Íslendingur - 21.10.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. október 1960
ÍSLENDINGUR
5
Leikhúsið:
P ABBI
Bandarískur gamanleikur í 3 þótfum.
Leikféla
síðastliðinn sunnuda.
inn PABBA eftir Howard
say og Russel Crouse.
& Akureyrar frumsýndi
ö gamanleik-
Lind-
en
áður
hefir leikurinn verið sýndur í
Þj óðleikhúsinu á öðru leikári
þess við mikla hrifningu með
hjónin frú Ingu Þórðardóttur og
Alfreð heitinn Andrésson í aðal-
hlutverkum. Islenzku þýðinguna
hefir Sigurður Grímsson leikdóm-
ari gert, en leikstjóri er Jónas
Jónasson, sem áður hefir sett
sjónleiki á svið hér, bæði fyrir
Leikfélag Akureyrar og Mennta-
skólann.
Leikurinn gerist í New York
fyrir 80 árum á heimili Day-fjöl-
skyldunnar og fjallar um heimil-
islíf hennar. Eru leikendur 15
talsins og meiri hluti þeirra alls
óvanur að koma fram á leiksviði.
Má það furða teljast, hve vel leik-
stjóranum hefir tekizt að vinna úr
ómótuðum efniviði, og ber það
vott um hæfileika hans og elju.
Aðalhlutverkið, heimilisföður-
inn (Pabbann), leikur Jón Krist-
insson. Er það fyrirferðarmikið
hlutverk, sem engum heiglum er
hent að leysa vel af hendi. En
Jón er ekki alls óvanur að sýna
taugaveiklaða æðikolla eins og
Pabha og kemst því vel frá hluj-
verkinu, þótt örðugt sé. Hina
slóttugu og „reikningsglöggu“
eiginkonu hans sýnir frú Björg
Baldvinsdóttir af góðum skiln-
ingi á hlutverkinu, en það er ann-
að mesta hlutverk leiksins.
Þau hjón eiga 4 sonu, er tals-
vert koma við sögu í leiknum,
einkum hinn elzti, Yale-stúdent-
inn Clarence. Með hlutverk þeirra
fara Arnar Jónsson, Börkur Ei-
ríksson, Einar Haraldsson og Ulf-
ar Hauksson, talið frá hinum
elzta til hins yngsta. Má segja, að
meðferð þessara ungu leikenda
allra sé óaðfinnanleg, og sérstak-
lega ber að geta leiks hins elzta,
Arnars Jónssonar, sem telja má
einn hinn bezta í þessari sýningu,
alveg án tillits til reynslu eða
reynsluleysis. Hin margvíslegu
svipbrigði og viðbrögð Arnars
geta ekki öll verið leiðbeinandan-
um að þakka. Maður hefir það
einhvern veginn á tilfinningunni,
að þessi ungi maður hafi áunna
eða meðfædda hæfileika til að
koma fram á leiksviði.
Aí öðrum hlutverkum, sem á-
stæða er til að telja einkar vel af
liendi leyst, eru Cora frænka
(Ester Jóhannsdóttir), Mary
(Guðný Sigurðardóttir), Mar-
garet (Kristín Konráðsdóttir) og
Annie (Soffía Jakobsdóttir). En
í heild er leikurinn mjög vel út-
færður, veikir hlekkir tæplega
sýnilegir, og er það óvenjulegt,
þegar um svo marga nýliða er að
ræða, sem hér koma fram. Auk
þeirra, sem hér hafa verið nefnd-
ir, koma fram í leiknum í smá
hlutverkum: Jón Ingimarsson
sem séra Lloyd, Kjartan Ólafsson
sem Humjjreys læknir, Yilhelm-
ína Sigurðardóttir, Freygerður
Magnúsdóttir og Guðrún Árna-
dóttir, allar stofustúlkur hjá Day-
hjónunum (en þeim hélzt illa á
vinnukonum!).
Leiktjöld málaði Aðalsteinn
Vestmann. Leiksviðsstjóri er
Oddur Kristj ánsson. Ljósameist-
ari Yngvi Hjörleifsson. Búningar
fengnir að láni hjá Þjóðleikhús-
inu.
Á frumsýningu var þessum létta
gamanleik vel tekið, leikendur og
leikstjóri klappaðir fram hvað
eftir annað og aðalleikendum og
leikstjóra færðir blómvendir.
íbúum landsins
íjölgar óðfluga
Days-hjónin: Björg og Jón Kristinsson. Milli þeirra elzti sonurinn
Clarence (Arnar Jónsson). Ljósrn.: E. Sigurgeirsson.
