Íslendingur - 21.10.1960, Page 4
4
ISLENDINGUR
Föstudagur 21. október 1960
Kemur út hvern
föstudag.
Útgefandi: Útgáfufélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1, sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. —
Opin kL 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardögum kL 10—12.
PrentsmiSja Bjöms Jónssonar h.f.
Falskur tónn í tvísöngnum
Eins og kunnugt er, hafa Tím-
inn og ÞjóSviljinn haldið uppi
tvísöng undanfarna mánuði í svo-
nefndum „hernámsmálum“ og
landhelgismálinu meS þeim hætti,
aS enginn hefir þekkt blöðin
sundur í málflutningi þeirra á
öSru en blaðhausnum og þeim
hinum rauða lit, er Tíminn tjald-
ar öðru hverju til skreytingar á
blaðinu. Kommúnistar og Fram-
sóknarmenn lögðu land undir fót,
er grös fóru að gróa á liðnu vori,
ferðuðust um landið og héldu
fundi, þar sem fundarefnið var
það eitt, að landið skyldi verða
varnarlaust og Islendingar segja
sig úr varnarsamtökum vest-
rænna lýðræðisþjóða. Ekki mátti
á milli sjá, hvort blaðið var skel-
eggara í áróðri um mál þetta, og
á hinum svonefnda „Þingvalla-
fundi“ hreyfingarinnar, er nefnir
sig „Samtök hernámsandstæð-
inga“, höfðu Framsóknarmenn
nokkurn veginn í fullu tré við
kommúnista um ræðuhöldin og
áróðurinn gegn vestrænum sam-
tökum.
Þessi samtök gátu ekki lengi
unað svo einhæfu verkefni og
nafngiftin benti til og boðuðu því
til mótmælaaðgerða gegn við-
ræSum við Breta um landhelgis-
málið. Yar efnt til hópgöngu að
forsætisráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu meðan á viðræðu-
fundum stóð, og síðan settur þar
„vörður“, er hélt þar á lofti á-
letruðum spjöldum nótt og dag,
unz Alþingi kom saman 10. þ. m.
Var þá Reykvíkingum boðið að
safnast saman kringum Alþingis-
húsið í því skyni að sýna Alþingi
„hvar Davíð keypti ölið“, og
freista þess að stofna formlega
„Alþingi götunnar‘“, sem aðal-
ritstjóri Þjóðviljans hafði boðað
að komið yrði á fót. En þarna
mætti aðeins fámennur hópur
„varðmanna“ frá forsætisráð-
herrabústaðnum, nokkrir framá-
menn nýju ,,hreyfingarinnar“ og
áhorfendur, sem eftir auglýsing-
um í útvarpi hugðu, að draga
myndi til tíðinda. Þau einu tíð-
indi, er þar gerðust, voru köll for-
ustumanna hreyfingarinnar í há-
talara meðan á þingsetningar-
ræðu forseta Islands stóð. Þólt
þessi viðbúnaður og tilburðir
næðu ekki þeim tilgangi er ætlað
var, settu þeir þann blett á setn-
ingu Alþingis, sem ekki mun til
þekkjast annars staðar á NorSur-
löndum.
Svo virðist, sem Tímamönnum
hafi þótt nóg um, hvort sem það
stafar af því, að þeim hafi ekki
verið boðin þátttaka í þessum til-
brigðum frá yfirlýstu ætlunar-
verki „hernámsandstæðinga“ eða
fundist hér vera skotið yfir mark-
ið, þá er það víst, að falskur tónn
í tvísöngnum kemur greinilega
fram í Tímanum tveim dögum
eftir atburðina við Alþingishúsið.
Þar segir svo í forustugrein 12.
október eftir að búið er að eyða
nokkrum orðum að því, að land-
helgismálið sé mál þjóðarinnar
og því ósæmilegt að beita því „til
auglýsingar eða framdráttar ein-
stöðum flokkum“:
„Það er því illa farið, þegar
pólitísk samtök taka að flagga
með málinu og eigna sér það,
eins og „samtök hernámsand-
stæðinga“ hafa gert síSustu
daga. Kemur þá oft fram röng
mynd af fylgi fólksins viS mál-
iS, og einnig verða þá atburS-
ir á borð við þá, sem áttu sér
stað framan við Alþingishúsið
á þingsetningardaginn ....
atburðir þeir, sem gerðust
þingsetningardaginn framan
við Alþingishúsið eru aðeins
óvinagreiði og málinu hættu-
legir. Þetta er mál þjóSarinn-
ar allrar og aðeins í nafni
hennar allrar eigum við að
berjast fyrir því.“
Hér gefur að heyra falskan tón
í tvísöng þeim, er kommúnistar
og Framsóknarmenn hafa kyrjað
undanfarna mánuði, og skal ekki
löngu máli á það eytt. Tímamenn
hafa orðið þess varir, aS slíkir til-
burðir eru ekki vænlegir til fylg-
is meðal almennings, og því er
tekinn upp nýr tónn. Ollum er það
ljóst, að enda þótt hin órólega
deild Framsóknarflokksins sé í
einu og öllu á sömu línu og
kommúnistar, — og að ung-
kommúnistar eru nú mikils ráS-
andi í félagssamtökum ungra
Framsóknarmanna, þá eru hinir
eldri og reyndari Framsóknar-
menn víðs vegar um landið miðl-
ungi hrifnir af þessu nýja fóst-
bræðralagi. En ritstjóra Tímans
hefir sézt yfir það í nefndri for-
ustugrein, að það er fleira en
Blaðað í Hagtíðindum. — Vax-
andi mannfjölgun stafar af minnk-
andi manndauða og hœkkuðum
meðalaldri. — Skemmd á blöð-
um.
