Íslendingur


Íslendingur - 19.10.1962, Blaðsíða 4

Íslendingur - 19.10.1962, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR Kemur út hvern íöstudag. Útgeíandi: Útgáfufélag íslendings. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu I, sími 1375. Fréttir og aug- lýsingar: STEFÁN E. SIGURÐSSON, Krabbastíg 2, sími 1947. Skrifstofa og af- greiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. Opin kl. 10—12 og 13.30— 17.30. Á laugardögum kl. 10—12. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Hverja leikur dýrtíð harðast? KAPPHLAUP það milli kaupgjalds og verðlags í landinu, sem olli hinni geigvænlegu dýrtíð, sem nú fyrst eru gerðar alvarlegar tilraunir til að sporna við, léku tvo hópa manna í landinu grálegar en aðra. Það voru annarsvegar spari- fjáreigendur, — hinsvegar aldrað fólk og öryrkjar, sem ekki gátu tekið þátt í þessu kapphlaupi. Meðahsparifjáreigenda var fjöldi gamals fólks, sem slitið hafði sínu vinnuþreki að fullu og gekk ekki lengur á vinnumarkaði, en hafði þó sparað sér saman nokkra fjárupphasð til elliára, því til skamms tíma var íslenzku alþýðufólki.það mikið metnaðar- mál að eiga fyrir útför sinni, — þ. e. geta komizt í gröf sína án atbeina sveitarfélagsins eða á kostnað vandamanna. Þegar dýrtíðarmyllan var sett í gang. á ófriðarárunum síðari, var bein afleiðing af þeim verknaði óbeinn þjófnað- ur af sparifjáreign þessa fólks. Langfjölmennastir í hópi sparifjáreigenda voru börn og gamalmenni. Þótt fólk á bezta aldri með fullu vinnuþreki og nægri atvinnu yki laun sín ár frá ári og eignaðist skuldlaust ýmis tæki og hluti, sem feður þess og mæður hafði ekki dreymt úni'að eignast, var ihvorki horft til hægri né vinstri í hinu villta kapphlaupi verðlags og kaupgjalds. Gamli maðurinn, sem þoldi ekki lengur strit búskaparins í sveitinni með hinum frumstæðu tækjum, seldi jörðina sína og bústofninn og lagði andvirðið ef eitthvað var eftir umfram áhvílandi skuldir, í sparisjóð- inn. Taldi það vera þar tryggilegast geymt. En áður en hann varði, var þessi fjárhæð honum að litlu orðin, því að stjórnarvöídin höfðu ekki tekið upp þá sjálfsögðu háttu, að bæta gamla manninum tæringu krónunnar hans rúeð hækkuðum vöxtum af sparifé. Enda leiddi þessi vangá stjórnarvalda til þess, að sparifjárinnstæður hurfu úr bönk- unum. Allir vildu bjarga innstæðu sinni, áður en hún yrði að engu gerð með sífelldri verðfellingu krónunnar, og var þá helzt um það að ræða að koma fjáreign sinni í fasteign eða lána hana gegn góðri tryggingu og hærri vöxtum, en lánastofnanirnar gáfu. Þessari rýrnun sparifjárinnstæðna fylgdi óhjákvæmilega skortur á lánsfé í þágu atvinnuvfegánna, en sparifjármynd- unin er undirstaða heilbrigðs atvinnureksturs í landinu, og oft er ógjörlegt að stofna til atvinnureksturs, þótt arðvæn- legur sé jafnt þeim, er að honum standa, og þjóðarbúskapn- um í heild, vegna skorts á rekstrarfé. En það eru hinir mörgu sparifjáreigendur í landinu, sem byggt hafa upp megnið af atvinnuvegunum, og mætti því sízt gleyma. Hækkun vaxta, sem var einn liðurinn í efnahagsráðstöf- unum núverandi ríkisstjórnar, varð einna óvinsælust allra slíkra ráðstafana, enda hlaut hún að koma illa við niárga, þó einkum þá, er stóðu í framkvæmdum, er ekki gæfu hrein- an arð. Og er það skiljanlegt. Hinsvegar er ekki unnt að hækka innlánsvexti, án þess að hækka jafnframt útláns- vexti. Hækkun innlánsvaxtanna var ekki aðeins siðferðilega rétt til að bæta sparifjáreigendum, ungum sem gömlum, það tjón, er þeir höfðu beðið af völdum dýrtíðarinnar, held- ur var örvun sparifjármyndunar úndirstaða atvinnufram- kvæmda, sem