Íslendingur


Íslendingur - 21.10.1960, Qupperneq 8

Íslendingur - 21.10.1960, Qupperneq 8
50 eða 500 millj. o—♦—© STÓRBYGGINGAR Á Oddeyri eru nú a'S rísa af grunni margar stórbyggingar. í miðju er bygging Valbjarkar hf., til vinstri bygging Lindu hf. Til hægri að framan er hús Kexverksmiðjunnar Lorelei.— Ljósm.: G. Ól. Dagur birtir í fyrradag í þriggja dálka fyrirsögn þá fregn, að „þrátt fyrir allt sparnaðarhjalið" hafi fjárlagafrumvarpið fyrir ár- ið 1961 hækkað verulega frá fjárlögum síðasta árs og er mjög hneykslaður yfir. Kveður hann hækkunina vera úr 1500 millj. kr. i 1550 millj. og geri það 500 milljónir! Hvað scm útreikningnum liður ætti ritstj. Dags að vita, að hin nýja gengisskráning krónunnar, sem fólgin var í cfnahagsaðgerð- um rikisstjórnarinnar, myndi valda hækkun á niðurstöðutölum Twær til þrjár fjölsk^ldnr til twrímseyjar í Grímsey hefir verið einmuna tíð í allt sumar og haust, svo að fáir eða engir muna annað eins. Grasspretta var óvenjulega góð og nýting að sama skapi. Sauð- fjárslátrun er lokið, og var fé með vænsta móti. Á vetur mun verða á fóðrum um 400 fjár og 14 kýr. Allur fiskur frá vori og sumri, sem er eingöngu saltfiskur, hefir þegar verið tekinn, en hann var á 3. þúsund pakkar. Nokkuð er þó eftir af haustaflanum. Verið er að byggja eitt íbúðarhús, að Bás- um, og er það orðið fokhelt. Eig- andi þess er Alfreð Jónsson odd- viti. Tvær fjölskyldur hafa flutt NÝR LÖGREGLU- ÞJÓNN Er Björn Guðmundsson varð- stjóri hjá lögreglunni var ráðinn framfærslu- og heilbrigðisfulltrúi bæjarins, var auglýst eftir nýjum lögregluþjóni. Um stöðuna sóttu Gunnar Randversson Ásveg 22, Guðmundur Stefánsson Reyni- völlum 4 og Páll L. Rist Ægis- götu 27. Bæjarfógeti og bæjarráð mæltu með ráðningu Gunnars Randvers- sonar, og var ráðning hans sam- þykkt af bæjarstjórn á síðasta fundi hennar. alkomnar til Grímseyjar á sumr- inu og von á þeirri þriðju. Fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta vori er lenging hafnar- garðsins um eitt „ker“ ca. 10—15 metra, og þá er einnig í undir- búningi bygging félagsheimilis og barnaskóla sameiginlega og mik- ill áhugi í eynni fyrir þeim fram- kvæmdum. Tíðar samgöngur hafa verið í Grímsey í sumar, því yfir hásumarið kom Drangur vikulega, en auk þess hefir Tryggvi Helgason haldið uppi ferðum þangað á flugvél sinni og hefir Jent þar um 30 sinnum á sumrinu. Nýlega var stofnað í Reykjavík fyrirtæki, sem hefir það að mark- miði að leigja bíla án ökumanns. Fyrirtækið nefnist Bílaleigan Fal- ur lif. og hefir einungis nýjar Volkswagen bifreiðir til leigu. — Þjónusta þessi er fyrst og fremst hugsuð fyrir ferðafólk innlent og útlent, sölumenn o. fl., enda til komin vegna mikillar eftirspurn- ar að undanförnu. Stofnendur Bílaleigunnar Fals FRÆÐIMAÐUR LÁTINN Síðastliðinn laugardag varð bráðkvaddur á Vífilsstöðum Jóhannes Orn Jónsson skáld og fræðimaður (Örn á Steðja), 68 ára að aldri. Rak hann búskap að Steðja á Þelamörk undanfarið um aldarfjórðungs skeið, en flutt- ist í vor hingað til Akureyrar vegna vanheilsu. Verður hann jarðsettur frá Akureyrarkirkju á morgun. Jóhannes var mæta vel hag- orður og gaf ungur út Ijóðabók- ina Burkna, og æ síðan lágu hon- um tækifærisvísur létt á tungu. En þekktastur er hann fyrir fræðimennsku og sagnasöfnun, og liafa ýmsir sagnaþættir hans komið út í bókum og ritaflokkum. hf. eru tveir ungir menn, Hákon Daníelsson og Stefán Gíslason. Þeir hafa kynnt sér rekstur slíkra fyrirtækja erlendis með það fyrir augum að þjónusta fyrirtækis þeirra hér verði svipuð og annars staðar í heiminum. Bílaleigan Falur hf. verður fyrst um sinn opin eftir kl. 17 í Skipasundi 55 óg allar upplýsing- ar veittar í símum 35341 og 12476. hvaða búreiknings sem væri, cnda hefir Dagur ekki farið dult með það. Hvernig honum hefir hug- kvæmst, að sú röskun væri ríkis— búskapnum óviðkomandi, fremur cn öðrum búrekstri heimila og einstaklinga, verður mörgum ráð- gáta. Ef einstök heimili verða ekki fyrir meiri kjaraskerðingu en svo, að 1500 kr. útgjöld fyrir 1 — 2 árum verði að 1550 kr. á næsta ári, hvcrnig getur þá Dagur stað- ið við sinar fullyrðingar um STÓRFELLDA KJARASKERÐ- INGU? 50 millj. kr. hækkun. Það mun láta nærri, að hækk- un fjárlaga í ár nemi um 50 millj. króna. En til þess, að hækk- unin vcrði elAi meiri, AN NÝRRA ÁLAGA, hlýtur að þurfa að koma við nokkrum sparnaði. Og fyrir því er ráð gert í fjárlagafrum- varpinu. Ýmsar greinar þess hljóta að hækka, svo sem fram- lög til kennslumála og ýmissa félagsmála, sem fyrst og fremst leiðir af fólksfjölgun í landinu. Á móti er gert ráð fyrir lækkuðum greiðslum til utanríkisþjónustu, þingkostnaðar o. fI., er nemur um 22 millj. kr. frá síðustu fjárlög- um. 3.3% hækkun. I heild nemur hækkunin á fjár- lögunum 3.3%. Betur að heimil- isútgjöld almennings hafi ekki hækkað meira. Bíláleigran FALiUR h. f Nýjung í bílaleigu.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.