Íslendingur


Íslendingur - 23.09.1960, Blaðsíða 6

Íslendingur - 23.09.1960, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Föstudagur 23. september 1960 talið mig vera. Ég hefi verið í Kaupfélagi Þingeyinga frá því um fermingu, að undanskildum 2—3 árum? — Var einhver ástæða fyrir því, að þú fórst úr K. Þ. þessi 2—3 ár? — Víst má segja það. Á kreppuárunum, er mjög seig á ógæfuhlið fyrir K. Þ. og við- skiptamönnum þess, þótti mér ekki sem bezt haldið á spilunum. — Þú hefir kannske verið hræddur um eignir þínar þar? — Því svara ég neitandi, en ég vildi, að hér yrði spyrnt við fót- um, breytt um verzlunarrekstur, svo að K. Þ. ynni sér aftur það traust og álit, er það áður hafði og á að hafa á hverjum tíma. Svo illa var þá komið, að K. Þ. gat ekki skaffað mönnum brýnustu nauðsynjar, þó menn ættu stórfé á þess vegum. Samvinnufélag þarf að reka með þeim glæsibrag, að viðskipti við það sé öllum aug- ljós hagur. — Þú ert svona mikill sam- vinnumaður. — Ég tel mig vandari að virð- ingu samvinnufélaganna en mér virðast margir þeir, sem hærra hrópa. — Hvernig lentir þú svo aftur í K. Þ. og jafnvel í stjórn þess? — Það er nú skrítin saga. Þrátt fyrir mitt liðhlaup, sem áð- ur greinir, fóru svo Ieikar vetur- inn 1937, að mjög var eftir mér gengið af viðskiptamönnum K.Þ. í uppsveitum Þingeyjarsýslu o.fl. að hverfa aftur til K. Þ. með það fyrir augum að setja mig í stjóm þess, sem svo var gert á aðal- fundi þess. í stjórn K. Þ. var ég svo í 7 ár, eða þar til ég fluttist úr héraði og tók við bústjóm á tilraunabúinu að Hesti í Borgar- firði. Neikvæður órangur. — Hvað áttir þú að gera þar? — Það var nú ekki lítið. Hall- dór Pálsson ráðunautur gekkst fyrir stofnun þess bús, en tilgang- ur þess var að rækta fjárstofn, er reynast kynni lítt næmur fyrir mæðiveikinni. — Hvernig datt Halldór ofan á þig? Yoru ekki nógir spreng- lærðir búfræðikandídatar til svona starfa? — Það er von þú spyrjir. Þannig spurði ég Halldór, er hann hreyfði þessu fyrst við mig. En líklega hefir sú ástæða til þess leg- ið, að ég hafði um 7 ára skeið notið styrks frá Búnaðarfélagi ís- lands fyrir að reka sauðfj árrækt- arbú að Grænavatni, er þá hafði notið þess álits, að einhver oftrú hefir verið lögð á mig. — Var þér létt um að hverfa frá búskap þínum á Grænavatni? — Nei, þaðan hefði ég aldrei farið lifandi, ef mæðiveikin hefði ekki verið búin að láta greipar sópa um sauðfé mitt. — Hvaða árangri náðuð þið þarna á Hesti? — Hann var mjög neikvæður og vera mín þar aðeins 3 ár. Þá var mér orðið það ljóst, að þetta var tilgangslaust starf, því að mæðiveikin hafði alltaf betur en við Halldór Pálsson. En nú er viðhorfið annað: að fást við að rækta heilbrigðan fjárstofn. — Hvernig féll þér við Borg- firðinga? — Að ýmsu leyti vel, en þó | fannst mér félagsmálaþroska þeirra ábótavant. Einnig átti tíð- arfarið ekki við mitt geð. — Hvað tókstu þá næst fyrir? — Ég réðist til skrifstofustarfa hjá Mjólkursamlagi K. Þ., er þá var að rísa á legg, og fluttist til Húsavíkur 1. júní 1947 og hef unnið hér síðan. — Nægir þér 7—8 stunda vinnudagur? — Varla sýnist svo vera, því þrátt fyrir það, að ég var ákveð- inn í, er ég fluttist hingað, að fara ekki að fást við sauðfjárbú- skap, á ég nú 140 hausa á fjalli, og þykir víst sumum nóg. Ekki furða, þótt undan svíði. — Hefir þú ekki haft ákveðnar skoðanir á stjórnmálum? — Þar hefi ég lítið komið við sögu en oftast tekið ákveðna af- stöðu til þeirra mála, er á dagskrá hafa verið. — Hvernig lízt þér á viðreisn- artilraunir ríkisstjórnarinnar? — Á þær ætla ég engan dóm að leggja en sýna biðlund og sjá, hvað setur. Tel ekki von, að á- rangur sjáist enn. Álít, að svo illa hafi málum verið komið, að eng- an þurfi að undra, þótt undan svíði. Ég virði viðleitni ríkis- stjórnarinnar, að þora að ganga röggsamlega að verki, og efa ekki, að mest af því, sem hún gerir, sé spor í rétta átt, og ósæmilegt, að hinir ábyrgðarlausu flokkar, er rufu vinstri stjórn fyrirvaralaust, láti hana ekki hafa vinnufrið. — Finnst þér ekki Framsókn komin út af sporinu? (rd BdnHKkílom Aknreyrar Skólarnir verða settir laugardaginn 1. október klukkan 2 síðdegis. Barnaskóli Akureyrar verður settur í kirkjunni. — Börnin mæti við skólann kl. 1.45. Setning Glerárskólans verður auglýst síðar. Skólaskyld börn, sem flutt hafa til bæjarins í sumar, og ekki hafa þegar verið skráð, eru beðin að mæta í viðkomandi skól- um föstudaginn 30. sept. kl. 3 síðdegis, og hafi ,þá með sér einkunnir frá síðasta vorprófi. Ak^yeyri, 20. sept. 1960. Skólasfjórarnir. B^ing:alána§|óðnr Umsóknir um lán úr Byggingalánasj óði Akureyrarbæjar sendist undirrituðum fyrir 1. október næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunum. Endurnýja þarf eldri umsóknir. Bæjarstjórinn á Akureyri, 16. sept. 1960. Magnús E. Guðjónsson. — Jú, enda varð mér að orði, þegar Hermann Jónasson hóf sitt vinstristjórnarbrölt: „Nú er Framsókn feig.“ Enda mun svo reynast. — Þú vilt máske fækka hinum pólitísku flokkum? — Já, vissulega þarf þess. Þá fyrst gætum við haft starfshæfa ríkisstjórn, er á togast hægri og vinstri öfl. — Býst þú við að eyða ævi- kvöldi þínu hér á Húsavík? — Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, segir gamall málsháttur, og mun það geta átt við mig sem aðra. En ætti ég óskastund, mundi ég kjósa sonarsonum mínum, að þeir yrðu rótfastir á Grænavatni, og að ég mætti þaðan ganga tii hinztu hvíldar. Joðee.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.