Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1963, Blaðsíða 4

Íslendingur - 14.06.1963, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern föstudag. — Útgefandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. — Ritstjóri cg ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, simi 1375. Skrifstofa og af- greiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. Opin kl. 10—12 og 13.30— 17.30. Á laugardögum kl. 10—12. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. VIÐREISN HÉLT VELLI STJÓRNARANDSTAÐAN bjóst til nýafstaðinna kosn- inga með miklum fyrirgangi og voru hvergi spöruð hin stóru orð. En í þeim hafði hún ekki erindi sem erfiði, enda höfðu menn almennt ekki við því búizt. Það kom skýrt í ljós að kjósendur mátu og virtu þá viðleitni forráða- manna þjóðarinnar að bjarga henni frá j>ví að fara á vonar- völ. Til þess hafði hún ekki lofað einstaklingnum gulli og grænum skógum og fór hvergi dult með, að lækning efna- hagslífsins kynni að valda fólki lítilsháttar sársauka í bili, enda yrði ekki hjá slíku komizt. Stjórnarandstaðan naut nú þeirrar bættu aðstöðu að hafa sameinað dreifða krafta með upplausn Þjóðvarnarflokksins, og nýttist sú aðstaða svo vel, að í Reykjavík tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn þingsæti, þótt hann fengi nær alla at- kvæðaaukninguna þar. Sumum virtist koma ónotalega á óvart, er Framsóknar- flokkurinn vann í Reykjavík sæti af Sjálfstæðisflokknum. En við nánari aðgát var það mjög eðlilegur hlutur. Full nýting Framsóknar á sínum hluta Þjóðvarnarflokksins, sem við kosningarnar hvarf til upphafs síns í stjórnarand- stöðuflokkunum, hlaut að færa henni þingmann í viðbót, og hefði sh'kt orðið við kosningarnar 1959, ef atkvæði Þjóð- varnar hefðu þá ekki fallið dauð til jarðar. En fyrstu tölurnar báru ótvírætt með sér, að viðreisnin hafði unnið mikinn sigur eða nokkuð yfir 90 af lrundraði í fylgi ungu kjósendanna. Hlaut viðreisnin 2432 viðbótar- atkvæði í Reykjavík en stjórnarandstaðan 166. Jókst fylgi Sjálfstæðisflokksins þar úr 46.7% haustið 1959 í 50.7% nú, og sýndi því hreint meirihlutafylgi. Og í Reykjaneskjör- dæmi, sem einnig var talið úr á mánudagsnóttina hafði við- reisnin einnig unnið greinilegan sigur. Þar hækkaði Sjálf- stæðisflokkurinn hlutfallstölu sína úr 39.4 af hundraði í 41.1%, og í þessum tveim fyrstu kjördæmum, sem talið var úr, jók flokkurinn fylgi sitt um 3350 atkvæði. Stjórnarflokkarnir juku í þessum kosningum fylgi sitt meðal kjósenda úr 54.9 af hundraði í 55.7 eftir því sem næst verður komizt, og er það svo sterk viðurkenning á stefnu ríkisstjórnar er setið hefur heilt kjörtímabil, að til eindæma verður að telja. Kosningaúrslitin eru á þann veg, að hinir nýju kjósend- ur í landinu, ásamt mörgum hinna eldri, hafa með atkvæði sínu látið í ljós þakkir sínar fyrir atvinnuöryggið, sem okk- ur hefur verið búið, fyrir það að viðreisnarstjórnin hefur búið betur en áður var að þeim, sem minnst máttu sín í þjóðfélaginu, — fyrir að hafa tryggt sparifjáreigendum nokkra umbun fyrir ráðdeild, er atvinnulífinu stendur hagur af, — fyrir að hafa létt af þjóðinni margvíslegum álög- um, — fyrir að hafa eflt traust þjóðarinnar út á við, — fyrir að hafa staðið við loforð sín fremur öðrum fyrri ríkisstjórn- um. Sérstaklega verður hér að taka fram, að í Norðurlands- kjördæmi eystra urðu úrslitin rnjög á annan veg en fyrir var spáð af stjórnarandstöðunni. Hún virtist gera sér vonir um að fella Magnús Jónsson, 2. mann á D-listanum. Þeirri herferð, sem beint var gegn honum í Degi sérstaklega var svarað með því, að aldrei hefur flokki hans verið sýnt meira traust. