Íslendingur - 19.10.1962, Page 5
Fjöldi bóka í prenlun fyrir jólamarkaðinn
18 bækur koma frá tveim útgáfufyrirtækj-
um á Akureyri
k NNRÍKI ágerist nú í prentsmiðjunum, því að nú er tími bóka-
prentunar að hefjast, en eins og kunnugt er koma um eða yfir
90% af bókum ársins út á 2 síðustu mánuðunum. Blaðið sneri sér
í vikunni til tveggja útgáfufyrirtækja hér í bæ, og kom þar fyrst
að máli við framkvæmdastjóra KVÖLDVÖKUÚTGÁFUNNAR
Kristján Jónsson. Kvað hann koma þrjár bækur frá henni á þessu
ári og lét oss í té eftirfarandi upplýsingar um bækumar:
íslenzkar ljósmæður.
1. bindi safnritsins íslenzkar
ljósmæður. Sr. Sveinn Víkingur
hefur verið ráðinn ritstjóri
verksins. í þessu 1. bindi birtast
frásöguþættir og æviágrip 26
ljósmæðra, hvaðanæfa að af
landinu, sem lærðu fyrir 1912.
Suma þættina skrifa Ijósmæð-
urnar sjálfar, en aðrir eru skrif-
aðir af kunnugum og færum
mönnum.
íslenzkar ljósmæður eiga
langa og merka sögu, sem er
nátengd æfikjörum og lifnaðar-
háttum íslenzku þjóðarinnar. í
bókinni segir frá margs konar
hetjudáðum ljósmæðranna
sjálfra, æfikjörum íslenzkrar al-
þýðu og viðburðaríkum ferða-
lögum á sjó og landi.
Árið 1946 hóf sr. Bjöm O.
Björnsson söfnun efniviðar í
þetta verk á vegum bókaútgáf-
unnar Norðra og vann þar mik-
ið og gott starf. Á s.l. vetri yfir-
tók Kvöldvökuútgáfan safn sr.
Björns og réð. sr. Svein Víking,
eins og áður segir, til að vinna
úr því og halda efnissöfnun á-
fram.
Kvöldvökuútgáfan er þess
fullviss, að með útgáfu þessa
1. bindis sé hafið gott og merkt
verk. Saga ljósmæðranna í land
inu er lærdómsríkt dæmi um
fórnarlund íslenzkra kvenna,
mannkærleik þeirra og líknar-
störf, sem jafnan hafa verið
unnin, án þess að séð væri til
endurgjalds.
Því heitir útgáfan á alla, sem
eiga í fórum sínum þætti um
látnar eða lifandi Ijósmæður að
koma þeim til sr. Sveins Vík-
ings eða Kvöldvökuútgáfunnar
og stuðla að því, að æviágrip
núlifandi ljósmæðra verði
skráð.
Kvöldvökuútgáfan treystir
því, að þessari bók verði vel
tekið og með því tryggt fram-
hald verksins.
II. Því gleymi ég aldrei,
frásöguþættir eftir 21 höfund
um ógleymanleg atvik úr lífi
þeirra.
í bókinni eru fimm þættir úr
verðlaunasamkeppni útvarps-
ins, verðlaunaþættir Ragnheið-
ar Jónsdóttur, Kristjáns Jóns-
sonar og Þórunnar Elfu Magn-
úsdóttur og auk þeirra þættir
Jochums Eggertssonar og Árna
Óla. Hins vegar eru allir hinir
þættirnir nýir og áður óbirtir,
og er þar þá fyrst að nefna þátt
eftir þjóðskáldið Davíð Stefáns-
son frá Fagraskógi. Aðrir höf-
undar eru: Árelíus Níelsson,
Einar Ásmundsson, Einar Krist
jánsson, Eiríkur Sigurðsson,
Hólmgeir Þorsteinsson, Ingólfur
Kristjánsson, Kristján frá
Djúpalæk, Magnea Magnúsdótt-
ir, Páll Kolka, Rósberg Snædal,
Sigurður Einarsson, Stefán E.
Sigurðsson, Stefán á Svalbarði,
Sveinn Víkingur og Þorsteinn
Stefánsson.
Margir þessara þátta eru sér-
stæðir og stórvel skrifaðir, og
þykjumst við mega vænta, að
marga fýsi að kynna sér þá,
enda eru slíkir minningaþættir
yfirleitt eftirsótt lesefni. Verði
þessari bók svo vel tekið sem
við væntum, hefur útgáfan í
hyggju að halda áfram á sömu
braut á næstunni.
