Íslendingur


Íslendingur - 19.10.1962, Blaðsíða 8

Íslendingur - 19.10.1962, Blaðsíða 8
Nýja gæzlu- og björgunarflugvélin SIF á Akureyrarflugvelli. (Ljósmynd: St. E. Sig.) NÝ LANDHELGISFLUGVÉL Tekur gömlu vélinni fram um flesta hluti ÍSLENDINGUR XLVIII. ÁRG. . FÖSTUDAGUR 19. OKT. 1962 . 39. TBL. Kvöldsölum lokað kl. 18 KEA hlýtur verzlunarlóð á Suður-Brekkum EINS OG flestum er eflaust kunnugt af lestri sunnanblaða, hefur landhelgisgæzlan fengið til afnota nýja flugvél, stærri og hraðfleygari en gamla Rán var, en sú vél var Catalínagerð PY 5. Þesi nýja flugvél er af gerðinni DC 4, hefur fjóra hreyfla og mikið flugþol. Sl. föstudag kom hin nýja flugvél hingað til Akureyrar, og meðal farþega var Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar. í tilefni af komu vélarinnar var nokkrum konum úr slysavarna- deild kvenna og fréttamönnum frá Akureyrarblöðunum boðið að skoða vélina og þiggja þar veitingar, en að því búnU var farið í flugferð norður fyrir Grímsey. Stjórnklefinn stækkaður. Flugvélinni hefur talsvert ver ið breytt til notkunar fyrir gæzluna. Stjórnklefi stækkaður og þar aftan við komið fyrir stóium kortaklefa, sem einnig er loftskeytaklefi. Þar aftan við er svo stór farþegasalur, sem tekur um 30 manns í sæti. Áður en lagt var af stað í flug } Tómstundaheimili I í fyrir unglinga | i í SAMBANDI við síðari um- 1 | ræðu um reglugerð fyrir | I Æskulýðsráð Akureyrar á i I bæjarstjórnarfundi síðastlið- j 5 inn þriðjudag kom fram svo- i i hljóðandi tillaga frá Jóni H. i | Þorvaldssyni, sem samþykkt : i var með öllum greiddum at- i I kvæðum: § i „Bæjarstjórn beinir því til = i nýkjörins Æskulýðsráðs, að i : það leiti þegar í stað eftir : i hentugu húsnæði til þess að i j reka tómstundaheimili ung- j i linga, þar sem góð aðstaða i j yrði til þess að halda dans- j i leiki, reka veitingasölu, sýna i j kvikmyndir og sjá ungling- j j unum fyrir öðrum skemmt- j i unum og tómstundastarfi.“ i ið mælti form. Slysavamadeild- arínnar, Sesselja Eldjárn, nokk- ur orð og árnaði flugvélinni og áhöfn allra heilla.Pétur Sigurðs son þakkaði og kvað það vera mikilvægt fyrir alla starfsemi Landhelgisgæzlunnar að hafa fengið þessa flugvél, en hann tók það fram, að mikill hluti starfa gæzlunnar væru björgun Lögreglustjóra er heimilt að banria- öllum óviðkomandi, sem eiga ekki brýnt erindi, umferð, út í skip^ sem liggja í höfninni, frá kh 20—$ á tímabilinu 1. okt. Itj *< til 1; maí, en frá kl. 22—8 á tíma bilinu 1. maí til 1. október. Enn fremur getur lögreglan jafnan bannað börnum innan 16 ái'a aldurs umferð um bryggjur og ferð út í skip og báta í höfninni, telji hún ástæðu til. Unglingum innan 16 ái'a er ó heimill aðgangur að almennum knattborðstofum, dansstöðum og ölstofum. Þeim er og óheim- ill aðgangur að almennum kaffi- stofum eftir kl. 20, nema í fylgd með fullorðnum, sem bera á- byrgð á þeim. Eigendum og um- sjónarmönnum þessara stofn- ana ber að sjá um, að unglingar fái ekki þar aðgang né hafist þar við. arstörf. Um kl. 18,30 var lagt til flugs norður Eyjafjörð og komið yfir Grímsey rúml. 20 mínútum síðar. Á Akureyri var lent kl. 19,17. Áhöfn vélarinnar er sex menn, og er Garðar Pálsson skipstjóri. Flugmaður er Guðjón Jónson, en flugstjóri fyrst um sinn verð ur Henning Bjarnason frá Flug- félagi Islands. Gestum gazt mjög vel að farkostinum og öllum aðbúnaði. S. