllum búnaSi mun sjúkra- húsiS hafa kostað um 12 milljónir króna. ÞaS var sannarlega mikið happ fyrir Norðlendinga, að á sínum tíma skyldi hafa verið ráðist í hyggingu fj órSungssj úkraliússins — og af þeim stórhug, sem raun ber vitni. Rekstursafkoma sjúkrahússins hefir verið góð, — og er það ekki hvað sízt því að þakka, að með lögum 1953 fengust úr ríkissjóði kr. 20.00 styrkur fyrir hvern legu- dag, en þann styrk fá þau sjúkra- hús, sem geta tekið á móti yfir 100 sjúklingum, og starfrækja bæði lyf- og handlækningadeild. — Greiðslur ríkisins til sjúkrahús- anna (rekstrarstyrkir) eru nú samtals áætlaðir 3.8 millj. kr. . I fyrra var fjárveiting til sjúkrahússins 200 þús., svo hækk- unin er 85 þús. kr. Á fjárlögum er Akureyrarhöfn ætlaður kr. 300 þús., en var í fyrra kr. 400 þús. Lækkun er því um kr. 100 þús. Hins vegar fær dráttarbrautin nú kr. 500 þús. í stað kr. 100 þús. í fyrra, þannig að framlagið til hafnarmálanna í heild hækkar um kr. 300 þús. Eins og mönnum er kunnugt hefir vitamálastjórnin látiS vinna að undanförnu að undirbúningi dráttarbrautarmálsins, og munu allar áætlanir og væntanlega út- boðslýsingar liggja fyrir á næst- unni. Á þessu stigi er varlegast að nefna enga tölu um væntanlegan byggingarkostnað, en leitast hefir verið við að flýta öllum undirbún- ingi eftir föngum. Fyrir skömmu síðan ræddi hafnarnefnd við ráðherra hafnar- mála, en samþykki ráðuneytisins þarf fyrir öllum framkvæmdum, svo þær verSi styrkhæfar samkv. hafnarlögum. I fyrrasumar fékk Akureyrar- höfn 2 millj. kr. lán af lánsfé, unni, en síðustu árin hefir skóla- skyldum börnum fjölgaS það mikið, að ekki varð hjá því kom- ist að ráðast í nýja byggingu. — Sjálfsagt þótti að hún kæmi á Oddeyrinni. Oddeyrarskólinn, það er að segja 1. áfangi hans, var áætlaður að myndi kosta um 1.8 millj. kr., en kostnaður mun hafa reynzt tæpar 2.5 millj. kr. Lögin gera ráð fyrir því, að ríkissjóðsframlagið, sem er helmingur, greiðist upp á fimm árum. I fyrra fékk skólinn upp í þetta framlag kr. 162 þús. en nú kr. 400 þús. Þá voru veittar kr. 200 þús. til nýbyggingar (2. áfangi) við Odd- eyrarskólann, sem ekki má drag- ast aS koma upp, ef halda á í horf- inu. SíSan hefir okkur verið sagt, að vísan „Ei skal dylja þessa þig“ sé eftir Þórarin Jónsson frá Blöndu- ósi (bróður Þorleifs Jónssonar, s.st., sem var góður hagyrðingur). Þá hefir okkur veriS sagt, aS 6. vísan muni vera eítir Gunnlaug Björnsson kennara á Hólum, en fyrri hluti hennar sé þannig: Aumt er ]iað', hve ýmsir menn una gömlum vana. (Grænlendingar eru enn undirlægjur Dana), og sé tilefnið það, að í herbergi því aS Hólum, er nefnt var Græn- land, bjuggu stúlkur, er álitið var að ættu vingott við danskan mann, sem þar var í vist eða að námi. Jónas G. Rafnar alþm. sem fékkst til hafnagerða í land- inu hjá Efnahagsstofnuninni í Washington. Er það fé að sjálf- sögðu enn ónotað, en kemur í góðar þarfir síðar. Á fjárlögum í fyrra voru veitt- ar kr. 825 þús. til Akureyrarflug- vallar, en samgöngumálaráðuneyt- ið heimilaSi síSar 500 þús. kr. viðbótarframlag til framkvæmda. Til ráðstöfunar voru þannig 1.325 millj. BókfærS fjárfesting varð 1.813 millj. og umframgreiðsla þannig 488 þús. kr. , Samkomulag náðist nú um það við ríkisstjórnina, að allar um- framgreiðslur flugmálanna skyldu bókfærast inn á síSastliSiS ár, þannig að hægt væri að byrja þetta ár meS hreint borð. Á fjár- lögum í ár eru ætlaðar til flug- vallarins kr. 900 þús., og verður því unnt að nota alla þá upphæð til framkvæmda á árinu. VerSur þessu fé varið til flugstöðvar- byggingarinnar að mestu leyti. Má segja, að vel sé unandi viS hlut Akureyrarflugvallar, enda hin mesta nauðsyn á því að Ijúka þeim framkvæmdum, sem byrjað hefir verið á. Þá eru skólabyggingarnar. Bygging nýrra skólahúsa, til þess að fullnægja sívaxandi þörf, hefir verið eitt af mest aðkallandi verkefnum sveitarfélaganna. Ak- ureyringar gerðu stórt átak, er þeir reistu barnaskólann á Brekk- Gagnfrœðaskólinn fékk upp í áfallinn kostnað kr. 118 þús. en hafði í fyrra 122 þús. Þá voru veittar kr. 100 þús. til nýbygging- ar við skólann. 