III. Lára miðill.
í bók þessari gerir séra
Sveinn Víkingur grein fyrir
helztu tegundum sálrænna eða
dulrænna fyrirbæra, en þau eru
skyggni, dulheyrn, fjarhrif,
hlutskyggni, forvizka, ósjálfráð
skrift, hreyfifyrirbæri, líkamn-
ingafyrirbæri, huglækningar o.
fl. og drepur á þær helztu skýr-
ingar, sem fram hafa komið.
Síðan lýsir hann æskuárum
frú Láru og fyrstu kynnum
hennar af sálarrannsóknum. Þá
er kafli um frásagnir sjónar- og
Tvennskon-£“li£tSe“
i i ir í síðasta
ar hundar Verkamanni
Gunnari ná-
granna sínum Benediktssyni í
Hveragerði afmæliskveðju í til-
efni af 70 ára afmæli þessa
ágæta eyfirzka klerks á árun-
um 1920 og eitthvað, og kemst
skáldið svo að orði:
„Frá æsku var ég ákaflega
hræddur við fjárliunda sveit-
unga minna. Þesi ótti yfirfærð-
ist síðar á auðvaldshunda hinna
vestrænu ríkja.“
Það var áreiðanlega á síðustu
stundu, sem hundahald var
bannað hér í bænum, áður en
Kristján frá Djúpalæk tók við
Verkamannmum. Vonandi er
hann ekki undir „rauðum hund
um“ lengur, en sú farsótt ku
Lára miðill.
heyrnarvotta. Má þar m. a.
nefna kaflann Dulskyggni,
Margt veit Lára, Hvernig vissi
Lára þetta?, Skjölin hans afa,
Hvarf Guðmundar, Einkenni-
legt atvik, Sjúkdómsgreining,
Lækriuð taugagigt, Barnið á fjöl
inni o. fl.
Þá er fjörlegt samtal höfund-
ar við Láru, og ber þar margt
á góma. Höfundur lýkur bók-
inni með almennum hugleiðing-
um um dulræn fyrirbæri og
þær freistingar, sem fólki, gædd
um miðilshæfileikum, geta ver-
ið búnar.
Frá hendi höfundar er bókin
gerð úr garði áf þeirri vand-
virkni og snilldarbrag, sem
hann er landskunnur fyrir.
er Hnattferð í mynd og máli
eftir tvo þýzka höfunda, Wer-
ner Lenz og Werner Ludewig
í þýðingu sr. Björns O. Björns-
sonar. Þetta er um 200 bls. bók
í kvartbroti með 261 ljósmynd,
þar af 47 heilsíðuljósmyndir.
Má telja þessa bók alþýðlega
landafræði, þar sem lesandinn
fer um lönd og álfur umhverf-
is hnöttinn. .
Þá kemur út hjá okkur.
þriðja og síðasta bindið ' af
Aldamótamönnum Jónasar
Jónssonar, og fylgir því nafna-
skrá yfir öll bindin. Minnist höf
undur þar 15—20 manna, er
settu svip á þjóðlífið fyrstu 2—3
áratugi aldarinnar. 1
Fortíð og fyrirburðir vérður
fimmta og síðasta bindi í hún-
vetnska ritsafninu „Svipil' 'óg
sagnir“, og fylgir því nafnaskra
yfir öll bindin. Þrír ágætir
fræðimenn hafa unnið að þessu
bindi, þeir sr. Gunnar Árnason,
Magnús Björnsson á Syðra-
Hóli og Bjarni Jónassön í
Blöndudalshólum.
BOKAFORLAG
ODDS BJÖRNSSONAR.
Þá leituðum við upplýsinga
hjá Geir S. Björnssyni prem-
smiðjustjóra um fyrirhugaða
bókaútgáfu Bókaforlags Odds
Björnssonar, og kvað hann út-
gáfuna verða svipaða að vöxt-
um og í fyrra. Út væri komin
á sumrinu bókin Dyngjufjöll og
Askja eftir Olaf Jónsson, en alls
mundu útgáfubækurnar verða
15 á árinu, þar af 5 barnabækur.
— Aðalbók okkar, segir Geir,
Pétur Sigfússon.
Þá get ég nefnt endurminn-
ingar Péturs Sigfússonar frá
Halldórsstöðum, sem lézt fyrh'
nokkrum dögum. Nefnir hann
þessar minningar Enginn ræður
sínum næturstað.
Skáldsögur.
— Hvað bjóðið þið okkur
bókamönnum af skáldverkum?
— Við gefum út þrjár íslenzk
ar skáldsögur og eina þýdda.
Þá er fyrst að nefna söguna
Gunnar Helmingur eftir sr.