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut nú í kjördæminu 28.5%, en hafði 27.6% áður. Atkvæðaaukning D-listans í kjördæminu var 211 atkvæði. Atkvæðaaukning stjórnarand- stöðuflokkanna byggðist á innheimtu atkvæða Þjóðvarnar- flokksins, sem nú skipti sér á milli Framsóknarflokksins og kommúnista. Á þriðjudagskvöldið, er allar atkvæðatölur lágu ljósar fyrir, spurði Ríkisútvarpið formenn flokkanna um álit þeirra á kosningaúrslitunum, og virtust flestir vel una. Þó vakti það eftirtekt, að formaður Aljrýðubandalagsins, Hannibal Valdimarsson, boðaði STRÍÐ 1 STAÐ FRIÐAR. ^mmmmmimmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmimmmhmmmmmmmmmmmimmmmmi I BÆKUR OG RIT I Dagur í lífi ívans Denisovidis •"IIIMMMMMIIMMIMIMIIIIIIIIM'.IIIIIII Vörður og vinarkveðjur Ný bók eítir Snæbjörn Jónsson. Út er komin hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar ný bók eftir Snæbjörn Jónsson. Ber hún heitið VÖRÐUR OG VIN- ARKVEÐJUR og er úrval úr greinum Snæbjarnar. Hefur dr. Finnur Sigmundsson landsbóka- vörður valið efnið í samráði við höfund, en Tómas Guðmunds- son, skáld, ritar formála. Alls eru 32 ritgerðir í bókinni og skiptast í tvo hluta. Nefnist hinn fyrri Vörður með fram veginum og er greinar ýmislegs efnis, svo sem um bókmenntir, bókaútgáfu og bókaverzlun o.fl. í síðari hlutanum Vinarkveðj- um, eru minningargreinar um ýmsa látna vini höfundarins, en hann er sem kunnugt er þekktur fyrir hispursleysi og snjallar mannlýsingar í slíkum greinum. Aftan á kápu bókarinnar segir m.a.: „Til hennar (útgáfu bókar- innar) er öðru fremur stofnað í þakkar skyni við höfundinn fyrir þann skerf, sem hann hefur lagt til íslenzkrar bók- agerðar og bókmenningar á langri ævi. En einnig mátti sín VlSNA BÁLKUR Hér fara á eftir tvær skag- firzkar vísur, sem gaman væri að fá upplýsingar um höfunda að eða leiðréttingar, ef ekki eru rétt með farnar: Dauðinn gapir yfir oss, öllum skapar trega. Nú hefur knapi í feigðarfoss farið hrapallega. Fagrar lendur, framtíð glæst, fortíð brennd að grunni, þegar Gvendur nauðum næst náði lendingunni. „Austri“ sendir þessar stökur: Báglega horfa bændamál, bregðast rök og fræðin, ekki er sopið úr ausu kál eða sniðin skæðin. Þó að byggð sé bændahöll á breiðum Víkurmölum, afleggst byggðin upp við fjöll, inni í heiðadölum. Svo að lokum Pela-vísa, sem nefnist „Eftir talninguna“: Fyrst að stjómin stóð í vor, stenzt hana enginn kraftur. Falla varla hjú úr hor Húsvíkinga aftur. mikils nauðsyn þess, að al- menningur fengi greiðari aðgang en verið hefur að hinum merku og margvíslegu ritstörfum Snæbjarnar Jónssonar. Þorri ritgerða hans er á víð og dreif í blöðum og tímaritum. En vegna þess hvers eðlis margar þessara ritgerða eru, hlýtur fyrir þeim að liggja að verða safnað í bækur. Fer vel á.því að það starf sé hafið, meðan höfundarins nýtur enn við.“ Bókin er 198 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prent- smiðjunni Hólum, en Tómas Tómasson hefur gert káputeikn- ingu. .............'ig 'ty/ Rússneska sagan, sem vak ið hefur athygli um all- an heim, er komin út hjá AB. Út er komin hjá Almenna bókafélaginu önnur bók mánað- arins fyrir maímánuð, hin kunna rússneska saga Dagur í lífi ívans Denisovichs eftir Al- exander Solzhenitsyn. Þýðandi er Steingrímur Sigurðsson. Þessi saga, sem varð heims- fræg næstum sama daginn og hún birtist í fyrsta sinn, gerist í rússneskum fangabúðum á Stalínstímanum. „Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni birzt í sovétbókmenntum“, bergmálaði í blöðum um allan heim, en í (Framh. á bls. 7) n ¥ i n y H % "'W % W n f % W % y % k n W n SKILNAÐARSKAL í bundnum veigum. LJÓÐKVEÐJA til vinar míns Kristjáns Jónssonar, borgardómara. Við brottför hans frá Akureyri í aprílmánuði 1963. Er þú, vinur, frá oss fer úr fögrum bæ og heiðum, gæfan, framinn gefi þér gull á Víkur-leiðum. Kveðju sína bær og byggð ber með þökkum góðum fyrir þína dáð og dyggð drýgða á þeirra slóðum Glöggskyggn jafnan gekkstu hér gætinn mjög að verki. Bogalistin brást ei þér, ber þess víða merki. Sannan trúnað sýndir mér, sönn var nautn að spjalla. Nú að lokum þakka ég þér þína vinsemd alla. Fylgi þér gæfa og fjölskyldu þinni alla daga til efstu stunda. JÓN BENEDIKTSSON, prentari. W, ú M m m , i , 1 % % , 'L m % d =ííú............................ ÍSLENDIN GUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.