Íslendingur


Íslendingur - 29.09.1961, Side 8

Íslendingur - 29.09.1961, Side 8
Skemmfileg Englandsför - skrífnir íþróttavellir Rabbað við landsliðsmanninn Jakob Jakobsson AKUREYRINGARNIR Jakob Jakobsson og Jón Stefánsson komu nú í vikunni úr Englands- för í hópi landsliðsins íslenzka, er þreytti landsleik við Englend- inga s.l. laugardag. Náði blaðið tali af Jakob eftir heimkomuna og spurði frétta af förinni. — Við fórum frá Reykjavík flugleiðis til Glasgow 14. septem- ber, segir Jakob, — en misstum af flugvélinni, sem flytja átti okk ur þaðan til London, og urðum því að aka í almenningsvagni til Edinborgar til að komast þaðan loftleiðis á áfangastað. Á föstu- daginn tókum við svo létta æf- ingu. — Hvar fór landsleikurinn fram? — Á High Wycombe-leikvell- inum rétt utan við London. Það er í sjálfu sér góður völlur, en þó með þeim annmarka, að á hon um er 2.5 m hliðarhalli og því óhæfur fyrir milliríkjaleik. Háði það okkur, að við erum slíkum völlum óvanir. Come on Iceland. — Hvernig voru viðtökur áhorfenda? — í áhorfendahópi voru all- margir íslendingar, sem hvöttu liðið, og einnig mátti heyra kall- að. „come on Iceland“. Eina mark leiksins, sem Bobby Brown, einn frægasti maður liðsins, gerði, kom á 7. eða 8. mínútu fyrra hálf leiks, en það var raunar sjálfs- mark, þar sem boltinn lentí í einum varnarleikmanni okkar og breytti við það stefnu í markið, svo að það mátti telja óvei-jandi. Veður var hið fegursta, sólskin og logn og 24—25 stiga hiti. Eftir marktækifærunum hefðum við átt að geta unnið leikinn 2:1, jafnvel 3:1. Aðbúnaður var hinn ágætasti. — Þurftuð þið að grípa til varamanna? — Já, ég varð að fara út af vegna meiðsla í lok fyrri hálf- leiks, en Kári Árnason kom í skarðið og lék eftir það í minn stað. Aðrar breytingar urðu ekki í þeim leik. — Enska liðið, já. Það er nefnt áhugamannalið, en þó munu leikmenn fá einhverja greiðslu fyrir leiki. Miðleikurinn í Wimbleton. — Annan leik okkar lékum við á Wimbleton-velli, sem einnig er rétt utan við London. Sá völlur er ágætur. Leikið var við flóð- ljós, heldur lélega lýsingu, sem e. t. v. hefur háð okkar mönnum eitthvað. í liði okkar var skipt um menn og stöður. Heimir fór í markið fyrir Helga, Hreiðar Ár- sælsson kom inn sem bakvörður, en Jón fór í stöðu miðvarðar. Þá kom Ingvar Elíasson inn fyrir Orn Steinsen, er fór aftur til starfs síns í Khöfn að landsleikn- um loknum. Tap okkar þar (0:4) stafaði þó ekki af mannaskiptun- um, heldur sýndi enska liðið áberandi betri leik en landsliðið, en þrír landsliðsmenn léku einn- ig í þessum leik. Ingvar markahæstur. — Og svo lékuð þið þriðja leikinn. — Rétt. Hann fór fram á Hendon-velli í grennd við Lon- don. Vörnin var þar hin sama og í landsleiknum, nema Sveinn Teitsson kom fyrir Garðar Árna- son og Ingvar fyrir Orn aftur. Við lékum „niður í móti“ í fyrri AXEL MILTHERS, rektor Land búnaðarháskólans í Khöfn, var hér á ferð í vikunni sem leið á vegum OEEC, stofnun, er vinnur m. a. að því að samræma hagnýt búvísindi í Vestur-Evrópu. A. Milthers rektor er manna menntaðastur í búvísindagrein- um og hefur farið víða um lönd til að bæta þekkingu sína, og hálfleik, því vellinum hallaði hér langsum. Sá hálfleikur var lítið spennandi, því við gerðum 3 mörk gegn 0 (Kári 1, Ingvar 2). En í seinni hálfleiknum, er við átt um „upp í brekkuna“ að sækja, snerist allt við og endaði leikur- inn 4:4. Ingvar skoraði markið í síðari hálfleik. — En hvað um meiðsli þín? — Þau voru meiri en út leit fyrir í fyrstu, svo að ég gat ekki orðið meira með þar úti og ekki víst ég geti orðið með í næsta leik hér, þ. e. á sunnudaginn. Englendingai' voru mjög fastir — og harðir í návígi, sem m. a. má marka af því, að eftir landsleik- inn voru bæði Þórólfur og Ellert haltrandi. — Gaman að ferðinni? — Ferðin var í alla staði skemmtileg, og upplifðum við mikið, m. a. einhvern bezta leik ensks liðs, Tottenham—Gornik (8:1). Þá sátum við boð sendi- herrans íslenzka, Hendriks Sv. Björnssonar og konu hans, og undum þar við rausnarlegar veit- ingar ánægjulega kvöldstund, segir Jakob að lokum. Nýr læknir í bæinn BALDUR JÓNSSON læknir opn ar lækningastofu að Ráðhústorgi 1 n. k. miðvikudag (sjá auglýs- ingu í blaðinu). Baldui' hefur sérstaklega kynnt sér barnasjúk- dóma í framhaldsnámi erlendis, og er slíks sérfræðir.gs fyllsta þörf hér. hefur hann mörgum miðlað af henni. Hér á landi eru margir bú fræðikandidatar, sem stundað hafa nám við danska landbúnað- arháskólann, og tóku þrír þeirra: Árni Jónsson, Jónas Kristjáns- son og Ólafur Jónsson á móti Mil thers hér á Akureyri, en í fylgd með honum var Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvann- eyri, og frú hans. Danskur búvísindamaSur f FÝLU ÚT AF AUKNU FRELSI. Nýlega ákvað ríkisstjórnin að gefa bifreiðainnflutning frjálsan, og þarf því ekki lengur að eitast við að fá innflutningsleyfi fyrir ökutæki. Vakti þetta almennan fögnuð og tóku þegar að streyma pantanir til bifreiðaumboðanna í höfuðstaðnum, enda hafði þessi ákvörðun þau áhrif, að bílar l ekk uðu yfirleitt í verði um 10%, og er það talsverður peningur, sem við það sparast miðað við núgild- andi verð á bifreiðum. Ekki líkaði Tímanum þessi ráð stöfun vel. Fór hann að nöldra um, að þetta aukna frelsi væri að eins til þess, að hinir efnuðu gætu fengið sér bíla en hinir efnaminni ekki! (Sennilega vagna verðlækk unarinnar). Engum þarf að koma þetta nöldur Tímans á óvart. Framsókn fer ævinlega „í fýlu“, þegar slak að er á höftum, hvers eðlis sem þau eru, og þótt kaupfélagsstjór- ar virðist yfirleitt vera fylgjandi frjálsum innflutningi fyrir verzl- unina er haftastefna Eysteins Jónssonar orðin Framsóknar- mönnum víða svo samgróin, að hvert spor í átt til aukins frelsis í verzlun og viðskiptum verður þeim þymir í holdi. MÓTMÆLA HARÐLEGA. í forustugrein blaðsins í dag er rætt um kjarnasprengingar Rússa og viðbrögð íslenzkra flokka og blaða til þeirra. Þar er þó Þjóðvarnarfl. íslands ekki get ið, en rétt er að benda á, að hann gengur hreinna til verks en „Sam tök hernámsandstæðinga“, þar sem miðstjóm hans ályktar að „mótmæla harðlega tilraunum Sovétríkjanna með kjarnasprengj ur, þar sem slíkar sprengingar eru beint tilræði við mannkynið og hafa aukið viðsjár milli stór- veldanna og þar með hættuna á heimsstyrjöld“. Þá „harmar“ mið stjórnin, að Bandaríkin skyldu ckki bregðast við þessu „atferli Sovétríkjanna“ á sama hátt og Bretar. Þá telur miðstjórnin „einsýnt“, að Islendingum beri á alþjóðavcttvangi að beita sér til að draga úr kalda stríðinu, stuðla að afvopnun og varanlegum friði. Hér er einarðlega við brugðizt og ályktunin rökræn.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.