Stanley Melax, en fátt hefur frá
honum komið frá því að hann
var ungur prestur að Barði í
Fljótum. Komu þá út eftir hann
skáldsaga og smásagnasöfn, sem
nú eru ekki lengur á bókamark-
aði. Þá er Heimasætan á Stóra-
Felli eftir Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur og Karlsen stýrimaður
eftir Magneu frá Kleifum, sem
birzt hefur sem framhaldssaga
í tímaritinu „Heima er bezt“ á
þessu ári. Svo kemur síðara
bindið af Förusveininum eftir
Mika Waltari, hinn finnska
söguhöfund, í þýðingu sr.
Björns O. Björnssonar. Og enn
má bæta því við, að Ijóðabók —
Hugsað heim — eftir Ingibjörgu
Sigurðardóttur, kemur út hjá
okkur innan skamms og hefur
að geyma 58 ljóð eftir þennan
vinsæla rithöfund úr hópi
kvenna.
Barnabækur.
— Og þá eru það barnabæk-
urnar.
— Já, þær verða 4 íslenzkar
og ein þýdd. Garðar og Glóblesi
eftir Hjört Gíslason, upphaf að
nýjum bókaflokki, en sögur
hans af Salomon svai'ta voru
undanfarna vetur sérlega eftir-
sóttar meðal drengja. Þá er það
Gestur Hannson með söguna
Strákar og lieljarmenni, en það
er 4. bókin í „strákabóka“-
flokki þess höfundar. Ármann
Kr. Einarsson er með skáld-
sögu, ÓIi og Maggi, er fjallar
um sömu persónur og í Óska-
steininum hans Óla, er út kom
hjá okkur í fyrra, en þó sjálf-
stæð saga. Þá gefum við út 2.
útgáfu af sögunni Adda og litli
bróðir eftir Jennu og Hreiðar,
en í fyrra gáfum við út 2. út-
gáfu af fyrstu bókinni í Öddu-
flokknum, en þessar bækur
hafa ekki sézt í bókabúðum síð-
ustu 10—15 ár. Og loks er það
(Framhald á bls. 7.)
HER OG ÞAR
fara misjafnlega með menn á
hans aldursstigi.
íslenzkt
Þær raddir hafa
komið fram opin-
., berlega, að við ís-
SJOllVaip lendingar ættum
sem allra fyrst að
koma okkur upp íslenzku sjón-
varpi, hvað sem það kostar, því
að við mættum ekki vera eftir-
bátar annarra þjóða um að
koma þeirri menningarstarf-
semi upp hjá okkur, sem sjón-
varpsrekstur sé.
Hér fer sem oft áður, að flas
er ekki til fagnaðar. Svo dýrt
fyrirtæki er hér um að ræða,
að ekki má hrapa að. Við erum
að burðast hér með Ríkisútvarp
og eigum fullt í fangi með að
afla því nægilegs efnis, sem fell-
ur í smekk hlustenda. Hljóm-
plötuglamrið er löngu farið að
fara inn um annað eyrað og út
um hitt. Hvernig erum við þá
undirbúnir að koma upp fram-
bærilegri sjónvarpsdagskrá við
hlið hinnar? Og erum við sann-
færðir um að okkur yrði menn-
ingarauki að sjónvarpi? Óg hve
margar sjónvatpsstöðvar þyrft-
um við í okkar fjöllótta landi,
ef þessi menningarauki ætti
ekki einvörðungu að ná til
Síór-Reykjavíkur og næsta ná-
grennis?
Ættum við ekki fyrst að
vanda sem bezt dagskrá útvarps
ins áður en lengra er haldið?
Hægtum
að tala
segir um
í forustu-
grein s. 1. mánu-
dag. „Enn er Is-
lenzkt sjónvarp
aðeins til á pappírnum. Kostn-
aðurinn við sjónvarpsdagskrá
_er gífurlegur, miklu meiri er
menn almennt grunar. Hafa
smáþjóðir eins og Norðurlanda-
þjóðirnar átt í vandkvæðum
þess vegna og þó átt gilda sjóði
í upphafi, sem hér eru engir til.
Sjálf sjónvarpsstöðin er tiltölu-
Iega ódýr. Það er hins vegar út-
búningur sjónvarpsefnisins sem
mjög er kostnaðarsamur. Um
Iiann Iiafa enn ekki verið gerð-
ar neinar kostnaðaráætlanir, en
slíkt væri tímabært, svo mönn-
um yrði ljóst , að liægara er að
tala um íslenzkt sjónvarp en að
gera það að veruleika.“
ÍSLENDIN GUR