Íslendingur - 14.06.1963, Blaðsíða 8
Alþjóðð Rauði krossinn þakkar íslenzku þjóðinni
Formanni R.K.I. hefur nýlega
borizt svohljóðandi bréf frá
Henrik Beer framkvæmdastjóra
Alþjóða Rauða krossins í Genf:
„Ég verð að tjá yður, hversu
gagntekinn ég var þegar mér
varð ljós árangur þeirrar hjálp-
ar, sem íslenzka þjóðin veitti
hinum hungruðu og þjáðu börn-
um í Alsír á vegum Rauða kross
íslands. Þetta er lofsvert afrek,
og þess hefur verið getið í grein-
um víðsvegar um heim um
starfsemi Rauða krossins. Ég
bið yður að flytja öllum þeim,
Uppbó tarþingmenn
Uppbótarsæti skiptast þannig:
A-listi:
Sigurður Ingimundarson.
Birgir Finnsson.
Guðmundur í. Guðmundsson.
Jón Þorsteinsson.
D-listi:
Davíð Ólafsson.
Sverrir Júlíusson.
Bjartmar Guðmundsson.
Hermann Þórarinsson.
G-listi:
Eðvarð Sigurðsson.
Ragnar Arnalds.
Geir Gunnarsson.
Kjörsókn var með mesta móti,
enda gott „kosningaveður11
þenna dag, sól í heiði og allir
vegir færir. Á kjörskrá voru
100573, og af þeim hópi kusu
90945, eða 90.4%. Gild atkvæði
urðu 89347. Hlutfallslega skipt-
ist atkvæðatalan svo milli
flokka:
A-listi 14.2%
B-listi 28.2%
D-listi 41.4%
G-listi 16.0%.
Nákvæmni í tölum er e. t. v.
ekki örugg, en skipta heldur
ekki máli um úrslit kosning-
anna.
sem lagt hafa hönd á plóginn,
vorar innilegustu þakkir.“
f bréfi frá San Francisco deild
Rauða krossins segir, að Henrik
Beer hafi skrifað deildinni m.a.
eftirfarandi:
„ . . . Viðfangsefni þau, sem
vér eigum við að glíma í Alsír,
eru geysileg. Þar eru fimm
miljónir manna, sem þarfnast
hjálpar. Fordæmi það, sem ís-
lenzka þjóðin hefur gefið í þessu
efni, mun áreiðanlega verða
öðrum þjóðum til mikillar
hvatningar, og getur jafnvel
leitt til þess, að einstakar þjóðir
fari að bindast bræðraböndum
til lausnar mörgum þeim vanda-
málum, sem þyngst hvíla á
heiminum í dag . . . “
31. marz s.l. lauk hjálparstarfi
því, sem unnið var á vegum
Alþjóða Rauða krossins til
hjálpar nauðstöddu fólki í Alsír.
Hjálparstarf þetta hófst í ágúst
1962, en þá voru alsírskir flótt-
amenn nýkomnir heim til sín
frá Marokkó og Túnis, þar sem
Rauði krossinn og Flóttamann-
astofnun Sameinuðu þjóðanna
höfðu í sameiningu séð fyrir
þeim í 31/2 ár.
Frá því í ágúst og til marzloka
hafði Rauði krossinn úthlutað
matvælum til 1.600.000 manns í
Alsír. Fékk hver þurfandi mað-
ur mánaðarlega 8 kg. af 'hveiti,
500 g. af baunum, 500 g. af
matarolíu og 400 g. af sykri,
auk 100 g: af sápu. Enn fremur
hafði Rauði krossinn komið upp
300 mjólkur-gjafastöðvum, þar
sem a.m.k. 300.000 börn fengu á
hverjum morgni mjólk og brauð,
og þrjsvar í viku ýmis bætiefni
í töflum. Eins og kunnugt er,
voru 35 af þessum mjólkur-
gjafastöðvum kostaðar af ís-
lenzku gjafafé og báru nafn
Rauða kross íslands. Loks var
uthlutað 320.000 teppum og
alfatnaði handa 380.000 manns,
og hjúkrunarstöðvar starfrækt-
ar.