1 fjárlögum voru nú í fyrsta sinn veittar kr. 100 þús. til iðn- skóiabyggingar á Akureyri. Þótt Akureyri sé annar stærsti iðnaðar- bær landsins, og sennilega sá mesti miðað við íbúatölu, hefir iðnskólinn verið á hrakhólum með húsnæði. Er nú í ráði að bæta úr því með byggingu, sem allir munu telja sjálfsagt. Fjárveitingar til ýmisskonar fé- lagsstarfsemi í bænum eru: Náttúrugripasaf n Tónlistarskólinn LúSrasveitin Matthíasarsafn kr. 30 þús. — 40 — — 20 — — 40 — Fékk 1 þús. kr. hækkun. KvenfélagiS Hlíf — 25 — Nýr byggingarstyrkur Sjálfsbjörg — 75 — Nýr byggingarstyrkur Barnaverndunarfél. — 40 — Byggingarst., 20 þús. kr. hækkun. Þá fengust kr.. 300 þús. til byggingar heimavistar Mennta- skólans, en til hennar voru veittar kr. 100 þús. í fyrra. í 22. gr. fjárlaganna er heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að á- byrgjast allt að 50 millj. kr. lán til byggingar fiskvinnnslustöðva, þó ekki yfir 60% af áætluSu kostn aðarverði. Samskonar heimild hefir verið til áður, og UtgerSar- félagið notið góðs af. Verði hér reist niðursuðuverksmiðja kæmi hún til með að geta notað sér að einhverju leyti þessa heimild. Þá er þar einnig heimild til þess að ábyrgjast allt að 10 millj. kr. lán fyrir skipasmíðastöðvar til bátasmíða innan lands. Getur það orðið veruleg aðstoð fyrir þá at- vinnugrein hér í bænum, sem von- andi á sér mikla framtíð. Einnig er í 22. gr. heimild til þess að ábyrgjast allt að 500 þús. kr. lán fyrir síldarverksmiðjuna í Krossanesi og IJjalteyri vegna leigu á skipum til síldarflutninga frá fjarlægum síldarmiðum. Veitt er ein millj. kr. til kaupa á jarðbor fyrir Norðurland og 2 millj. til reksturs hans. Er þess vonandi ekki langt aS bíSa, að gengið verði úr skugga um það, hvort ekki muni vera liægt að fá nægilegt heitt vatn hér í nágrenn- inu, en verði ráðist í einhverjar framkvæmdir í því skyni, kemur bærinn til þess að njóta góðs af þessum kaupum. Úr skákheiminum Krisf-inn Jónsson skókmeistari Akureyrar. | Skákmóti Akureyrar lauk um sumarmálin. — í meistaraflokki 1 voru' keppendur 12, og sigraði Kristinn Jónsson meS 9% vinn- ingi og varð þar með skákmeist- 1 ari Akureyrar 1960. Júlíus Boga- json hlaut 8% vinning og Jóhann Snorrason 8. — í I. flokki sigraði ' Óli Ragnarsson. Hlaut hann 5 1 vinninga. Freysteinn Éslandsmeistari. Um sama leyti lauk Skákþingi íslands. Var teflt þar í landsliðs- flokki og meistaraflokki. í lands- i liðsflokki sigraði Freysteinn Þor- I I)ergsson með 6% vinning af 8 tefldum skákum. GuSmundur Pálmason hlaut 6 vinninga. Frey- steinn er því Skákmeistari íslands að þessu sinni. Jafnframt fór frarn í lok þingsins Hraðskákmót Is- lands. Islandsmeistari í þeirri grein varð Ingvar Ásmundsson. Friðrik í Argentínu. Þá er nýlokið skákmóti í Arg- entínu, þar sem FriSrik Ólafsson var meðal þátttakenda. VarS hann 4. í röðinni af 16 þátttakendum með 10% vinning. Hærri urðu meistararnir Fischer og Spasskí með 13% vinning hvor og Bron- stein með 11% vinning. Heimsmeistarakeppni í skák stendur nú ~yfir milli Botvinniks heimsmeistara og Tals hins rúss- neska, og hefir Tal betur sem stendur eða 10:7 vinninga.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.