10 flugferðir á viku milli
Akureyrar og Reykjavíkur
í fréttatilkynningu, sem blöð-
um hefir borizt frá Flugfélagi Is-
lands um vetraráætlun félagsins,
segir svo um innanlandsflugið:
Samkvæmt vetraráætlun innan-
landsflugs Flugfélags Islands
verða tíu ferðir á viku til Akur-
eyrar, sjö til Vestmannaeyja,
fjórar til ísafjarðar og þrjár
ferðir á viku til Egilsstaða. Tvær
ferðir í viku verða til Horna-
fjarðar, Húsavíkur og Sauðár-
króks. Ein ferð í viku verður til
Fagurhólsmýrar, Flateyrar,
Kirkjubæjarklausturs, Patreks-
fjarðar, Siglufjarðar og Þingeyr-
ar. í sambandi við ferðir til
Siglufjarðar er vert að taka fram,
að enda þótt ekki sé flogið þang-
að nema á mánudögum eru ferð-
ir aðra daga miðaðar við ferðir
flóabátsins Drangs til Siglufjarð-
ar, Ólafsfjarðar og annarra hafna,
sem hann hefir viðkomu á. Þann-
ig eru t. d. þriðjudagsferðir til
Sauðárkróks miðaðar við að far-
þegar geti komist samdægurs til
Siglufjarðar, en Drangur fer frá
Sauðárkróki laust eftir komu flu:
vélarinnar þangað. Á miðviku-
dögum fer flugvél ekki frá Akur
eyri fyrr en eftir komu flóabáts-
ins og sama gildir um seinni ferð
frá Akureyri á laugardögum. —
Dakotaflugvélar fljúga nú til Isa
fjarðar og leysa Katalínaflugvél-
arnar þar af hólmi. Á undanförn-
um árum hefir verið komið við á
Höfuðborgin með 71 þús.
Ný Hagtíðindi skýra frá því, að
af 173.855 íbúum landsins árið
1959, hafi 116.043 búið í kaup-
stöðum landsins á móti 57.812 í
sýslum, en þar af húa í kauptún-
um og þorpum 21.395 manns. Er
íbúatala sveitanna og þorpa, með
færri en 300 íbúa alls 36.417. —
Konur eru nú alls 86.082 á móti
87.773 körlum.
Eftirfarandi yfirlit sýnir mann-
fjöldann í kaupstöðum og sýslum
landsins, eins og hann 1959 og 1958. var 1. des.
Kaupstaðir 1958 1959
Reykjavík 69268 71037
Kópavogur 5149 5611
Hafnarfjörður 6606 6881
Keflavík 4377 4492
Akranes 3644 3747
ísafjörður 2701 2701
Sauðárkrókur 1105 1175
Siglufjörður 2691 2703
Olafsfjörður 875 888
Akureyri 8422 8589
Húsavík 1411 1431
Seyðisfjörður 748 723
Neskaupstaður 1417 1456
Vestmannaeyjar 4425 4609
Samtals 112839 1160«
Sýslur 1958 1959
Gullbringusýsla 5212 5331
Kjósarsýsla 2254 2331
Borgarfjörðarsýsla 1459 1430
Mýrasýsla .... 4 1856 1861
Snæfellsnessýsla 3507 3606
Dalasýsla 1126 1159
A-Barðastrandarsýsla . .. 572 531
V'-Barðastrandarsýsla . .. 1904 1949
V-Isafjarðarsýsla 1823 1862
N-ísafjarðarsýsla 1850 1823
j Strandasýsla 1594 1592
V-Húnavatnssýsla 1372 1395
A-Húnavatnssýsla 2269 2276
Skagafjarðarsýsla 2712 2699
Eyjafjarðarsýsla 3806 3771
S-Þingeyjarsýsla 2739 2770
N-Þingeyjarsýsla 1974 1954
N-Múlasýsla 2520 2487
S-Múlasýsla 4240 4262
A-Skaftafellssýsla 1299 1353
V-Skaftafellssýsla 1415 1412
Rangárvallasýsla 3073 3056
Árnessýsla 6731 6902
Dakotaflugvélar
leggst
ur a lloli
stór fyrir
flug þangað nú niður. Katalínu-
flugvél mun í vetur halda uppi
flugi til Patreksfjarðar, Flateyrar,
Siglufjarðar og Þingeyrar.
Zíon. Siinnudaginn 23. okt. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f.h. Oll börn velkomin.
Samkoma kl. 8.30 e.li. Allir velkomnir.
Á öllu landinu
Samtals 57317 57812
1958 1959
..... 170156 173855
Bazar og ka/jisölu hefur Kristniboðs-
félag kvenna £ Zíon laugardaginn 22.
okt. kl. 3 e. h. Styðjið gott málefni og
drekkið kaffið í Zíon.