Nú hefur Rauði krossinn í
Alsír, sem þar nefnist Rauði
Hálfmáninn, tekið að sér að
annast mjólkurgjafa- og hjúkr-
unarstöðvarnar og aðra svipaða
líknarstarfsemi þar í landi, en
Alþjóða Rauði krossinn mun
styrkja hann til þess og aðstoða,
og mun mennta innlenda menn
og þjálfa til þessara starfa.
Ríkisstjórnin þar hefur og
viðtækar ráðagerðir á prjónun-
um til hjálpar bágstöddum Als-
írbúum.
Þrír Ólafsfjarðarbát-
ar farnir á síldveiðar
Ólafsfirði 12. júní
Héðan fara 5 bátar á síldveið-
ar, þeir: Guðbjöi'g, Ólafur beklc-
ur, Stígandi, Sæþór og Þorleif-
ur Rögnvaldsson. Eru þrír
þeirra þegar farnir og tveir
munu fara um helgina. Stígandi
fékk 700 mál á fyrsta útivistar-
degi 60 mílur austur af Bjarnar-
ey.
Eins og áður munu starfa hér
í surnar þrjár söltunarstöðvar
á vegum Auðbjargar hf., Jökuls
hf. og Stíganda sf. Hefur verið
unnið að stækkun þeirra og um-
bótum í vor. Þá er einnig unnið
að ýrrlsum framkvæmdum í
sambandi við móttöku á bræðslu
síld.
Þorskafli er tregur, en þó hef
ur nokkuð fengizt á djúpmiðum.
Fimm 12—25 lesta bátar búa sig
undir ufsaveiðar með hringnót,
en munu að líkindum stunda
handfæraveiðar jöfnum hönd-
um.
Tíð hefur verið góð síðan um
mánaðamót. Kýr eru komnar á
beit og jörðin grænkar óðum.
S. M.
• r
ÞAU munu verða með líku sniði
og undanfarin ár. Kl. 10 árdegis
fer blómabíll af stað um bæinn
og ekur um göturnar til hádegis.
Kl. 13.20 hefjast hátíðahöld á
Ráðhústorgi með leik Lúðra-
sveitar Akureyrar undir stjórn
Jakobs Tryggvasonar. Síðan
verður þar hátíðarguðsþjónusta
(sr. Birgir Snæbjörnsson og
kirkjukórinn). Kl. 14 verður há-
tíðin sett af Jens Sumarliðasyni
form. þjóðhátíðarnefadar. Þá
syngur Jóhann Konráðsson við
undirleik Árna Ingimundai--
sonar. Fjallkonan (Hlaðgerður
Laxdal) flytur ávarp, og kl.
14.25 hefst skrúðganga út á í-
þróttavöll undir stjórn Tryggva
Þorsteinssonar yfirkennara. Þar
fara fram þessi hátíðaatriði:
Kl. 14.50 Fánahylling skáta.
— 15.00 Lýðveldisræða (sr.
Sigurður Haukur Guðjóns-
son).
— 15.25 Karlakór Akureyrar
syngur.
— 15.40 Minni Jóns Sigurðsson
ar (Þórunn Ólafsdóttir stú-
dent), Milli atriða leikur
Lúðrasveit Akureyrar.
— 16.00 hefst íþróttasýning.
Um kvöldið kl. 20.40 hefst úti-
samkoma á Ráðhústorgi með
fjölbreyttum skemmtiatriðum.
Verður þar m. a. kórsöngur,
Karlakórinn Geysir syngur, ein-
söngur Gests Guðmundssonar
við undirleik Árna Ingimund-
arsonar og á eftir dansað á
torginu við leik hljómsveitar
Ingimars Eydals. Merki verða
seld á götum bæjarins, og óskar
nefndin eftir að sem flestir beri
þau og fjölmenni að hátíðahöld-
unum.
Úr síðasta páskahreti.
Nú eru skipin að búast á sumarsíldveiðar fyrir Norður- og Austur-
landi. Hér er Sigurður Bjamason að taka nótina tun borð.
Ljósmynd: K. Hjaltason.
Franskur togari varð fyrir árekstri við ísjaka 40 sjómílur norður af
íslandi, og hlaut nokkrar skemmdir. Sigldi liann til hafnar á Akur-
eyri, og er brezkt eftirlitsskip í för með honum. (Ljm.: K. Hjaltas.)