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. okt. til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október nema í fylgd með fullorðnum vanda- mönnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. okt. til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum vanda- mönnum. Þegar sérstaklega stendur á, getur bæjarstjóx-n sett til bráða- birgða strangari reglur um úti- vist barna allt að 16 ára aldri. Foreldrar og húsbændur barn anna skuiu að viðlögðum sekt- um sjá um, að ákvæðum þess- um sé framfylgt. (Frá lögreglunni á Akur- eyri.) Á BÆJ ARST J ÓRN ARFUNDI s. 1. þriðjudag lágu mörg mál fyrir, sem vakið höfðu þá at- hygli, að nokkrir borgarar sáust á áheyi'endabekk. Verður hér þó aðeins unnt að geta úrslita þi'iggja mála. „SJOPPULOKUN“. Bæjarráð hafði lagt til við bæjarstjórn, að hún samþykkti, að kvöldsölum bæjarins („sjopp unum“) yrði lokað vetrarmán- uðiqa svo sem öðrum búðum kl. 6 e. h., þ. e. frá 1. okt. til 31. maí, en fái að hafa opið aðra mánuði ársins til kl. 10 að kvöldi, jpó með sérstökum und- anþágum fyrir benzínsölur, kvikmynda- og samkomuhús til veitinga í hléum o. s. frv., svo og yrði heimilt að selja blöð og tímarit um gluggagöt verzlana. Var þessi tillaga bæjarráðs sam- þykkt með 6 atkv. gegn 1, og því jafnframt bætt við að benzínsölum væri heimilt að selja gosdrykki, tóbak og sæl- gæti, meðan opið væri fyrir sölu á benzíni. Ganga má út frá að þessi lokunarákvæði gangi í gildi um n. k. áramót. VERZLUNARLÓÐ. Þá kom til kasta fundarins að úrskurða um, hvort KEA eða KVA skyldi hljóta verzlunarlóð á horni Byggðavegar og Hrafna- gilsstrætis. Bar Jakob Frímanns son fram tillögu um, að KEA væri veitt hún, þar sem það hefði árum saman leitað eftir slíkri lóð, en Bragi Sigurjóns- son fliltti aðra tillögu um að KVA hlyti lóðina, en það félag hefði haft frumkvæði- um rekst- ur útibús á þessu svæði til hag- ræðis fyrir íbúana. Tillaga Jak- obs var fyrst borin upp og hlaut Tvímenningslieppni Bridgefél. Akureyrar lauk s.l. þriðjudag, en í henni kepptu 28 pör. Keppnina unnu Jóhann Helgason og Karl Sig- fússon með 559 stigum. Næstir urðu: Halldór og Ár- mann Helgasynir 546 stig, Jónas Stefánsson og Knútur Otterst- edt 540 stig, Jóhann Sigurðsson og Óðinn Árnason 540 stig og Jóhannes Kristjánsson og Þor- steinn Svanlaugsson 518 stig. 1. flokks keppni hefst þriðju- daginn 30. okt. Þátttaka tilkynn ist stjórninni eigi síðar en 28. okt. 6 atkvæði (Framsóknar og kommúnista), og kom sú síðari því ekki til atkvæða. LEIGA Á SLIPPNUM. Þá lá fyrir fundinum að taka ákvörðun um leigumála fyrir Dráttarbraut bæjarins, og lá svohljóðandi tillaga frá hafnar- nefnd fyrir um framlengingu við núverandi leigjendur. a) Ársleiga verði kr. 600 þús. b) Leigutími verði 15 ár frá 1. jan. 1963. c) Sérstaklega verði samið um leigugjald fyrir hús og mannvirki, sem síðar verði byggð á athafnasvæði Slippsins og leigutaki hafi afnot af. d) 127 gr. eldri samnings falli niður og orðist þannig: „Gjöld fyrir uppsáturs- og garðaleigur verði ekki hærri en sambærileg gjöld Slippfélagsins í Reykjavík og Félags dráttarbrautar- eigenda eru á hverjum tíma.“ Breytingartillaga frá Helga Pálssyni og frestunartillaga frá Jóni H. Þorvaldssyni voru báð- ar felldar, en tillaga hafnar- nefndar samþykkt: A-liður með 6:1 atkv., b-liður 7:3, c-liður 8 samhljóða og d-liður 7:2. NEFNDAKJÖR. Þá voru kjörin í nefnd til að gera tillögur til bæjarráðs um framkvæmd húsmæðrahjálpar: Gísli Jónsson form., Jón Ingi- marsson og Soffía Thorarensen. Loks voru kjörnir þrír menn í æskulýðsráð samkv. nýrri reglugerð um Æskulýðsráð Ak- ureyrar, en það skal skipað sjö mönnum, þar af 4 tilnefndum af félagasamtökum. Bæjarstjóm kaus þá Harald Sigurðsson bankagjaldk., Guðm. Þorsteins- son og Einar Helgason. Til- nefndir af félögum: Sr. Pétur Sigurgeirsson (ÆFAK), Eirík- ur Sigurðsson (IOGT), Björn Baldursson (ÍBA), en skátar hafa enn ekki tilkynnt sinn full trúa í ráðið. I Fulltrúaráðsfundur \ | Sjálfstæðisfélaganna verður i | í Landsbankasalnum n. k. i i mánudag kl. 8,30 síðd. Sjá i i nánar auglýsingu í blaðinu. i i Fulltrúaráðsmenn eru i i áminntir um að mæta á i i réttum tíma. IIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllMllllllllllllltlllll*

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.