HAGTÍÐINDIN eru vafalaust eng-
inn skemmtilestur aff jafnaði, en oft
flytja þau fróðleik, sem gaumur er
gefandi. í nýlega komnu hefti Hagtíð-
inda er skýrsla um hjónavígslur, fæð-
ingar og manndauÖa á íslandi 1959.
Langar mig aÖ nefna hér nokkrar
glefsur úr henni.
IIJÓNAVÍGSLUR í FYRRA voru
7.8 af hverju þúsundi íbúa, og er það
lægsta hlutfallstaia síðustu 20 ára.
Hjónaskilnaðir voru hins vegar 0.9 af
þúsundi, og er það hæsta tala síðustu
30 ára. Á árinu fæddust 4820 börn lif-
andi (andvana 60), en það er 28 af
þúsundi, og hafa barnsfæðingar verið
ívið fleiri síðustu 5 árin, en þær hafa
áður verið um árabil. Á árinu létust
I 1242, eða 7.2 af þúsundi, og fer dánar-
; talan lækkandi. Fólksfjölgun í landinu
byggist því einkum á því, að ungbarna-
' dauðinn, sem við Islendingar höfum
um aldir átt við að búa, hefir mjög
minnkað með bættum heilbrigðishátt-
um og framförum í læknavísindum, og
meðalaldur fólks hækkað af sömu á-
stæöum. Útflutningur og innflutningur
fólks er mismunandi eftir árum en
helzt nokkuð í hendur, þegar tekin eru
meðaltöl ára. Á árinu 1959 var mann-
fjölgun í landinu samkvæmt þjóðskrá
21.5 af þús.undi.
TALA óskilgetinna barna er há hjá
okkur íslendingum, svo að sumir ætla,
að lausung sé hér meiri en með öðrum
þjóðum. Það er þó ekki tæmandi skýr-
ing. Óvíða mun jafn algengt og liér,
að ógift fólk búi saman og eigi börn,
en það er sérstakt þjóðfélagsfyrirbrigði,
er m. a. á rætur í skattalöggjöf okkar.
Tel ég ekki ástæðu til að skýra það
nánar að sinni, en vel gætu þeir, sem
óskapast yfir óskilgetnu börnunum
mörgu, hugleitt það mál frekar.
I VIKUNNI las ég nýlega getraun,
er þessi „klásúla“ fylgdi: „Lausnir því
aðeins teknar til greina, að getrauna-
landhelgismálið, sem er mál þjóð-
arinnar.
Það er sem sé líka mól þjóðar-
innar, hvort við eigum að segja
skilið við varnarsamtök vestrænna
þjóða, Atlantshafsbandalagið,
sem Framsóknarflokkurinn virðist
hafa tekið að sér við hlið komm-
únista að koma fyrir kattarnef.
seðillinn sé klipptur út úr blaðinu.“ —
Jæja, fyrir þann mann, sem halda vill
saman blöðum og binda inn, er ekki til
neins að taka þátt í getraunum, nema
að kaupa aukaeintak, sem hann getur
klippt seðilinn úr, ef hann vill ekki
eyðileggja sitt eintak. Ef þenna hátt á
að hafa í framrni, verður að hafa Get-
raunaseðilinn lausan, og hefta hann
með blaðinu, eða láta hann liggja
lausan innan í hverju eintaki. Annars
má vel vera, að sum blöð ætlist ekki til
að þeim sé haldið til haga.
Veslnr-íslenzkur
kirkjuleiðf'ogi ótfræSur.
Hinn 28. sept. sl. varð sr. Krist-
inn K. Olafsson Manchester Iowa
áttræður, en hann er með þekkt-
ustu kirkjulegum leiðtogum Vest-
ur-Islendinga. I afmælisgrein um
sr. Kristin, er birtist í Lögbergi/
Heimskringlu 29. sept. segir svo
m. a. frá uppvexti og ævistarfi
þessa eyfirzka kennimanns:
„Foreldrar lians voru Kristinn
Olafsson bóndi í Garðarbyggð í
Norður-Dakota og kona hans,
Katrín Olafsdóttir (Guðmunds-
sonar). A Islandi áttu þau síðast
heima að Víðigerði í Eyjafirði,
og komu þaðan vestur um haf ár-
ið 1873, en til Garðar fluttust þau
árið 1880; er séra Kristinn fædd-
ur og uppalinn þar. Fimm ára
gamall lærði hann að lesa íslenzku
í foreldrahúsum, og fimm eða sex
íslenzka stíla skrifaði liann, og
var sóknarpresturinn fenginn til
að leiðrétta þá. Aðra tilsögn fékk
hann ekki í íslenzku. Þó er það al-
kunnugt, að hann hefir manna
bezt vald á íslenzku máli, bæði í
ræðu og riti. Svo haldgóð var ís-
lenzka alþýðumenntunin í þá
daga, en í þessu tilfelli var nem-
andinn líka óvenjulega bráðgjör
og skarpur til náms. Var allur
námsferill hans glæsilegur. Auk
prestsembætta á ýmsum stöðum,
hefir hann starfað sem kennari
við prestaskóla og skrifað mikið
um guðfræðileg efni. Hann hefir
nú nýlega lokið við að þýða hina
merku bók Asmundar Guðmunds-
sonar biskups, „Ævi Jesú“, á
ensku, er þar um mikið bók-
menntalegt afrek að ræða.“