Íslendingur - 29.09.1961, Side 5
Föstudagur 29. september 1961
ÍSLENDINGUR
5
- Haustnótl
(Framhald af bls. 1)
„Áður var hér bær enn framar.
Sá hét Kóngs'garður, kominn í
eyði fyrir löngu, en við nytjum
túnið þar.“ — Eftir góðar veit-
ingar kveðjum viið Guðmund og
hans heimafólk, og höldum aftur
til Stafnsréttar. Nú er farið fast
að kvölda. Féð í hlíðinni framan
árinnar, er nú á leið til réttar.
Allir í góðu skapi.
Er við félagar höfum snætt
kvöldverð í tjöldum okkar, höld-
um við til réttarinnar, því að
hugboð höfum við um, að eitt-
hvað muni hér um að vera í
kvöld, þó að ekki sé það beint
bundið réttarstörfum. Og um níu
leytið, er við komum að réttinni,
er þar fyrir allmargt manna, og
eru sumir ríðandi, en aðrir nota
bifreiðarnar. Þarna er einnig
timburskúr, ætlaður til kaffi-
veitinga. f öðrum enda hans er
eldhús, en í hinum rúm fyrir um
20 manns við langborð. Hér inni
er söngur og gleðskapur mikill.
Gangnamenn og gestir súpa hér
kaffið sitt, hafa gjarnan á boð-
stólum einhverja lögg, og ekki
vantar sönginn. Allir eru í góðu
skapi, og vinir alls og allra.
Dansað í skini bílljósa.
Er við höfum staldrað við hér
um stund, höldum við út í haust-
myrkrið, þar hlýtur að vera eitt-
hvað að gerast, því að einhvers
staðar er unga fólkið. Sunnan.
réttarinnar, nokkru vestar en
veitingaskálinn, hefur verið
raðað upp nokkrum bifreiðum.
Ljós þeirra tendruð, og stefna
þau öll í eina átt. Framan við
allstóran mjólkurbíl hefur ungur
maður komið sér fyrir, og þenur
hann draggargan af mikum móð,
en sveinar og meyjar svífa um
graslága grundina úlpuklædd, og
gjarnan með hettu dregna fram
yfir enni. Bílljósin lýsa upp lít-
inn flöt, og þar dansar fólkið, en
kannske hverfur eitt og eitt par
út fyrir takmörk bílljósanna.
Haustnóttin er svört í Svartár-
dal. Engir árekstrar, engin
ólæti eru hér, allt fer fram með
friði og spekt. Og upp úr mið-
nættinu er dansinn dvínaður og
llestir gengnir til náða. Þó má
enn heyra söng úr veitingaskál-
anum.
Við hugsum sem svo: Ef allt
þetta fólk verður hér í nótt, hvar
hefur það þá náttstað? Svarið
við þeirri spurningu fáum við hjá
skagfirzkri heimasætu, sem við
i Svarlárdal
hittum nálægt veitingaskálanum.
„Það, sem ekki er hér í tjöldun-
um í nótt, verður í hlöðum á
Fossum og Stafni.“ Og þá vitum
við hvað af fólkinu verður, enda
þurfa menn að sofa, þó í réttum
séu.
Séð af réttarveggnum.
Árla er risið úr rekkju við
Stafnsrétt, og um sjöleytið eru
menn sem óðast að draga fé sitt.
Margar hendur vinna verkið. Nú
eru einnig börnin komin. Þau
hafa fengið að fara í réttina í dag,
Marka-Leifi (t. h.) er 89 ára, en
þó cr liann ekki af baki dottinn
mcð að sækja réttirnar. (Ljósm.
St. E. Sig.).
og það má sjá það á þeim, að þau
vona innilega, að ærin þeirra og
lömbin hafi nú komið af fjallinu.
Þybbinn strákur, varla meira en
10 ára, þeytist um réttina, með
vænan lambhrút milli fótanna.
Hrússi kann þessu illa, vill fara
sína leið, en stráksi vill einnig
fara sína leið, hann á þessa
skepnu og vill ráða henni.
Að endingu velta þeir í hálf-
gerðri bræðrabyltu inn um einar
dilksdyrnar. Stráksi stendur þó
furðu fljótt á fætur, og heldur að
nýju út í almenninginn til fang-
bragða við næsta hrút. Þetta er
sjáanlega efni í dugandi fjár-
bónda. Á réttarveggnum eru
smáhópar yngstu barnanna, þau
eru enn of ung til að hætta sér
út í hringiðuna í almenningnum,
en áhugi þeirra fyrir hinu lagð-
prúða fjalla-fé leynir sér ekki.
Fleiri njóta þó næðis hér en
börnin. Sepparnir hafa átt erfiða
daga undanfarið, og eru því
fegnir að mega liggja hér og láta
fara vel um sig.
Kennið börnum
SAMBAND ÆSKULÝÐSFÉ-
LAGA kirkjunnar í Hólastifti
hélt aðalfund sinn á Siglufirði 2.
og 3. sept. sl. Fundinn sátu 9
prestar af félagssvæðinu, 15 ung
lingar, fulltrúar æskulýðsfélag-
anna, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkj-
unnar, sr. Olafur Skúlason, og
nokkrir gestir, þar á meðal þrír
amerískir unglingar, fulltrúar frá
ungmennasamtökum kirkjunnar
í Bandaríkjunum, en þeir dvelja
hér árlangt á íslenzkum heimil-
um á vegum kirkjunnar.