veitt gæti nýju blóði út í æðar þjóðlífsins, aukið atvinnu almennings, aukið þjóðartekjurnar, rétt halla á þjóðarbúskapnum. Reynslan hefur sýnt, að hér var rétt stefnt. En stjórnar- andstaðan skellir skollaeyrum við. Hún heimtar sífellt, að vextir verði tafarlaust lækkaðir og hafa nokkrir Framsókn- arþingmenn þegar borið fram frumvarp á Alþingi, er miðar að því marki. Sjálfsagt verður að vinna að því að lækka útlánsvexti, svo sem efnahagsástand þjóðarinnar leyfir á hverjum tíma, en þó án þess að það verði til að lækka innlánsvexti og þannig hefta sparifjármyndun almennings. IVIKUNNI SEM LEIÐ var að því vikið í nokkrum blöðum, að bæjarráð Akureyrar heíði lagt til við bæjarstjórn, að hún endur- skoðaði lokunartíma þeirra íyrir- tækja, sem á íslenzku eru nefndar kvöldsölur, en manna á milli „sjoppur", og munu þá flestir geta ályktað, við hvaða fyrirtæki er átt. En þessum fyrirtækjum hefur verið hrúgað upp hér í bæn- um siðasta áratug eða e.t.v. hálfan annan, og minnist ég þess ekki, að bæjarstjórn hafi neitað um leyfi, ef eítir því var sótt. Þótti flestum bæjarbúum nóg um þessa fjölgun á kvi)lds()lum, sem eink- um og sér í lagi voru sóttar af börnum og unglingum, þó að þar séu undantekningar. I þeim „drolluðu" unglingarnir allt fram undir miðnætti, eyddu petiingum en vanræktu nám, sagði fólkið. NÚ HEFUR bæjarráð lagt til við bæjarstjórn, að „sjoppunum" sé lokað á sama tíma og öðrum sölu- búðum yfir veturinn, en fái að hafa opið frameftir kvöldi yfir sumarmánuðina. Hér álít ég um VlSNA BÁLKUR JÖRUNDUR Gestsson á Hellu í Strandasýslu kvað, eftir að 7 börn hans voru horfin að heim- an og gömlu hjónin ein eftir: Flognir eru fuglar sjö, fram vill tíðin streyma. Gömlu hjónin geymir tvö gamli bærinn heima. Þessi staka segir mikla rauna- sögu ísl. sveita og naglinn hitt- ur á höfuðið. Mikill fjandi mér varð á — manndóm senn ég týni — óstöðvandi er mín þrá eftir brennivíni. Eiríkur Jónsson Keldunúpi. Lýðs er ávallt lundin stríð, lýðir þetta finna, þó má ekki líða Lýð Iýðum mein að vinna. Ók. höf. Hvort hann tórir, ekki á ætla ég að gizka, útlitið var a. m. k. ekki á marga fiska. Jökull Pétursson. Aldrei fyrir gull sá grét, sem gat það ekki fengið. Sá hefur nóg sér nægja lét, nýtinn bjargast lengi. (Gömul). Hvergi er ég í hjarta hreinn. Harla tamur vélonum, sykurmola sá ég einn, situr í mér að stela ‘onum. Sigvaldi Jónsson skáldi. Ól. Tómasson Rvík kvað: Lána þú mér lítinn skammt lífs af reynslu þinni. Jónas Jónsson Grjótheimi svaraði: Verði þér í geði gramt gættu að skynseminni. óþarflega róttækar ráðstafanir að ræða, þegar „sjoppurnar" hafa ný- lega verið skattlagðar talsvert ó- vægilega með hinu nýja aðstöðu- gjaldi. Ef ég hefði nokkuð um Jretta mál að segja, hefði ég leyft, að „sjoppurrtar" væru opnar á veturna til kl. 20, en á sumrin til kl. 23 (t.d. frá 1. júní til 1. okt.). Margt fullorðið fólk vinnur úti þIhkasrot • „SJOPPU“- MALIN Á DAG- SKRÁ. • FÁUM VIÐ GRÓFARGIL OG BÚÐARGIL A NÝ? • MIKILL BYGGINGARHUG UR. • GAMLIR OG GRÓNIR BORGARAR LEITA TIL FJALLA. • GÖTUVITAR — STÖÐU- MÆLAR. fram að kvöldmat eða lengur, og getur því þá komið vel, að ein- hvers staðar sé opin verzlun, ekki einungis með gosdrykkjagutl, tó- bak og sælgæti, heldur og einhver skárri næringarefni, enda hafa Jtessar kvöldsölur sums staðar pylsur til sölu og jafnvel brauð- vörur. Hitt er og sjálfsagður hlut- ur, að við getum keypt okkur blað eða tímaritshefti fram eftir kvöldi, þegar okkur vantar eitthvað að lesa, og hiifum ekki vegna annrík- is svigrúm tiljað kaupa J)að að deginum, enda ætlast til, að svo verði. ÉG TEL ÞAÐ allrar virðingar vert af bæjarstjórn að draga úr „sjpppumennskunni", en fyrst átti það eða bæjarstjórn að tak- marka fjölda Jreirra, sem leyfi fengu til Jressarar kvöldverzlunar, og vonandi veitir hún ekki fleiri til slíks, og lætur eitthvað af þeirn, sem þegar eru fyrir, leggjast niður, Jtegar núverandi eigandi hættir rekstri. Það væri þá ólíkt vitur- legra að leyfa verzlunum, er selja matvöru og hreinlætisvöru að hafa opið fram á kvöld, J)ví að margt er einu heimili nauðsyn- legra en Jxer vörur, sem mest er sótzt eftir á „sjoppunum". BÆJARRÁÐ hefur einnig lagt til, að götunöfnunum Lækj- argötu og Kaupvangsstræti verði breytt og haldi sínurn fornu heit- um, Búðargil og Grófargil, en húsin haldi sínum númerum á- fram, J).e. að Lækjargata 3 verður Búðargil 3 og Kaupvangsstræti 19 Grófargil 19 o. s. lrv. Þetta tel ég vel ráðið, J)ví að sjálfsagt er að varðveita gömlu staða- og örnefn- in í gamla bæjarlandinu, hvort sem J)au eru lundin framrni í fjöru eða uppi í hálsi. I rituðu máli hefur alltaf verið skemmra að skrifa Kaupvangsstrætið KEA- stræti, þótt J)að hafi enn ekki náð íestu, en heiti götunnar minnir ó- sjálfrátt á danska götuheitið Köb- magergade. NÝLEGA var auglýst eftir um- sóknum um byggingalóðir í nýjum hverfum hér í bæ, og voru J>ær langsamlega flestar við svo- nefnda Norðurbyggð og komust J)ar upp í 20 um eina og sömu lóð, en dregið var um, hver lóð- ina skyldi hreppa. Það vekur sér- staka athygli, að fjöldi manna á miðjum aldri og nokkuð rosknir, sem eiga góðar íbúðir niðri í mið- bæ og neðarlega á Ytri-brekkun- um, sækja fast á Jressar lóðir. Það lítur helzt út lyrir, að straumur- inn stefni til fjalla úr miðbænum. Skyldi skíðahótelið draga roskna menn í áttina til sín, eða er J)að útsýnin á góðviðriskvöldum sum- arsins, eða háreysti nátthrafna niðri í bænum, sem hefur áhrif á sóknina til fjalla? RÉTT er að vekja máls á því, að vart má longúr undir höf- uð leggjast að fá giituvita við Kaupvangstorg (Grófargilskjaft- tnn) og við Ráðhústorg. Svo og stöðumæla meðfram Hafnarstræti 84—107 og við torgin, en J)að mun hafa verið samþykkt. Götuvitarn- ir munu mikið bjarga umferða- málum í miðbænum, ef gangandi fólki er samvizkusamlega kennt á þá, og reynsla af stöðumælum í Reykjavík sýnir, að sögn, að Jreir standa undir sínu á tiltölulega skömmum tíma. Svo spjöllum við ekki meira um þetta í dag. (Ath. hlaðsins: Bæjarstjórn lief- ur þegar afgreitt mál þau, sent hér er vikið að í fyrstu köflunum.) Vetraráætliin miianlandsflugs gengin í gildi HINN 1. okt. s. 1. gekk í gildi vetraráætlun innanlandsflugs Flugfélags íslands. Samkvæmt henni verður flogið til sömu staða og í sumaráætlun, að und anteknum stöðunum, Hellu og Skógarsandi, en þangað hefur verið, sem kunnugt er, aðeins flogið á sumrin. TVÆR FERÐIR Á DAG TIL AKUREYRAR. í stórum dráttum er vetrar- áætlun innanlandsflugs á kom- andi vetri þannig, að frá Reykja vík er flogið til Akureyrar tvisvar alla daga nema sunnu- daga og mánudaga, en þá daga er ein ferð. Til Vestmannaeyja verður flogið alla daga. Til ísa- fjarðar verða fimm ferðir í viku á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Egilsstaða verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum og ennfremur á mánudögum til 1. nóv. Til Hornafjarðar verður flogið á mánudögum og föstu- dögum. Til Sauðárkróks á þriðjudögum og föstudögum. Til Húsavíkur á miðvikudögum og laugardögum og til Kópa- skers og Þórshafnar á fimmtu- dögum, og til Fagurhólsmýrar á föstudögum. Ferðir milli Ak- ureyrar og Egilsstaða eru á þriðjudögum. ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.