Íslendingur


Íslendingur - 23.09.1960, Page 2

Íslendingur - 23.09.1960, Page 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 23. september 1960 íþróttir íslandsmót í róðri. fór fram hér á Akureyri um sl. helgi. Var þátttaka í því slæleg, og kepptu aðeins tvær sveitir frá Róðrarklúbbi Æ. F. A. K., karla- sveit og drengjasveit. Keppt var í 3 vegalengdum: 2000, 1000 og 500 metrum, og vann karlasveitin á þeim öllum, 2000 metrana á 7:24.3 mín., 1000 m. á 4:50.3 mín. og 500 m. á 2:25.9 mín. Tími drengjasveitar- innar var 7:39.6, 5:01.6 og 2:45.2 mín. Karlasveitin vann til eignar bikar, er Olíuverzlun íslands hf. gaf til keppni í 2 þús. m. róðri og heldur íslandsmeistaratitlinum.— Þessir menn skipa sveitina: Gísli Lórenzson stýrim., Knút- ur Valmundsson, Jón Gíslason, Róbert Arngrímsson og Stefán Árnason. Mótstjóri var Hermann Sig- tryggsson. Þrátt fyrir frábærlega gott veður á sunnudaginn, var fátt áhorfenda, enda var mótið slælega auglýst. Unnu í Álasundi. Knattspyrnuflokkur ÍBA, sem fór í vinabæjaheimsókn til Nor- egs og Danmerkur í síðustu viku, keppti sl. sunnudag við knatt- spyrnulið Álasundsbæjar. Vann ÍBA leikinn með 5 mörkum gegn einu. Sigur í írlandi. íslenzka landsliðið, sem tapaði landsleiknum við íra í Dyflinni á dögunum, lék síðar við atvinnu- mannalið í borginni Cork á ír- landi og vann með 4:2. Hafa ís- Iendingar því í báðum leikjunum gert 5 mörk gegn 4 og mega þar vel við una, þótt landsleikurinn ynnist ekki. Norrænu sundkeppninni lauk 15. þ. m. Höfðu þá 32—34 þús. manns synt 200 metrana hér á landi. Hér á Akureyri glæddist aðsókn að keppninni nokkuð síð- ustu dagana, og syntu um 2 þús. manns. I síðustu keppni 1508. VSLHJÁLMUR 6. í þrístökkskeppninni á Olym- píuleikunum í Róm náði Vilhjálm- ur Einarsson aðeins 6. sæti, og stökk þó yfir fyrra Olympíumeti, 16.37. En algengt var, að 2—3 fyrstu menn hnekktu fyrra Olym- píumeti og jafnvel enn fleiri, svo sem í þrístökkinu. Olympíumeist- arinn da Silva hafnaði í 14. sæti. Akureyrarmet í Gautaborg. Á íþróttamóti í Gautaborg sl. sunnudag setti Guðmundur Þor- steinsson nýtt Akureyrarmet í 800 m. hlaupi á 1 mín. 52.0 sek. Á sama móti setti Sig. Björns- son KR íslandsmet í 400 m. grindahlaupi á 54.6 sek. Sumarmót í Bridge. var haldið dagana 2.—4. septem- ber í Bifröst. Þátttaka var gríðar- lega mikil, en eðlilega mest frá Reykjavík og nágrenni. Af Norð- urlandi mættu 17 menn, 10 frá Siglufirði og 7 frá Akureyri. Keppt var með þrenns konar móti. Einmenningskeppni var spiluð á föstudagskvöld í fimm riðlum, og sigraði þar Karl Sig- fússon Akureyri með talsverðum yfirburðum. Á laugardag var spiluð tví- menningskeppni. í henni báru sigur úr býtum Akureyringamir Vilhjálmur Aðalsteinsson og Þór- ir Leifsson, sem nú eru báðir bú- settir í Reykjavík. Á sunnudag fór fram sveitakeppni með hrað- keppnisformi, alls 19 sveitir, sem spiluðu allar við allar. — Einnig þar báru Akureyringar sigur úr býtum. Sveitin var skipuð þeim Angantý Jóhannssyni Hauganesi, Ármanni Helgasyni, Jóhanni Helgasyni og Karli Sigfússyni. Á laugardagskvöld var kvöldvaka með verðlaunaafhendingu og dansi, og voru norðanmenn ágeng- astir við verðlaunapalla. Chevrolet ’55 (Orginal Station) lítið keyrður, til sölu, með tækifærisverði, ef samið er strax. Uppl. í síma 1094. EIKARTUNNUR (hálftunnur) undan ávaxta- safa, til sölu. Efnagerð Akureyrar h.f., Hafnarstræti 19, Sími 1485. margar stærðir. Verzlunin Eyjafjörður K.f. Btjhitunnur % og V2 tunnur. Hentugar fyrir kjöt og slátur. Verzlunin Eyjafjörður h.f. NÝKOMIÐ Rúskinns moccasíur karlm., svartar og brúnar Kveninniskór með svampsóla Leður- og plasttöfflur ýmsar gerðir Með gamla verðinu. Barna- og unglingaskór nr. 26—39. Hvannbergsbræður Peysur Pils Pilsefni, ullar Kjólefni, ullar. Mikið af nýjum vörum. Markaðurinn Geislagötu 5. — Sími 1261. Htisgagnaverzl. KJARNI h. f. auglýsir: löfum á boðstólum alls konar húsgögn, svo sem: Svefnherbergishúsgögn Borðstofuhúsgögn Dagstofuhúsgögn Skópar, margar gerðir Skrifborð, 5 gerðir Eldhúsborð og kollar margar gerðir Sófaborð, mikið úrval Armstólar, stakir Standlampar Kommóður Rúmfataskópar Nóttborð (stök) Spilaborð Símaborð Utvarpsborð Strauborð Barnarúm Hinar vinsælu vegghillur og skópar o. m. o. m. fl. Seljum ofangreindar vörur á sama verði og fyrir áramót að viðbættum 3% söluskatti. Seljum gegn afborgun- um. Sendum gegn eftir- kröfu hvert ó land sem er. — Símið, komið, kaupið. HÚ SGAGN AVERZL. KJARNI h. I. Skipagötu 13 — Akureyri Sími 2043 fást hjá okkur. Fjölbreytt úrval, hagstætt verð. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.