Fundurinn hófst með því að
sunginn var sálmur, en síðan
flutti sr. Ragnar F. Lárusson,
sóknarprestur á Siglufirði stutta
hugleiðingu. Síðan setti formað-
ur sambandsins, sr. Pétur Sigur-
geirsson, fundinn og flutti ávai-p
og skýrslu stjórnarinnar. Minnt-
ist hann 2ja manna nýlátinna,
er mikið hafa starfað að eflingu
kristilegs starfs um langan aldur,
þeirra sr. Friðriks Friðrikssonar
og Valdemars V. Snævars.
Rakti formaður síðan störf
stjórnarinnar. Minntist hann
æskulýðsdagsins, sem hann taldi
hafa gefið góða raun. Greindi
hann frá fermingarbarnamótun-
um á Laugum í Reykjadal og á
Sauðárkróki, einnig sumarmóti á
Marka-Leifi.
Meðfram réttarveggnum geng-
ur aldraður maður, hann virðist
þekkja hér alla og allir þekkja
hann. Maður þessi er hress í tali
og ræðir nokkuð um fjáreign
bænda.
Flljótlega komumst við að því,
hver hann er. Hjörleifur Sigfús-
son, nær níræður öldungur,
kunnur réttamaður, og almennt
kallaður hér um slóðir Marka-
Leifi. Þessi maður er m. a. fræg-
ur fyrir að kunna utanað marka-
töflur þriggja sýslna, og er það
meira en flestir aðrir geta sagt.
Það var frægt um sýslur hér
nyrðra, að þar sem Marka-Leifi
væri á réttum, væri ekki þörf á
markaskrá.
Dvöl okkar félaga við Stafns-
rétt er lokið. Við yfirgefum
þennan stað með fullri vissu um
það, að enn er stórhugur í sauð-
fjárbændum í þessu landi og bú-
skapur þeirra á mikla framtíð
fyrir sér, ef rétt er á haldið.
Einni haustnótt nokkurra
flækinga við Stafnsrétt er lokið.
S.
að sækja kirkju
Löngumýri. Tvö æskulýðsfélög
hafa verið stofnuð á starfsárinu.
Æskulýðsfélag Sauðárkróks-
kirkju og Æskulýðsfélag Einars-
staðakirkju í Grenjaðarstaða-
prestakalli. Að lokum gat hann
þess, að sambandið 'hefði fest
kaup á kvikmynd um líf og starf
Alberts Schweitzers, og yrði
myndin frumsýnd í sambandi við
fundinn, en síðan sýnd víða um
land til ágóða fyrir sumarbúða-
starfið.
Sr. Olafur Skúlason ávarpaði
fundinn og flutti fundinum kveðj
ur biskups, fyrrverandi biskups
og formanns æskulýðsnefndar.
Rakti æskulýðsfulltrúinn helztu
liði æskulýðsstarfsins og lagði á-
herzlu á þýðingu þeirra.
Því næst var rætt um næstu
verkefni sambandsins og ýmsar
tillögur komu fram, er nefndir
fengu til íhugunar.
Skýrt var frá því, að æskulýðs
fulltrúi myndi koma á foringja-
námskeiði í haust og var lagt til,
að hvert félag reyndi að senda
einn fullti'úa á slíkt námskeið.
Þá flutti sr. Sigurður Guð-
mundsson erindi um sumarbúðir
og sagði frá því, hve langt væri
komið undirbúningi sumarbúða í
Aðaldal. Land er fengið og lagð-
ur hefur verið vegur á staðinn.
Og allar líkur benda til þess að
hægt verði að hefja bygginga-
framkvæmdir á næsta vori.
Um kvöldið var kvikmyndin
Albert Schweitzer frumsýnd í
Nýja Bíói, Siglufirði. Var þetta
mikil mynd, er sýnir vel lífsferii
hins mikla mannvinar og trú-
boða, sýnir hvernig hann hefur
fórnað sér fyrir þá, er sátu í
skugganum.
Síðar um kvöldið sátu allir
fundai-menn rausnarlegt boð
prestshjónanna á Siglufirði,
þeirra frú Herdísar Helgadóttur
og sr. Ragnars F. Lárussonar.
Fundur hófst að nýju sunnu-
dagsmorguninn kl. 10. Sunginn
var sálmur og sr. Ragnar hafði
morgunbænii-. Því næst flutti sr.
Árni Sigurðsson erindi um æsku-
lýðsstarf innan sænsku kirkjunn-
ar. En hann dvaldi í Svíþjóð sl.
vetur, og kynnti sér þau mál.
Sr. Sigurður Haukur Guð-
jónsson sagði frá Æskulýðsblað-
inu, en hann er, eins og kunnugt
er, ritstjóri þess. Hvatti hann
fundarmenn til að sýna blaðinu
meiri ræktarsemi með því að
skrifa í það og útbreiða það.
Ýmsar tillögur voru samþykkt
ar, sem hér er ekki rúm að rekja.
(Framhald á bls. 7)